Laufabrauðsgerð

04.12.2020

Aðrar upplýsingar

Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (Aldur ekki skilgreindur)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-107
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Það var hefð á mínu æskuheimili að gera laufabrauð 1. desember. Þá sátum við öll saman, pabbi, mamma og við börnin/unglingarnir og skárum út. Oft voru spiluð jólalög og það var svo góð stemmning.

Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Heima.

Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Móðir mín kynntist þessu á sínu æskuheimili.

Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já.

Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei, ég bý í útlöndum. En á meðan mamma lifði sendi hún okkur allltaf jólamat, þar á meðal laufabrauð.

Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Mamma gerði það á mínu æskuheimili.

Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Sjálf.

Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Mamma bjó til deigið. Pabbi og bræður mínir voru oft settir í að fletja það út.

Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Við skárum bara út það sem okkur datt í hug og bjuggum til mynstrin sjálf.

Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Það var svo gaman að láta hugmyndaflugið ráða. Við tókum okkur góðan tíma.

Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Pabbi og mamma.

Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir, líka börnin.

Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Við bjuggum alltaf til svo mikið að það var meira en nóg handa öllum.

Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Mamma.

Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
1. desember.

Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Hangikjöti.

Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Þetta var góð fjölskylduhefð og við eigum góðar minningar.

Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Öll fjölskyldan situr saman og það er svo gott. Pabbi og mamma unnu í unglingaskóla og allir höfðu frí þennan dag. Yndislegar stundir.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Laufabrauðsgerð
Efnisorð:
Laufabrauð