Notkunarskilmálar – Höfundarréttur
Um notkun fer eftir höfundalögum. Almenningur getur nýtt sér birtingu á afriti á safnkosti til einkanota í samræmi við höfundalög, enda sé það ekki gert í fjárhagslegum tilgangi.
Afrit af safnkosti sem hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins má hafa samband við Myndstef, myndstef@myndstef.is Sjá einnig Höfundarréttur, vernd fyrir listina og lífsviðurværið
Endurbirting safnkosts á samfélagsmiðlum er heimil en uppruni þarf að vera skýr. Ávallt skal vísa rétt til höfundar og láta fylgja krækju í viðkomandi færslu í sarpur.is.
Birting gagna er ávallt á ábyrgð viðkomandi safns. Rekstrarfélag Sarps ber enga ábyrgð á notkun þriðja aðila á þeim afritum safnkosts sem birtast á sarpur.is.