Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1965)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-112
Staður
Núverandi sveitarfélag: Akureyrarbær, Akureyrarbær
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já, heimilisfólkið gerði laufabrauð. Foreldrar mínir og við systkinin, síðan bættust tengdabörn og barnabörn við síðar.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Eingöngu á heimilinu.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Hefðin kom frá föðurfjölskyldunni í Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir mín hafði líka kynnst laufabrauðsgerð á uppvaxtarárum sínum en hún ólst upp hjá fósturforeldrum og átti ekki sterkar hefðir að byggja á.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Svipað :)
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Byrjaði í æsku.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, með eigin fjölskyldu: eiginmanni, börnum, tengdasyni og barnabarni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ekki á hverju ári. Þegar börnin voru á unglingsaldri, á eilífum íþróttaæfingum, og við hjónin unnum sem mest þurfti að skera niður jólahefðirnar. Það var bara ekki tími í allt og við leystum það þannig að hver valdi eina hefð sem honum/henni fannst ómissandi. Laufabrauðið vék stundum fyrir einhverju öðru.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Nei, enginn sérstakur dagur. Bara reynt að grípa dag þar sem allir hafa tíma.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég held að hún hafi staðið í stað eða frekar farið vaxandi. Laufabrauðsgerð hefur komist í tísku á höfuðborgarsvæðinu og þar búa flestir.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
COVID-19 hefur reyndar þau áhrif að fólkið mitt ver meiri tíma heimavið þessi jólin og við gerum hvort eð er laufabrauð innan okkar "búbblu", þannig að faraldurinn eykur líkur á hefðbundinni laufabrauðsgerð á okkar heimili.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Þetta er nú ekki stórt hjá okkur. Sem mamma og amma á heimilinu sé ég um að allt sé klárt.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Kaupum útflattar kökur.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Skerbretti, til að hafa undir við útskurðinn. Litla hnífa af ýmsum gerðum, til að skera út. Kleinuhjól er stundum notað til að gera kantana á kökunum tennta. Laufabrauðsjárn er til líka en það nota bara minnstu börnin.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Einn hnífurinn er erfðagóss frá tengdaföður mínum sem var fæddur árið 1919 í Mývatnssveit. Sá hnífur er ekki notaður í neitt annað en laufabrauðsskurð. Laufabrauðsjárnið og kleinuhjólið eru fallegt sett sem foreldrar mínir áttu.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég er nú mest í einföldum fléttum og bý til úr þeim bókstafi, upphafsstafi fjölskyldumeðlima, og myndir af greinum og kertum. Ég ólst sjálf upp við að allt væri skorið með laufabrauðsjárni en lærði af manninum mínum að skera með hníf, hann er Mývetningur og hreinn listamaður í útskurði. Ég man ekki eftir að hafa heyrt um neitt sérstakt sem ekki er viðeigandi að skera í laufabrauð en einhverskonar skrattamyndir eða dónaskapur á að sjálfsögðu ekki við.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég er ekki flink að skera út, þannig að ég geri bara mín einföldu munstur og flýti mér frekar en hitt.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Hlutlaust.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Maðurinn minn og dóttir halda Mývatnssveitarhefðinni við og skera flóknari munstur en við hin. Stjörnur og rósir og kirkjur og hvaðeina.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Maðurinn minn kenndi mér það litla sem ég kann. Við tókum saman sem unglingar og þá hafði ég aldrei skorið út með hníf, eingöngu með laufabrauðsjárni.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allt liðið :) Endilega börnin líka! Á meðan þau eru pínulítil fá þau að reka laufabrauðsjárnið í nokkrar kökur og fikta eitthvað við að flétta, með góðra manna hjálp.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Steypujárnspottur til að steikja í. Fiskispaði til að snúa kökunum og taka þær upp úr. Dagblaðapappír til að taka við fitu.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei, engar breytingar nema á fyrstu árunum vorum við með ódýrari og verri pott :)
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Steikt upp úr steikingarfeiti. Við erum nú bara í svosem 30 kökum. Kaupum útflattar kökur þannig að það er lítið um afskurð en allt er steikt og það mislukkaða borðað jafnóðum.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já, pressað. Með sérstökum viðarhlemmi sem tengdafaðir minn smíðaði og gaf mér í afmælisgjöf fyrir löngu, ég á afmæli skömmu fyrir jól.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Sett í gamla MacIntosh bauka :)
