Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1945)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-128
Staður
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Sjá svörin fyrir neðan.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Maðurinn minn er Húnvetningur og hann hafði alist upp með laufabrauðsgerð. Þar sem ég er Finni þá höfum við sett saman hefðir úr báðum löndum og alltaf haft laufabrauð að jólum frá því að við hófum búskap (1978).
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Hef ekki gert í. Okkur ár heldur keypt en einmitt núna hef ég samið við dótturson okkar að kenna honum að baka laufabrauð. Ætlum að vera saman þrjú, afinn, ég og drengurinn sem er 18 ára.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Sjá það sem er fyrir ofan.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Aðeins gert fyrir jól. Ég hef aldrei haft neinn dag heldur þegar "andinn kemur yfir”.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Af stöplunum í búðum að dæma borða mun fleiri laufabrauð en áður fyrr en mig grunar að færri baka það sjálfir.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Hef nokkur ár keypt tilbúnar, steiktar kökur en ætla nú að gera frá grunni.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hveiti eftir uppskrift í matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Ég gerði,alltaf deigið og flatti út. En til gamans má segja að fyrsta árið okkar sagði maðurinn minn að,að fletja út væri karlmannsverk, það væri of þungt fyrir konur. Svo braut hann kökukeflið mitt. Eftir þá reynslu pantaði ég finnskt kökukefli og notaði það og flatti alltaf út sjálf. En finnskt kökukefli er hannað til að fletja út kringlóttar þunnar kökur. Ég hef séð sama formið á keflum einnig í Marokkó,og Kína en þeirra kefli eru minni. Sbr. myndina.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Maðurinn minn er vanur því að nota vasahníf en ég keypti laufabrauðsjárn og við höfum notað það.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Börnin okkar skáru út, elsta barnið steikti eftir Hún var orðin 9-10 ára.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Álpottur og gaffall til að krækja í til að taka upp úr pottinum.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Fyrsta árið steikti ég í tólgi því að maðurinn minn var vanur því frá sínu heimili. En mér fannst tólgarbragðið ekki gott! Prófaði Palmín en skipti yfir í olíu. Steiki í rapsolíu.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Ekki pressað.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Ekkert pakkað neitt. Látið bara á disk og geymt í búri.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Hver borðar sem honum
henni lystir.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Hef aldrei reiknað. Með finnska kökukeflinu er fljótlegt að fletja út og sama gildir um útskurðinn með járni. Nokkra tíma alla vega, kannski hálfann dag.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Sjá það sem sagt er að ofan. Oftast gerðum við börnin þetta saman meðan pabbi þeirra var í vinnu.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Á þórláksmessu. Þá bjóðum við allri fjölskyldunni til að koma og smakka nýsoðið hangikjöt. Þetta er einn og siður sem maðurinn minn kom með heiman frá sér. Nú koma börnin og barnabörnin en áður fyrr einnig ógiftir bræður hans, en nú eru þeir með eigin fjölskyldu eða fluttir annað.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Bara eitt og sér. Það er á borðinu með hangikjöti, en ekki til dæmis á aðfangadag því að þá borðum við rjúpur.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Það er aldrei afgangur.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Enginn afskurður.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Sbr. það sem sagt var fyrir ofan. Kristjáns vegna hefðar en Ömmubakstur er einnig góður.
Sjá svörin fyrir neðan.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Maðurinn minn er Húnvetningur og hann hafði alist upp með laufabrauðsgerð. Þar sem ég er Finni þá höfum við sett saman hefðir úr báðum löndum og alltaf haft laufabrauð að jólum frá því að við hófum búskap (1978).
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Hef ekki gert í. Okkur ár heldur keypt en einmitt núna hef ég samið við dótturson okkar að kenna honum að baka laufabrauð. Ætlum að vera saman þrjú, afinn, ég og drengurinn sem er 18 ára.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Sjá það sem er fyrir ofan.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Aðeins gert fyrir jól. Ég hef aldrei haft neinn dag heldur þegar "andinn kemur yfir”.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Af stöplunum í búðum að dæma borða mun fleiri laufabrauð en áður fyrr en mig grunar að færri baka það sjálfir.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Hef nokkur ár keypt tilbúnar, steiktar kökur en ætla nú að gera frá grunni.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hveiti eftir uppskrift í matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Ég gerði,alltaf deigið og flatti út. En til gamans má segja að fyrsta árið okkar sagði maðurinn minn að,að fletja út væri karlmannsverk, það væri of þungt fyrir konur. Svo braut hann kökukeflið mitt. Eftir þá reynslu pantaði ég finnskt kökukefli og notaði það og flatti alltaf út sjálf. En finnskt kökukefli er hannað til að fletja út kringlóttar þunnar kökur. Ég hef séð sama formið á keflum einnig í Marokkó,og Kína en þeirra kefli eru minni. Sbr. myndina.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Maðurinn minn er vanur því að nota vasahníf en ég keypti laufabrauðsjárn og við höfum notað það.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Börnin okkar skáru út, elsta barnið steikti eftir Hún var orðin 9-10 ára.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Álpottur og gaffall til að krækja í til að taka upp úr pottinum.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Fyrsta árið steikti ég í tólgi því að maðurinn minn var vanur því frá sínu heimili. En mér fannst tólgarbragðið ekki gott! Prófaði Palmín en skipti yfir í olíu. Steiki í rapsolíu.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Ekki pressað.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Ekkert pakkað neitt. Látið bara á disk og geymt í búri.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Hver borðar sem honum
henni lystir.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Hef aldrei reiknað. Með finnska kökukeflinu er fljótlegt að fletja út og sama gildir um útskurðinn með járni. Nokkra tíma alla vega, kannski hálfann dag.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Sjá það sem sagt er að ofan. Oftast gerðum við börnin þetta saman meðan pabbi þeirra var í vinnu.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Á þórláksmessu. Þá bjóðum við allri fjölskyldunni til að koma og smakka nýsoðið hangikjöt. Þetta er einn og siður sem maðurinn minn kom með heiman frá sér. Nú koma börnin og barnabörnin en áður fyrr einnig ógiftir bræður hans, en nú eru þeir með eigin fjölskyldu eða fluttir annað.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Bara eitt og sér. Það er á borðinu með hangikjöti, en ekki til dæmis á aðfangadag því að þá borðum við rjúpur.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Það er aldrei afgangur.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Enginn afskurður.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Sbr. það sem sagt var fyrir ofan. Kristjáns vegna hefðar en Ömmubakstur er einnig góður.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti

