Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1976)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-110
Staður
Núverandi sveitarfélag: Akureyrarbær, Akureyrarbær
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Frá því eg man fyrst eftir mér var alltaf gert laufabrauð á æskuheimili mínu á Vopnafirði. Mamma breiddi alltaf út kökurnar deginum áður, svo var farið til ömmu og kökurnar skornar út ásamt systrum pabba. Eða þá að vinkonur mömmu komu heim til okkar og skáru út. Pabbi var sjómaður svo það var misjafnt hvort að hann var heima þegar laufabrauðsgerðin fór fram. Við fórum einnig til nágrannanna þar sem við vorum í laufabrauðsgerð með þeim þá breiddi mamma yfirleitt kökurnar út og heimilisfólkið skar út kökurnar.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég kom yfirleitt að laufabrauðsgerð á þremur stöðum í æsku heima á Vopnafirði. Heima hjá mér, hjá ömmu og svo hjá nágrönnum okkar.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Mamma ólst upp við laufabrauðshefðina í heima hjá sér í sveitinni á Svalbarðsströnd í suður Þingeyjarsýslu.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Laufabrauðið sem við borðum hver jól er gert eftir sömu uppskrift og með sama lagi og þegar ég ólst upp. Mamma breiðir enn út laufabrauð fyrir okkur og ég er að læra listina hjá henni. Ávallt hafa verið gerðar laufabrauðskökur úr hveiti hjá okkur og steiktar upp úr blöndu af tólg og djúpsteikingarfeiti. Mikilvægt er að hafa kökurnar sem þynnstar og listilega skreyttar.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Ég geri alltaf laufabrauð með mömmu fyrir hver jól. Núorðið er það þannig að við breiðum út okkar kökur og svo hittast systkini mömmu og afkomendur þeirra til að skera út kökurnar og steikja. Við höfum verið um 40 sem komum saman, þann dag borðum við alltaf saman hangikjöt og svo er slegið upp veisluborði með kökum þegar verkinu er lokið. Síðustu ár hef ég einnig verið með tengdafjölskyldunni hér á Akureyri í laufabrauðsgerð en hef þá aðallega verið við að steikja brauðið.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Frá því eg man eftir mér hef ég aðeins sleppt laufabrauðsgerð einu sinni en þá bjó ég fjarri fjölskyldunni og var í krefjandi háskólanámi.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Við höfum eingöngu gert laufabrauð fyrir jólin. Alltaf hefur verið reynt að finna helgi sem flestir úr stórfjölskyldunni komast og er yfirleitt stefnt á síðustu helgina í nóvember. Við höfum reynt að gera velríflegan skammt svo við munum einnig eiga laufabrauð á Þorranum.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég tel að fleiri geri laufabrauð í dag þar sem nú er í auknu mæli hægt að kaupa útbreiddar kökur sem fólk sker svo út en tel jafnframt að það fari fækkandi þeim heimilum þar sem kökurnar eru breiddar út heima.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Það var fámennt en góðmennt við laufabrauðsútskurðinn fyrir þessi jólin vegna covid. En stórfjölskyldan var dugleg að setja myndir inn á fjölskyldusíðuna á Facebook við útskurðinn og að sjálfsögðu deildu allir myndunum af fallegustu kökunum.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Við undirbúning laufabrauðsdagsins okkar er að ýmsu að huga. Bróðir mömmu hefur sagað niður plötur svo það hafi nú allir bretti til að skera út á. Til er gott safn af vasahnífum sem geymt er ásamt brettunum á ákveðnum stað og er eingöngu notaðir við þetta tilefni. Mamma og ég fletja út kökur fyrir okkur en systkini hennar kaupa sínar kökur útflattar og sér mágkona mömmu ávallt um að panta þær. Ein systir mömmu sér svo um að keypt sé steikingarfeiti. Allir koma svo með eitthvað á veisluborðið.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Mamma býr alltaf til deigið fyrir okkar kökur og við breiðum svo út saman.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Við erum alltaf með hvítt hveiti í okkar kökum. En mamma er enn duglegri í laufabrauðsgerðinni og býr til laufabrauð til gjafa til vina og býr þá bæði til rúgmjölskökur og einnig kúmenkökur.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Það hefur alla tíð, sem eg man eftir mér, að mamma bjó til deigið og breiddi það út.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Við laufabrauðsútskurðinn notum við mestmegnis við laufabrauðsjárn af mismunandi stærð og breidd og vasahnífa. Meirihluti brauðsins er skorinn út með laufabrauðsjárni en svo notaðir vasahnífar til að skera kökurnar meira út og skreyta.