Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Karl (1998)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-92
Staður
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já fjölskyldan mín gerði laufabrauð þegar ég var lítill. Það tóku allir þátt, stór fjölskyldan kom saman og allir skáru saman. Í móður ættinni sér amma og bróðir hennar og dóttir hans um steikingu. Í föðurættinni er það mamma mín og mágkona mín sem steikja.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Hún fór í rauninni ekki fram heima hjá mér. Hún fór fram hjá ömmu og afa móðurmegin og föðurmegin.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Þau hafa bæði gert þetta frá því í barnæsku. Mamma á Akureyri og pabbi í Eyjafjarðarsveit.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég man ekki eftir þeim tíma sem ég tók ekki þátt í laufabrauðsgerðinni.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já. Ég geri það annarsvegar með móðurfjölskyldunni og hinsvegar með föðurfjölskyldunni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég tek þátt í laufabrauðsgerð á hverju ári og hef gert sér ferðir að sunnan til þess að komast í laufabrauð. Eina skiptið sem ég hef misst af laufabrauðinu var síðasta vetur en þá var ég í skiptinámi.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Það er ekki einhver ákveðin dagur en það er gert í því að finna dagsetningu svo allir geti verið með. Við gerum bara laufabrauð fyrir jólin.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég var náttúrulega alltaf fyrir norðan í barnæsku og hélt að allir gerðu laufabrauð. Það er ekki fyrr en ég flyt suður í skóla sem ég kemst að því að þetta tíðkast minna fyrir sunnann.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Við erum að stefna á laufabrauðs gerð á einn veg eða annan þrátt fyrir covid. Við verðum bara að finna útúr því hvernig þetta verður gert með sóttvarnarlög í huga.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Amma mín móður megin á til bretti hjól og hnífa. Við eigum svo til beitta hnífa heima hjá mér fyrir okkur sem notum ekki hjólin.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við kaupum útflattar kökur. Það eru bara nokkrar gerðar frá grunni fyrir frænda minn sem er með mikið af alskonar ofnæmum.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Margir nota útskurðar hjól til þess að rúlla kökuna og hníf til þess að fletta laufunum. Sjálfur nota ég hníf í allt sem ég geri á kökuna. Það bíður uppá fleiri möguleika.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Einhver hjólin ganga kynslóða á milli. Ég þekki sögu þeirra ekki.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Mér hefur verið kennt að gera allavega eina köku sem er með 3 strik. 3 strik er álitin venjulega kakan, hentar líka vel því þá brotnar hún svo vel. Ég er svo hrifinn af því að gera stjörnu. Hún er líka hefðbundið laufabrauðsmunstur en sínir fram á aðeins meiri hæfni og bíður uppá fleiri möguleika. Önnur klassísk tákn eru kerti, jólatré og bókstafir. Ég er svo hrifinn af því að vera aðeins frumlegri. Þá geri ég kött að horfa á tunglið, kafbát, kastala engla og hvað sem mér dettur í hug. Mér var alltaf kennt að það væri bannað að gera andlit á kökurnar, sérstaklega hrópandi eða öskrandi andlit. Ömmu finnst svo leiðinlegt að steikja þær kökur.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Mér var kennt að gera alltaf nokkrar "venjulegar kökur" þ.e. þrjú strik eða kerti. Ég leyfi mér svo að gera þó nokkrar stjörnur en þær eru mun strembnari og tímafrekari en líka miklu flottari og sína betur hvað maður getur. Þær eru hinsvegar tímafrekar og maður verður þreyttur á því að gera mikið af kökum sem taka svona langan tíma. Svo eru nokkrar kökur sem eru orðnar að hefð hjámér. Í þó nokkur ár núna hef ég alltaf gert kött að stara á tunglið, kastala og engil. Svo til þess að fá meiri fjölbreytni í skurðinn og gera hann skemmtilegri reyni ég að vera frumlegur. Ég geri þá báta, kafbáta og jafnvel pókemona. Svo hef ég tekið uppá því að nota nokkrar kökur til þess að mynda eina mynd. Ég hef gert jólaköttin úr tveimur kökum, þá myndaði ein kaka hausinn og önnur búkinn. Ég hef gert snjókall úr þremur, þá var ein hausinn ein búkurinn og ein hatturinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að vera snöggur þar sem við tökum allann daginn í skurðinn og ég er einn af þeim þolinmóðustu svo oft eru hinir búnir að taka sér pásu á meðan ég sker.