Sarpur – menningarsögulegt gagnasafn
Munir – myndir - minningar
Sarpur opnar dyr að íslenskum menningararfi. Þar má finna yfir 1,5 milljón skráningar frá um 60 söfnum og stofnunum um land allt – allt frá listaverkum, munum, ljósmyndum og fornleifum til náttúruminja, húsa og þjóðhátta. Meirihluti gagnanna er aðgengilegur hér á vefnum, en birting hluta efnisins er takmörkuð af lögum um höfundarrétt og persónuvernd.
Sögu Sarps má rekja allt aftur til ársins 1998. Árið 2025 kom út fjórða útgáfa kerfisins, byggð á lausnum MuseumPlus og eMuseumPlus frá Zetcom.
Rekstrarfélag Sarps á og rekur kerfið, en hvert aðildarsafn ber ábyrgð á skráningu og birtingu sinna gagna, þar á meðal texta og myndefni sem birt er á vefnum.
Markmið vefsins
- Að gera menningararfinn aðgengilegan almenningi og fræðimönnum.
- Að kynna aðildarsöfn Sarps.
- Að efla rannsóknir, samstarf og fræðslu.
- Hvetja til samtals í gegnum „Veistu meira“ hnappinn þar sem leikmenn geta deilt þekkingu sinni með söfnunum.
Notkun efnis
Fyrirspurnir um myndefni eða skráningar í Sarpi skal senda beint til viðkomandi safns.
Vinsamlegast skoðið Notkunarskilmála varðandi pantanir, afnot af myndefni og tilvitnanir í heimildir af vefnum.
Um leitina á sarpur.is
Hægt er að slá inn leitarorð eða nota ítarleit til að þrengja leit með síum. Með Röðun er hægt að birta niðurstöður í mismunandi röð, t.d. eftir aldri aðfanganna eða nýjast skráðu.
- Ef hakað er við „Aðföng á sýningu“ birtast aðeins þau aðföng sem eru í sýningarrými hjá söfnunum.
- Ef hakað er við „Aðföng með ljósmyndum“ birtast aðeins aðföng sem hafa ljósmynd.
Einnig má nota skipanir til að fínstilla leitina og fá nákvæmari niðurstöður.
Yfirlit yfir leitarvirkni
-
AND
Útskýring: Bæði (eða fleiri) leitarorð verða að vera til staðar í niðurstöðunni.
Dæmi: stóll AND tré -
OR
Útskýring: Annað hvort leitarorð verður að vera til staðar.
Dæmi: kona OR drengur -
NOT
Útskýring: Orð sem mega ekki vera í niðurstöðunni.
Dæmi: stóll NOT tré -
Hópar (())
Útskýring: Hópar saman flóknar skipanir til að stýra leit.
Dæmi: (kona OR drengur) AND stóll -
Margir stafir (*)
Útskýring: Leitar að orðum sem byrja á sömu rót, óháð endingu.
Dæmi: portr* (finnur portrait, portrett o.fl.) -
Einn stafur (?)
Útskýring: Táknar nákvæmlega einn staf.
Dæmi: tr? (finnur tre eða tré)