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Við erum bara að gera fyrir okkur sjálf.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Misjafnt. Ég giska á svosem 4 klukkutíma.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Oftast steikir maðurinn minn og ég geng frá. Það er ekkert heilagt samt. En yngra fólkið fær síður þessi hlutverk.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Við gerum laufabrauðið yfirleitt aðeins nokkrum dögum fyrir jól og það er byrjað strax að borða það.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Smjöri!! Og stundum hangikjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Ég man ekki eftir sérstaklega óhefðbundnu meðlæti en hjá æskuvinkonu minni er laufabrauðið sykrað þegar það kemur úr pottinum.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Þessar klassísku úr hvítu hveiti.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Það er passað uppá að eitthvað sé eftir til að borða um áramótin. Afgangur?? Hvað er það?? :D
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Afskurður og mislukkaðar kökur er borðað nýsteikt og heitt. Ég þekki ekki önnur heiti en afskurð.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég kaupi ekki steikt brauð.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Tilgangurinn er fyrst og fremst samvera fjölskyldunnar. Laufabrauðshefðin er ekkert mjög sterk fyrir mér, bara notalegur siður og tækifæri til að koma saman.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Elín og útbreiðslan: Ein af mágkonum mínum kom mjög ung inn í fjölskylduna en hún er atorkukona og tók laufabrauðsgerðina með trompi. Á æskuheimili mínu var laufabrauðsdeigið gert heima og flatt út með kökukefli og þessi netta stúlka var öllum öðrum fljótari að fletja út svo þunnt að það var raunverulega hægt að lesa í gegnum kökurnar. Það var litamunstur í eldhússbekknum og þegar það sást í gegn var hún ánægð. Skeggjaða músin: Skömmu fyrir ein jólin, þegar foreldrar mínir voru orðin ein á sínu heimili, kom karl faðir minn til konu sinnar og sagði að það þyrfti víst að bæta aðeins við laufabrauðið. Það hefði komist mús í það. Móðir mín jesúsaði sig og spurði hvernig í ósköpunum nokkur mús hefði getað komist í kökudunk inni í skáp. "Ja, sko, það var gamla skeggjaða músin", svaraði karl og hafði þá sjálfur laumast heldur oft í dunkinn. Arinlyktin: Einhver jólin voru maðurinn minn og dóttir okkar að hjálpast að við steikinguna og höfðu uppi stór orð um hvað þau væru nú flink við þetta. Eftir nokkra stund fannst mér steikingalyktin eitthvað ekki alveg kunnugleg og spurði þau hvaða lykt þetta væri. Þau hnusuðu út í loftið og veltu vöngum. "Þetta er eins og svona arinlykt", sagði dóttir mín og faðir hennar samsinnti í rólegheitunum. Síðan stukku þau upp með hljóðum þegar þau loksins uppgötvuðu að dagblöð sem notuð voru til að taka við fitu höfðu lent of nærri eldarvélarhellunni og var kviknað í þeim. Eftir þetta hefur arinlyktin verið rifjuð upp í hverri laufabrauðsgerð.
Já, heimilisfólkið gerði laufabrauð. Foreldrar mínir og við systkinin, síðan bættust tengdabörn og barnabörn við síðar.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Eingöngu á heimilinu.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Hefðin kom frá föðurfjölskyldunni í Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir mín hafði líka kynnst laufabrauðsgerð á uppvaxtarárum sínum en hún ólst upp hjá fósturforeldrum og átti ekki sterkar hefðir að byggja á.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Svipað :)
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Byrjaði í æsku.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, með eigin fjölskyldu: eiginmanni, börnum, tengdasyni og barnabarni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ekki á hverju ári. Þegar börnin voru á unglingsaldri, á eilífum íþróttaæfingum, og við hjónin unnum sem mest þurfti að skera niður jólahefðirnar. Það var bara ekki tími í allt og við leystum það þannig að hver valdi eina hefð sem honum/henni fannst ómissandi. Laufabrauðið vék stundum fyrir einhverju öðru.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Nei, enginn sérstakur dagur. Bara reynt að grípa dag þar sem allir hafa tíma.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég held að hún hafi staðið í stað eða frekar farið vaxandi. Laufabrauðsgerð hefur komist í tísku á höfuðborgarsvæðinu og þar búa flestir.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
COVID-19 hefur reyndar þau áhrif að fólkið mitt ver meiri tíma heimavið þessi jólin og við gerum hvort eð er laufabrauð innan okkar "búbblu", þannig að faraldurinn eykur líkur á hefðbundinni laufabrauðsgerð á okkar heimili.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Þetta er nú ekki stórt hjá okkur. Sem mamma og amma á heimilinu sé ég um að allt sé klárt.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Kaupum útflattar kökur.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Skerbretti, til að hafa undir við útskurðinn. Litla hnífa af ýmsum gerðum, til að skera út. Kleinuhjól er stundum notað til að gera kantana á kökunum tennta. Laufabrauðsjárn er til líka en það nota bara minnstu börnin.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Einn hnífurinn er erfðagóss frá tengdaföður mínum sem var fæddur árið 1919 í Mývatnssveit. Sá hnífur er ekki notaður í neitt annað en laufabrauðsskurð. Laufabrauðsjárnið og kleinuhjólið eru fallegt sett sem foreldrar mínir áttu.