Bæklingur, skráð e. hlutv.

1906
Böggull, bundinn með snæri. Bögullinn er úr fórum Tryggva Gunnarssonar (f. 1835, d.1917) alþingismanns og geymir ýmislegt frá þingmannaförinni til Danmerkur 1906. Í bögglinum eru m.a. póstkort, boðskort, nafnspjöld, ljósmyndir, bæklingar, teikningar sem sýna sætisskipanir, vindlahylki með vindlum, þurrkuð blóm, síður úr dagblöðum. Öllu þessu var pakkað í röndóttan maskínupappír sem bundið hafði verið um með snæri. Nánari upplýsingar um innihald: Rit/bæklingar: Ved Altingets Besøg Juli 1906, Aarhus by, Skibelund og dets mindesmærker, Askov og omegn 1906, St. Knuds Kirke í Odense, Kjøbenhavn´s Raadhus ved festen for det islandske Althings medlemmer 29 Juli 1906, Fører ved det islandske Altings udflugt til Alhedens Plantager den 26de Juli 1906, Ladelund Landbrugsskole, minde om islandske og danske tingmænds besøg 24. Juli 1906, Det Nationalhistoriske Museum Paa Frederiksborg, Th. Claudi Westh: 12 Aars Højmosekultur paa Mosestationen Pontoppidan, Vejleder i Bygningsmuseet (Afdeling af Dansk Folkemuseum) ved Kongens Lyngby, Vejleder i Dansk Landbrugsmuseum ved Kongens Lyngby. Umslag merkt Carlsberg sem inniheldur auglýsingabækling fyrir Carlsberg og tvö kort gefin út af Carlsberg, eitt af Kaupmannahöf og eitt af Norður-Sjálandi. Upplýsingar um heimsóknir, boð og viðburði ferðarinnar þ. á m. sætisskipan í boðum, sönghefti, matseðla ofl. Auglýsingabæklingur fyrir Chr. L. Simonsens, Prince of Wales, Alfa-Laval, Hammond ritvélar Póstkort af t.d. Bregentved, Viborg og fl. Dagskrá ferðarinnar, umslag með formlegum boðskortum í viðburði heimsóknarinnar . Umslag sem inniheldur laufblöð úr pappír með rauðum og hvítum borða, þurrkuð blóm og lítinn danskan fána sem búið er að prenta dagsetninguna 20. júlí 1906 á með gylltum lit sem festur er á litla gyllta fánastöng Bunki af ólíkum nafnspjöldum sem búið var að pakka inn í þunnan pappír og binda snæri um. Utan á var búið að handskrifa Visitkort í Danmerkurför 1906. Einni var búið að festa lítinn miða utan á innpökkuð spjöldin. Öðru megin á miðanum er handskrifað Hr. Bankdirektör Gunnarsson og hinum megin er búið að teikna upp sætisskipan í boði og merkja á einum stað með x. Umslag með barmmerki: Á barmmerkinu er ljósmynd af Kristjáni IX Danakonungi sem fest hefur verið við breiðan rauðan borða með mjóum hvítum borðum sem mynda danska fánann. Við merkið er einnig búið að festa bláan borða sem brotinn er saman þanni að hann myndi hring og í miðju hringsins er silfraður fálki. Borðinn og fálkinn eru fest á lítinn ferhyrningslaga kubb sem klæddur hefur verið með því silfruðum blúndupappír. Við þetta er einnig búið að festa annan kubb sem klæddur er í skrautpappír og við hann er fest ljósmynd af Friðriksborgarhöll. Í umslaginu er einnig barmmerki sem samanstendur af hvítum og rauðum borða sem brotinn er saman þannig að þeir mynda og í miðju hringsins er blár borði og fálki úr málmi, aftan á merkinu er pinni til að festa merkið við fatnað. Ekki er vitað hvort að þessi tvö merki hafi verið föst saman á einhverjum tímapunkti. Umslag með tveimur eins vindlahylkjum. Framan á hylkjunum stendur Kiøbenhavns Raadhus og aftan á þeim er dagsetningin 29. Juli 1906. Í öðru hylkinu er fjórar sígarettur og einn vindill. Í bögglinum voru einnig þrjár ljósmyndir sem færðar voru í Ljósmyndasafn Íslands og þeim gefin númer. Friðrik VIII Danakonungur tók við eftir fráfall föður síns, Kristjáni IX, árið 1906. Á þeim tíma hafði heimastjórn staðið á Íslandi í nær tvö ár og  stórhugur Íslendinga og bjartsýni vaxið ört á árunum kringum 1904, og þar með sjálfstæðishugur þeirra. Ljóst varð að það þyrfti að leggja nýjan grundvöll, umsaminn af jafnréttháum aðilum, sem færi miklu nær skilningi Íslendinga á þjóðlegum rétti sínum. Friðrik VIII var sama sinnis. Til að Íslendingar gætu til frambúðar unað tengslunum við Danmörku vildi hann vinna það til að veita þeim meira formlegt sjálfstæði en Danir höfðu nokkru sinni tekið í mál. Fyrsta skrefið, sem Friðrik VIII konungur beitti sér fyrir og fékk ríkisstjórn og þing Danmerkur til að standa að með sér, var að bjóða öllu Alþingi í kynnisferð til Danmerkur þá um sumarið. Stjórnarandstaðan íslenska hikaði í fyrstu við að þiggja boðið, en einn reyndasti leiðtogi hennar, Skúli Thoroddsen, tók af skarið um að taka vel vinsamlegu boði konungs. Af 40 þingmönnum fóru 35 í ferðina, þ. á m. Tryggvi Gunnarsson. Tólf daga nutu þingmennirnir gestrisni Dana, ferðuðust um landið og sátu veislur með dönskum ráðamönnum. Þingmannaförin var notuð til að hefja óformlegar viðræður um samningagerð og umbætur á sambandi landanna, og skyldi henni fylgt eftir með Íslandsferð konungs og danskra ráðamanna sumarið eftir. Samningaferlið, sem hófst með þingmannaförinni 1906, átti eftir að bíða margan afturkipp, en á tólf árum leiddi það til niðurstöðu sem fáa óraði fyrir í upphafi þ.e. fullveldis Íslands 1918.

Aðrar upplýsingar

Ártal
1906
Safnnúmer
Safnnúmer A: TrG-81
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Tryggvi Gunnarsson_Safn (TrG)
Efnisorð / Heiti
Heimildir
Heimasíða Stjórnarráðs Íslands