Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1990)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-85
Staður
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Við fjölskyldan höfum alltaf gert laufabrauð heima á Tjörn. Þar kemur öll fjölskyldan saman ásamt ömmu minni sem býr á efri hæðinni. Þegar ég var yngri þá voru voru fleiri sem komu saman, mest var það föðurfjölskydan mín sem bjó í nágrenninu og svo ömmur og afar.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég man bara eftir því að hafa gert laufabrauð heima hjá mér, á neðri hæðinni á Tjörn.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Ég hugsa að þetta sé bara fjölskylduhefð. Amma mín frá Skagafirði hefur ætíð gert laufabrauð og er með sér deig sem við gerum alltaf. Ég huga að laufabrauðsgerð hafi ætíð verið gerð á Tjörn í Svarfaðardal, en þar hefur fjölskylda mín verið búsett í fleiri en 100 ár.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já laufabrauðið hefur ætið verið eins. Alltaf með kúmen!
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Laufabrauðsgerð hefur ætíð verið í minni fjölskyldu.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já við fjölskyldan gerum alltaf saman laufabrauð heima á Tjörn. Við höldum alltaf jólin saman.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég hef alltaf tekið þátt, man ekki til þess að hafa tekið mér pásu frá því. Þetta er stór partur af jólunum í okkar fjölskyldu.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Við gerum oftast laufabrauðið rétt fyrir aðfangadag, allavega eftir 20. des, því þá eru allir komnir norður.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Mér finnst hún hafa bara alltaf verið svipuð. Hún hefur hugsanlega breyst eitthvað eftir að farið var að selja laufabrauð í búðum. En ég held samt að þetta sé mjög gróin hefð hjá okkur. Hugsanlega meira úti á landi.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Nei ég hugsa að hún verði óbreytt. Við sem erum að skera út saman eru við kjarnafjölskyldan, svo það ætti ekki að hafa nein áhrif.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Já ég hugsa að foreldrar mínir stjórni þessu, setji skurðabretti á borðin og velji bestu hnífana.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Það er mismunandi. Stundum kaupum við sérpantað deig frá Akureyri og þá er búið að fletja út deigið, en stundum búa foreldrar mínri til deig og þá fletur pabbi það og mamma steikir.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Allavega kúmen, það er mjög mikilvægt þegar kemur að laufabrauðinu á Tjörn. Hugsanlega líka heilhveiti. En allavega kúmenið!
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Ég hugsa að pabbi búi oftast til deigið og fletji það út. Mamma sér svo um að steikja kökurnar og pressa þær með viðarhring, en við systkinin og amma skerum út.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Við notum aðallega bara hnífa og skerum sjálf frjálst út. Amma á einn laufabrauðshníf, en mér finnst það hálfgert svindl. það er mun skemmtilegra að gera út allskonar mismunandi kökur.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Ég er ekki svo viss um sögu hnífsins eða hjólinu hennar ömmu. En hugsa að þetta sé ansi gamalt, hugsanlega frá langömmu minni.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
ég er mikið að vinna með allskonar munstur út frá þessu hefðbundna "fléttu-munstur". Ég hef ekki mikla skoðun á því hvað má ekki skera út, en það er ekki mjög gott að gera stór göt því þá á kakan til með að brotna. Svo er mikilvægt að muna að "pikka" í kökuna svo þær blási ekki út við steikingu.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Það fer dálítið eftir deiginu. Ef að deigið er frekar þurrt, þá getur verði erfitt að gera flókin munstur. En ég er oftast að gera frekar einföld munstur. Vinn mikið með fléttumunstrið.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Það er leiðinlegt að eiga við þurrar kökur, þá getur reynst mjög krefjandi að skrera út. Hið sama gildir um ef að degið er of blautt. það verður að vera milliveginn.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Ég hugsa að við séum öll að vinna með "fléttu munstrið". En við erum misgóð í þessu. mér finnst systkinin mín vera betri en ég að skera út.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég hugsa að foreldrar mínir hafi kennt mér að skera út, svo lærist þetta bara með tímanum. Við hjálpuðumst að, að kenna t.d. bróðurdóttur minni, hún er orðin mjög flínk í þessu, enda orðin 12 ára.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Við systkinin, amma og litla frænka mín.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Við skurðin eru notaðir hnífar sem eru beittir og sléttir. Svo notar mamma held ég bara tvo steikar-gaffla við að steikja.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Ekki svo ég muni.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Ég held að það sé steikt út pálmafeiti, er þó ekki alveg viss. Við erum að búa til svona 50 kökur, stundum uppí 100. Afskurðurinn er alltaf steiktur og sett á borð á meðan við erum að gera laufabrauð.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Mamma pressar kökurnar eftir steikinguna með hringlaga viðarbretti sem er sérhannað fyrir slíka athöfn.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Við geymum það oftast á hringlaga disk og poki settur yfir og það svo geymt í geymslu niðri í kjallara.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