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Þegar eg byrjaði að skera út laufabrauð þá fékk eg lítinn nettan hníf sem pabbi hafði fengið þegar hann var i skátunum sem strákur. Ég eignaðist svo hnífinn og hann er geymdur á öruggum stað og aðeins notaður við laufabrauðsskurð og finnst mér nánast ómögulegt að skera út með öðru en honum. Laufabrauðsjárnin eru mörg komin til ára sinna og bera þess merki.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Það eru alltaf viss mynstur sem eg sker út hvert ár. Alltaf sker ég út stafi fjölskyldumeðlima, jólatré, jólakerti, kirkju, aðventukerti, snjókorn og jólastjörnu. Þegar maður er orðinn uppiskroppa með hugmyndir af mynstrum þá er klassíkin alltaf 3 strá, þá var talað um 3 strá í logni eða 3 strá í vindi, þá fór það eftir vindáttinni hvort að stráin hölluðu til hægri eða vinstri. Sunnanátt eða norðanátt.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Mér finnst mikilvægt að kökurnar séu fallega útskornar og það er regla hjá okkur að ekki megi vera minna en 3 strik á kökunni. Fyrstu kökurnar eru yfirleitt þær vönduðustu hjá mér og einnig sú síðasta. Síðasta kakan er yfirleitt kirkjukaka en hún tekur nokkurn tíma þar sem mikið er skorið út í höndunum á henni. Síðustu ár hef eg einnig fengið margar hugmyndir frá vinafólki sem deila fallega útskornum kökum og ég hef svo útfært á mínum kökum.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Mér finnst skemmtilegast að skera út myndir af hlutum svo sem kirkju, kertum og húsum. Þetta eru þær kökur sem maður er lengst að skera út og nostrar mest við.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Flestir í kringum mig nota eingöngu laufabrauðsjárn og fletta svo laufunum en móðurbræður mínir eru listamenn við laufabrauðsútskurðinn og eru kökurnar þeirra þvílík listaverk og mikill útskurður á hverri köku.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég held að mest hafi ég lært af mömmu við útskurðinn. Eg hef svo kennt mínum börnum en einnig börnunum í leikskólanum hjá mér.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Það geta allir tekið þátt í að skera út. Strax 3 ára voru strákarnir mínir farnir að taka þátt í laufabrauðsútskurðinum og með auknum þroska hefur hæfni þeirra til að beita laufabrauðsjárninu sjálfir og flétta rétt laufunum aukist.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Laufabrauðið var alltaf steikt í eldhúsinu heima. Sérstakur pottur var eingöngu notaður til að steikja brauðið en hann var einnig notaður til að steikja kleinur og soðiðbrauð. Við höfum alltaf notað tvo steikargaffla með tréhaldi við að steikja. Þá nær maður góðum tökum á að snúa kökunni í potttinum og hefur gott hald við að taka hana uppúr og láta feitina renna af henni áður en hún er sett til hliðar. Við höfum svo laufabrauðshlemm til að pressa kökurnar og slétta þær.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nú er komin eldavél i bílskúrinn og hægt er að steikja í 2 pottum samtímis og því gengur steikingin hraðar. Þegar ég ólst upp var ekki til neinn laufabrauðshlemmur og þá var notað kökuform til að pressa kökurnar.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Við steikjum alltaf uppúr blöndu af tólg og djúpsteikingarfeiti. Við gerum fyrir okkar fjölskyldu um 120 kökur. En þegar stórfjölskyldan kemur saman þá eru gerðar 500-600 kökur. Við steikjum alltaf afskurðinn af heimagerða brauðinu, köllum það lufsur og þær eru snæddar í desember.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já við pressum okkar kökur alltaf með laufabrauðshlemm úr tré.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Ég geymi mitt brauð alltaf í mackintoshbaukum. Set eldhúspappír undir og meðfram sem dregur í sig raka frá brauðinu.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Þegar við fjölskyldan skiptum milli okkar kökunum þá skiptum við eftir stærð fjölskyldunnar og einnig eftir því hvar verið er á aðfangadagskvöld.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Með deiggerðinni, breiða það út, skera og steikja er þetta svona 6 klst vinna i kringum 120 kökur með kaffi og matarpásum en svo fer eftir hversu margir eru að skera út.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Það er nánast eingöngu hlutverk kvenfólksins að steikja og ganga frá brauðinu.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Við fáum okkur alltaf laufabrauð með hangikjötinu sem við borðum þegar við skerum út brauðið en svo er það ekki snert fyrr en á aðfangadagskvöld með rjúpunum.