Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Birta sýningar stórar Birta sýningar litlar

Leggjum land undir fót

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Minjasafnið á Akureyri

Sýningarstjóri:
Ragna Gestsdóttir

Birt á vef:
1.8.2024

Á að skella sér í ferðalag? Jafnvel á útihátíð? Hér eru nokkrir gripir Minjasafnsins á Akureyri sem tengjast ferðalögum og ekki síst útihátíðum. Góða ferð.

Í dagsins önn

Sýningaraðilar:
Safnahús Borgarfjarðar

Sýningarstjóri:
Þórunn Kjartansdóttir

Sýningartími:
18.05.2024 - 10.09.2024

Með þessari sýningu viljum við draga fram hluta af þeim fjölmörgu gripum sem til eru á Byggðasafni Borgarfjarðar og tengjast daglegu lífi og heimilishaldi Íslendinga. Þessir munir eru dæmigerðir fyrir þá miklu byltingu sem varð þegar fjöldaframleiðsla hófst á hlutum sem juku á þægindi í daglegu lífi. Sýningin varðar einnig upp spurningum um hvaða áhrif þessi framþróun hafi haft og hvort hún hafi eingöngu verið jákvæð? Við beinum kastljósinu að húsmóðurinni, birtingarmynd hennar og viðhorfum til þeirra starfa sem féllu í hennar hlut. Aukin tæknivæðing heimilstækja breyttu því ekki fyrst í...

Á móti straumnum

Sýningaraðilar:
Safnahús Borgarfjarðar

Sýningarstjóri:
Kolbrún Anna Björnsdóttir

Sýningartími:
08.02.2024 - 30.03.2024

Í safneign listasafns Borgarfjarðar má finna margar perlur úr íslenskri listasögu. Með sýningu á verkum kvenna úr safneigninni er verið að gefa þessum merku listakonum rými og samhengi í sögunni.

Ný verk í safneign Listasafns Íslands 2023

Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Dagný Heiðdal

Sýningartími:
29.12.2023 - 31.12.2024

Árlega bætast ný verk í safneign Listasafns Íslands, bæði keypt verk og gjafir og eru að jafnaði keypt á milli 20 og 30 verk á ári. Keypt verk eru tæplega fjórðungur safneignarinnar og gjafir um ¾ hlutar. Í Listasafni Íslands starfar Innkaupanefnd skipuð af ráðherra til þriggja ára í senn sem ákveður kaup listaverka til safnsins og fjallar um gjafir sem safninu eru boðnar. Við val listaverka ber nefndinni meðal annars að fara eftir listrænu gildi þeirra og hafa í huga hvað safnið á eftir sama höfund auk þess sem leitast skal við að safnkosturinn endurspegli sem best strauma og stefnur í...

GILDI: 40 ár frá stofnun Hafnarborgar

Sýningaraðilar:
Hafnarborg

Sýningarstjóri:
Hólmar Hólm Guðjónsson

Sýningartími:
19.10.2023 - 30.12.2023

Hvert safn endurspeglar gildi þess sem safnar. Á þetta jafnt við um einkasafn eða opinbera stofnun með langa sögu. Safnið endurspeglar það sem skiptir hvern þann máli sem lagði grunn að því – af eigin áhuga og áræðni, af innri þörf eða tilviljun. Þegar safn kemur í hlut samfélagsins má svo segja að það eignist eigið líf en það segir að sama skapi fjöldamargt um það samfélag sem það tilheyrir og vex í takt við. Um tíðaranda og breytilegan smekk fólks, um efnisnotkun og áherslur, um hugmyndir og hugsjónir. Þá býður sýningin gestum að hugleiða þróun safnsins og safnkostsins í menningarumhverfi...

Ævintýri fuglanna / Oh to be a bird

Sýningaraðilar:
Safnahús Borgarfjarðar

Sýningartími:
2013 - 2030

Nokkur nýleg verk - ný aðföng í safneign

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjórar:
Vigdís Rún Jónsdóttir
Anna Jóa

Birt á vef:
8.9.2023

Á sýningunni má sjá úrval verka sem Listasafn Íslands hefur, samkvæmt tillögum innkaupanefndar safnsins, keypt á undanförnum fjórum árum. Hugmyndin með sýningu á nýjum aðföngum í safneigninni er sú að varpa ljósi á mikilvægan þátt í starfsemi safnsins og á þær áherslur sem endurspeglast í innkaupum hverju sinni. Á sýninguna hafa verið valin verk eftir 12 listamenn sem fjalla með ýmsum hætti um tengsl manns og náttúru, auk þess að gefa góða mynd af ólíkum sjónarhornum, aðferðum og efnistökum í listsköpun samtímans. Verkin á sýningunni birta sjónarhorn sem mótað er af mannlegri reynslu og...

Tilraun Anna

Vefsýning
Sýningaraðili:
Dæmasafn

Birt á vef:
3.8.2023

Byggðasafn Árnesinga í 70 ár

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Byggðasafn Árnesinga

Sýningarstjóri:
Lýður Pálsson

Birt á vef:
31.5.2023

Á árunum eftir heimstyrjöldina síðari varð mikil umbylting í tækni og lífsgæðum fólks hér á landi. Var það á öllum sviðum mannlífsins. Gamla íslenska bændasamfélagið var óðum að hverfa og flutningar úr sveitum í þéttbýli. Jafnframt voru ný tæki komin til sögunnar og ýmsir gamlir gripir sem voru búnir að sinna hlutverki sínu lagðir til hliðar. Þá komu víða hérlendis upp tillögur um að stofna minjasöfn til að varðveita og sýna gamla muni úr gamla samfélaginu. Fyrstu tillögur um Byggðasafn Árnesinga voru lagðar fram árið 1942 í Sýslunefnd Árnessýslu en ekkert gerðist. Aftur vorið 1952 lögðu...

Helgi Helgason - tónlist og timburhús

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjórar:
Ólöf Bjarnadóttir
Kristín Halla Baldvinsdóttir

Birt á vef:
17.4.2023

Helgi Helgason tónskáld og forsmiður fæddist 23. janúar 1848 í Reykjavík. Hann var fjölhæfur maður, meðal annars frumkvöðull í lúðrablæstri á Íslandi og brautryðjandi í íslenskri byggingarlist. Eftir konungskomuna árið 1874 þar sem Helgi heyrði lúðrasveit konungs leika í Reykjavík og á Þingvöllum vaknaði hjá honum löngun til að stofan hornaflokk á Íslandi. Helgi hélt því til Kaupmannahafnar árið eftir til að læra lúðrablástur og varð þar með fyrstur Íslendinga til að læra á blásturshljóðfæri. Að námi loknu sneri hann heim til Íslands með hljóðfæri til að stofna hornaflokk, þar á meðal...

Jón Trausti - 150 ár

Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands
Stofnun Árna Magnússonar

Sýningartími:
12.02.2023 - 12.02.2024

Guðmundur Magnússon, sem síðar tók sér höfundarnafnið Jón Trausti, fæddist 12. febrúar 1873 á Rifi á Melrakkasléttu eða Sléttu eins og hún var þá jafnan kölluð. Ævi hans var ævintýraleg og tókst honum að brjótast úr mikilli fátækt og til álna. Hann var prentari að iðn og vann einnig fyrir sér sem skrifari, en skáldsögur sínar skrifaði hann í hjáverkum. Þegar yfir lauk lét hann eftir sig fjölda ritverka, skáldsagna, kvæða, leikrita og ferðalýsinga auk þess sem hann málaði myndir, spilaði á orgel og hafði sérstakan áhuga á óbyggðum og náttúru landsins. Meðal vinsælli verka hans eru Halla og...

Safn Markúsar Ívarssonar

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Birt á vef:
7.2.2023

 Síðan Birni Bjarnarsyni (1853–1918) tókst að ná saman verkum þeim úti í Danmörku sem voru stofninn að Listasafni Íslands, með því að telja listamenn og fleiri á að gefa verk til safnsins, hafa margir gefið rausnarlegar gjafir; meðal þeirra er ómetanleg gjöf Markúsar Ívarssonar og fjölskyldu hans. Ekkja Markúsar frú Kristín Andrésdóttir og dætur hennar færðu Listaverkasafni ríkisins 56 málverk eftir íslenska listamenn hinn 27. ágúst árið 1951, sama dag og Listasafn Íslands eignaðist eigið húsnæði og var formlega opnað í nýjum húsakynnum við Suðurgötu í Reykjavík. Síðan þá hafa fjögur verk...

Viðnám. Samspil myndlistar og vísinda.

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Ásthildur Björg Jónsdóttir

Birt á vef:
31.1.2023

Sýningin Viðnám er þverfagleg sýning fyrir börn á öllum aldri, sem brúar bilið milli myndlistar og vísinda. Verkin á sýningunni eru öll í eigu Listasafns Íslands, samtals 162 verk eftir 100 listamenn, 48 konur og 52 karla.  Viðnám er almennt mótspyrna eða andstaða en einnig má líta á orðið út frá eðlisfræði. Það er samheiti orðsins rafmótstaða, sem er tregða rafleiðara við að flytja rafstraum. Viðnám vísar einnig til viðspyrnu við neyslu sem allir verða að tileinka sér. Þá vísar viðnám til þeirrar mikilvægu mótstöðu sem heimsbúar verða að beita gegn hlýnun jarðar í baráttunni gegn...

250 ár frá fæðingu Gunnlaugs Guðbrandssonar Briem

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands
Félag um átjándu aldar fræði

Sýningarstjóri:
Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir S...

Birt á vef:
6.1.2023

Gunnlaugur Guðbrandsson Briem var fæddur 13. janúar árið 1773 að Brjánslæk á Barðaströnd. Hann tók að sér ættarnafnið Briem og var fyrstur til að taka upp það ættarnafn. Hann hefur því verið kallaður faðir Briemættarinnar. Gunnlaugur var sonur Sigríðar Jónsdóttur húsfreyju og Guðbrands Sigurðssonar prests að Brjánslæk. Séra Guðbrandur hafði gaman af smíði og málun og hefur sonur hans Gunnlaugur eflaust erft þann áhuga frá föður sínum. Árið 1789, þá 15 ára, sigldi Gunnlaugur til Kaupmannahafnar og sama ár var hann skráður í listaháskólann í borginni, sem þá hét Maler- Billedhugger- og...

Nokkur nýleg verk

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Vigdís Rún Jónsdóttir

Birt á vef:
15.12.2022

Listasafn Íslands er þjóðlistasafn okkar Íslendinga og eitt af hlutverkum þess er að safna myndlist með það að markmiði að endurspegla sem best strauma og stefnur í íslenskri og alþjóðlegri myndlist á hverjum tíma eins og segir í lögum um safnið. Safneignin er yfirgripsmikil og fjölbreytt. Elstu verkin eru frá 16. öld og þau yngstu innan við ársgömul en kjarni safneignarinnar er íslensk myndlist frá aldamótunum 1900 til dagsins í dag. Nú eru yfir 15.000 verk í listaverkasafninu og á hverju ári bætist við þann fjölda og hefur safnið tæpar 30 milljónir króna til umráða til listaverkakaupa á...