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég er nú mest í einföldum fléttum og bý til úr þeim bókstafi, upphafsstafi fjölskyldumeðlima, og myndir af greinum og kertum. Ég ólst sjálf upp við að allt væri skorið með laufabrauðsjárni en lærði af manninum mínum að skera með hníf, hann er Mývetningur og hreinn listamaður í útskurði. Ég man ekki eftir að hafa heyrt um neitt sérstakt sem ekki er viðeigandi að skera í laufabrauð en einhverskonar skrattamyndir eða dónaskapur á að sjálfsögðu ekki við.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég er ekki flink að skera út, þannig að ég geri bara mín einföldu munstur og flýti mér frekar en hitt.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Hlutlaust.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Maðurinn minn og dóttir halda Mývatnssveitarhefðinni við og skera flóknari munstur en við hin. Stjörnur og rósir og kirkjur og hvaðeina.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Maðurinn minn kenndi mér það litla sem ég kann. Við tókum saman sem unglingar og þá hafði ég aldrei skorið út með hníf, eingöngu með laufabrauðsjárni.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allt liðið :) Endilega börnin líka! Á meðan þau eru pínulítil fá þau að reka laufabrauðsjárnið í nokkrar kökur og fikta eitthvað við að flétta, með góðra manna hjálp.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Steypujárnspottur til að steikja í. Fiskispaði til að snúa kökunum og taka þær upp úr. Dagblaðapappír til að taka við fitu.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei, engar breytingar nema á fyrstu árunum vorum við með ódýrari og verri pott :)
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Steikt upp úr steikingarfeiti. Við erum nú bara í svosem 30 kökum. Kaupum útflattar kökur þannig að það er lítið um afskurð en allt er steikt og það mislukkaða borðað jafnóðum.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já, pressað. Með sérstökum viðarhlemmi sem tengdafaðir minn smíðaði og gaf mér í afmælisgjöf fyrir löngu, ég á afmæli skömmu fyrir jól.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Sett í gamla MacIntosh bauka :)
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Við erum bara að gera fyrir okkur sjálf.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Misjafnt. Ég giska á svosem 4 klukkutíma.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Oftast steikir maðurinn minn og ég geng frá. Það er ekkert heilagt samt. En yngra fólkið fær síður þessi hlutverk.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Við gerum laufabrauðið yfirleitt aðeins nokkrum dögum fyrir jól og það er byrjað strax að borða það.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Smjöri!! Og stundum hangikjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Ég man ekki eftir sérstaklega óhefðbundnu meðlæti en hjá æskuvinkonu minni er laufabrauðið sykrað þegar það kemur úr pottinum.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Þessar klassísku úr hvítu hveiti.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Það er passað uppá að eitthvað sé eftir til að borða um áramótin. Afgangur?? Hvað er það?? :D
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Afskurður og mislukkaðar kökur er borðað nýsteikt og heitt. Ég þekki ekki önnur heiti en afskurð.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég kaupi ekki steikt brauð.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Tilgangurinn er fyrst og fremst samvera fjölskyldunnar. Laufabrauðshefðin er ekkert mjög sterk fyrir mér, bara notalegur siður og tækifæri til að koma saman.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Elín og útbreiðslan: Ein af mágkonum mínum kom mjög ung inn í fjölskylduna en hún er atorkukona og tók laufabrauðsgerðina með trompi. Á æskuheimili mínu var laufabrauðsdeigið gert heima og flatt út með kökukefli og þessi netta stúlka var öllum öðrum fljótari að fletja út svo þunnt að það var raunverulega hægt að lesa í gegnum kökurnar. Það var litamunstur í eldhússbekknum og þegar það sást í gegn var hún ánægð. Skeggjaða músin: Skömmu fyrir ein jólin, þegar foreldrar mínir voru orðin ein á sínu heimili, kom karl faðir minn til konu sinnar og sagði að það þyrfti víst að bæta aðeins við laufabrauðið. Það hefði komist mús í það. Móðir mín jesúsaði sig og spurði hvernig í ósköpunum nokkur mús hefði getað komist í kökudunk inni í skáp. "Ja, sko, það var gamla skeggjaða músin", svaraði karl og hafði þá sjálfur laumast heldur oft í dunkinn. Arinlyktin: Einhver jólin voru maðurinn minn og dóttir okkar að hjálpast að við steikinguna og höfðu uppi stór orð um hvað þau væru nú flink við þetta. Eftir nokkra stund fannst mér steikingalyktin eitthvað ekki alveg kunnugleg og spurði þau hvaða lykt þetta væri. Þau hnusuðu út í loftið og veltu vöngum. "Þetta er eins og svona arinlykt", sagði dóttir mín og faðir hennar samsinnti í rólegheitunum. Síðan stukku þau upp með hljóðum þegar þau loksins uppgötvuðu að dagblöð sem notuð voru til að taka við fitu höfðu lent of nærri eldarvélarhellunni og var kviknað í þeim. Eftir þetta hefur arinlyktin verið rifjuð upp í hverri laufabrauðsgerð.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
