LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiLogbók
MyndefniLogbók
Ártal1965

ByggðaheitiReykjavík
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer2021-2-5
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Styrkverkefni-Safnasjóður
Stærð18,2 x 10,9 x 1,4 cm
EfniPappír
TækniPrentun

Lýsing

Logbók Þorsteins Jónssonar flugmanns. Logbókin er blá að lit og á henni stendur með gylltum stöfum: “Pilot Log”. Fyrsta færsla bókarinnar er skráð 29. júlí 1965 og sú síðasta 22. ágúst 1966.

Þorsteinn Jónsson fæddist 20. desember 1942. Hann lést 30. júní 2010. Þorsteinn hóf að stunda svifflug 14 ára að aldri. Hann lauk atvinnuflugmannsnámi með blindflugsréttindum árið 1963 og siglingafræðingsprófi og flugkennaraprófi árið 1964. Þorsteinn starfaði hjá flugskólanum Flugsýn að námi loknu og starfaði síðan hjá Loftleiðum á árunum 1964-1966, hjá Flugþjónustu Björns Pálssonar árin 1966-1968 og í Bandaríkjunum árin 1968-1972, m.a. sem lausráðinn flugmaður hjá leiguflugfélögum í Kaliforníu. Eftir það vann Þorsteinn hjá leiguflugi Sverris Þóroddssonar, Arnarflugi og Íslandsflugi. Flugskírteini Þorsteins var númer 545.


Heimildir

Morgunblaðið, 4. ágúst 2010, sótt af vef: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1343462/

Skúli Br. Steinþórsson (formaður ritnefndar). (1988). Flugmannatal. Reykjavík: Félag íslenskra atvinnuflugmanna. 

Flugsafn íslands var stofnað 1999. Hlutverk safnsins er að safna og varðveita sögu flugsins á Íslandi, vekja athygli á mikilvægi þess og geyma sögu þeirra sem að flugmálum hafa komið.

 


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.