Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1971)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-99
Staður
Núverandi sveitarfélag: Akureyrarbær, Akureyrarbær
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Fjölskyldan gerði laufabrauð með afa og ömmu og bróður mömmu og dóttur hans. Seinna eftir að afi og amma féllu frá er laufabrauð gert í húsi foreldra minna. Mamma, pabbi, við systkinin þrjú, makar og börn. bróðir mömmu og dóttir hans og hennar fjölskylda. Við gerum um 300 kökur fyrir þessar 20 manneskjur.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Fyrst vorum við alltaf í afa og ömmu húsi en svo í mömmu og pabba húsi.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Pabbi var fæddur og uppalinn í Mývatnssveit þar sem hefðin er sterk. Mamma er ættuð úr Mývatnssveit (móðir hennar fædd og uppalin þar) og úr Fljótunum (Faðir hennar fæddur og uppalinn þar).
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Laufabrauðið átti að vera þunnt og ljóst. Þannig gerum við það í dag: Við notum laufabrauðsjárn, það hefur verið til í fjölskyldunni frá því ég man eftir mér. Við kaupum útflattar kökur og höfum gert síðustu 30 árin en áður var eldhúsborðið sett á búkka til að hækka það og afi og Frændi (bróðir mömmu) flöttu út. Þá var viktað deig í hverja köku skorið með kleinujárni utan um disk. Fyrst eftir að við hættum að breiða út sjálf söknuðum við munstursins eftir kleinujárnin, kökur breiddar út í vél eru með sléttan kant.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Alltaf gert laufabrauð, líka þegar fjölskyldan bjó í Svíþjóð þegar ég var 8-9 ára.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Ég geri laufabrauð með mínu fólki, mömmu, og systkinum mínum og fjölskyldum og bróður mömmu og hans niðjum. Einnig geri ég laufabrauð með tengdafjölskyldunni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Á hverju ári.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Við gerðum alltaf laufabrauð í desember, kannski aðra helgina. Þegar börnin og systkinabörnin voru mörg var mikið að gera í desember, jólaböll og tónleikar og þá færðum við okkur fram í nóvember. Við miðuðum þá gjarnan við afmælisdag ömmu 22. nóvember, eða næstu helgi við þann dag. Í ár vonumst við til að geta gert laufabrauð 12. desember, að fjöldatakmarkanir leyfi það. Annars verðum við að skipta fólkinu á tvo staði við skurðinn og sleppa mjólkurgrautnum sem við borðum alltaf saman í hádeginu og hangikjötsmáltíð kvöldsins.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Fannst laufabrauðsgerð aukast um tíma fyrir kannski 15 árum en hafa staðið í stað síðan en ekki dalað.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid varð til þess að við seinkuðum frá 22, nóv til 12. des og það á eftir að koma í ljós hvort við þurfum að skipta okkur í tvö hús. Einnig hvort við getum haldið í þá hefð að borða jólagraut saman í hádeginu.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Við sjáum um þetta í sameiningu þetta er gömul hefð hjá okkur og allt í föstum skorðum.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Kaupum útflattar kökur.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
hvítt hveiti, mjólk, örfá sykurkorn, hjartasalt einnig gerum við deig úr hveitilausu hveiti og þriðja deigið með haframjólk í stað kúamjólkur.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
kaupum mest. en frænka mín gerir sérfæðisdeigin handa sínum barnabörnum, sem ekki þola mjólk annarsvegar og hveiti hins vegar. Hér áður fyrr þegar deigið var gert heima, gerði amma deigið en afi og bróðir mömmu flöttu út.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Við eigum bunka af trébrettum sem eru bara notuð í laufabrauð og svo nokkur gömu. krossviðarbretti. Við eigum laufabrauðsjárn og litla pappaöskju með vasahnífum af minnstu gerð til að fletta með. Maðurinn minn er ekki alinn upp við að nota járn þannig að við eigum alltaf beitta hnífa til að skera með á gamla mátann. Það eru þá skurðhnífar úr apóteki og blöð úr "teppahnífum" sem búið er að vefja límbandi utan um til að maður skeri sig ekki.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Litlu vasahnífarnir eru sumir mjög gamlir og eyddir. Hnífar sem afi og langafi áttu.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Þrjú strik. amma sagði að það brotnaði svo vel á borði. Við erum flest föst í hefðum hvað útskurðinn varðar en næsta kynslóð leikur sér með efniviðinn. Það er ekki gaman að steikja mörg andlit sem glotta til manns úr pottinum, geifla sig í heitri feitinni.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég er frekar hugmyndasnauð er geri þrjú strik, kerti í stjaka eða fjögur mishá kerti. Ég er ekki að nostra við útstkurðinn, maðurinn minn sér um þá hlið og ég fjöldaframleiðsluna.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Hlutlaus.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Maðurinn minn og dóttir eru mjög fær að skera á gamla mátann, brjóta kökuna saman til að skera lauf og eru sannkallaðir listamenn.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Mamma kenndi mér og ég mínum börnum auk þess sem ég skar laufabrauð með leikskólabörnum í mörg ár.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir taka þátt frá fæðingu.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Við notum gamlan appelsínugulan steypujárnspott til að steikja í. Þvottahúsið er "tæmt" og dagblöðum dreift á gólfið. Við notum matargaffla til að snúa kökunni í pottinum og eldhúspappír til að þerra og aðeins að pressa hverja köku.