Æðarfugl

Útskorinn bliki af skálaburstinni í Laufási. Litur hvítur, grár og svartur. Blikinn er nokkuð skaddaður t.d. að aftan við stél og málningin farin að flagna. Sjá upplýsingar um Guðmund bíld í nafnaskrá. Nauðsynlegt þótti að gera eftirmynd af blikanum til að setja upp eins og gert var við undirstykkið. (Sjá Þjms 15359). Sveinn Ólafsson myndskeri skar út annan blika sem settur var upp í lok júní árið 1988.

Aðrar upplýsingar

Guðmundur Pálsson, Hlutinn gerði
Safnnúmer
Safnnúmer B: 1988-145
Stærð
17 x 40 x 18 cm Lengd: 17 Breidd: 40 Hæð: 18 cm
Staður
Staður: Laufásbær, Torfbærinn, 601-Akureyri, Grýtubakkahreppur
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Æðarfugl
Heimildir
Jón Jóhannesson: "Guðmundur "bíldur."" Blanda V. árg., 1934, bs. 280-287.

Upprunastaður

65°53'37.4"N 18°4'19.7"W