Hæna, skrautgripur

1881
Sama: Hæna útskorin úr bæki (?), tæpir 30 cm á lengd frá nefi og aftur á stél, mest 16,5 cm á hæð og er þá mæld með skál eða karfa útskorinn, sem er undir hænunni. Hænan öll er máluð og lökkuð (nýlega), alhvít, nema kambur og separ eru rauðir og nef og augu gul. Karfan er einnig gul. Útskorin af Guðmundi Pálssyni (bíld) í janúar 1881: var hann þá gestur á Tannstaðabakka. Skar hann hænuna eftir lifandi fyrirmynd, sem var mógul að lit. Fyrst gerði hann uppdrátt, en efnið þótti honum tæplega nóg til að hafa stélið svo, sem hann helzt vildi.

Aðrar upplýsingar

Guðmundur Pálsson, Hlutinn gerði
Gefandi:
Ólöf Einarsdóttir
Ártal
1881
Safnnúmer
Safnnúmer A: 12162 Safnnúmer B: 1937-118
Stærð
30 x 16.5 x 0 cm Lengd: 30 Breidd: 16.5 Hæð: 0 cm
Staður
Staður: Tannstaðabakki, 500-Stað, Húnaþing vestra
Sýningartexti
Hæna sem liggur á körfu, útskorin í tré og máluð, málningin nú var nýleg er hænan kom til safnsins. Hún er skorin af Guðmundi Pálssyni, er kallaður var "bíldur" (eftir danska orðinu billedskærer, myndskeri) í janúar 1881 þá gestkomandi á Tannstaðabakka í Hrútafirði eftir hænu þar, sem var mógul að lit. Hann gerði fyrst uppdrátt áður en hann skar, en fannst efnið tæplega nógu gott til að geta haft stélið svo sem hann vildi. - Guðmundur var fæddur 1830 og lést 1884, fékk ásamt Sigurði málara konunglegan styrk til náms á Listaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hann átti sjaldnast fast heimili eftir að heim kom en fór um norðanlands og skar út ýmsa gripi, nöfn og skraut á bæi, nafnfjalir á skip og ýmislegt fyrir kirkjur og er margt af því til enn. 12162 Hæna sem liggur á körfu, útskorin í tré og máluð. Skorin árið 1881 af þekktum farandmyndskera, Guðmundi Pálssyni, sem lærði myndskurð á Listaháskólanum í Kaupmannahöfn eftir miðbik 19. aldar og ýmsir hlutir eru þekktir eftir enn. 12162
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Heimildir
Jón Jóhannesson: "Guðmundur "bíldur."" Blanda V. árg., 1934, bls. 280 - 287.

Upprunastaður

65°16'44.0"N 21°5'33.1"W