Mynd: Gljúfrasteinn - Hús skáldsins
Mynd: Gljúfrasteinn - Hús skáldsins

Veggteppi

1945 - 1950
Veggteppið bak við flygilinn í stofunni er saumað af móður Auðar, Halldóru Jónsdóttur. Hún vann um tíma hjá Þjóðminjasafni Íslands og þekkti safnið vel. Hún teiknaði munstrið upp af safngripum þar, t.d. af reflum og veggteppum. Á reflunum eru yfirleitt útsaumaðar myndir hver með sinni mynd sem vísar í sögu líklega ávallt úr biblíunni. Gera má ráð fyrir að þessar fjórar myndir séu þannig fengnar en ekki hefur fundist ein fyrirmynd í Þjóðminjasafninu, með rannsóknum er líklega hægt að finna fyrirmyndina eða fyrirmyndirnar. Á Skógarsafni má sjá veggteppi (safnnúmer A. R-7011) sem svipar mjög til þessa teppis, þar eru myndirnar einmitt í lóðréttri röð eins og Auði minnti að mamma hennar hafi notað. Það teppi saumaði Steinunn Guðríður Hermannsdóttir (Gógó), f. 24.09.1921. Hún bjó í Reykjavík og notaði eimitt fyrirmynd frá Þjóðminjasafninu

Aðrar upplýsingar

Ártal
1945 - 1950
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2002-847
Stærð
276 x 101.5 cm Lengd: 276 Breidd: 101.5 cm
Staður
Staður: Gljúfrasteinn, 270-Mosfellsbæ, Mosfellsbær
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Almenn munaskrá
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Veggteppi
Efnisorð:
Refill

Upprunastaður

64°10'51.3"N 21°34'54.4"W