Jesús í miðjunni með gloríu um höfuðið

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands
Háskóli Íslands

Sýningarstjórar:
Þórður G Guðmundsson
Una Haraldsdóttir
María Káradóttir Sölmundarson
Guðmundur Þór Hannesson
Daníel Freyr Ívarsson

Birt á vef:
22.11.2022

Verulegur hluti safngripa sem skráðir voru árin 1900-1904 eru tengdir kirkjunni og ná jafnvel aftur til elleftu aldar. Elsti gripurinn er frá 12. öld róðurkross úr Upsakirkju og sá yngsti frá frá 20 öld, líkan af Stóru Núpskirkju. Flestir munirnir eru hins  vegar frá 18. og 19. öld. Kirkjan var nafli alheimsins langt fram eftir öldum og gat það komið sér illa að lenda upp á kant við kirkjuna sem gat sent menn í gapastokkinn, sem oftar en ekki var við einn helsta samkomustað sveitanna, kirkjurnar. Sjá má mynd af einum slíkum sem talin er hafa getað verið við Reykhólakirkju.  Þeir sem ekki...

Blýplata, beinasög og barn

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands
Háskóli Íslands

Sýningarstjórar:
Steinunn Edda Einarsdóttir
Sigurður Karl Pétursson
Ragnhildur Björt Björnsdóttir
Marinó Óli Guðmundsson
Margrét Björg Birgisdóttir

Birt á vef:
22.11.2022

Árið 1940 var sérstaklega gjöfult í söfnun Þjóðminjasafns Íslands. Alls komu inn á safnið 468 munir, meirihluti þeirra voru frá Læknadeild Háskóla Íslands. Munirnir höfðu þá verið færðir tvisvar sinnum og því var kærkomið að þeim væri komið í öruggt skjól. Flestir voru frá árunum 1876-1911, en á þessum árum var skólinn rekinn sem einkastofnun en sameinaðist Háskólanum við stofnun skólans árið 1911. Læknaskólamunirnir eru fjölbreyttir eins og þeir eru margir, en flestir þeirra hafa verið notaðir til innri skoðana, hvort sem er einhvers konar pípur eða opnarar, en einnig kom töluvert af...

Plast-öld

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands
Háskóli Íslands

Sýningarstjórar:
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
Skúli Matthías Ómarsson
Rakel Lind Gísladóttir
Erla Sóley Skúladóttir
Embla Gunnlaugsdóttir

Birt á vef:
22.11.2022

Á síðasta áratug 20. aldar endurnýjaðist umræða um stöðu Íslands innan Evrópu í tengslum við stofnun Evrópusambandsins. Viðleitni til að skilgreina eða fagna séríslenskum þjóðararfi birtist í 50 ára afmælishátíð lýðveldisins 1994, vígslu Safnahússins sem Þjóðmenningarhúss 2000, Kristnihátíð á Þingvöllum sama ár og nýrri grunnsýningu á Þjóðminjasafni Íslands 2004. Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár átti að hampa öllum fallegu fornminjunum en líka að búa til óslitin þráð frá 870 til 2000 og sýna þannig fram á að sama þjóð hafi búið í landinu í allan þennan tíma og fleira í anda...

Vísað í náttúru: verk úr safneign

Sýningaraðilar:
Hafnarborg

Sýningarstjóri:
Hólmar Hólm Guðjónsson

Sýningartími:
05.11.2022 - 23.12.2022

Grjóthnullungar í frosnu vatni, fjall sem speglast í lygnu hafi, snjór sem fellur af himni og leggst á jörð, mosi, þúfur og eldgígar, tært vatn í djúpri gjá, leikur ljóss og skugga, strönd, flóð og fjara. Sýningardagskrá Hafnarborgar undanfarin ár hefur um margt einkennst af sýningum sem skírskota á einn eða annan hátt til náttúrunnar, í tengslum við loftslagsbreytingar og stöðu mannsins í síbreytilegum heimi. Síðustu ár hafa sömuleiðis einkennst af miklum breytingum í dagskrá safna um heim allan, þar sem reglulega hefur þurft að slá sýningum og viðburðum á frest og laga sig að nýjum...

Ný verk í safneign Listasafns Íslands 2022

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Anna Jóa

Birt á vef:
3.11.2022

Árlega bætast ný verk í safneign Listasafns Íslands, bæði keypt verk og gjafir og eru að jafnaði keypt á milli 20 og 30 verk á ári. Keypt verk eru tæplega fjórðungur safneignarinnar og gjafir um ¾ hlutar. Í Listasafni Íslands starfar Innkaupanefnd skipuð af ráðherra til þriggja ára í senn sem ákveður kaup listaverka til safnsins og fjallar um gjafir sem safninu eru boðnar. Við val listaverka ber nefndinni meðal annars að fara eftir listrænu gildi þeirra og hafa í huga hvað safnið á eftir sama höfund auk þess sem leitast skal við að safnkosturinn endurspegli sem best strauma og stefnur í...

Söðull fyrir kameldýr

Vefsýning
Sýningaraðili:
Gljúfrasteinn - hús skáldsins

Birt á vef:
25.5.2022

Í stofunni á Gljúfrasteini við arininn er lítill kollur, þannig var hann skráður í aðfangabók safnsins á Sarpi. Einn af gestum safnsins benti okkur á að hér gæti verið um að ræða söðul fyrir kameldýr, og mikið rétt, svo reyndist vera, eins og sjá má á netinu. Þennan söðul keypti Auður á Basar í Kaíró sem þau hjónin heimsóttu í heimsreisunni í kjölfar afhendingu nóbelsverðalaunanna 1955 en þau voru í Kaíró snemma árs 1958.

Gluggi í Reykjavík

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjórar:
Ragnheiður Vignisdóttir
Guðrún Jóna Halldórsdóttir

Birt á vef:
25.2.2022

Sýningin Gluggi í Reykjavík samanstendur af úrvali verka eftir Ásgrím Jónsson sem eiga það sameiginlegt að tengjast nærumhverfi listamannsins í Reykjavík. Verkin eru úr safneign Listasafns Íslands en Ásgrímur ánafnaði íslensku þjóðinni öll listaverk sín ásamt húseign sinni að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík.Ásgrímur Jónsson (1876–1958) er einn af brautryðjendum íslenskrar listasögu og varð fyrstur íslenskra málara til að gera listina að aðalstarfi sínu. Hann fæddist í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa og stundaði nám við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn á árunum 1900–1903. Að námi...

Sviðsett augnablik

Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Vigdís Rún Jónsdóttir

Sýningartími:
22.01.2022 - 08.05.2022

Sýningin Sviðsett augnablik varpar ljósi á einn fjölbreyttasta safnkostinn í safneign Listasafns Íslands sem er ljósmyndin. Verkin spanna tímabilið frá áttunda áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Staða ljósmyndunar sem listgreinar hefur eflst á síðastliðnum áratugum en lengi vel naut ljósmyndin ekki viðurkenningar sem fullgilt listaverk vegna fjölföldunareiginleika sem þóttu stangast á við hið einstaka og háleita í listum. Á Íslandi má segja að með notkun hugmyndalistamanna á ljósmyndinni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hafi miðillinn fyrst farið að njóta athygli sem...

Ný verk í safneign Listasafns Íslands 2021

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Dagný Heiðdal

Birt á vef:
14.12.2021

Árlega bætast ný verk í safneign Listasafns Íslands, bæði keypt verk og gjafir og eru að jafnaði keypt á milli 20 og 30 verk á ári. Keypt verk eru tæplega fjórðungur safneignarinnar og gjafir um ¾ hlutar. Í Listasafni Íslands starfar Innkaupanefnd skipuð af ráðherra til þriggja ára í senn sem ákveður kaup listaverka til safnsins og fjallar um gjafir sem safninu eru boðnar. Við val listaverka ber nefndinni meðal annars að fara eftir listrænu gildi þeirra og hafa í huga hvað safnið á eftir sama höfund auk þess sem leitast skal við að safnkosturinn endurspegli sem best strauma og stefnur í...

Muggur. Verk í eigu Listasafns Íslands

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Dagný Heiðdal

Birt á vef:
1.10.2021

Guðmundur Thorsteinsson, alltaf kallaður Muggur, fæddist á Bíldudal 1891, en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar 1903. Hann nam myndlist við Konunglega listaháskólann 1911–1915. Listferill hans að námi loknu spannaði einungis tæp tíu ár, en hann lést úr berklum 1924. Á stuttum ferli náði hann að skapa einstakan og persónulegan myndheim. Stíll hans var natúralískur og frásögn oftar en ekki í fyrirrúmi, verk hans einkennast af fjölbreytileika og leit að listrænu frelsi. Í safneign Listasafns Íslands eru 74 verk eftir Mugg og eru þau mjög fjölbreytt bæði hvað varðar myndefni og...

Svipir

Sýningaraðilar:
Listasafnið á Akureyri

Sýningarstjórar:
Hlynur Hallsson
Elísabet Gunnarsdóttir

Sýningartími:
25.08.2018 - 17.02.2019

SVIPIRVerk úr safneign Listasafns ASÍSýning í Listasafninu á Akureyri25. ágúst 2018 - 17. febrúar 2019Þegar talað er um persónur eða persónleika fólks er það oft með tilsvísun í hvaða mann það hefur að geyma, hver manneskjan er í raun og veru. Útlitið segir ekkialltaf alla söguna og andlitið eða gríman sem okkur er gefin og gríman sem við setjum upp er ekki alltaf sú sama.Orðið ,,portrett´´ er dregið af franska orðinu ,,portrait´´ sem er dregið af latneska orðinu ,,protrahere´´ sem þýðir ,, draga fram.‘‘ Portrett geta verið með ýmsu móti,þau geta komið fram sem textalýsing eða viðtalstexti....

Logbækur

Vefsýning
Sýningaraðili:
Flugsafn Íslands

Sýningarstjóri:
Steinunn María Sveinsdóttir

Birt á vef:
1.6.2021

Logbækur flugmanna og flugvéla eru með dýrmætustu heimildum um flugsöguna. Útfylltar samviskusamlega segja þær sögu einstakra flugmanna, flugvéla og flugfélaga.  Árið 2020 fékk Flugsafnið styrk úr safnasjóði til skráningar og varðveislu safnkosts. Hér má líta á hluta afraksturs þess verkefnis. Er mennta- og menningarmálaráðherra og Safnaráði færðar kærar þakkir fyrir stuðninginn. Á Flugsafni Íslands er varðveittur fjöldi logbóka og viðhaldsbóka. Þar á meðal er mikill fjöldi logbóka flugvéla Loftleiða og viðhaldsbóka flugvéla Flugfélags Íslands. Þá hefur varðveist mikið af logbókum flugmanna...

The Icelandic Wool Sweater

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Heimilisiðnaðarsafnið

Sýningarstjóri:
Elín Sigurlaug Sigurðardóttir

Birt á vef:
31.5.2021

The Icelandic Wool Sweater. Origin - History - Design. The exhibition is on website. The Icelandic wool sweater has developed through the centuries from a sturdy item of work clothing, used primarily in difficult outdoor jobs on sea and land, to being a national souvenir and a popular fashion item. In a way, the sweater reflects the lifestyle and history of a nation and tells a story of changing economic and social circumstances of Icelanders. The exhibition The Icelandic Wool Sweater. Origin - History - Design was designed as a traveling exhibition and was first opened at the Museum of...

