Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiLogbók
MyndefniLogbók
Ártal1949

ByggðaheitiReykjavík
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavíkurborg
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2021-1-8
AðalskráMunur
UndirskráStyrkverkefni-Safnasjóður, Almenn munaskrá
Stærð20,5 x 13,8 x 1,2 cm
EfniPappír
TækniTækni,Prentun

Lýsing

Logbók Jóns Þ. Ísakssonar flugmanns og flugumferðarstjóra. Bókin er brún að lit á og henni stendur: “Flugbók”. Bókin er merkt Jóni og er merkt sem logbók nr. 2. Fyrsta færsla bókarinnar er skráð 30. september 1949 og sú síðasta 24. ágúst 1957. 

Jón Þórmundur Ísaksson fæddist 28. febrúar 1927 í Vestmannaeyjum, hann lést 14. maí 2015. Í æviágripi Jóns sem birt var í Morgunblaðinu 22. maí 2015 segir: „Jón stundaði svifflugsnám og hóf síðan flugnám hjá Flugskóla Akureyrar á Melgerðismelum í Eyjafirði og lauk sólóprófi árið 1946. Hann fór í framhaldsnám til Spartan School of Aeronautics í Tulsa, Oklahoma, og lauk atvinnuflugmannsprófi þar í árslok 1947 og blindflugsprófi í maí 1948. Við heimkomuna var Jón ráðinn flugmaður hjá Loftleiðum og starfaði þar til ársins 1953, er hann hóf nám og störf hjá Flugmálastjórn. Jón lagði stund á og lauk grunnnámi og ýmsu sérnámi í flugumferðarstjórn og starfaði lengst af sem varðstjóri í flugturni Reykjavíkurflugvallar. Hann lét af starfi í árslok 1990.”  Flugmannsskírteini Jóns var númer 86.


Heimildir

Morgunblaðið, 22. maí 2015. Sótt af vef: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1554299/.

Flugsafn íslands var stofnað 1999. Hlutverk safnsins er að safna og varðveita sögu flugsins á Íslandi, vekja athygli á mikilvægi þess og geyma sögu þeirra sem að flugmálum hafa komið.

 


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.