Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1961)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-94
Staður
Núverandi sveitarfélag: Akureyrarbær, Akureyrarbær
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já, allir tóku þátt þegar þeir höfðu aldur og getu til, foreldrar börn og barnabörn. Ekki komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en fjölskyldan fyrir utan eitt ár er við buðum eiginkonu hollensks sundþjálfara að koma og vera með.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Hún fór bara fram á heimilinu.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Móðir mín er þýsk, en kynntist þessu hjá fjölskyldu þar sem hún var au-pair. Þar voru kökur steiktar en ekki skornar. Hún kynnstist svo útskurði hjá vinafólki sínu á Akureyri. Faðir minn var að austan og þekkir þetta ekki úr barnæsku, en lærði þegar hann fór að búa með móður minni á Akureyri.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já, það er eins. Þunnt skornir bókstafir og munstur. Núna set ég þó kúmen í deigið, sem ekki var gert á mínu æskuheimili og einnig er tólk blandað í steikarfeitina til að fá annað bragð. Þetta hvoru tveggja lærði ég af tengdamóður minni sem fæddist á Dalvík.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Tók þátt í henni í æsku og geri enn.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, ég bý til laufabrauð í dag og við teljum það ómissandi undirbúning jóla. Við gerum laufabrauð hér með móður minni sem fær að nýta listræna hæfileika sína til útskurðar (er 91 árs), með börnum og barnabörnin eru farin að skera líka. Þetta er eitthvað við við gerum eingöngu með nánum fjölskyldumeðlimum þar sem þetta er hluti af jólaundirbúningshefð fjölskyldunnar.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég tók smá pásu þegar ég bjó í Reykjavík vegna náms fyrir um 35 árum.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Já, við veljum gjarnan laugardag á aðventu þegar húsmóðirin þarf ekki að fara yfir próf og allir eru á lausu. Við gerum ekki laufabrauð á öðrum tímum árs, ekki á Þorra né öðrum tímum.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég hef á tilfinningunni að útbreiðsla sé vaxandi. Það finnst mér miðað við auglýsingar um laufabrauð til sölu í öllum stórmörkuðum, t.d.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid-19 hafði þau áhrif að við buðum ekki alveg öllum að koma heim og gera laufabrauð. Nánasta fjölskylda saman stendur af 8 fullorðnum og 5 barnabörnum, auk langömmu. Til að hún gæti komið komu ekki 2 fullorðinir og 3 börn að brauðgerðinni. Þeir einstaklingar þurfa líka að koma úr öðru bæjarfélagi svo við ákváðum að vera ekki að taka neina óþarfa áhættu svo sú gamla gæti verið með.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Já, húsráðandi gerir það, þ.e. ég og svo kemur hver og einn með sín sér áhöld ef vill.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Já, við gerum deigið sjálf, fletjum út, skerum og steikjum og rifist er um afskorningana.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Við notum hvítt hveiti, smjör, mjólk og kúmen, salt, sykur og lyftiduft.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Hér áður fyrr var það húsmóðirin sem sá um deiggerðina og flatti út. Þegar ég kynntist manni mínum flatti hann út með móður sinni. Þetta ár flatti húsmóðirin út 2 deig áður en aðrir komu í hús, eftir það flöttu synirnir út 3 deig sem mamman vigtaði í. Vélin forhnoðar og við hin klárum svo. Nú til dags er engin kynjaskipting, hver og einn gengur í það verk sem þarf. Tengdadóttir frá Spáni flatti út og skar líka.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Við notum laufabrauðsjárn. Þau eru af 3 mismunandi- grófleika. Gróf, milli gróf og mjög fín. Svo eru litlir handægir hnífar notaðir. Hjá mér er hefð fyrir að nota vasahníf sem faðir minn átti. Nú á sonur minn einn og hann kemur með til að ég geti örugglega skorið. Við höfum komið okkur upp hefðum um það hver notar hvaða hníf og ef hann er ekki til staðar klikkar örugglega eitthvað.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Já eins og ég sagði hér að ofan. Faðir minn átti lítinn vasahníf með nokkrum mismunandi blöðum og er hann merktur með upphafsstöfum hans á lítilli silfurplötu á skaftinu, JM. Hnífurinn er í litlu leðurhulstri. Nú á sonur minn þennan hníf, enda með sömu upphafsstafi. Hann kemur alltaf með þennan hníf þegar við gerum laufabrauð því hann veit að ég vil eða "get" ekki notað aðra hnífa.