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei, allt eins í áraraðir.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Við notum jurtafeiti og hver kaka er steikt í 10-15 sekúndur á hvorri hlið. Við gerum 250 kökur. Það kemur alltaf smáræði af afskurðargeirum með kökunum og við steikjum þá. Þeir eru notaðir til að athuga hvort feitin er orðin heit og svo steiktir og borðaðir með kvöldmatnum.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Við þerrum með bunka af eldhúspappír, og þrýstum aðeins á hverja köku en pressum ekki mikið. Brauðinu er staflað, 20 kökur í stafla og stendur til næsta dags.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Daginn eftir að brauðið var steikt er því raðað í plastfötur og bauka.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Skipt niður á fjölskyldur eftir þeirra óskum.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Byrjum oft að skera um 11 á laugardagsmorgni og skerum fram að graut. Svo er haldið áfram og um kaffileytið er byrjað að hita feitina. Tveir eða þrír byrja að steikja meðan hinir klára að skera og ganga frá. Svo fer einhver í að sjóða kartöflur og gera jafning með hangikjötinu sem við borðum þennan dag. Það passar yfirleitt að búið er að steikja mátulega þegar setjast á að borðum og afskurðargeirar og kannski nokkar kökur eru boðnar með matnum. Sem sagt einn dásemdar laugardagur.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Mamma, við systur og frænkan sjáum yfirleitt um þetta. Amma steikti alltaf og svo mamma og svo höfum við systur og frænka elst upp í þetta hlutverk.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Það hefur í seinni tíð verið boðið upp á smá með hangikjötinu á laufabrauðsdegi, aðallega af því að það er svo lítill afskurður og fólk margt. Svo var stundum sóttar fáeinar kökur með kakói og heitu hangiketi á brauð að kvöldi Þorláksmessu. Annars eru laufabrauðsdallarnir lokaðir fram að jólum.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Sem snakk með kókglasi.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Bróðir ömmu minnar borðaði síróp á laufabrauðið og vildi ekki að mikið væri skorið í brauðið því þá lak sírópið niðrum götin, Við borðum ekki smjör á laufabrauð.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
þunnar úr hvítu hveiti.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Fram yfir þrettándann, það er sjaldnast afgangur.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Með matnum á laufabrauðsdegi. Afskurðargeirar.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Nei.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Samvera fjölskyldunnar.
Fjölskyldan gerði laufabrauð með afa og ömmu og bróður mömmu og dóttur hans. Seinna eftir að afi og amma féllu frá er laufabrauð gert í húsi foreldra minna. Mamma, pabbi, við systkinin þrjú, makar og börn. bróðir mömmu og dóttir hans og hennar fjölskylda. Við gerum um 300 kökur fyrir þessar 20 manneskjur.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Fyrst vorum við alltaf í afa og ömmu húsi en svo í mömmu og pabba húsi.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Pabbi var fæddur og uppalinn í Mývatnssveit þar sem hefðin er sterk. Mamma er ættuð úr Mývatnssveit (móðir hennar fædd og uppalin þar) og úr Fljótunum (Faðir hennar fæddur og uppalinn þar).
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Laufabrauðið átti að vera þunnt og ljóst. Þannig gerum við það í dag: Við notum laufabrauðsjárn, það hefur verið til í fjölskyldunni frá því ég man eftir mér. Við kaupum útflattar kökur og höfum gert síðustu 30 árin en áður var eldhúsborðið sett á búkka til að hækka það og afi og Frændi (bróðir mömmu) flöttu út. Þá var viktað deig í hverja köku skorið með kleinujárni utan um disk. Fyrst eftir að við hættum að breiða út sjálf söknuðum við munstursins eftir kleinujárnin, kökur breiddar út í vél eru með sléttan kant.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Alltaf gert laufabrauð, líka þegar fjölskyldan bjó í Svíþjóð þegar ég var 8-9 ára.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Ég geri laufabrauð með mínu fólki, mömmu, og systkinum mínum og fjölskyldum og bróður mömmu og hans niðjum. Einnig geri ég laufabrauð með tengdafjölskyldunni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Á hverju ári.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Við gerðum alltaf laufabrauð í desember, kannski aðra helgina. Þegar börnin og systkinabörnin voru mörg var mikið að gera í desember, jólaböll og tónleikar og þá færðum við okkur fram í nóvember. Við miðuðum þá gjarnan við afmælisdag ömmu 22. nóvember, eða næstu helgi við þann dag. Í ár vonumst við til að geta gert laufabrauð 12. desember, að fjöldatakmarkanir leyfi það. Annars verðum við að skipta fólkinu á tvo staði við skurðinn og sleppa mjólkurgrautnum sem við borðum alltaf saman í hádeginu og hangikjötsmáltíð kvöldsins.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Fannst laufabrauðsgerð aukast um tíma fyrir kannski 15 árum en hafa staðið í stað síðan en ekki dalað.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid varð til þess að við seinkuðum frá 22, nóv til 12. des og það á eftir að koma í ljós hvort við þurfum að skipta okkur í tvö hús. Einnig hvort við getum haldið í þá hefð að borða jólagraut saman í hádeginu.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Við sjáum um þetta í sameiningu þetta er gömul hefð hjá okkur og allt í föstum skorðum.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Kaupum útflattar kökur.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