þetta skiptist jafnt og þétt á milli þeirra sem er að skera. Stundum þarf maður að vera fljótur ef að pabbi er búin að fletja of margar kökur og ekkert pláss er eftir á borðinu. Annars gengur þetta frekar smurt.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Við byrjum svona uppúr sex og erum til svona tíu hugsa ég.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Mamma sér um að steikja og ganga frá kökunum.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Við borðum afskurninginn á meðan við erum að skera út. Annars er bara borið fram laufabrauð á aðfangadag. Eftir það er þetta frekar frjálst og fer bara eftir hve mikið er eftir af því.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Það er hefð í okkar fjölskyldu að búa til mysing. Þá er keyptur sérstakur brúnostur/mysuostur. Hann er svo bræddur í pott með rjóma og ögn af sykri og svo smyrjum við það á laufabrauðið eins og smjör.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Ég hugsa að mysingurinn sé frekar óheðbundinn, en á okkar heimili er hann ómissandi. Ég man að mér fannst skrítið að fólk setti smjör á laufabrauð.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Ég vil helst frá kúmenkökur.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Ef það er afgangur eftir aðfangadag, þá er frekar frjálst hvenær borðað er laufabrauð. Það er þó reynt að halda afgang eftir til að bera fram á áramótunum.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
á meðan við erum að skera út laufabrauð. Borðum þetta eins og snakk.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Við kaupum bara deig á Akureyri, veit ekki hvað fyrirtækið heitir, en það sér um að gera laufabrauðsdeig og fletja út kökur. En það stundum gerum við sjálf deig frá grunni.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Þetta er stór partur af jólahefðinni. Þetta kemur jólaandanum af stað. Við hlustum alltaf á sömu jólaplötuna með Eddukórnum, drekkum jólaöl og skerum út. Það væri afar undarlegt ef við myndum sleppa þessari hefð.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Ég man að mér fannst alltaf gaman og stemmning þegar verið var að gera laufabrauð heima. Fjölskyldan saman komin, raulað jólalög og steikarloftið setti móðu á gluggana. Þegar ég var unglingur kom örstutt tímabil þar sem ég nennti ekki að taka þátt, en það var ekki annað í boði og var ég alltaf ánægð að hafa tekið þátt eftirá. Í dag er þetta alltaf jákvæð hefð, þetta er heilög stund með fjölskyldunni þar sem við hlustum á jólalög eða sögu og njótum þess að vera saman. Fyrir mér yrðu jólin afar tómleg ef ekki væri fyrir öllum þessum jólahefðum.
Við fjölskyldan höfum alltaf gert laufabrauð heima á Tjörn. Þar kemur öll fjölskyldan saman ásamt ömmu minni sem býr á efri hæðinni. Þegar ég var yngri þá voru voru fleiri sem komu saman, mest var það föðurfjölskydan mín sem bjó í nágrenninu og svo ömmur og afar.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég man bara eftir því að hafa gert laufabrauð heima hjá mér, á neðri hæðinni á Tjörn.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Ég hugsa að þetta sé bara fjölskylduhefð. Amma mín frá Skagafirði hefur ætíð gert laufabrauð og er með sér deig sem við gerum alltaf. Ég huga að laufabrauðsgerð hafi ætíð verið gerð á Tjörn í Svarfaðardal, en þar hefur fjölskylda mín verið búsett í fleiri en 100 ár.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já laufabrauðið hefur ætið verið eins. Alltaf með kúmen!
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Laufabrauðsgerð hefur ætíð verið í minni fjölskyldu.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já við fjölskyldan gerum alltaf saman laufabrauð heima á Tjörn. Við höldum alltaf jólin saman.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég hef alltaf tekið þátt, man ekki til þess að hafa tekið mér pásu frá því. Þetta er stór partur af jólunum í okkar fjölskyldu.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Við gerum oftast laufabrauðið rétt fyrir aðfangadag, allavega eftir 20. des, því þá eru allir komnir norður.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Mér finnst hún hafa bara alltaf verið svipuð. Hún hefur hugsanlega breyst eitthvað eftir að farið var að selja laufabrauð í búðum. En ég held samt að þetta sé mjög gróin hefð hjá okkur. Hugsanlega meira úti á landi.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Nei ég hugsa að hún verði óbreytt. Við sem erum að skera út saman eru við kjarnafjölskyldan, svo það ætti ekki að hafa nein áhrif.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Já ég hugsa að foreldrar mínir stjórni þessu, setji skurðabretti á borðin og velji bestu hnífana.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Það er mismunandi. Stundum kaupum við sérpantað deig frá Akureyri og þá er búið að fletja út deigið, en stundum búa foreldrar mínri til deig og þá fletur pabbi það og mamma steikir.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Allavega kúmen, það er mjög mikilvægt þegar kemur að laufabrauðinu á Tjörn. Hugsanlega líka heilhveiti. En allavega kúmenið!