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Allur skurður er dásamlegur, þetta er spurning um fjölbreytni.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það eru margir sem nota bara hjól við skurðinn. Afi átti þá venju að skera alltaf gleðileg jól með fínu hjóli sem leifði honum að koma fyrir meiri texta á hjólinu. Pabbi minn er mjög góður í að skera út og hefur tekið uppá því að skera út skordýr. Systir mín gerir oftast í það minnsta nokkur blóm, svo er hún hrifin af því að gera jólatré.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég sker alltaf út í stórum hópum og hef verið að skera út eins lengi og ég man eftir mér. Það hefur verið fjölskyldan mín í heild sinni sem hefur gert þetta í sameiningu. Pabbi hefur hinsvegar kennt mér nokkrar brellur þegar kemur að því að skera án hjóls en það tíðkast ekki að nota hjól í hans fjölskyldu. Ég hef ekki séð um það að kenna einhverjum að skera út frá a-ö en ég hef tekið þátt í því að kenna yngri kynslóðinni að skera út.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Það skera allir út. Sumum finnst það skemtilegra en öðrum og eru duglegir en það skera allir allavega eina köku. Ég hef verið a skera út eins legni og ég man eftir mér og börnin fá köku og hjól til að leika sér með og þeim er kennt að fletta frekar ungum.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Gaffall, pottur, eldhúspappír. Ég hef ekki tekið nógu mikinn part í steikingunni til að geta sagt frá.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Ég þekki þetta ekki nógu vel en ef ég man rétt höfum við verið að taka um 150 kökur mömmu megin og 70 pabba megin.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Það er pressað, ég veit ekki meir.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Það er sett í fötur.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
því hefur verið skipt eftir þörfum, ég er ekki alveg með þetta á hreinu. Við reynum oft að koma kökum sem hver skar til þess einstaklings, allavega þeim sem standa út úr að einhverju leyti.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Allann daginn. Við borðum þrjár máltíðir á staðnum, það er samt laufabrauð með kvöldmatnum.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Amma, bróðir hennar, konan hans og dóttir hans sjá um steikinguna.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Fyrstu kökurnar eru borðaðar í kvöldmatinn daginn sem er skorið út. Síðan eru þær sparaðar fram á aðfangadag og síðan borðaðar látlaust milli jóla og nýárs.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Eintómt eða sem meðlæti með jólasteikinni.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Það er enginn afgangur eftir jólatíðina, laufabrauð er alltof gott til þess að það klárist ekki.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Bakaríum.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Laufabrauðskurður byrjar oft jólin hjá mér. Þetta er fyrsta jólatengda dóteríið sem við gerum á hverju ári, yfirleitt í nóvember. Þetta er fjölskyldu stund þar sem öll stórfjölskyldan kemur saman, ekki bara fyrir eina máltíð heldur yfir allann daginn. Við gerum mikið úr því að passa að allir geti mætt.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Laufabrauðsgerð er dásamleg. Hún hefur verið stór partur af jólahefðinni hjá mér og fjölskyldunni minni eins lengi og ég man eftir mér. Ég hugsa líka að einhver elsta minning sem ég á sé frá laufabrauðsskurði. Ég man þetta ekki vel ég hef ekki verið gamall, ég myndi giska kannski 3 ára. Ég skar mig á laufabrauðshníf, þetta var lítill hnífur sem hægt var að loka, eins og lítil útgáfa af vasahníf. Hann var ekki beittur sem hefur spilað part í því að ég skar mig. Eftir þetta atvik var ég hinsvegar alveg handviss að laufabrauðshnífar væru með þeim beittari sem fyndust.