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Mér finnst laufabrauðið best með smjöri og drekka jólaöl með. Laufabrauðið er nauðsynlegt rjúpunum á aðfangadagskvöld og hangikjötinu á jóladag.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Ég veit um fólk sem dreifir sykri yfir kökurnar um leið og þær koma úr steikingarpottinum og þær eru ekki pressaðar. Ein vinkona mín segir að best sé að smyrja laufabrauðið með mysing meðan önnur notar laufabrauðið i stað hefðbundins brauðs yfir jólin og setur á það rækjusalat, smjör og ost, mygluosta og sultu.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Mér finnst hvítt brauð best gert úr hveiti, rjómamjólkurblandi, salti og lyftidufti.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Yfirleitt endist laufabrauðskammturinn okkur 30-40 kökur framyfir Þrettándann og ef heppnin er með okkur þá eigum við nokkrar kökur á Þorranum.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Við borðum afskurðinn í desember, bestur er hann nýkominn úr pottinum. Í æsku fannst mér hann nú reyndar bestur ósteiktur en reynt var að koma í veg fyrir að ég myndi borða mikið af ósteikta afskurðinum með því að segja að hann myndi líma saman á mér þarmana. Heima hjá mér er afskurðurinn oftast kallaðar lufsur en stundum skufsur.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég hef aldrei keypt tilbúið laufabrauð.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Mér finnst það að útbúa laufabrauð fyrir jólin órjúfanlegur þáttur jólaundirbúningsins og einnig til að halda í gamlar hefðir. Þarna hittast kynslóðir saman, skera út, læra hver af öðrum og skemmta sér saman.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Mér finnst svo gaman og ómetanlegt að læra handverkið frá öðrum. Laufabrauðsgerð hefur alltaf verið skemmtileg í mínum huga enda alltaf góður félagsskapur og gott að borða þá daga. Eitt skiptið þegar ég hef verið um 8 ára gömul þá ætlaði eg að herma eftir frænku minni og gera mikið útskorna köku, hinir fullorðnu sögðu við mig að eg ætti að gera eitthvað einfaldara en þrjóskan bar hæfnina yfirliði og kakan eyðilagðist. Ekki vildi ég nú viðurkenna að hefði ekki getað þetta svo eg kuðlaði kökunni saman og át hana. Það tók nú nokkurn tíma að vinna á þessum stóra bita en hafðist að lokum.
Frá því eg man fyrst eftir mér var alltaf gert laufabrauð á æskuheimili mínu á Vopnafirði. Mamma breiddi alltaf út kökurnar deginum áður, svo var farið til ömmu og kökurnar skornar út ásamt systrum pabba. Eða þá að vinkonur mömmu komu heim til okkar og skáru út. Pabbi var sjómaður svo það var misjafnt hvort að hann var heima þegar laufabrauðsgerðin fór fram. Við fórum einnig til nágrannanna þar sem við vorum í laufabrauðsgerð með þeim þá breiddi mamma yfirleitt kökurnar út og heimilisfólkið skar út kökurnar.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég kom yfirleitt að laufabrauðsgerð á þremur stöðum í æsku heima á Vopnafirði. Heima hjá mér, hjá ömmu og svo hjá nágrönnum okkar.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Mamma ólst upp við laufabrauðshefðina í heima hjá sér í sveitinni á Svalbarðsströnd í suður Þingeyjarsýslu.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Laufabrauðið sem við borðum hver jól er gert eftir sömu uppskrift og með sama lagi og þegar ég ólst upp. Mamma breiðir enn út laufabrauð fyrir okkur og ég er að læra listina hjá henni. Ávallt hafa verið gerðar laufabrauðskökur úr hveiti hjá okkur og steiktar upp úr blöndu af tólg og djúpsteikingarfeiti. Mikilvægt er að hafa kökurnar sem þynnstar og listilega skreyttar.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Ég geri alltaf laufabrauð með mömmu fyrir hver jól. Núorðið er það þannig að við breiðum út okkar kökur og svo hittast systkini mömmu og afkomendur þeirra til að skera út kökurnar og steikja. Við höfum verið um 40 sem komum saman, þann dag borðum við alltaf saman hangikjöt og svo er slegið upp veisluborði með kökum þegar verkinu er lokið. Síðustu ár hef ég einnig verið með tengdafjölskyldunni hér á Akureyri í laufabrauðsgerð en hef þá aðallega verið við að steikja brauðið.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Frá því eg man eftir mér hef ég aðeins sleppt laufabrauðsgerð einu sinni en þá bjó ég fjarri fjölskyldunni og var í krefjandi háskólanámi.