Laufabrauð

04.12.2020

Aðrar upplýsingar

Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1960)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-86
Staður
Núverandi sveitarfélag: Mosfellsbær, Mosfellsbær
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Það var ekki hefð fyrir laufabrauðsgerð á mínum æskuárum en maður heyrði af slíkum bakstri hjá skólafélögum og vinum.

Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég hef aðeins einu sinni tekið þátt í laufabrauðsgerð heima hjá vini mínum með hans fjölskyldu í Kópavogi. Öll fjölskyldan og amman tóku þátt ásamt okkur þremur vinum elsta sonarins. Hefðin kom úr hans föðurfjölskyldu sem var ættuð að norðan.

Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég var 18 ára þegar ég tók þátt í laufabrauðsgerð með vini mínum eins og áður sagði. Okkur þremur vinum hans var boðið sérstaklega að taka þátt af því að ekkert okkar hafði kynnst þessari jólahefð heima hjá sér.

Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei en ég kaupi það í búð eða á mörkuðum.

Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Held að hún sé að breiðast út um landið, sérstaklega á höfðuborgarsvæðinu þar sem norðlendingar og austfirðingar hafa flutt hefðina með sér hingað.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Laufabrauð
Efnisorð:
Laufabrauðsgerð