Laufabrauðsgerð

04.12.2020

Aðrar upplýsingar

Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1959)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-121
Staður
Núverandi sveitarfélag: Reykjanesbær, Reykjanesbær
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já frá því ég man eftir mér kom fjölskyldan saman og gerði laufabrauð.

Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Einungis á heimili mínu.

Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Hefðin kom með móður minni sem ólst upp á Kleifum á Ólafsfirði.

Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Við höldum enn í þá hefð að gera brauðið frá grunni og við erum með kúmen í okkar kökum.

Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já og það er ómissandi, börn og barnabörn koma saman hjá okkur foreldrunum og allir taka þátt. og s.l. 10 ár hef ég boðið vinahópi okkar sem telja 8 fullorðna að koma á heimili mitt og við gerum þetta saman, og það er mikill ánægja með þessa samveru.

Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Við höfum aðeins sleppt úr 1 ári en þá dvöldum við erlendis yfir jól og áramót.

Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Yfirleitt byrjar jólaundirbúningurinn með laufabrauðsgerðinni og yfirleitt  gerum við þetta eftir miðjan nóvember, Dagurinn er valinn þegar allir eða flestir geta komið. Við gerum þetta ekki á öðrum árstíma.

Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég held að flestir sem gera laufabrauð á heimilum sínum kaup tilbúnar kökur, skeri út og steiki.

Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
já þetta árið var ekki gert laufabrauð með vinahópnum aðeins með fjölskyldunni.

Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Já ég sé um það.

Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við gerum þetta frá grunni.

Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Við notum hvítt hveiti, nýmjólk, smjörlíki, kúmen, salt og lyftiduft.

Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Ég geri deigið, 2 sinnum hafa dætur mínar gert deigið og ég var á hliðarlínunni. Já við erum enn svolítið gamaldags konunar eru að fletja út og steikja. Karlarnir og börnin skera út, og þeir yngri frá leiðsögn hjá afa sínum. við höfum þó breytt þessu erum að tvískipa.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Laufabrauðsgerð
Efnisorð:
Laufabrauð