Laufabrauðsgerð

04.12.2020

Aðrar upplýsingar

Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Karl (1943)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-90
Staður
Núverandi sveitarfélag: Kópavogsbær, Kópavogsbær
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Nei.

Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Engin laufabrauðsgerð á heimili foreldra minna.

Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Þar sem ég kom ekki að laufabrauðsgerð í æsku og þar sem þessi hefð er heldur ekki þekkt í fjölskyldu konu minnar hefur aldrei verið fengist við laufabrauðagerð á heimili okkar hjóna. Ástæðan fyrir því að ég er að svara þessari könnun er sú að faðir minn sem var þýskur og settist að hér á landi þekkti náttúrulega ekki þennan sið og móðir mín og hennar fólk var hér að sunnan og þessi hefð ekki fyrir í fjölskyldunni hennar. Sama má segja um fjölskyldu konu minnar. Hennar ættmenni eru sunnlendingar. Þó að við höfum ekkert um laufabrauðssögu að segja fannst mér eðlilegt að taka þátt í þessari könnun, því þetta eru líka upplýsingar.

Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei.

Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Nei.

Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Ég hef á tilfinningunni að laufabrauðsgerð sé á undanhaldi þar sem þjóðfélagshættir eru að breytast og fólk étur meira alls konar sælgæti.

Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Nei.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Laufabrauðsgerð
Efnisorð:
Laufabrauð