Já fjölskyldan mín gerði laufabrauð þegar ég var lítill. Það tóku allir þátt, stór fjölskyldan kom saman og allir skáru saman. Í móður ættinni sér amma og bróðir hennar og dóttir hans um steikingu. Í föðurættinni er það mamma mín og mágkona mín sem steikja.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Hún fór í rauninni ekki fram heima hjá mér. Hún fór fram hjá ömmu og afa móðurmegin og föðurmegin.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Þau hafa bæði gert þetta frá því í barnæsku. Mamma á Akureyri og pabbi í Eyjafjarðarsveit.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég man ekki eftir þeim tíma sem ég tók ekki þátt í laufabrauðsgerðinni.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já. Ég geri það annarsvegar með móðurfjölskyldunni og hinsvegar með föðurfjölskyldunni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég tek þátt í laufabrauðsgerð á hverju ári og hef gert sér ferðir að sunnan til þess að komast í laufabrauð. Eina skiptið sem ég hef misst af laufabrauðinu var síðasta vetur en þá var ég í skiptinámi.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Það er ekki einhver ákveðin dagur en það er gert í því að finna dagsetningu svo allir geti verið með. Við gerum bara laufabrauð fyrir jólin.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég var náttúrulega alltaf fyrir norðan í barnæsku og hélt að allir gerðu laufabrauð. Það er ekki fyrr en ég flyt suður í skóla sem ég kemst að því að þetta tíðkast minna fyrir sunnann.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Við erum að stefna á laufabrauðs gerð á einn veg eða annan þrátt fyrir covid. Við verðum bara að finna útúr því hvernig þetta verður gert með sóttvarnarlög í huga.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Amma mín móður megin á til bretti hjól og hnífa. Við eigum svo til beitta hnífa heima hjá mér fyrir okkur sem notum ekki hjólin.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við kaupum útflattar kökur. Það eru bara nokkrar gerðar frá grunni fyrir frænda minn sem er með mikið af alskonar ofnæmum.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Margir nota útskurðar hjól til þess að rúlla kökuna og hníf til þess að fletta laufunum. Sjálfur nota ég hníf í allt sem ég geri á kökuna. Það bíður uppá fleiri möguleika.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Einhver hjólin ganga kynslóða á milli. Ég þekki sögu þeirra ekki.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Mér hefur verið kennt að gera allavega eina köku sem er með 3 strik. 3 strik er álitin venjulega kakan, hentar líka vel því þá brotnar hún svo vel. Ég er svo hrifinn af því að gera stjörnu. Hún er líka hefðbundið laufabrauðsmunstur en sínir fram á aðeins meiri hæfni og bíður uppá fleiri möguleika. Önnur klassísk tákn eru kerti, jólatré og bókstafir. Ég er svo hrifinn af því að vera aðeins frumlegri. Þá geri ég kött að horfa á tunglið, kafbát, kastala engla og hvað sem mér dettur í hug. Mér var alltaf kennt að það væri bannað að gera andlit á kökurnar, sérstaklega hrópandi eða öskrandi andlit. Ömmu finnst svo leiðinlegt að steikja þær kökur.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Mér var kennt að gera alltaf nokkrar "venjulegar kökur" þ.e. þrjú strik eða kerti. Ég leyfi mér svo að gera þó nokkrar stjörnur en þær eru mun strembnari og tímafrekari en líka miklu flottari og sína betur hvað maður getur. Þær eru hinsvegar tímafrekar og maður verður þreyttur á því að gera mikið af kökum sem taka svona langan tíma. Svo eru nokkrar kökur sem eru orðnar að hefð hjámér. Í þó nokkur ár núna hef ég alltaf gert kött að stara á tunglið, kastala og engil. Svo til þess að fá meiri fjölbreytni í skurðinn og gera hann skemmtilegri reyni ég að vera frumlegur. Ég geri þá báta, kafbáta og jafnvel pókemona. Svo hef ég tekið uppá því að nota nokkrar kökur til þess að mynda eina mynd. Ég hef gert jólaköttin úr tveimur kökum, þá myndaði ein kaka hausinn og önnur búkinn. Ég hef gert snjókall úr þremur, þá var ein hausinn ein búkurinn og ein hatturinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að vera snöggur þar sem við tökum allann daginn í skurðinn og ég er einn af þeim þolinmóðustu svo oft eru hinir búnir að taka sér pásu á meðan ég sker.