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég geri alla upphafstafi fjölskyldunnar fyrst, svo koma allskonar, rísandi sól, kerti, jólatré, hús, burstabær, kirkja, jólakötturinn, fiskur, 24, 31 og jól. Ég reyni að gera ekki bara þrjú stirk, finnst það of ódýr lausn, Annars skiptir ekki máli hvað fólk gerir svo framalega sem allir eru saman og hafa gaman. Brauðið bragðast eins hvernig sem munstrið er.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Það sem helst ræður hvað ég sker út eru venjur. Ég fæ líka hugmyndir frá móður minni sem er mjög listræn. Of oft hefur landið legið þannig að mikið þurfti að gera og þá fór maður í 3 strik, en mér finnst gaman að nostra við skurðinn og gera falleg munstur, ekki endilega flókin.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Mér þykir skemmtilegra að skera út mynstur, frekar en bókstafi.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það er mjög misjafnt, sumir gera allskonar afstrakt mynstur, móðir mín gerir ekki bókstafi, heldur flott og oft flókin mynstur.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Mamma kenndi mér að skera út. Ég hef kennt sonum mínum og er byrjuð að kenna barnabörnum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Já, allir geta tekið þátt og börn þurfa að læra líka og hafa gaman af. 2 ára barnabarn sat í fangi foreldra sinna og fylgdist náið með.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Við erum með gamla hellu, stóran pott, 2 gaffla. Við pressum kökurnar með tréplatta þegar búið er að steikja þær svo þær verði sléttari. Gafflarnir til að snúa og taka kökur upp úr pottinum.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei, engar breytingar.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Brauðið er steikt úr djúpsteikingarfeiti og tólg bætt í til að fá annað bragð. Kökurnar eru steiktar í um 1-2 mín. Já afskorningar eru steiktir. Þetta ár, 2020, gerðum við 145 kökur.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já, eins og kemur fram að ofan pressum við með heimagerðum tré-hlemmi.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Móðir mín setur og setti kökur á disk, 20 í stafla, og pakkaði í plast og gerir enn hjá sér. Tengdamóðir mín setti allt í stóran pappakassa. Ég set sumt á diska og í plast en líka í pappakassa og allt geymt í kaldri geymslu.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Skipt er eftir óskum allra og reynt að gæta meðalhófs, t.d. tekið tillit til stærð fjölskyldu, græðgi og þess háttar. Þetta ár gerðum við 145 kökur: vinkona fær 10, einn sonur sennilega 60 og hinu skipt í tvennt. Hin aldna móðir fær ekkert, enda gerir hún sínar kökur og kemur bara til að skera því það er svo gaman.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Þetta árið tók vinnan 10 tíma.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Oftast hafa það verið við hjón sem steikjum, en það var ekki svo þetta árið. Synirnir sáu að mestu um steikingu, mamman kom aðeins inn í og pabbinn steikti afskorningana. Mamman, ég, gekk frá. Það er ekki kynjaskipting heldur bara hver getur gert hvað og er á staðnum.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Afskorningar eru borðaðir um leið og þeir eru til, annars má ekki byrja að smakka laufabrauðið fyrr en á aðfangadag.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Mér þykir það best eitt og sér, gott að drekka jólaöl með.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Hvítt hveiti, mjólk, smjör, salt, sykur, lyftiduft og kúmen sem er hitað með mjólkinni og sigtað frá, en smá er sett í deigið.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Við klárum alltaf allt um jólin.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Afskurðurinn er borðaður um leið og búið er að steikja og næstu daga á eftir uns allt er upp urið.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Nei.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Tilgangurinn er fyrst og fremst að búa til eitthvað sem öllum finnst gott að nasla í. En ekki síður er mikilvæg sú samvera sem kynslóðirnar eiga saman við þennan atburð. Hjá okkur voru 4 kynslóðir saman í ár og er það ómissandi fyrir alla að skapa minningar.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Ekkert sem ég man eftir núna.
