Spilastokkur
1976

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Tveir spilastokkar með teikningum eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Þetta er eftirprentun frá árinu 1976 en stokkurinn var fyrst framleiddur árið 1922. Stokkarnir eru í öskju úr glæru harðplasti, annar þeirra er ljósbrúnn og hinn ljósgrænn. Á spilunum eru drottningarnar klæddar í íslenska þjóðbúninga. Gosarnir eru sýndir sem vinnumaður, bóndi, sjómaður og stúdent. Ásarnir eru skreyttir með myndum af mismunandi stöðum á Íslandi: Þingvellir-Reykjavík, Snæfellsjökull-Ísafjörður, Goðafoss-Akureyri og Hallormsstaðaskógur-Seyðisfjörður. Á bakhlið spilanna er mynd af Gullfossi. Báðir stokkar eru heilir, í þeim hvorum eru 52 spil, 3 jókerar og eitt spjald með upplýsingum um spilin.
Árið 1976 endurútgaf Ingunn Jónsdóttir, systurdóttir Muggs, spilin. Hún fékk spilastokk úr safneign Þjóðminjasafns Íslands lánaðan (Á-3515) og lét prenta eftir honum hjá ASS (Altenburger and Stralsunder Spielkartenfabrik) spilaverksmiðjunni í Þýskalandi.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1976
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2021-76-1
Stærð
13 x 9.8 x 2.5 cm
Lengd: 13 Breidd: 9.8 Hæð: 2.5 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti