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Ég hugsa að pabbi búi oftast til deigið og fletji það út. Mamma sér svo um að steikja kökurnar og pressa þær með viðarhring, en við systkinin og amma skerum út.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Við notum aðallega bara hnífa og skerum sjálf frjálst út. Amma á einn laufabrauðshníf, en mér finnst það hálfgert svindl. það er mun skemmtilegra að gera út allskonar mismunandi kökur.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Ég er ekki svo viss um sögu hnífsins eða hjólinu hennar ömmu. En hugsa að þetta sé ansi gamalt, hugsanlega frá langömmu minni.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
ég er mikið að vinna með allskonar munstur út frá þessu hefðbundna "fléttu-munstur". Ég hef ekki mikla skoðun á því hvað má ekki skera út, en það er ekki mjög gott að gera stór göt því þá á kakan til með að brotna. Svo er mikilvægt að muna að "pikka" í kökuna svo þær blási ekki út við steikingu.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Það fer dálítið eftir deiginu. Ef að deigið er frekar þurrt, þá getur verði erfitt að gera flókin munstur. En ég er oftast að gera frekar einföld munstur. Vinn mikið með fléttumunstrið.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Það er leiðinlegt að eiga við þurrar kökur, þá getur reynst mjög krefjandi að skrera út. Hið sama gildir um ef að degið er of blautt. það verður að vera milliveginn.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Ég hugsa að við séum öll að vinna með "fléttu munstrið". En við erum misgóð í þessu. mér finnst systkinin mín vera betri en ég að skera út.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég hugsa að foreldrar mínir hafi kennt mér að skera út, svo lærist þetta bara með tímanum. Við hjálpuðumst að, að kenna t.d. bróðurdóttur minni, hún er orðin mjög flínk í þessu, enda orðin 12 ára.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Við systkinin, amma og litla frænka mín.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Við skurðin eru notaðir hnífar sem eru beittir og sléttir. Svo notar mamma held ég bara tvo steikar-gaffla við að steikja.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Ekki svo ég muni.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Ég held að það sé steikt út pálmafeiti, er þó ekki alveg viss. Við erum að búa til svona 50 kökur, stundum uppí 100. Afskurðurinn er alltaf steiktur og sett á borð á meðan við erum að gera laufabrauð.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Mamma pressar kökurnar eftir steikinguna með hringlaga viðarbretti sem er sérhannað fyrir slíka athöfn.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Við geymum það oftast á hringlaga disk og poki settur yfir og það svo geymt í geymslu niðri í kjallara.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
þetta skiptist jafnt og þétt á milli þeirra sem er að skera. Stundum þarf maður að vera fljótur ef að pabbi er búin að fletja of margar kökur og ekkert pláss er eftir á borðinu. Annars gengur þetta frekar smurt.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Við byrjum svona uppúr sex og erum til svona tíu hugsa ég.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Mamma sér um að steikja og ganga frá kökunum.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Við borðum afskurninginn á meðan við erum að skera út. Annars er bara borið fram laufabrauð á aðfangadag. Eftir það er þetta frekar frjálst og fer bara eftir hve mikið er eftir af því.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Það er hefð í okkar fjölskyldu að búa til mysing. Þá er keyptur sérstakur brúnostur/mysuostur. Hann er svo bræddur í pott með rjóma og ögn af sykri og svo smyrjum við það á laufabrauðið eins og smjör.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Ég hugsa að mysingurinn sé frekar óheðbundinn, en á okkar heimili er hann ómissandi. Ég man að mér fannst skrítið að fólk setti smjör á laufabrauð.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Ég vil helst frá kúmenkökur.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Ef það er afgangur eftir aðfangadag, þá er frekar frjálst hvenær borðað er laufabrauð. Það er þó reynt að halda afgang eftir til að bera fram á áramótunum.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
á meðan við erum að skera út laufabrauð. Borðum þetta eins og snakk.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Við kaupum bara deig á Akureyri, veit ekki hvað fyrirtækið heitir, en það sér um að gera laufabrauðsdeig og fletja út kökur. En það stundum gerum við sjálf deig frá grunni.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Þetta er stór partur af jólahefðinni. Þetta kemur jólaandanum af stað. Við hlustum alltaf á sömu jólaplötuna með Eddukórnum, drekkum jólaöl og skerum út. Það væri afar undarlegt ef við myndum sleppa þessari hefð.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Ég man að mér fannst alltaf gaman og stemmning þegar verið var að gera laufabrauð heima. Fjölskyldan saman komin, raulað jólalög og steikarloftið setti móðu á gluggana. Þegar ég var unglingur kom örstutt tímabil þar sem ég nennti ekki að taka þátt, en það var ekki annað í boði og var ég alltaf ánægð að hafa tekið þátt eftirá. Í dag er þetta alltaf jákvæð hefð, þetta er heilög stund með fjölskyldunni þar sem við hlustum á jólalög eða sögu og njótum þess að vera saman. Fyrir mér yrðu jólin afar tómleg ef ekki væri fyrir öllum þessum jólahefðum.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