Já, allir tóku þátt þegar þeir höfðu aldur og getu til, foreldrar börn og barnabörn. Ekki komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en fjölskyldan fyrir utan eitt ár er við buðum eiginkonu hollensks sundþjálfara að koma og vera með.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Hún fór bara fram á heimilinu.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Móðir mín er þýsk, en kynntist þessu hjá fjölskyldu þar sem hún var au-pair. Þar voru kökur steiktar en ekki skornar. Hún kynnstist svo útskurði hjá vinafólki sínu á Akureyri. Faðir minn var að austan og þekkir þetta ekki úr barnæsku, en lærði þegar hann fór að búa með móður minni á Akureyri.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já, það er eins. Þunnt skornir bókstafir og munstur. Núna set ég þó kúmen í deigið, sem ekki var gert á mínu æskuheimili og einnig er tólk blandað í steikarfeitina til að fá annað bragð. Þetta hvoru tveggja lærði ég af tengdamóður minni sem fæddist á Dalvík.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Tók þátt í henni í æsku og geri enn.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, ég bý til laufabrauð í dag og við teljum það ómissandi undirbúning jóla. Við gerum laufabrauð hér með móður minni sem fær að nýta listræna hæfileika sína til útskurðar (er 91 árs), með börnum og barnabörnin eru farin að skera líka. Þetta er eitthvað við við gerum eingöngu með nánum fjölskyldumeðlimum þar sem þetta er hluti af jólaundirbúningshefð fjölskyldunnar.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég tók smá pásu þegar ég bjó í Reykjavík vegna náms fyrir um 35 árum.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Já, við veljum gjarnan laugardag á aðventu þegar húsmóðirin þarf ekki að fara yfir próf og allir eru á lausu. Við gerum ekki laufabrauð á öðrum tímum árs, ekki á Þorra né öðrum tímum.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég hef á tilfinningunni að útbreiðsla sé vaxandi. Það finnst mér miðað við auglýsingar um laufabrauð til sölu í öllum stórmörkuðum, t.d.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid-19 hafði þau áhrif að við buðum ekki alveg öllum að koma heim og gera laufabrauð. Nánasta fjölskylda saman stendur af 8 fullorðnum og 5 barnabörnum, auk langömmu. Til að hún gæti komið komu ekki 2 fullorðinir og 3 börn að brauðgerðinni. Þeir einstaklingar þurfa líka að koma úr öðru bæjarfélagi svo við ákváðum að vera ekki að taka neina óþarfa áhættu svo sú gamla gæti verið með.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Já, húsráðandi gerir það, þ.e. ég og svo kemur hver og einn með sín sér áhöld ef vill.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Já, við gerum deigið sjálf, fletjum út, skerum og steikjum og rifist er um afskorningana.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Við notum hvítt hveiti, smjör, mjólk og kúmen, salt, sykur og lyftiduft.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Hér áður fyrr var það húsmóðirin sem sá um deiggerðina og flatti út. Þegar ég kynntist manni mínum flatti hann út með móður sinni. Þetta ár flatti húsmóðirin út 2 deig áður en aðrir komu í hús, eftir það flöttu synirnir út 3 deig sem mamman vigtaði í. Vélin forhnoðar og við hin klárum svo. Nú til dags er engin kynjaskipting, hver og einn gengur í það verk sem þarf. Tengdadóttir frá Spáni flatti út og skar líka.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Við notum laufabrauðsjárn. Þau eru af 3 mismunandi- grófleika. Gróf, milli gróf og mjög fín. Svo eru litlir handægir hnífar notaðir. Hjá mér er hefð fyrir að nota vasahníf sem faðir minn átti. Nú á sonur minn einn og hann kemur með til að ég geti örugglega skorið. Við höfum komið okkur upp hefðum um það hver notar hvaða hníf og ef hann er ekki til staðar klikkar örugglega eitthvað.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Já eins og ég sagði hér að ofan. Faðir minn átti lítinn vasahníf með nokkrum mismunandi blöðum og er hann merktur með upphafsstöfum hans á lítilli silfurplötu á skaftinu, JM. Hnífurinn er í litlu leðurhulstri. Nú á sonur minn þennan hníf, enda með sömu upphafsstafi. Hann kemur alltaf með þennan hníf þegar við gerum laufabrauð því hann veit að ég vil eða "get" ekki notað aðra hnífa.