Íslenska lopapeysan

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Heimilisiðnaðarsafnið

Sýningarstjóri:
Elín Sigurlaug Sigurðardóttir

Birt á vef:
31.5.2021

Íslenska lopapeysan. Uppruni - saga - hönnun. Sýninguna má sjá á vefsíðu Heimilisiðnaðarsafnsins. Þróun íslensku lopapeysunnar hefur verið samofin samfélags-, iðnaðar-, útflutnings-, hönnunar- og prjónasögu þjóðarinnar. Hún þróaðist frá því að vera vinnufatnaður sem nýttist aðallega við erfið útistörf á sjó og landi í það að verða að þjóðlegri minjavöru og vinsælli tískuvöru. Þannig endurspeglar peysan lífshætti og sögu þjóðar. Sýningin er hönnuð sem farandsýning og var fyrst opnuð í Hönnunarsafninu í desember 2017. Sýningin byggir á rannsóknarverkefni Heimilisiðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns...

Aus Wolle wird Kleidung

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Heimilisiðnaðarsafnið

Sýningarstjóri:
Elín Sigurlaug Sigurðardóttir

Birt á vef:
30.5.2021

Eine virtuelle Ausstellung für Grundschulkinder. Heimilisiðnaðarsafnið.

Die virtuelle Ausstellung "Aus Wolle wird Kleidung" beruht auf der Museumspädagogik des Textilmuseums für Grundschulkinder und wird vom Museumsfonds gefördert. Kopieren oder Verwendung zu anderen Zwecken als dem Unterricht an Grundschulen ist ohne schriftliche Erlaubnis des Textilmuseums in Blönduós nicht gestattet. 

From wool to clothing

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Heimilisiðnaðarsafnið

Sýningarstjóri:
Elín Sigurlaug Sigurðardóttir

Birt á vef:
30.5.2021

A virtual exhibition for primary school children. You can see the exhibition at the museum´s website.

The virtual exhibition "From wool to clothing" is based on the museum education of the Textile Museum for primary school children with funding by the Museum Fund. Copying and utilisation for other purposes than primary school education is not permitted without written permission of the Textile Museum in Blönduós.

Fjársjóður þjóðar í Safnahúsinu

Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Dagný Heiðdal

Sýningartími:
05.06.2021 - 2022

Fjársjóður þjóðar í Safnahúsinu Listasafn Íslands sýnir perlur íslenskrar listasögu í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Í húsinu er að finna listaverk frá síðari hluta 19. aldar til dagsins í dag sem endurspegla fjölbreytt viðfangsefni listamanna og gefst gestum hússins kærkomið tækifæri til að skoða mörg af helstu listaverkum þjóðarinnar. Þann 1. mars 2021 var Safnahúsið afhent Listasafni Íslands. Það er fyrsta safnbyggingin sem var reist hér á landi og var hún vígð árið 1909 og hefur hýst ýmsar merkar menningarstofnanir síðan. Þessi glæsilega bygging gerir nú Listasafni Íslands kleift að sýna...

Endurskoðun, uppgjör og innrás abstraktsins.

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn ASÍ

Sýningarstjóri:
Elísabet Gunnarsdóttir

Birt á vef:
23.4.2021

Endurskoðun, uppgjör og innrás abstraktsins. Nokkur verk frá árunum 1941-49 eftir Svavar Guðnason, Þorvald Skúlason, Jón Engilberts, Nínu Tryggvadóttur og Louisu Matthíasdóttur. Verkin á sýningunni eru eftir listamenn sem báru með sér nýja strauma inn í íslenskt listalíf um miðja síðustu öld. Þorvaldur Skúlason og Jón Engilberts fluttu heim frá Kaupmannahöfn í stríðsbyrjun og þær Nína Tryggvadóttir og Louisa Matthíasdóttir fluttu einnig heim um það leyti. Svavar Guðnason varð hins vegar innlygsa í Danmörku og kom ekki heim fyrr en í stríðslok. Svavar var félagi í Höst-hópnum með framsæknum...

40 ára afmælissýning Gangsins

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Dagný Heiðdal

Birt á vef:
2.3.2021

Síðustu fjóra áratugi hefur Helgi Þorgils Friðjónsson, myndlistarmaður, haldið sýningar á heimili sínu og ber þetta óhefðbundna sýningarrými heitið Gangurinn. Gangurinn hefur ætíð verið rekinn af hugsjón og ástríðu Helga Þorgils fyrir myndlist og framgangi íslensks myndlistarlífs og hefur hann sjálfur staðið undir öllum kostnaði af rekstri Gangsins. Eins og nafnið ber með sér hefur rýmið verið takmarkað en sýningarnar hafa verið fjölbreyttar og í gegnum árin hefur Helgi Þorgils kynnt mikinn fjölda áhugaverðra listamanna og verk þeirra fyrir Íslendingum. Árið 2020 var haldið upp á 40 ára...

Verk Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í Listasafni Íslands

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Dagný Heiðdal

Birt á vef:
2.3.2021

Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá hlaut Heiðursviðurkenningu Myndlistarráðs árið 2021 fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar og er þetta í fyrsta skipti sem að Myndlistarráð veitir slíka viðurkenningu. Með viðurkenningunni vill ráðið heiðra listamann sem á að baki langan og farsælan feril og hefur markað spor í sögu íslenskrar myndlistar. Með íhugulum verkum sínum hefur Kristín vakið okkur til umhugsunar um siðferðileg álitamál í fortíð og nútíð og beint sjónum okkar að tímanum og hverfulleikanum, viðkvæmri náttúru landsins og tjáningarríku tungumálinu. Auk þess hefur Kristín fært...

Sundkennsla

Vefsýning
Sýningaraðili:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Kristín Halla Baldvinsdóttir

Birt á vef:
4.2.2021

Frá fyrstu tíð hafa Íslendingar notað jarðvarma landsins til böðunar. Þá er talið að Íslendingar hafi almennt verið syndir, þó að sundkunnátta hafi eitthvað dvínað þegar fram liðu aldir. Fyrsta sundnámskeiðið var haldið á Íslandi árið 1821 af Jóni Þorlákssyni Kjærnested í sundhyl í Reistarár í Eyjafirði. Jón var síðan með sundkennslu í Laugalæknum í Reykjavík árið 1824. Seinna var lækurinn stíflaður, breikkaður og dýpkaður, svo lítil laug myndaðist. Þegar ungmennafélög eru stofnuð fara þau í að hlaða sundstaði víða. Þar eru sundgarðar hlaðnir og með því búnir til hylir í lækjum og ám, með...

Halló geimur

Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjórar:
Ragnheiður Vignisdóttir
Guðrún Jóna Halldórsdóttir

Sýningartími:
05.02.2021 - 08.01.2022

Fjarlægar víðáttur í óendanlegum alheiminum hafa frá upphafi verið manninum hugleiknar og í aldanna rás hafa listamenn túlkað og tekist á við hugmyndir sínar um geiminn og miðlað þeim með fjölbreyttum hætti.Á sýningunni Halló, geimur er skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka í safneign Listasafns Íslands.Framúrstefnuleg verk Finns Jónssonar, sem fyrstur Íslendinga tókst á við geiminn í verkum sínum á fyrri hluta 20. aldar, miðla óheftri tjáningu listamannsins á töfrum himintunglanna sem eru leiðarstef sýningarinnar. Leyndardómar Vetrarbrautarinnar sem aldnir spámenn...

Ný verk í safneign Listasafns Íslands 2020

Vefsýning
Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Birt á vef:
8.12.2020

Árlega bætast ný verk í safneign Listasafns Íslands, bæði keypt verk og gjafir og eru að jafnaði keypt á milli 20 og 30 verk á ári. Keypt verk eru um fjórðungur safneignarinnar og gjafir um ¾ hlutar. Í Listasafni Íslands starfar Innkaupanefnd skipuð af ráðherra til þriggja ára í senn sem ákveður kaup listaverka til safnsins og fjallar um gjafir sem safninu eru boðnar. Við val listaverka ber nefndinni meðal annars að fara eftir listrænu gildi þeirra og hafa í huga hvað safnið á eftir sama höfund auk þess sem leitast skal við að safnkosturinn endurspegli sem best strauma og stefnur í íslenskri...

Prjónað af fingrum fram

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Inga Lára Baldvinsdóttir

Birt á vef:
2.12.2020

Prjón hefur fylgt Íslendingum frá því á fyrri hluta 16. aldar, þegar það barst til landsins með erlendum kaupmönnum. Hvað er varðveitt í Þjóðminjasafninu sem er til vitnis um prjónaskap Íslendinga? Það er auðvitað prjónlesið sjálft. Elsti prjónaði gripurinn er belgvettlingur sem fannst í uppgreftri á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum og er talinn vera frá 16. öld. Síðan eru það verkfærin, sjálfir prjónarnir. Prjónar hafa einnig fundist í uppgröftum og eru þeir elstu sem heimildir eru um frá Kirkjubæjarklaustri. Það eru koparprjónar frá 16. öld. Prjónar gátu auðveldlega týnst og því urðu...

Söðuláklæði i vörslu Borgarsögusafns

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Borgarsögusafn Reykjavíkur

Sýningarstjórar:
Þórdís Anna Baldursdóttir
Gerður Eygló Róbertsdóttir

Birt á vef:
2.11.2020

Söðuláklæði eru skreytt klæði sem upphaflega voru sett í söðla kvenna til prýði og gagns, en einnig notuð og gerð til að skreyta híbýli. Klæðin voru ýmist glitofin eða glitsaumuð, yfirleitt um 150 x 100 sm að stærð. Einkenni þessara klæða eru jurta- og blómamunstur í fögrum litum á dökkum grunni.  Árin 2018 og 2019 var unnið að verkefninu: Söðuláklæði á Borgarsögusafni Reykjavíkur, með styrkjum frá safnasjóði.  Verkefnið var unnið í samstarfi safnsins og Þórdísar Önnu Baldursdóttur, forvarðar. Verkefnið fól í sér ástandskönnun, samanburð á munstrum, forvörslu og pökkun 22 söðuláklæða, frá...

Bertel Thorvaldsen og verk hans á Íslandi

Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands
Listasafn Íslands

Sýningarstjórar:
Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir Sesseljudóttir
Dagný Heiðdal

Sýningartími:
19.11.2020 - 19.11.2021

Myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen (1770–1844) var einn þekktasti listamaður Evrópu um sína daga. Hann sótti innblástur til klassískrar myndlistar Forn-Grikkja og Rómverja og er talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist ásamt hinum ítalska Antonio Canova. Thorvaldsen var lengst af búsettur í Róm og vann þar meðal annars verk fyrir páfann, Napóleon og margar af konungsfjölskyldum álfunnar. Er hann eini myndhöggvarinn sem á verk í Péturskirkjunni í Róm sem er ekki kaþólskur. Finna má verk Thorvaldsens um allan heim, ýmist í söfnum, kirkjum eða utan dyra. Thorvaldsenssafnið...

Sölvi Helgason

Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir S...

Sýningartími:
16.08.2020 - 16.08.2021

Alþýðulistamaðurinn, flakkarinn, heimspekingurinn og sérvitringurinn Sölvi Helgason (Sólon Íslandus) fæddist í Skagafirði fyrir 200 árum, þann 16. ágúst 1820. Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt stærsta safn verka eftir hann, tæplega 150 myndverk og mikill fjöldi ritaðra blaða með smáskrift Sölva. Nú hafa skráningar allra myndverka Sölva í vörslu Þjóðminjasafnsins verið myndvæddar, auk nokkurra ritaðra blaða. Hér gefst tækifæri til að virða fyrir sér myndheim þessa einstaka listamanns sem naut ekki viðurkenningar í lifanda lífi. Sölvi gerði uppreisn gegn tíðarandanum en uppskar lítið...