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Allur skurður er dásamlegur, þetta er spurning um fjölbreytni.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það eru margir sem nota bara hjól við skurðinn. Afi átti þá venju að skera alltaf gleðileg jól með fínu hjóli sem leifði honum að koma fyrir meiri texta á hjólinu. Pabbi minn er mjög góður í að skera út og hefur tekið uppá því að skera út skordýr. Systir mín gerir oftast í það minnsta nokkur blóm, svo er hún hrifin af því að gera jólatré.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég sker alltaf út í stórum hópum og hef verið að skera út eins lengi og ég man eftir mér. Það hefur verið fjölskyldan mín í heild sinni sem hefur gert þetta í sameiningu. Pabbi hefur hinsvegar kennt mér nokkrar brellur þegar kemur að því að skera án hjóls en það tíðkast ekki að nota hjól í hans fjölskyldu. Ég hef ekki séð um það að kenna einhverjum að skera út frá a-ö en ég hef tekið þátt í því að kenna yngri kynslóðinni að skera út.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Það skera allir út. Sumum finnst það skemtilegra en öðrum og eru duglegir en það skera allir allavega eina köku. Ég hef verið a skera út eins legni og ég man eftir mér og börnin fá köku og hjól til að leika sér með og þeim er kennt að fletta frekar ungum.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Gaffall, pottur, eldhúspappír. Ég hef ekki tekið nógu mikinn part í steikingunni til að geta sagt frá.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Ég þekki þetta ekki nógu vel en ef ég man rétt höfum við verið að taka um 150 kökur mömmu megin og 70 pabba megin.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Það er pressað, ég veit ekki meir.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Það er sett í fötur.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
því hefur verið skipt eftir þörfum, ég er ekki alveg með þetta á hreinu. Við reynum oft að koma kökum sem hver skar til þess einstaklings, allavega þeim sem standa út úr að einhverju leyti.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Allann daginn. Við borðum þrjár máltíðir á staðnum, það er samt laufabrauð með kvöldmatnum.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Amma, bróðir hennar, konan hans og dóttir hans sjá um steikinguna.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Fyrstu kökurnar eru borðaðar í kvöldmatinn daginn sem er skorið út. Síðan eru þær sparaðar fram á aðfangadag og síðan borðaðar látlaust milli jóla og nýárs.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Eintómt eða sem meðlæti með jólasteikinni.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Það er enginn afgangur eftir jólatíðina, laufabrauð er alltof gott til þess að það klárist ekki.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Bakaríum.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Laufabrauðskurður byrjar oft jólin hjá mér. Þetta er fyrsta jólatengda dóteríið sem við gerum á hverju ári, yfirleitt í nóvember. Þetta er fjölskyldu stund þar sem öll stórfjölskyldan kemur saman, ekki bara fyrir eina máltíð heldur yfir allann daginn. Við gerum mikið úr því að passa að allir geti mætt.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Laufabrauðsgerð er dásamleg. Hún hefur verið stór partur af jólahefðinni hjá mér og fjölskyldunni minni eins lengi og ég man eftir mér. Ég hugsa líka að einhver elsta minning sem ég á sé frá laufabrauðsskurði. Ég man þetta ekki vel ég hef ekki verið gamall, ég myndi giska kannski 3 ára. Ég skar mig á laufabrauðshníf, þetta var lítill hnífur sem hægt var að loka, eins og lítil útgáfa af vasahníf. Hann var ekki beittur sem hefur spilað part í því að ég skar mig. Eftir þetta atvik var ég hinsvegar alveg handviss að laufabrauðshnífar væru með þeim beittari sem fyndust.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