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég geri alla upphafstafi fjölskyldunnar fyrst, svo koma allskonar, rísandi sól, kerti, jólatré, hús, burstabær, kirkja, jólakötturinn, fiskur, 24, 31 og jól. Ég reyni að gera ekki bara þrjú stirk, finnst það of ódýr lausn, Annars skiptir ekki máli hvað fólk gerir svo framalega sem allir eru saman og hafa gaman. Brauðið bragðast eins hvernig sem munstrið er.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Það sem helst ræður hvað ég sker út eru venjur. Ég fæ líka hugmyndir frá móður minni sem er mjög listræn. Of oft hefur landið legið þannig að mikið þurfti að gera og þá fór maður í 3 strik, en mér finnst gaman að nostra við skurðinn og gera falleg munstur, ekki endilega flókin.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Mér þykir skemmtilegra að skera út mynstur, frekar en bókstafi.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það er mjög misjafnt, sumir gera allskonar afstrakt mynstur, móðir mín gerir ekki bókstafi, heldur flott og oft flókin mynstur.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Mamma kenndi mér að skera út. Ég hef kennt sonum mínum og er byrjuð að kenna barnabörnum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Já, allir geta tekið þátt og börn þurfa að læra líka og hafa gaman af. 2 ára barnabarn sat í fangi foreldra sinna og fylgdist náið með.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Við erum með gamla hellu, stóran pott, 2 gaffla. Við pressum kökurnar með tréplatta þegar búið er að steikja þær svo þær verði sléttari. Gafflarnir til að snúa og taka kökur upp úr pottinum.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei, engar breytingar.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Brauðið er steikt úr djúpsteikingarfeiti og tólg bætt í til að fá annað bragð. Kökurnar eru steiktar í um 1-2 mín. Já afskorningar eru steiktir. Þetta ár, 2020, gerðum við 145 kökur.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já, eins og kemur fram að ofan pressum við með heimagerðum tré-hlemmi.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Móðir mín setur og setti kökur á disk, 20 í stafla, og pakkaði í plast og gerir enn hjá sér. Tengdamóðir mín setti allt í stóran pappakassa. Ég set sumt á diska og í plast en líka í pappakassa og allt geymt í kaldri geymslu.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Skipt er eftir óskum allra og reynt að gæta meðalhófs, t.d. tekið tillit til stærð fjölskyldu, græðgi og þess háttar. Þetta ár gerðum við 145 kökur: vinkona fær 10, einn sonur sennilega 60 og hinu skipt í tvennt. Hin aldna móðir fær ekkert, enda gerir hún sínar kökur og kemur bara til að skera því það er svo gaman.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Þetta árið tók vinnan 10 tíma.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Oftast hafa það verið við hjón sem steikjum, en það var ekki svo þetta árið. Synirnir sáu að mestu um steikingu, mamman kom aðeins inn í og pabbinn steikti afskorningana. Mamman, ég, gekk frá. Það er ekki kynjaskipting heldur bara hver getur gert hvað og er á staðnum.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Afskorningar eru borðaðir um leið og þeir eru til, annars má ekki byrja að smakka laufabrauðið fyrr en á aðfangadag.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Mér þykir það best eitt og sér, gott að drekka jólaöl með.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Hvítt hveiti, mjólk, smjör, salt, sykur, lyftiduft og kúmen sem er hitað með mjólkinni og sigtað frá, en smá er sett í deigið.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Við klárum alltaf allt um jólin.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Afskurðurinn er borðaður um leið og búið er að steikja og næstu daga á eftir uns allt er upp urið.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Nei.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Tilgangurinn er fyrst og fremst að búa til eitthvað sem öllum finnst gott að nasla í. En ekki síður er mikilvæg sú samvera sem kynslóðirnar eiga saman við þennan atburð. Hjá okkur voru 4 kynslóðir saman í ár og er það ómissandi fyrir alla að skapa minningar.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Ekkert sem ég man eftir núna.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
