Laufabrauðsgerð

04.12.2020

Aðrar upplýsingar

Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1965)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-122
Staður
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Móðir mín og systir hennar byrjuðu að gera laufabrauð þegar þær hófu búskap hér í Reykjavík. þegar við börnin stækkuðum og gátum tekið þátt fórum við að vera með. þegar við erum komin á unglingsár þá er alltaf hist heilan dag, gert laufabrauð, hnoðað deig, flattút, skorið og steikt. í lokin var svo alltaf heljarmikil matarveisla og afskurðurinn af kökunum steiktur til að borða þá. Okkur fjölgaði með árunum, bættust við makar okkar barnanna og svo barnabörn og loks barnabarnabörn. þetta var orðin 40 manna samkoma ár hvert og haldar til skiptis heima hjá mömmu og systur hennar. fyrir ca 8 árum skiptu þær systur svo upp þessu og síðan höfum við systkynin og mamma hist með okkar mökum og börnum og gert laufabrauð og höfum við keypt útflatt frá bakarí síðustu 3 ár.

Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Þetta fór fram á heimili okkar og móðursystur minnar til skiptis.

Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Móðursystir mín kom að norðan úr menntaskóla og hafði þá kynnst þessu.

Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Okkar laufabrauð er mjög þunnt og steikt upp úr jurtaolíu.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Laufabrauðsgerð
Efnisorð:
Laufabrauð