EINANGRA FAGNA ÚTFÆRA / ISOLATE CELEBRATE ELABORATE

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Nýlistasafnið

Sýningarstjórar:
Sara Björk Hauksdóttir
Paula Zvane
Odda Júlía Snorradóttir
Klara Gardtman
Katrín Björg Gunnarsdóttir
Helga Jóakimsdóttir
Brák Jónsdóttir

Birt á vef:
30.4.2020

Við lifum á tímum sýndarveruleika og einangrunar, þar sem kórónaveiran hefur stemmt innileika og gleði mannlegrar samveru í útrýmingarhættu og komið okkur í undarlega tilvistarkreppu. Samvera er ekki aðeins litin hornauga, heldur talin beinlínis hættuleg og hefur víða verið bönnuð. í kjölfarið höfum við þurft að beita útsjónarsemi við að finna upp nýjar leiðir til að fagna félagslegum samkomum í gegnum Internetið sem gefur okkur færi á að líta innávið og sjá fögnuð og hátíðir í nýju ljósi. Eftirleikur þeirra nýju lifnaðarhátta sem við höfum tileinkað okkur mun ef til vill birtast...

Um viðgerðir og endurnotkun

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Byggðasafn Skagfirðinga

Sýningarstjóri:
Inga Katrín D. Magnúsdóttir

Birt á vef:
6.4.2020

Í nútímanum er í auknum mæli rætt um nýtingu hluta og endurvinnslu af ýmsu tagi. Við lifum í einnota samfélagi þar sem tíðkast jafnvel að nota bolla einu sinni og henda svo. Við hendum fatnaði sem komið er gat á, í stað þess að lagfæra hann. Við hendum jafnvel óskemmdum fötum, bara vegna þess að við erum leið á þeim. Verðmætamat hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu áratugum. Frá fyrri hluta 20. aldar hefur orðið mikil breyting á samfélaginu sem þróaðist úr bændasamfélagi sjálfsþurftar, í neyslumiðað iðnaðarsamfélag nútímans. Í kjölfarið bættist hagur fólks og hegðun er varðar...

Að koma ull í fat

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Heimilisiðnaðarsafnið

Sýningarstjórar:
Sigríður Sigurðardóttir
Elín Sigurlaug Sigurðardóttir

Birt á vef:
2.4.2020

Að koma ull í fat er vefsýning sem byggir á safnfræðslu grunnskólabarna um það ferli að breyta ull í þráð til að vinna úr klæði á heimilum landsins fyrr á tímum.  Miðað var við að hafa texta skýran og einfaldan og myndir lýsandi enda markhópurinn fyrst og fremst börn og ungmenni. Gerð vefsýningarinnar var styrkt af Safnasjóði.

 

Sýninguna má sjá hér á heimasíðu safnsins.

Hafnarfjörður – verk úr safneign Hafnarborgar

Sýningaraðilar:
Hafnarborg

Sýningarstjóri:
Ágústa Kristófersdóttir

Sýningartími:
30.04.2020 - 30.08.2020

Um er að ræða sérstaka sýningu á völdum verkum úr safneign Hafnarborgar, sem öll eiga það sameiginlegt að sýna Hafnarfjörð, þó hvert með sínum hætti. Má hér sjá bæinn í gegnum augu listamanna – þar á meðal sumra af helstu meisturum íslenskrar myndlistar – sem vinna bæði á ólíkum tímum og með ólíka miðla, svo sem málverk, teikningar, grafík og ljósmyndir. *** Verkin sem hér eru sýnd eru eftir Jón Hróbjartsson, Hörð Ágústsson, Nínu Tryggvadóttur, Gunnlaug Scheving, Gretu Björnsson, Eggert F. Guðmundsson, Gunnar Hjaltason, Pétur Friðrik Sigurðsson, Jón Þorleifsson, Erlu Stefánsdóttur, Árna B....

Kjarval - Gripirnir úr bókinni

Vefsýning
Sýningaraðili:
Minjasafn Austurlands

Birt á vef:
27.3.2020

Á síðasta ári kom bókin Kjarval, málarinn sem fór sínar eigin leiðir, út hjá Forlaginu. Þar segir Margrét Tryggvadóttir sögu Jóhannesar Sveinssonar Kjarval, eins ástsælasta listamanns þjóðarinnar, á heillandi og aðgengilegan hátt. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda m.a. af Kjarval og samferðafólki hans, af málverkum eftir hann og síðast en ekki síst af munum sem voru í eigu hans en eru nú varðveittir á Minjasafni Austurlands.    Á þessari vefsýningu hefur gripum Minjasafnsins úr bókinni verið safnað saman og almenningi boðið að skoða af þeim ljósmyndir og lesa sögurnar og upplýsingarnar á bak...

Illeppar sem hlýjuðu fótum fyrr á öldum

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Heimilisiðnaðarsafnið
Byggðasafnið Reykjum
Byggðasafn Skagfirðinga

Sýningarstjórar:
Inga Katrín D. Magnúsdóttir
Elín Sigurlaug Sigurðardóttir
Birta Þórhallsdóttir
Berglind Þorsteinsdóttir

Birt á vef:
27.3.2020

Vefsýningin sem hér birtist er afrakstur samstarfs milli þriggja safna á Norðurlandi vestra; Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna, Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi og Byggðasafns Skagfirðinga. Munirnir sem hér eru til sýnis eru illeppar af ýmsum stærðum og gerðum sem söfnin varðveita.  Illeppar, sem í daglegu tali eru nefndir leppar, eru varðveittir á mörgum söfnum landsins. Lepparnir áttu líka fleiri nöfn s.s. íleppar, skóleppar, sparileppar og hversdagsleppar. Þá var algengt að nefna þá „barða“ einkum á Suðurlandi sem og „spjarir“ norðanlands. Lepparnir voru notaðir sem innlegg í...

Hvað varð um öskupokana?

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir S...

Birt á vef:
21.2.2020

Að hengja öskupoka á fólk er séríslenskur siður sem þekkist ekki annars staðar. Siðurinn varð vinsæll fyrir um 150 árum síðan en síðustu árin hefur hann óðum verið að hverfa, kannski vegna þess að erfitt hefur reynst að fá títuprjóna sem hægt er að beygja? Takmarkið var að ná að hengja pokann á fólk án þess það yrði þess vart. Öskupokarnir héngu í bandi og á enda þess var festur boginn títuprjónn sem notaður var sem krækja, einföld og afar hentug leið til að framkvæma verknaðinn án þess að eftir væri tekið. Lengi vel áttu stelpur að setja ösku í sína öskupoka, hengja þá á stráka og helst...

Gjöf fjármálaráðuneytisins til Listasafns Íslands

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Dagný Heiðdal

Birt á vef:
16.12.2019

Fjármálaráðuneytið hefur afhent Listasafni Íslands til fullra umráða 76 verk sem ráðuneytið hefur eignast með ýmsum hætti í gegnum tíðina. Mikill meirihluti þeirra er grafíkverk sem hafa hangið uppi á skrifstofum starfsmanna í lengri eða skemmri tíma. Með þessari gjöf fær Listasafn Íslands mikilvæga viðbót við safn sitt af grafíkverkum og áhugverð málverk og vatnslitamyndir eftir fjölbreyttan hóp listamanna. 

Fyrsta flug á Íslandi

Vefsýning
Sýningaraðili:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Kristín Halla Baldvinsdóttir

Birt á vef:
14.8.2019

Fyrsta flugvélin á Íslandi tók á loft 3. september 1919 úr Vatnsmýrinni í Reykjavík. Það var vél af gerðinni Avro 504K, sem Flugfélag Íslands hafði fest kaup á. Kom hún frá Danmörku, en var smíðuð í Bretlandi. Danskur flugmaður, Cecil Faber, flaug vélinni í fyrstu en sumarið eftir tók Vestur-Íslendingurinn Frank Fredericksen við stjórnvölunum. Haustið 1920 var flugvélin seld úr landi eftir að hafa verið notuð í rúmt ár á Íslandi. Það leið síðan tæpur áratugur þangað til flug var reynt aftur á Íslandi, um mitt ár 1928. Á þessari sýningu er syrpa ljósmynda frá árdögum flugsins til að minnast...

Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen. Kjörgripur úr fórum Listasafns Íslands

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Dagný Heiðdal

Birt á vef:
15.7.2019

Einn af kjörgripum Listasafns Íslands er höggmyndin Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen (1770–1844). Thorvaldsen, sem var af íslenskum ættum,  var einn þekktasti listamaður Evrópu um sína daga og talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist. Frummyndina að Ganýmedes gerði Thorvaldsen í Róm árið 1804 og er marmaramyndin sem nú er sýnd í Safnahúsinu við Hverfisgötu, meðal elstu verka í safneign Listasafns Íslands og eina höggmyndin sem safnið á eftir Thorvaldsen. Eins og í mörgum verka sinna sækir Thorvaldsen innblástur til klassískrar myndlistar Forn-Grikkja bæði hvað varðar...

Acts of Agression

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningarstjóri:
Gabriella Szabó

Sýningartími:
01.06.2019 - 01.01.2020

Aspects of Aggression The diversity of cruelty moves on an incredibly large scale. It is rooted in creature’s, this time human’s nature which appears in everyday life as a method of living and surviving – hunting and processing our nutrition; protecting ourselves, others or territories. These natural intents or needs giving the right to push then cross the border of necessity to arbitrariness. The own desire for living with violence is a frightening factor but not unprecedented. When artists use aggression as a visual element and content the dramatic impression is unavoidable. Does creating...

Slifsi

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Minjasafn Austurlands

Sýningarstjóri:
Elsa Guðný Björgvinsdóttir

Birt á vef:
8.6.2019

Sýningin Slifsi var opnuð í Minjasafni Austurlands 1. júní 2019. Þar eru til sýnis margvísleg peysufataslifsi úr safnkosti Minjasafns Austurlands. Þau eru frá ýmsum tímum og eins ólík og þau eru mörg en eiga það öll sameiginlegt að hafa prýtt peysuföt austfirskra kvenna við hátíðleg tækifæri. Samhliða sýningunni var opnuð samnefnd vefsýning hér á Sarpi þar sem áhugasamir geta skoðað ljósmyndar af slifsunum og nálgast nánari upplýsingar um þau.

Gjöfin frá Amy Engilberts

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningarstjórar:
Júlía Marinósdóttir
Dagný Heiðdal
Auður Harpa Þórsdóttir

Birt á vef:
5.3.2019

Orðið velunnari heyrist ekki oft í umræðunni þegar fjallað er um safnkost listasafna. Velunnarinn kemur þó ósjaldan við sögu í starfsemi þeirra og framlag hans er órjúfanlegur þáttur í sögu uppbyggingar safneignar Listasafns Íslands. Amalie Engilberts var einn fjölmargra velunnara safnsins. Hún var dóttir Jóns Engilberts listmálara og Tove Engilberts, fædd árið 1934 í Danmörku og lést í desember árið 2007. Amalie, eða Amy eins og hún var jafnan kölluð, var vinsæl spákona hér á landi og fékkst við dulspeki í fjölda ára, og þeir sem þekktu hana lýstu henni sem vel lesinni heimskonu. Þegar Amy...

Æskan á millistríðsárunum

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands
Safnahús Borgarfjarðar
Norska húsið - BSH
Minjasafnið Bustarfelli
Minjasafn Austurlands
Listasafn Íslands
Listasafn Árnesinga
Heimilisiðnaðarsafnið
Byggðasafnið Reykjum
Byggðasafnið á Skógum
Byggðasafn Skagfirðinga
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Byggðasafn Árnesinga
Byggðasafn Akraness og nærsveita
Borgarsögusafn Reykjavíkur

Sýningarstjórar:
Vala Gunnarsdóttir
Elín Guðjónsdóttir
Dagný Heiðdal
Anna Lísa Rúnarsdóttir

Birt á vef:
30.1.2019

Æskan er mikilvægt æviskeið sem hefur mótandi áhrif á okkur öll. Söfn landsins varðveita fjölmarga muni, myndir og margvíslegar heimildir sem tengjast æskunni og sögu barna á mismunandi tímum. Með þessari vefsýningu í Sarpi er sjónum beint að þessum safnkosti frá millistríðsárunum í þeim 50 söfnum sem skrá safneign sína í Sarp og hægt er að skoða á Sarpur.is. Þetta úrval sem hér birtist er aðeins brot af þeim gripum sem söfnin varðveita og tengist viðfangsefninu „Æskan á millistríðsárunum” en þessi sameiginlega sýning safnanna er einstakur vettvangur til að draga saman tengda gripi á...

Skólahandavinna - textíll

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Borgarsögusafn Reykjavíkur

Sýningarstjórar:
Ingibjörg Áskelsdóttir
Gerður Eygló Róbertsdóttir

Birt á vef:
25.1.2019

Árið 2015 hófst samstarfsverkefni um söfnun, skráningu og varðveislu minja sem tengjast skólahandavinnu innan textíls. Samstarfsaðilar voru Borgarsögusafn Reykjavíkur og textílkennararnir Sigrún Guðmundsdóttir fyrrverandi lektor  í textílmennt við Menntavísindasvið HÍ og Sigrún L. Baldvinsdóttir fyrrverandi textílkennari við Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla. Félag textílkennara lýsir fullum stuðningi við verkefnið. Frumkvæði að verkefninu kom frá Sigrúnu Guðmundsdóttur. Nú er verkefnið langt komið, verið er að slá inn upplýsingar í Sarp og taka ljósmyndir af gripum. Því þótti okkur...

Daguerreótýpur í Ljósmyndasafni Íslands

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Inga Lára Baldvinsdóttir

Birt á vef:
23.11.2018

180 ár eru í ár liðin frá því að ný tækni var kynnt fyrir heiminum og öllum gert kleift að nýta sér hana. Tæknin var fólgin í því að búa til ljósmyndir af fólki, stöðum og hlutum á silfurplötu með því að gera hana ljósnæma, taka mynd á myndavél með því að opna ljósop inn á plötuna og festa síðan myndina á plötuna með efnablöndu. Aðferðin er kennd við Frakkann Louis Daguerre, sem fann þessa aðferð upp, og myndin er nefnd daguerreótýpa. Íslendingar kynntust þessari aðferð fyrst hjá erlendum mönnum bæði í Danmörku, þar sem þeir voru við nám eða sinntu erindum í starfi eða einkalífi, og á...

Karl Einarsson Dunganon í safneign Listasafns Íslands

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Birt á vef:
6.9.2018

Karl Kerúlf Einarsson fæddist á Íslandi árið 1897 en flutti barnungur til Færeyja og síðar til Danmerkur þar sem hann bjó lengst af ævinnar og lést þar árið 1972. Hann tók sér ungur nafnið Dunganon en gekk einnig undir öðrum nöfnum sem þjónuðu því hlutverki sem hann lék hverju sinni. Líklegast er hertoginn af St. Kildu þekktasti titillinn sem Karl tók sér. Þó hann kæmi aldrei til þessa skoska eyjaklasa, sló hann eign sinni á hann og lýsti sig æðsta stjórnanda, útbjó sér vegabréf, ríkisstimpil, póststimpil og útdeildi riddaraskjölum. Karl Einarsson Dunganon, hertogi af St. Kildu, var...

Hver er á myndinni? Greiningarsýning á ljósmyndum eftir Alfreð D. Jónsson.

Vefsýning
Sýningaraðili:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Kristín Halla Baldvinsdóttir

Birt á vef:
6.9.2018

Ljósmyndun var lengi fyrst og fremst í höndum fagmanna. Einn af fjölmörgum portrettljósmyndurum Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld var Alfreð D. Jónsson. Hann rak ljósmyndastofu, fyrst á Klapparstíg 37 árin 1931–1935 og síðan á Laugavegi 23 árin 1935–1952. Filmusafn Alfreðs var afhent Ljósmyndasafni Íslands til varðveislu fyrir fáum árum. Það var að litlu leyti skráð. Myndirnar á þessari sýningu eru allar frá ljósmyndastofu Alfreðs. Fólkið er allt óþekkt og nafnlaust. Gildi myndar eykst mikið ef vitað er hvern hún sýnir. Þekkir þú eitthvert andlit? Ef svo vill til, er um að gera að koma þeim...

Útskurður

Vefsýning
Sýningaraðili:
Byggðasafn Skagfirðinga

Sýningarstjóri:
Inga Katrín D. Magnúsdóttir

Birt á vef:
12.7.2018

Útskurður var ein af þeim aðferðum sem Íslendingar notuðu öðrum fremur til að fegra umhverfi sitt í árhundruð. Viður var mest notaður til útskurðar, þá sér í lagi fura og greni sem ýmist rak á fjörur landsins eða var flutt inn, en einnig var skorið út í bein og horn. Helsta verkfærið sem notað var við útskurð var tálguhnífur, en til að ná leikni og nákvæmni við útskurð hefur fólk helst þurft að verða sér út um skurðarjárn. Íslenskur útskurður hefur þá sérstöðu að gripirnir voru í flestum tilvikum ómálaðir, en oftast voru málaðir, útskornir gripir handverk manna sem lært höfðu erlendis....

Sögur úr hirslum

Vefsýning
Sýningaraðili:
Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Sýningarstjóri:
Hanna Dís Whitehead

Birt á vef:
5.7.2018

Sögur úr hirslum. Leirlist hefur verið til í þúsundir ára og verið vitnisburður um hvernig fólk háttaði lífi sínu á hinum ýmsu skeiðum mannkynssögunnar.  Leirmunir koma oft við sögu í daglegu lífi. Við teljum þá ómissandi við neyslu matar og drykkja, til geymslu og jafnvel til að sitja á.  Í tengslum við sýninguna Leit að postulíni í aðalsal safnsins sýnum við valda muni frá Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu. Úr þeim má lesa sögur. Velta má fyrir sér hvað hefur verið rætt um þegar drukkið hefur verið úr herstöðvar-bollanum á Stokksnesi? Hvernig kom skálin með kínverska mynstrinu til...

„Komdu og skoðaðu´í kistuna mína"

Vefsýning
Sýningaraðili:
Byggðasafn Skagfirðinga

Sýningarstjóri:
Inga Katrín D. Magnúsdóttir

Birt á vef:
29.6.2018

Kistan hefur löngum verið talin eitt mikilvægasta húsgagn fyrri tíma. Út frá fjölda þeirra og gerð hefur mátt mæla velmegun manna og ríkidæmi. Þær voru yfirleitt geir- eða trénegldar með flötu eða kúptu loki, einfaldar að gerð og lögun eða listilega skreyttar, annað hvort með útskurði eða málun. Í sumum kistum var handraði, lítið hólf við annan endann, ýmist með loki eða án. Í handraða voru smáleg verðmæti geymd. Einnig var stundum hólf í loki kista, og var þar hægt að geyma bréf og annað lítillegt.   Heimildir eru heldur fáorðar um kistur og útlit þeirra, en úr eignaskrám má lesa hin...

Brauðpeningar og brauðmiðar

Vefsýning
Sýningaraðili:
Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns

Sýningarstjóri:
Sigurður Helgi Pálmason

Birt á vef:
10.4.2018

Með þessari vefsýningu er ætlunin að skyggnast í sögu brauðpeninga og brauðmiða.  Peningar með tilgreindum fjölda brauða af tiltekinni gerð sem handhafi á inni hjá brauðgerð. Eða á annan hátt gefið til kynna að brauðgerðarhús standi að útgáfu þess. Brauðpeningar voru af nokkuð öðrum toga en vörupeningar, enda eru þeir enn löglegir. Notkun brauðpeninga var með ýmsu móti. Oft var það þannig að viðskiptamaður lagði inn mjölpoka hjá bakara og fékk í staðinn ákveðinn fjölda brauðpeninga eða seðla, sem hann skipti aftur fyrir brauð, meðan þeir entust. Mjölpokinn var almennt um 200 pund að þyngd og...

Íslenskir vörupeningar

Vefsýning
Sýningaraðili:
Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns

Sýningarstjóri:
Sigurður Helgi Pálmason

Birt á vef:
9.4.2018

Með þessari vefsýningu er ætlunin að skyggnast í sögu Íslenskra vörupeninga.  Elsta dæmi um notkun einkagjaldmiðils eða verðmerkja á Íslandi er frá 1846. Þessir fyrstu vörupeningar voru gefnir út af Carl Franz Siemsen kaupmanni í Reykjavík, en hann verslaði einnig í Færeyjum, þar sem sömu peningarnir voru einnig notaðir. Það var á ýmsan hátt öðruvísi staðið að þessari fyrstu útgáfu en þeim sem síðar komu. Ekki er vitað hvað Reykvíkingar hafa þá kallað þessa vörupeninga, en í tilkynningu á dönsku, sem Siemsen dagsetur 23. júlí 1846 og bað bæjarfógeta leyfis að mega opinbera, kallar hann þá...

Heimarafstöðvar

Vefsýning
Sýningaraðili:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Kristín Halla Baldvinsdóttir

Birt á vef:
31.1.2018

Fyrsta vatnsaflsrafsstöð á Íslandi var tekin í notkun í Hafnarfirði árið 1904. Það var gert fyrir tilstuðlan Halldórs Guðmundssonar sem þá var nýkomin úr verkfræðinámi í Kaupmannahöfn. Hann fór víða um í kjölfarið og á tiltölulega skömmum tíma eftir það rafvæðast margir þéttbýlisstaðir. Það var aftur á móti vandkvæðum háð að rafvæða dreifbýlið, því flytja þurfti rafmagnið um talsvert lengri veg og byggja upp dreifikerfi. Fyrstu rafstöð í dreifbýli setti Halldór upp á Bíldsfelli í Grafningi árið 1910. Rafstöðvar í dreifbýli þjónuðu oftast aðeins einum bæ með virkjun bæjarlækjarins. Snemma var...