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Við höfum eingöngu gert laufabrauð fyrir jólin. Alltaf hefur verið reynt að finna helgi sem flestir úr stórfjölskyldunni komast og er yfirleitt stefnt á síðustu helgina í nóvember. Við höfum reynt að gera velríflegan skammt svo við munum einnig eiga laufabrauð á Þorranum.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég tel að fleiri geri laufabrauð í dag þar sem nú er í auknu mæli hægt að kaupa útbreiddar kökur sem fólk sker svo út en tel jafnframt að það fari fækkandi þeim heimilum þar sem kökurnar eru breiddar út heima.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Það var fámennt en góðmennt við laufabrauðsútskurðinn fyrir þessi jólin vegna covid. En stórfjölskyldan var dugleg að setja myndir inn á fjölskyldusíðuna á Facebook við útskurðinn og að sjálfsögðu deildu allir myndunum af fallegustu kökunum.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Við undirbúning laufabrauðsdagsins okkar er að ýmsu að huga. Bróðir mömmu hefur sagað niður plötur svo það hafi nú allir bretti til að skera út á. Til er gott safn af vasahnífum sem geymt er ásamt brettunum á ákveðnum stað og er eingöngu notaðir við þetta tilefni. Mamma og ég fletja út kökur fyrir okkur en systkini hennar kaupa sínar kökur útflattar og sér mágkona mömmu ávallt um að panta þær. Ein systir mömmu sér svo um að keypt sé steikingarfeiti. Allir koma svo með eitthvað á veisluborðið.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Mamma býr alltaf til deigið fyrir okkar kökur og við breiðum svo út saman.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Við erum alltaf með hvítt hveiti í okkar kökum. En mamma er enn duglegri í laufabrauðsgerðinni og býr til laufabrauð til gjafa til vina og býr þá bæði til rúgmjölskökur og einnig kúmenkökur.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Það hefur alla tíð, sem eg man eftir mér, að mamma bjó til deigið og breiddi það út.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Við laufabrauðsútskurðinn notum við mestmegnis við laufabrauðsjárn af mismunandi stærð og breidd og vasahnífa. Meirihluti brauðsins er skorinn út með laufabrauðsjárni en svo notaðir vasahnífar til að skera kökurnar meira út og skreyta.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Þegar eg byrjaði að skera út laufabrauð þá fékk eg lítinn nettan hníf sem pabbi hafði fengið þegar hann var i skátunum sem strákur. Ég eignaðist svo hnífinn og hann er geymdur á öruggum stað og aðeins notaður við laufabrauðsskurð og finnst mér nánast ómögulegt að skera út með öðru en honum. Laufabrauðsjárnin eru mörg komin til ára sinna og bera þess merki.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Það eru alltaf viss mynstur sem eg sker út hvert ár. Alltaf sker ég út stafi fjölskyldumeðlima, jólatré, jólakerti, kirkju, aðventukerti, snjókorn og jólastjörnu. Þegar maður er orðinn uppiskroppa með hugmyndir af mynstrum þá er klassíkin alltaf 3 strá, þá var talað um 3 strá í logni eða 3 strá í vindi, þá fór það eftir vindáttinni hvort að stráin hölluðu til hægri eða vinstri. Sunnanátt eða norðanátt.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Mér finnst mikilvægt að kökurnar séu fallega útskornar og það er regla hjá okkur að ekki megi vera minna en 3 strik á kökunni. Fyrstu kökurnar eru yfirleitt þær vönduðustu hjá mér og einnig sú síðasta. Síðasta kakan er yfirleitt kirkjukaka en hún tekur nokkurn tíma þar sem mikið er skorið út í höndunum á henni. Síðustu ár hef eg einnig fengið margar hugmyndir frá vinafólki sem deila fallega útskornum kökum og ég hef svo útfært á mínum kökum.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Mér finnst skemmtilegast að skera út myndir af hlutum svo sem kirkju, kertum og húsum. Þetta eru þær kökur sem maður er lengst að skera út og nostrar mest við.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Flestir í kringum mig nota eingöngu laufabrauðsjárn og fletta svo laufunum en móðurbræður mínir eru listamenn við laufabrauðsútskurðinn og eru kökurnar þeirra þvílík listaverk og mikill útskurður á hverri köku.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég held að mest hafi ég lært af mömmu við útskurðinn. Eg hef svo kennt mínum börnum en einnig börnunum í leikskólanum hjá mér.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Það geta allir tekið þátt í að skera út. Strax 3 ára voru strákarnir mínir farnir að taka þátt í laufabrauðsútskurðinum og með auknum þroska hefur hæfni þeirra til að beita laufabrauðsjárninu sjálfir og flétta rétt laufunum aukist.