LeitaVinsamlega sýnið biðlund

Logbækur

Vefsýning
Sýningaraðili:
Flugsafn Íslands

Sýningarstjóri:
Steinunn María Sveinsdóttir

Birt á vef:
1.6.2021

Logbækur flugmanna og flugvéla eru með dýrmætustu heimildum um flugsöguna. Útfylltar samviskusamlega segja þær sögu einstakra flugmanna, flugvéla og flugfélaga. 

Árið 2020 fékk Flugsafnið styrk úr safnasjóði til skráningar og varðveislu safnkosts. Hér má líta á hluta afraksturs þess verkefnis. Er mennta- og menningarmálaráðherra og Safnaráði færðar kærar þakkir fyrir stuðninginn.

Á Flugsafni Íslands er varðveittur fjöldi logbóka og viðhaldsbóka. Þar á meðal er mikill fjöldi logbóka flugvéla Loftleiða og viðhaldsbóka flugvéla Flugfélags Íslands. Þá hefur varðveist mikið af logbókum flugmanna og leggur Flugsafnið metnað sinn í að varðveita þær allar um ókomna tíð. Sögulegt gildi þeirra er mikið og hafa logbækurnar m.a nýst til ýmissa fræðistarfa, kvikmyndagerðar, bókaskrifa og ljósmyndagreiningar.

Logbækur eftirtalinna flugmanna hafa verið skráðar og eru hluti af vefsýningunni:

Agnar Kofoed Hansen
Björn Pálsson
Garðar Steinarsson
Geir Garðarsson
Guðjón Jónsson
Jón Þ. Ísaksson
Sigurður Ólafsson
Valur Ragnarsson
Viktor Aðalsteinsson
Þorsteinn Jónsson

Þá eru skráðar logbækur flugvélarinnar TF-HIS og fjöldi logbóka flugvéla Loftleiða og viðhaldsbóka flugvéla Flugfélags Íslands.