Korriró og dillidó. Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Sýningaraðilar:
Listasafn Íslands

Sýningartími:
02.02.2018 - 29.04.2018

Ævintýrin gerast enn! Myndheimur íslenskra þjóðsagna og ævintýra sem Ásgrímur Jónsson skapaði með verkum sínum er sannkallaður töfraheimur. Álfar, tröll og draugar, sem lifað höfðu með óljósum hætti í hugskoti þjóðarinnar í rökkri baðstofunnar, tóku á sig skýra mynd í verkum Ásgríms, en hann sýndi slík verk í fyrsta sinn á Íslandi árið 1905. Þjóðsagnamyndir Ásgríms fengu góðan hljómgrunn og í blaðaskrifum um sýninguna má lesa að menn fagna því að í fyrsta sinn hafi íslenskur listmálari tekist á við að túlka þjóðsögurnar. Mikil sátt virðist hafa ríkt um útlit álfa og trölla í meðförum...

Yfirlestur: Ævintýri

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningarstjóri:
Heiðar Kári Rannversson

Sýningartími:
19.09.2017 - 12.2017

myndlist í bókaformi úr safneign Nýlistasafnsins ÆVINTÝRI Myndlist í bókaformi er mótsagnakennt fyrirbæri: Bækur sem líta þarf á sem myndlistaverk, myndlist sem lesa þarf sem bókmenntaverk. Bókverk krefjast óhefðbundins lesturs sem felur ekki aðeins í sér að lesa texta heldur einnig lestur á hinu sjónræna, áþreifanlega og hugmyndalega; greiningu á formi og tegund bókarinnar sjálfrar. Á sýningunni YFIRLESTUR má sjá myndlist í bókaformi úr safneign Nýlistasafnsins en þar er að finna um 800 titla sem mynda jafnframt stærsta bókasafn slíkra verka á Íslandi. Sýningin er í formi lesstofu...

Ambient

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningarstjóri:
Maja Gomulska

Sýningartími:
11.2017 - 11.2018

Að þessu sinni hafa verið valin saman verk sem koma inn á þá óljósu hugmynd um það sem umlykur okkur. Þó að merking hugtaksins vísi upphaflega í hið óræðna sem umvefur okkur þá getur það einnig haft ákveðnar tilvísanir til tónlistar. Erik Satie notaði hugtakið „musique d’ameublement“, sem mætti þýða sem húsgagnatóna, þegar hann lýsti ákveðnum tónverkum sem spiluð voru sem bakgrunshljóð á viðburðum – án þess þó að vera sérstakir tónlistarviðburðir. Tilgangur þessara tóna var að láta utanaðkomandi hljóð, þar á meðal götuhljóð, sem og önnur náttúrulegri umhverfishljóð, renna saman við umhverfið....

Leiðangurinn á Töfrafjallið

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningartími:
21.08.2017 - 24.09.2017

Leiðangurinn á Töfrafjallið (2013-2020)* er tilraun með tíma og rúm sem kannar skynjun, þekkingu og vitundarsvið, fyrr og nú. Við viljum líta út fyrir mörk okkar sjálfhverfu tilvistarskilyrða, og samtímis viðurkenna og horfast í augu við öfl sköpunar og eyðileggingar í fortíð og samtíð. Við nálgumst þau með aðferðum myndlistar, bókmennta, samræðna, athafna. Við yfirgefum sviðið og erum þar samt, leitum og finnumst innan þess og utan. Við skynjum verkefnið í senn sem getnað og fæðingu margbrotins huga; verk einstaklinga renna saman og flæða í tímabundnu rými reynslunnar. Við gröfum upp...

Hvar stóð bærinn?

Vefsýning
Sýningaraðili:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Inga Lára Baldvinsdóttir

Birt á vef:
13.11.2017

Við skráningu ljósmynda úr hinum ýmsu myndasöfnum koma fram myndir sem ekki tekst að bera kennsl á. Þetta á við bæði um sveitabæi, stök hús og auðvitað fólk. Hér er kastljósinu beint að ljósmyndum af sveitabæjum sem enn eru óþekktir í Sarpi í þeirri von að notendur Sarps geti bætt um betur og greint hverjir þeir eru. 

Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter: TAUGAFOLD VII / NERVESCAPE VII

Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Birta Guðlaug Guðjónsdóttir

Sýningartími:
26.05.2017 - 22.10.2017

Hrafnhildur Arnardóttir (f. 1969), einnig þekkt sem Shoplifter, er íslenskur myndlistarmaður sem búsett er í New York. Á undanförnum 15 árum hefur hún á umfangsmikinn hátt kannað notkun og táknrænt eðli hárs, og sjónræna og listræna möguleika þessarar líkamlegu afurðar. Í verkum sínum fæst hún við sögu þráhyggju mannsins gagnvart hári og hvernig má upplifa hár sem birtingarmynd sköpunar í nútíma menningu, sem tekst á við hugmyndir á mörkum þráhyggju eða blætis. List hennar hverfist að mestu um skúlptúra, staðbundnar innsetningar og veggverk, sem fjalla jafnan um hégóma, sjálfsmynd, tísku,...

Rolling Line

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningarstjórar:
Þorgerður Ólafsdóttir
Becky Elizabeth Forsythe

Sýningartími:
18.03.2017 - 11.06.2017

Sýningin Rolling Line spannar rúman áratug af verkum og listheimildum eftir myndlistarmanninn Ólaf Lárusson (1951 – 2014). Ólafur var afkastamikill listamaður og tók virkan þátt í að móta áherslur innan myndlistarsenunnar á Íslandi sem stóð á ákveðnum tímamótum um miðjan 8. áratuginn. Ólafur var í hópi þeirra myndlistarnema sem sögðu sig úr námi við Myndlista – og handíðaskóla Íslands árið 1974 sökum stöðnunar og hélt út til Hollands í kjölfarið þar sem hann stundaði frekara nám við hinn virta Atelier ’63 í Haarlem. Ólafur útskrifaðist úr skólanum árið 1976 og flutti heim til Íslands sama...

Yfirlestur: Sjóndeildarhringur

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningarstjóri:
Heiðar Kári Rannversson

Sýningartími:
22.04.2017 - 02.09.2017

YFIRLESTUR myndlist í bókaformi úr safneign Nýlistasafnsins Sjóndeildarhringur Myndlist í bókaformi er mótsagnakennt fyrirbæri: Bækur sem líta þarf á sem myndlistarverk, myndlist sem lesa þarf sem bókmenntaverk. Bókverk krefjast óhefðbundins lesturs sem felur ekki aðeins í sér að lesa texta heldur einnig lestur á hinu sjónræna, áþreifanlega og hugmyndalega; greiningu á formi og tegund bókarinnar sjálfrar. Á sýningunni YFIRLESTUR má sjá myndlist í bókaformi úr safneign Nýlistasafnsins en þar er að finna um 800 titla sem mynda jafnframt stærsta safn bókverka á Íslandi. Sýningin er í formi...

Fjársjóður þjóðar. Valin verk úr safneign

Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Birta Guðlaug Guðjónsdóttir

Sýningartími:
07.04.2017 - 31.12.2019

Í fórum Listasafns Íslands eru á tólfta þúsund verka af ýmsum gerðum, frá ýmsum löndum og ýmsum tímum. Á sýningunni Fjársjóður þjóðar er dágott úrval verka úr þessari safneign, sem gefur yfirlit yfir þróun myndlistar á Íslandi frá öndverðri nítjándu öld til okkar daga. Sýningin dregur fram, með aðstoð um áttatíu listaverka, fjölbreytni þeirra miðla og stílbrigða sem einkenna þessa stuttu en viðburðaríku sögu. Fyrstu áratugina byggðist safneign Listasafns Íslands einvörðungu upp á gjöfum, málverkum eftir höfðinglega erlenda listamenn, einkum danska og norræna, en upp úr þarsíðustu aldamótum...

Steina. Eldrúnir (Pyroglyphs)

Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningartími:
04.03.2017 - 20.08.2017

Steina  (Steinunn Briem Bjarnadóttir Vasulka, f. 1940) er íslenskur myndlistarmaður og alþjóðlegur frumkvöðull á sviði vídeólistar. Hún hóf feril sinn sem fiðluleikari og lærði í Prag árin 1959 til 1964. Þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Woody Vasulka (f. 1937), verkfræðingi og kvikmyndagerðarmanni. Saman fluttu þau til New York árið 1965. Með tilkomu handheldu kvikmyndatökuvélarinnar hófu þau, 1969, að vinna með myndbandstækni. Árið 1971 stofnuðu þau fyrsta vettvang vídeó- og margmiðlunarlistar í heimi, The Kitchen, í New York, og tveimur árum síðar komu þau á fót fyrsta námi í...

Joan Jonas. Reanimation Detail 2010, 2012

Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Birta Guðlaug Guðjónsdóttir

Sýningartími:
26.10.2016 - 26.02.2017

Joan Jonas (f. 1936) er frumkvöðull á sviði vídeó- og gjörningalistar og einn þekktasti myndlistarmaður samtímans. Hún starfar enn ötullega að sköpun nýrra verka, nú um fimmtíu árum eftir að hún hóf að sýna verk sín í heimaborg sinni New York í Bandaríkjunum. Hún hefur haft víðtæk áhrif á samferðamenn sína, verk hennar hafa verið sýnd í helstu listasöfnum heims og hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín. Hún starfar sem prófessor við MIT; Massachussets Institute of Technology, og hefur kennt þar frá árinu 1998. Joan Jonas var fulltrúi Bandaríkjanna á...

Samskeytingar. Uppbygging verka Sigurjóns Ólafssonar

Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Inga Birgitta Spur

Sýningartími:
03.09.2016 - 17.09.2017

Sigurjón Ólafsson er þekktur sem myndhöggvari af gamla skólanum. Auk þess að höggva í stein, tré og jafnvel málm, var hann ötull við að móta í leir og gifs og sjóða saman listaverk úr málmi. Einnig má segja að stóran hluta verka hans frá sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar megi flokka undir það sem kallað hefur verið samskeytingar, „assemblage“. Þá er viðarbútum, tilsniðnum eða eins og þeir koma fyrir, skeytt utan á tiltekinn kjarna svo úr verður heildstætt listaverk. Á þessari sýningu í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga gefur að líta úrval verka af þessum toga, sem...

Texti. Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur

Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Birta Guðlaug Guðjónsdóttir

Sýningartími:
15.09.2016 - 14.05.2017

Á sýningunni T E X T I eru sýnd textaverk um fimmtíu íslenskra og alþjóðlegra myndlistarmanna. Verkin á sýningunni eru valin úr um 1000 verka safneign listsafnaranna Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur en þau hafa safnað íslenskri og erlendri samtímamyndlist frá því á 7. áratugnum. Stór hluti sýnenda á sýningunni telst til helstu myndlistarmanna samtímans og hafa margir þeirra tengst Pétri og Rögnu sterkum vináttuböndum. Þau tengsl hafa jafnframt leitt til frekari kynna íslenskra myndlistarmanna við erlenda kollega og hafa átt stóran þátt í að skapa grundvöll fyrir öflugu sýningahaldi á...

Valtýr Pétursson

Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Dagný Heiðdal

Sýningartími:
24.09.2016 - 26.03.2017

Valtýr Pétursson (1919-1988) var brautryðjandi abstraktlistar hér á landi, afkastamikill listmálari, mikilvirkur gagnrýnandi og virkur þátttakandi í félagsstarfi listamanna. Sýningunni sem opnar í Listasafni Íslands í september 2016 er ætlað að gefa yfirlit yfir fjölbreyttan listferil Valtýs. Síðasta yfirlitssýning á verkum Valtýs Péturssonar var haldin í Listasafni Íslands árið 1986 og er því löngu tímabært að kynna þennan fjölhæfa myndlistarmann fyrir nýjum kynslóðum og veita þeim sem eldri eru tækifæri til að endurnýja kynnin, en margt í verkum Valtýs kallast á við samtíma okkar og gefur...

