Maríuteppið

1954 - 1956
Maríuteppið Var gjöf frá Auði til Halldórs í tilefni Nóbelsverðlaunanna. Teppið saumaði hún eftir fornu altaristeppi á Þjóðminjasafninu (Safnnúmer A: Skg 307). Klæðið var upphaflega í Reykjakirkju í Skagafirði. Í miðju teppisins er María guðsmóðir með barnið og englar allt um kring. Auður var mikil handavinnukona sem kom sér vel þar sem hún þurfti að hafa alla anga úti til að útvega allt sem viðkoma saumaskapnum. Það er einkar áhugavert að Auður notaði m.a. fiskroð. Auður sagði: „Ég gerði þetta þegar Halldór fékk Nóbelinn. Hann var þá úti í tvo mánuði og ég var búin með myndina þegar hann kom heim.“

Aðrar upplýsingar

Titill
Sérheiti: Maríuteppið
Ártal
1954 - 1956
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2002-862
Stærð
112 x 92 cm Lengd: 112 Breidd: 92 cm
Staður
Staður: Gljúfrasteinn, 270-Mosfellsbæ, Mosfellsbær
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Veggteppi

Upprunastaður

64°10'51.3"N 21°34'54.4"W