hvítt hveiti, mjólk, örfá sykurkorn, hjartasalt einnig gerum við deig úr hveitilausu hveiti og þriðja deigið með haframjólk í stað kúamjólkur.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
kaupum mest. en frænka mín gerir sérfæðisdeigin handa sínum barnabörnum, sem ekki þola mjólk annarsvegar og hveiti hins vegar. Hér áður fyrr þegar deigið var gert heima, gerði amma deigið en afi og bróðir mömmu flöttu út.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Við eigum bunka af trébrettum sem eru bara notuð í laufabrauð og svo nokkur gömu. krossviðarbretti. Við eigum laufabrauðsjárn og litla pappaöskju með vasahnífum af minnstu gerð til að fletta með. Maðurinn minn er ekki alinn upp við að nota járn þannig að við eigum alltaf beitta hnífa til að skera með á gamla mátann. Það eru þá skurðhnífar úr apóteki og blöð úr "teppahnífum" sem búið er að vefja límbandi utan um til að maður skeri sig ekki.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Litlu vasahnífarnir eru sumir mjög gamlir og eyddir. Hnífar sem afi og langafi áttu.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Þrjú strik. amma sagði að það brotnaði svo vel á borði. Við erum flest föst í hefðum hvað útskurðinn varðar en næsta kynslóð leikur sér með efniviðinn. Það er ekki gaman að steikja mörg andlit sem glotta til manns úr pottinum, geifla sig í heitri feitinni.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég er frekar hugmyndasnauð er geri þrjú strik, kerti í stjaka eða fjögur mishá kerti. Ég er ekki að nostra við útstkurðinn, maðurinn minn sér um þá hlið og ég fjöldaframleiðsluna.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Hlutlaus.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Maðurinn minn og dóttir eru mjög fær að skera á gamla mátann, brjóta kökuna saman til að skera lauf og eru sannkallaðir listamenn.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Mamma kenndi mér og ég mínum börnum auk þess sem ég skar laufabrauð með leikskólabörnum í mörg ár.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir taka þátt frá fæðingu.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Við notum gamlan appelsínugulan steypujárnspott til að steikja í. Þvottahúsið er "tæmt" og dagblöðum dreift á gólfið. Við notum matargaffla til að snúa kökunni í pottinum og eldhúspappír til að þerra og aðeins að pressa hverja köku.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei, allt eins í áraraðir.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Við notum jurtafeiti og hver kaka er steikt í 10-15 sekúndur á hvorri hlið. Við gerum 250 kökur. Það kemur alltaf smáræði af afskurðargeirum með kökunum og við steikjum þá. Þeir eru notaðir til að athuga hvort feitin er orðin heit og svo steiktir og borðaðir með kvöldmatnum.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Við þerrum með bunka af eldhúspappír, og þrýstum aðeins á hverja köku en pressum ekki mikið. Brauðinu er staflað, 20 kökur í stafla og stendur til næsta dags.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Daginn eftir að brauðið var steikt er því raðað í plastfötur og bauka.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Skipt niður á fjölskyldur eftir þeirra óskum.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Byrjum oft að skera um 11 á laugardagsmorgni og skerum fram að graut. Svo er haldið áfram og um kaffileytið er byrjað að hita feitina. Tveir eða þrír byrja að steikja meðan hinir klára að skera og ganga frá. Svo fer einhver í að sjóða kartöflur og gera jafning með hangikjötinu sem við borðum þennan dag. Það passar yfirleitt að búið er að steikja mátulega þegar setjast á að borðum og afskurðargeirar og kannski nokkar kökur eru boðnar með matnum. Sem sagt einn dásemdar laugardagur.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Mamma, við systur og frænkan sjáum yfirleitt um þetta. Amma steikti alltaf og svo mamma og svo höfum við systur og frænka elst upp í þetta hlutverk.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Það hefur í seinni tíð verið boðið upp á smá með hangikjötinu á laufabrauðsdegi, aðallega af því að það er svo lítill afskurður og fólk margt. Svo var stundum sóttar fáeinar kökur með kakói og heitu hangiketi á brauð að kvöldi Þorláksmessu. Annars eru laufabrauðsdallarnir lokaðir fram að jólum.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Sem snakk með kókglasi.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Bróðir ömmu minnar borðaði síróp á laufabrauðið og vildi ekki að mikið væri skorið í brauðið því þá lak sírópið niðrum götin, Við borðum ekki smjör á laufabrauð.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
þunnar úr hvítu hveiti.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Fram yfir þrettándann, það er sjaldnast afgangur.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Með matnum á laufabrauðsdegi. Afskurðargeirar.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Nei.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Samvera fjölskyldunnar.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