Heimilið

Sýningaraðili:
Byggðasafn Reykjanesbæjar

Sýningarstjóri:
Sigrún Ásta Jónsdóttir

Sýningartími:
11.11.2016 - 23.05.2017

sýningin: Heimilið   Hvert heimili á sína sögu, sitt fólk, atburði og tímaskeið, upphaf og endi. Engin tvö heimili er eins en þó eru þau öll byggð á sama grunni. Það má nota mörg orð og ólík til að lýsa heimilum og hvað þau eru fyrir hvert okkar en eitt sameinar þau öll, heimilið er alltaf mikilvægt. Saga heimila er samofin því samfélagi sem umlykja þau. Þau endurspegla tíðarandann, tæknistigið og söguna. En það sem er kannski áhugaverðast er að heimilið segir persónulega sögu; sögur um áherslur, smekk, viðhorf, drauma, martraðir, gleði og sorgir. Heimilið er eins og efnisleg gátt inn í...

Ralph Hannam

Vefsýning
Sýningaraðili:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Inga Lára Baldvinsdóttir

Birt á vef:
4.11.2016

Ralph Hannam var einn af fremstu áhugaljósmyndurum á Íslandi um miðbik 20. aldar. Sjálfur lýsti hann myndatökum sínum svo:  „Hvaða verkfæri hefur maður til þess að vinna með við ljósmyndun? Það er fyrst og fremst lýsing. Gráskalinn frá hvítu yfir í svart. Sjálfur var ég hrifinn af því að hafa hvítan bakgrunn og svart mótíf á móti. Síðan er það myndbyggingin, gullinsniðið, að það sé jafnvægi í myndinni. Loks er það myndefnið. Mannlegur áhugi, form mannsins eða viðfangsefni hans. Sérstaklega þegar þetta myndar skemmtileg form. Og skurður á myndum hefur mikið að segja. Helmingur af góðri...

Ógnvekjandi náttúra

Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Rakel Pétursdóttir

Sýningartími:
02.10.2016 - 14.09.2017

Í stórbrotnum verkum Ásgríms Jónssonar er sýna menn og dýr á flótta undan náttúruhamförum má skynja innri átök listamannsins sem tengir okkur við líf hans og starf, sælu og þjáningar sem fylgja sköpunarferlinu þar sem slegið er á nýja strengi. Saga fátæks bóndasonar sem verður einn dáðasti listmálari þjóðarinnar er ævintýri líkust. Fjölbreytt efnistök vitna um stöðuga leit listamannsins að tjáningarformi sem hæfði ólíkum viðfangsefnum, allt frá staðbundnum landslagsmyndum til túlkunar á sagnaarfinum, íslenskum þjóðsögum og ævintýrum auk náttúruhamfara. Eldgosamyndirnar svonefndu eru byggðar á...

Valtýr Pétursson í safneign Listasafns Íslands

Vefsýning
Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Dagný Heiðdal

Birt á vef:
23.9.2016

Valtýr Pétursson (1919-1988) var í hópi þeirra listamanna sem settu svip á eftirstríðsárin á Íslandi. Valtýr var meðal brautryðjenda abstraktlistar hér á landi, afkastamikill listmálari, gagnrýnandi og virkur þátttakandi í félagsstarfi myndlistarmanna.1919–1945. UPPHAFIÐ.Til eru nokkur æskuverk eftir Valtý og eru þau elstu ársett 1932. Valtýr hóf listnám árið 1934 í teikniskóla Björns Björnssonar (1886–1939) í Reykjavík. Teiknitímana sótti hann fram á mitt ár 1936 er hann gerðist sjómaður í fullu starfi. Teikningar frá þessum tíma eru til að byrja með nostursamlega unnar en fljótlega fer að...

Konur í Nýló

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningarstjórar:
Þorgerður Ólafsdóttir
Becky Elizabeth Forsythe

Sýningartími:
09.09.2016 - 30.09.2017

Konur í Nýló: Verk úr safneign Nýlistasafns Sýningarstaður:  Réttir-Aðalsteinsson & Partners ehf. Klapparstig 25-27  Mynd: Vigfús Birgisson   Sýningin sem hér er til sýnis hjá Rétti er samantekt á sýningarröð Nýlistasafnsins 2015 – 2016 sem varpaði ljósi á hlut kvenna í sögu og safneign Nýló. Verkin á sýningunni fjalla um hvað hefur áunnist frá því að konur hlutu kosningarétt árið 1915 og varpa fram ótal hugmyndum um ýmsar tegundir valds, mismunandi baráttumál, innri og ytri átök sem og samhengi hlutanna. Listakonurnar sem eiga verk á sýningunni eru Svala Sigurleifsdóttir, Róska,...

101 spurning til kvenna / 101 questions to women

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningarstjóri:
Þorgerður Ólafsdóttir

Sýningartími:
19.04.2016 - 19.08.2016

Sýningin 101 spurning til kvenna er sú þriðja í röðinni Konur í Nýló sem hefur það að markmiði að varpa ljósi á hlut kvenna í safneign og sögu Nýlistasafnsins. Titill sýningarinnar vísar í hvað hefur áunnist frá því að knour hlutu kosningarétt árið 1915. Verkin á sýningunni hverfast um ólík baráttumal kvenna og mismunandi birtingarmyndir innri og ytri átaka. Verkin varpa fram viðbrögðum gegn hugmyndum um vald, (ó)jafnvægi, kúgun og viðteknum samfélagsvenjum - og meinum, gegnum tíðina, þá og nú.  Listamenn /Dorothy IannoneEirún SigurðardóttirFreyja Eilíf LogadóttirGuðrún Hrönn...

Skrælnun / Desiccation

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningarstjórar:
Inga Björk Bjarnadóttir
Birkir Karlsson

Sýningartími:
29.04.2016 - 29.06.2016

Hvernig varðveitir maður hugmynd? Hvernig eiga söfn að takast á við varðveislu listaverka sem átti hugsanlega aldrei að varðveita? Hvert er framhaldslíf verka sem snúast um ferli frekar en lokaafurð - ferðalagið frekar en áfangastaðinn. Eru skammlíf listaverk minna virði þeirra sem ætlað er að endast um ókomna tíð og auðvelt er að forverja? Verkin á sýningunni hafa sumhver tekið á sig nýja mynd eftir langa dvöl í geymslum safnsins og illmögulegt að sýna þau í upprunalegu samhengi sínu. Eru þetta enn sömu verk? Ætti frekar að geyma slík verk sem forskrift að ferli í stað efnislegra leifa...

Ásgrímur Jónsson. Undir berum himni - með suðurströndinni

Vefsýning
Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Rakel Pétursdóttir

Birt á vef:
31.3.2016

Að loknu námi við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn hraðar Ásgrímur sér heim til Íslands, frelsinu feginn með tilhlökkun í hjarta. Helsti ásetningur hans var að tengjast landinu á nýjan leik og nýta áunna þekkingu til að mála náttúru landsins og tjá þannig ást sína á landi og þjóð. Fanga augnablikið, hina síhvikulu birtu og mála úti við að hætti „plein air“-málaranna frönsku og gullaldarmálaranna dönsku, en flestir kennarar Ásgríms, svo sem Frederik Vermehren, Otto Bache og Holger Grønvold, voru af Eckersberg-skólanum. C.W. Eckersberg (1783–1853) var einn dáðasti listmálari Dana og um...

Þríund

Sýningaraðili:
Hönnunarsafn Íslands

Sýningarstjóri:
Auður Harpa Þórsdóttir

Sýningartími:
09.03.2016 - 29.05.2016

Aníta Hirlekar fatahönnuður Bjarni Viðar Sigurðsson keramiker Helga Ragnhildur Mogensen skartgripahönnuður   Samhljómur þriggja hönnuða á HönnunarMars 2016 Helga Ragnhildur Mogensen skartgripahönnuður, Bjarni Viðar Sigurðsson keramiker og Aníta Hirlekar fatahönnuður hafa vakið verðskuldaða athygli á síðustu misserum fyrir verk sín. Hönnuðurnir eiga það sameiginlegt að fara sínar eigin leiðir til að kanna til hlítar takmörk efnisins sem þau vinna með og er niðurstaðan oft mjög kröftug þar sem yfirborð og áferð er í aðalhlutverki. Í tilefni af HönnunarMars verður opnuð sýning á nýjum...

Ísland er svo keramískt

Sýningaraðili:
Hönnunarsafn Íslands

Sýningarstjóri:
Auður Harpa Þórsdóttir

Sýningartími:
09.01.2016 - 28.02.2016

Steinunn Marteinsdóttir er einstakur leirlistamaður í íslenskri hönnunar- og listasögu. Hún hefur á 55 ára ferli skapað afar persónulegan stíl með verkum sínum sem hún hefur mótað og unnið með krefjandi hætti. Steinunn hefur aldrei numið staðar í sinni vinnu. Afköstin hafa verið mikil og sköpunarþátturinn oft á tíðum dirfskufullur. Sé horft yfir feril hennar á þessum tímamótum má líkja honum við endalausa könnunarferð, þar sem öllu því sem má líkja við vanafestu og stöðnun er storkað. Strax á fyrstu einkasýningu Steinunnar árið 1975 var ljóst að hún er hamhleypa til verka. Nokkur hundruð...

Geymilegir hlutir

Sýningaraðili:
Hönnunarsafn Íslands

Sýningarstjóri:
Auður Harpa Þórsdóttir

Sýningartími:
29.03.2016 - 25.02.2018

GEYMILEGIR HLUTIR - að safna í söguna Hver eru einkenni íslenskrar hönnunar? Þessi spurning hljómar æ oftar eftir því sem íslensk hönnun er betur kynnt og aukinn áhugi utan frá beinist að Íslandi. En við sem hér búum spyrjum sömu spurningar og leitum svara. Á þeim tíma frá því að Hönnunarsafn Íslands var stofnað, árið 1998, hefur safneignin styrkst og umsvif starfseminnar aukist. Nýir gripir sem koma í safnið á hverju ári leggja grunn að efni til rannsókna og þeir eru í sjálfu sér vitnisburður á hverjum tíma um það sem sérfræðingar álíta æskilegt að séu varðveittir í safni. Gildi þeirra...

Ámundi:

Sýningaraðili:
Hönnunarsafn Íslands

Sýningartími:
11.03.2015 - 31.05.2015

Verk Ámunda eru mörg hver margslungið sjónrænt táknmál. Upplifunarþátturinn í verkum hans er stór og í þeim felast leiðir til ákalls, til margræðrar túlkunar en síðast en ekki síst felst í þeim krafa, um frjálsa leið. Ýmsar þversagnir einkenna vinnu Ámunda. Krafan um frjálsa leið rímar til að mynda ekki alltaf við staðsetningu hönnuðarins, með viðskiptavininn sér við hlið og óskir komandi þaðan. Ámundi er fæddur árið 1959 og er af kynslóð grafískra hönnuða sem vann bæði fyrir og eftir eina mestu tæknibyltingu sinnar greinar, innkomu tölvunnar og grafískra forrita og stafrænnar þróunar í...