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Laufabrauðið var alltaf steikt í eldhúsinu heima. Sérstakur pottur var eingöngu notaður til að steikja brauðið en hann var einnig notaður til að steikja kleinur og soðiðbrauð. Við höfum alltaf notað tvo steikargaffla með tréhaldi við að steikja. Þá nær maður góðum tökum á að snúa kökunni í potttinum og hefur gott hald við að taka hana uppúr og láta feitina renna af henni áður en hún er sett til hliðar. Við höfum svo laufabrauðshlemm til að pressa kökurnar og slétta þær.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nú er komin eldavél i bílskúrinn og hægt er að steikja í 2 pottum samtímis og því gengur steikingin hraðar. Þegar ég ólst upp var ekki til neinn laufabrauðshlemmur og þá var notað kökuform til að pressa kökurnar.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Við steikjum alltaf uppúr blöndu af tólg og djúpsteikingarfeiti. Við gerum fyrir okkar fjölskyldu um 120 kökur. En þegar stórfjölskyldan kemur saman þá eru gerðar 500-600 kökur. Við steikjum alltaf afskurðinn af heimagerða brauðinu, köllum það lufsur og þær eru snæddar í desember.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já við pressum okkar kökur alltaf með laufabrauðshlemm úr tré.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Ég geymi mitt brauð alltaf í mackintoshbaukum. Set eldhúspappír undir og meðfram sem dregur í sig raka frá brauðinu.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Þegar við fjölskyldan skiptum milli okkar kökunum þá skiptum við eftir stærð fjölskyldunnar og einnig eftir því hvar verið er á aðfangadagskvöld.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Með deiggerðinni, breiða það út, skera og steikja er þetta svona 6 klst vinna i kringum 120 kökur með kaffi og matarpásum en svo fer eftir hversu margir eru að skera út.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Það er nánast eingöngu hlutverk kvenfólksins að steikja og ganga frá brauðinu.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Við fáum okkur alltaf laufabrauð með hangikjötinu sem við borðum þegar við skerum út brauðið en svo er það ekki snert fyrr en á aðfangadagskvöld með rjúpunum.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Mér finnst laufabrauðið best með smjöri og drekka jólaöl með. Laufabrauðið er nauðsynlegt rjúpunum á aðfangadagskvöld og hangikjötinu á jóladag.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Ég veit um fólk sem dreifir sykri yfir kökurnar um leið og þær koma úr steikingarpottinum og þær eru ekki pressaðar. Ein vinkona mín segir að best sé að smyrja laufabrauðið með mysing meðan önnur notar laufabrauðið i stað hefðbundins brauðs yfir jólin og setur á það rækjusalat, smjör og ost, mygluosta og sultu.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Mér finnst hvítt brauð best gert úr hveiti, rjómamjólkurblandi, salti og lyftidufti.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Yfirleitt endist laufabrauðskammturinn okkur 30-40 kökur framyfir Þrettándann og ef heppnin er með okkur þá eigum við nokkrar kökur á Þorranum.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Við borðum afskurðinn í desember, bestur er hann nýkominn úr pottinum. Í æsku fannst mér hann nú reyndar bestur ósteiktur en reynt var að koma í veg fyrir að ég myndi borða mikið af ósteikta afskurðinum með því að segja að hann myndi líma saman á mér þarmana. Heima hjá mér er afskurðurinn oftast kallaðar lufsur en stundum skufsur.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég hef aldrei keypt tilbúið laufabrauð.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Mér finnst það að útbúa laufabrauð fyrir jólin órjúfanlegur þáttur jólaundirbúningsins og einnig til að halda í gamlar hefðir. Þarna hittast kynslóðir saman, skera út, læra hver af öðrum og skemmta sér saman.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Mér finnst svo gaman og ómetanlegt að læra handverkið frá öðrum. Laufabrauðsgerð hefur alltaf verið skemmtileg í mínum huga enda alltaf góður félagsskapur og gott að borða þá daga. Eitt skiptið þegar ég hef verið um 8 ára gömul þá ætlaði eg að herma eftir frænku minni og gera mikið útskorna köku, hinir fullorðnu sögðu við mig að eg ætti að gera eitthvað einfaldara en þrjóskan bar hæfnina yfirliði og kakan eyðilagðist. Ekki vildi ég nú viðurkenna að hefði ekki getað þetta svo eg kuðlaði kökunni saman og át hana. Það tók nú nokkurn tíma að vinna á þessum stóra bita en hafðist að lokum.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
