Spilastokkur

1923
Spil, Muggs spilin. Muggs spilin, eitt eintak, ónotað. Teiknað hefur Guðmundur Thorsteinsson, „Muggur“. Eru þetta 40 spil, l. þeirra 9,3 sm, br. 6 sm, með all mikilli íslenskri hefð í myndum mannsspila, hafður gylltur rammi meðfram brúnum á framhlið og reiturinn innan við gulleitur, á bakhliðinni ljósmynd í litum af gullfossi í Hvítá, og letrað efst t. h.: „Gullfoss“, við horn spilanna gylling á brún. Um er hafður kassi úr hvítum pappa, 9,8 sm á l., br. 6,4 sm, þ. 1,3 sm. Á kassaframhlið má sjá skraut, blátt og svart, þar sem gerð er áletrun í miðju: „Íslensk L´hombre Spil No-1“ við bakið sama ljósmynd og er aftan á spilunum. Sbr. bók Guðbrands Magnússonar, „Saga spilanna“. Stokkurinn er heill Lomber-stokkur, þ.e. í honum eru engar áttur, níur og tíur. Á hjartasjöuna er prentað: "Öll rjettindi áskilin Bjarni Þ. Magnússon Reykjavík". Spilin voru prentuð hjá Altengburg í Þýskalandi. Á hverjum ás eru tvær landslagsmyndir eftir Mugg: Hjartaás: Reykjavík - Þingvellir Spaðaás: Seyðisfjörður - Hallormsstaðaskógur Tígulás: Goðafoss - Akureyri Laufaás: Snæfellsjökull- Ísafjörður

Aðrar upplýsingar

Ártal
1923
Safnnúmer
Safnnúmer A: Á-3515
Stærð
9.8 x 6.4 x 1.3 cm Lengd: 9.8 Breidd: 6.4 Hæð: 1.3 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Ásbúðarsafn (Á)
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Spilastokkur
Myndefni:
Foss