Un peu plus

Sýningaraðili:
Hönnunarsafn Íslands

Sýningarstjórar:
Helga Björnsson
Auður Harpa Þórsdóttir

Sýningartími:
06.02.2015 - 31.05.2015

UN PEU PLUS eða...aðeins meira   Sýningin UN PEU PLUS, á skissum og teikningum Helgu Björnsson tískuhönnuðar sýnir einn mikilvægasta þáttinn í sköpunarferlinum, þegar hugmynd er fest á blað. Heiti sýningarinnar, Un peu plus fundum við á litlu minnisblaði sem leyndist í stóru teikningasafni Helgu sem við fórum í gegnum, við undirbúning sýningarinnar. Á blaðinu voru rituð, með handskrift Helgu, tólf stikkorð á frönsku. Það var greinilegt að hún hafði valið orðin í þeim tilgangi að skerpa sýn fyrir næsta áhlaup í vinnu sinni sem tískuhönnuður í einu af hátískuhúsi Parísarborgar. Un peu...

Passaglös á Bessastöðum

Vefsýning
Sýningaraðili:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjórar:
Guðmundur Ólafsson
Anna Rut Guðmundsdóttir

Birt á vef:
5.2.2016

Bessastaðir á Álftanesi voru höfðingjasetur og ein helsta valdamiðstöð landsins öldum saman. Þar var líka aðsetur umboðsmanna konungs á Íslandi og má ætla að þeir hafi búið við nokkuð annan kost en allur almenningur í landinu. Á árunum 1987-1996 fóru fram umfangsmiklar fornleifarannsóknir í sambandi við viðgerðir og endurreisn staðarins, og þá fundust ýmsir áhugaverðir gripir. Þar á meðal 53 brot úr svonefndum passaglösum. Þá höfðu ekki áður fundist leifar af slíkum glösum annars staðar á Íslandi, en við nýlegar rannsóknir á biskupssetrunum á Hólum í Hjaltadal og í Skálholti hafa fundist...

Nína Sæmundsson. Málverk

Vefsýning
Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Dagný Heiðdal

Birt á vef:
4.11.2015

Jónína Sæmundsdóttir (1892-1965) eða Nína Sæmundsson, eins og hún kallaði sig, var fyrsta íslenska konan sem gerði höggmyndalist að ævistarfi. Hún fór ung til Danmerkur þar sem hún kynntist leir og mótaði sína fyrstu mynd. Árið 1915 hóf hún undirbúningsnám við Teknisk Selskabs Skole í Kaupmannahöfn og árið eftir fékk hún inngöngu í höggmyndadeild Det Kongelige Akademi for de Skønne Kunster en kennarar hennar þar voru Julius Schultz og Einar Utzon-Frank. Lauk hún námi árið 1920 og sama ár keypti Listasafn Íslands verk eftir hana sem hafði verið á Vorsýningunni í Charlottenborg 1918. Vegna...

Spegilmyndir Ásgríms Jónssonar

Vefsýning
Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Rakel Pétursdóttir

Birt á vef:
4.11.2015

Í safneign Listasafns Íslands er að finna 29 verk eftir Ásgrím Jónsson með heitinu Sjálfsmynd en þá eru ótaldar þær sjálfsmyndir sem er að finna í skissubókum listamannsins. Á vefsýningunni Spegilmyndir Ásgríms Jónssonar eru allar þær 29 myndir sem listamaðurinn málaði af sjálfum sér. Aðalsteinn Ingólfsson hefur sagt að flestar „sjálfsmyndir íslenskra myndlistarmanna, eins og raunar starfsbræðra þeirra í öðrum vestrænum löndum, snúast auðvitað um sjálft andlitið; eru tilraunir til að komast til botns í eigin persónuleika, tilfinningalífi og hæfileikum, skrásetningar á tímanum eins og hann...

Grafíkverk eftir Edvard Munch í Listasafni Íslands

Vefsýning
Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Steinar Örn Atlason

Birt á vef:
4.9.2015

Edvard Munch var ekki einungis frábær málari heldur var hann einnig einn fremsti grafíklistamaður allra tíma. Munch bjó í Berlín þegar hann steig fyrstu spor sín í grafíkinni. Það var töluverður áhugi fyrir grafík meðal myndlistarmanna í Evrópu á þessum tíma og margt bendir til þess að Munch hafi m.a. séð í grafíkinni möguleika á að koma list sinni á framfæri við miklu stærri hóp en þann sem að jafnaði kom á málverkasýningar. Það sem styrkir þessa skoðun er margítrekuð viðleitni Munchs til að lengja opnunartíma sýninga sinna fram á kvöld og um helgar til að vinnandi fólk gæti einnig notið...

Prýði / Adorn

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningarstjóri:
Becky Elizabeth Forsythe

Sýningartími:
14.05.2015 - 31.08.2015

Þegar við prýðum í hefðbundnum skilningi orðsins, skreytum við einstakling eða hlut til fegrunar og áhersluauka. Verkin hér á sýningunni eiga það sameiginlegt að hverfast um orðið prýði. En ekki þannig að líta ætti á þau sem skraut eða að tilgangur þeirra sé að vera einhvers konar glingur. Í hverju verki á sýningunni má finna eiginleika prýðis sem tekur á spurningum um fegurð í samhengi hversdagsleikans. Verkin geyma hugmyndir um ákveðna afbyggingu og draga fram mótsagnir sem tengjast heimilisstörfum eða eiga uppruna í hinu skipulagða og fyrirfram ákveðna heimilisumhverfi. Hér bergmálar rýmið...

Gott hús er gestum heill

Vefsýning
Sýningaraðili:
Þjóðminjasafn Íslands

Sýningarstjóri:
Sigurlaug Jóna Hannesdóttir

Birt á vef:
13.4.2015

Þegar sperrur hafa verið reistar er algengur siður að haldið sé svokallað reisugildi. Ekki er ólíklegt að siðurinn hafi borist hingað til lands frá Norðurlöndunum þar sem sterk hefð er fyrir slíkum hátíðahöldum. Í Danmörku má til að mynda finna heimildir um reisugildi í tengslum við nýbyggingu við Kaupmannahafnarháskóla frá árinu 1543. Samkvæmt orðabók Háskóla Íslands er elsta ritaða heimild um reisugildi á Íslandi frá síðari hluta 19. aldar og er hana að finna í Dægradvöl Benedikts Gröndals. Þar segir hann frá að reisugildi hafi verið haldið þann 16. júlí 1881 til að fagna byggingu...

Benedikt Gröndal - brot úr lífi og verkum

Vefsýning
Sýningaraðilar:
Þjóðminjasafn Íslands
Listasafn Íslands
Byggðasafnið á Skógum

Sýningarstjórar:
Þorvaldur Böðvarsson
Steinar Örn Atlason

Birt á vef:
16.3.2015

Benedikt Gröndal rithöfundur og kennari við Lærða skólann er þekktastur fyrir ritstörf sín af ýmsu tagi, en hann átti líka langan feril sem skrautskrifari og teiknari og hefur þeim verkum ekki verið gefinn neinn sérstakur gaumur gegnum tíðina. Hér í þessari vefsýningu gefur að líta ýmis verk Benedikts sem mörg hver lítið hafa sést opinberlega en eiga fullt erindi við nútímann, enda gefa þau sérstaka innsýn í andlegt líf íslensku þjóðarinnar á sínum tíma. Einnig eru hér myndir úr lífi og starfi Benedikts sem sumar hverjar gefa vel til kynna stöðu hans meðal skáldjöfra 19. aldarinnar. Verkin og...

Súrrealisminn lifir / Surrealism lives

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningarstjóri:
Eva Ísleifsdóttir

Sýningartími:
01.01.2015 - 31.03.2015

Já sýnum tilþrif og leggjum áherslu á undirmeðvitundina og brúkum litla skynsemi í lestri á myndum. Kannski verpir nýtingin hagnýtum tækifærum, óvarðar birtingar, óvæntar stöður. Ég tek sem dæmi meginstefnu markmiða súrrealista, en hún var einmitt með stofnfótinn í því að losa menn úr viðjum skynsemishyggju og smáborgarlegra lífshátta og gildismats. Máttur draumanna kom fram að degi til og ímyndunaraflið gat tengt saman hluti í daglegu lífi og sett í samhengi. Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Valdís Óskarsdóttir, Sara Björnsdóttir, Óþekktur listamaður, Óþekktur listamaður, Ragna...

Stofngjöf Listasafns Íslands

Vefsýning
Sýningaraðili:
Listasafn Íslands

Sýningarstjórar:
Steinar Örn Atlason
Dagný Heiðdal

Birt á vef:
23.2.2015

Stofngjöfin spannar langt tímabil og eru elstu verkin frá fjórða áratug 19. aldarinnar en þau yngstu frá um 1890. Flest verkin eru dönsk að uppruna og gefa þau breiða en nokkuð hefðbundna mynd af danskri myndlist frá þessum tíma. Eftir mikinn uppgang danskrar myndlistar fram undir miðja öldina, tók við einangrun og stöðnun í dönsku menningarlífi. Nokkrir listamannanna hafa verið valdir vegna tengsla þeirra við Ísland. Listamenn eins og Christian Blache, F. Th. Kloss, Emanuel Larsen og August Schiøtt máluðu íslenskt landslag. En einnig eru í stofngjöfinni verk eftir listamenn sem eru þekktir í...

Blind Stefna / Blind Navigation

Sýningaraðili:
Nýlistasafnið

Sýningarstjóri:
Anna Ihle

Sýningartími:
18.10.2014 - 20.12.2014

Fyrsta safneignarsýning Nýlistasafnsins í nýju heimkynnum sínum í efra-Breiðholti bar yfirskriftina BLIND STEFNA og náði yfir valin verk sem áttu það sameiginlegt að hverfast um frásagnarformið. BLIND STEFNA var framlag Nýló til Lestrarhátíðar 2014 sem var helguð ritlist og smásögum og bar yfirskriftina Tími fyrir sögu. Nýló bauð myndlistarkonunni Önnu Ihle (SE) til samstarfs og vann hún að sýningunni í samtali við Evu Ísleifsdóttur og Kolbrúnu Ýr Einarsdóttur en þær starfa hjá Nýlistasafninu. Verkin sem valin voru úr safneigninni kallast á við áherslur Önnu í eigin verkum en hún hefur verið...

Þyrping verður að þorpi

Sýningaraðilar:
Byggðasafn Reykjanesbæjar

Sýningarstjóri:
Sigrún Ásta Jónsdóttir

Sýningartími:
29.05.2014 - 05.2024

Tilgangur sýningarinnar er að gefa innsýn í merka sögu svæðisins. Sögu sem segir af fólki sem þurfti að hafa fyrir lífinu með vinnu sinni en sá tækifærin við sjávarsíðuna. Fólki sem kom og fór, ys og þys einkenndi byggðirnar. Hér var ekki einangrun eða langt á milli bæja. Hér bjó fólk saman og þurfti að finna út hvernig málum væri best háttað.Í ár er því fagnað að 20 ár eru liðin frá því að þrjú sveitarfélög sameinuðust, Hafnir Njarðvík og Keflavík. Þótt saga hvers þeirra sé sérstök þá eiga þau mikið sameiginlegt.  Hafnirnar og Njarðvík uxu upp í kringum útvegsjarðir og í Keflavík var aðsetur...