Laufabrauð

04.12.2020

Aðrar upplýsingar

Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1942)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-106
Staður
Núverandi sveitarfélag: Hveragerðisbær, Hveragerðisbær
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Það var ævinlega steikt laufabrauð á æskuheimili mínu. Við vorum þrjár, ég systir min og mamma. Mamma bjó deigið til og flatti út og steikti. Við systur skárum út. Einstöku sinnum tók ömmusystir mín þátt i laufabrauðsgerðinni.

Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég man ekki eftir að hafa vitað um önnur heimili i Hveragerði sem steiktu laufabrauð á þessum tima.

Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Mamma var fædd og uppalin á Draflastöðum i Fnjóskadal, þar var gert laufabrauð þegar hún var að alast upp.

Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Laufabrauðið þá var ekki svo frábrugðið þvi sem hægt er að kaupa i búðum i dag, stærðin er svipuð litur ekki frábrugðinn. Mamma hnoðaði og breiddi út ,þykktin var passleg þegar hægt var að lesa dagblað i gegnum kökuna. Það var skorið með laufaskurði og lengjur sem snúið var upp á. Eg man að við skárum upphafsstafi heimilisfólks, stjörnur, tungl, kirkjur. Við skurðinn notuðum við vasahnífa frá pabba. Mamma steikti líka og voru kökurnar steiktar fremur dökkar, annars “voru þær svo berklasjuklingslegar” ( mamma). Diskur var settur yfir kökurnar þegar þær komu upp úr feitinni. Þar til gerður Hlemmur var ekki til þá.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Laufabrauð
Efnisorð:
Laufabrauðsgerð