Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1959)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-84
Staður
Núverandi sveitarfélag: Hafnarfjarðarkaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Frá því að ég man eftir var gert laufabrauð. Mamma flatti út og pabbi og við krakkarnir fimm skárum út. Um tvítugt var ég farin að fletja út með mömmu. Við bjuggum fyrir austan þar sem ekki var siður að búa til laufabrauð, en foreldrar mínir voru báðir að norðan þar sem þessi siður var í báðum fjölskyldum. Ég man ekki eftir öðru fólki með okkur.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Nei, það var einungis heima hjá okkur.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Mamma er frá Akureyri þar sem pabbi hennar kom með þennan sið inn í fjölskylduna. Hann var alinn upp nálægt Húsavík og í Grímsey . Móðuramma mín var úr Skagafirði og á hennar heimili var þetta ekki siður. Pabbi er frá Dalvík og þar var mikil hefð að gera laufabrauð. Föðuramma mín var úr Skíðadal og föðurafi var frá bæ rétt utan við Dalvík. Hann var í flokki ungra manna sem gengu á milli bæja og skáru út kökur. Vaninn var að skera út mikið magn af laufabrauði á hverju heimili.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já, það var svipað, aðeins þynnra kannski, þar sem það var flatt út heima.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já ég kaupi tilbúnar kökur til útskurðar í bakaríi og við systkinin og fjölskyldur þeirra, skiptumst á að halda boðið í byrjun aðventu og kennum börnum og barnabörnum að skera út með hníf. Munstur afa á Akureyri og ömmu á Dalvík lifa áfram. Við komum með jólasmákökur og brauð, hnífa og bretti, dúnka og pappír setjum jólatónlist á og skiptumst á að steikja brauðið. Amma á Akureyri flatti út og steikti, á meðan afi skar, en á Dalvíkurheimilinu snérist dæmið við, afi flatti og steikti á meðan amma skar út. Líklegast var þetta valið út frá hæfni til að skera út.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Á hverju ári. Núna í covid vorum bara við fjölskyldan, brottflutt dóttir mín og systir mín sem komum saman og gerðum laufabrauð.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Oftast gerum við laufabrauðið snemma á aðventunni, en stundum eru börnin í prófum og við frestum þá bakstrinum þar til sem flestir geta mætt. Við erum með facebook hóp þar sem umræður fara fram, og fjögur af sjö systkinum búa hérna fyrir sunnan og við hittumst eftir samningaviðræðum á netinu. Það er aldrei gert laufabrauð á öðrum tíma.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Mér finnst laufabrauðsát vera almennara heldur en það var. Þegar ég byrjaði á núverandi vinnustað 1987 hélt ég stutt námskeið fyrir samstarfsfólk á aðventunni í laufabrauðsgerð, og þá kunnu það fáir, og margir höfðu aldrei smakkað það. Núna þykir sjálfsagt að kaupa tilbúnar kökur.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Sjá fyrir ofan.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Við gerum þetta hver fjölskylda fyrir sig, sú sem heldur boðið. En hér áður fyrr var það oftast ég sem elsta systirin sem sá um þetta.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við kaupum útflattar kökur frá bakara með dalvískar rætur. Ég held að mamma hafi hætt að fletja út í kringum 1984-5 þegar bakarinn á Dalvík fór að fletja út og selja.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Bretti, svuntu, hnífa skurðhnífa sem hægt er að kaupa í apótekum. Kökurnar eru settar á bretti og skorið mynstur með hnífunum.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég sker alltaf svipuð mynstur, ég veit ekki hvað þau heita, en það er kerti á grein, jólatré, jólagreinar, orðin jól með skurði í kringum kökuna. Börnin búa til ýmislegt og það er bara fínt.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég sker út svipað mynstur og pabbi og afi skáru út. Alltaf byrjað á upphafsstöfum fjölskyldunnar. En ég er alveg til í að breyta líka um. Maðurinn minn sem er líka að norðan sker öðruvísi út. Hann býr ekki til þetta vanalega lauf heldur opnar þríhyrndan glugga. Einfalt lauf. Stundum þarf ég að flýta mér þegar einhver getur verið stutt eða kemst ekki og við hjálpumst að ljúka við skurðinn fyrir alla.En það er alltaf nostrað við fyrstu kökurnar.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Nei. Mér finnst gaman að skera út. Mér finnst líka gaman að kenna börnum að skera út.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Allir skera upphafsstafinn sinn, svo erum við systkinin að skera svipað, en ég sé að börnin okkar skera það sem þeim langar til og oft koma mjög skemmtileg munstur.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Pabbi kenndi mér og ég hef kennt allri minni fjölskyldu, ásamt samstarsfólki.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir taka þátt.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég nota stóra wokpönnu því það kemst mikil feiti fyrir í henni. Ég kaupi steikingarfeiti Kristjáns og nota tvo gafla til að snúa kökunum. Ég á gamla sléttbotna pönnu með tveimur höldum sem er notuð til að pressa kökurnar strax eftir steikinguna. Við rífum niður eldhúspappír og setjum á milli kaknanna og röðum síðan í macintosh dunka. Eftir skurð er breytt út lak á hjónarúmið og kökunum raðað þar í röð eftir fjölskyldu og þar fá þær að þorna aðeins fyrir steikingu. Síðan er steikt fyrir hverja fjölskyldu.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei, þetta er nú svipað nema ég man að mamma átti steikarapott og hún notaði trébretti til að pressa kökurnar.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Djúpsteikingarfeiti frá Kristjánsbakaríi er komið í staðinn fyrir tólg og palmín. Hún er hituð í ca. 180 og kökurnar eru innan við mínútu að steikjast á annari hlið og augnablik á hinni. Við tökum um 25 kökur og því miður er engin afskurður því því við kaupum þær útflattar.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Eldhúspappírsblað sett á milli sett í macintosh dós og sett í einangraðan kassa út á svalir.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Hver fjölskylda kaupir sínar útflattar kökur sker þær út og fer með heim. Mjög misjafnt hversu margar. Allt frá 5 til 35 stk.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Við mætum um ellefu og erum búin upp úr 5.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Við skiptum þessu á milli okkar, einn steikir, annar pressar, þriðji sér um að raða í bunka og síðan sér hver fjölskylda um að raða í dunkana. Steikingarmeistarar eru aldrei þeir sömu. Allir mega prófa og öllum er kennt. Fyrst steikti ég en síðan höfum við skipst á.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Fyrsta kakan er smökkuð eftir steikingu en síðan ekki fyrr en með hangikjötinu á jóladag. Stundum er hangikjöt á nýársdag og þá er brauðið tekið fram.Síðan geymi ég alltaf nokkrar kökur til að eiga á bóndadag.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Með smjöri, hangikjöti kartöflum og uppstúf, rauðrófum og bökuðum baunum.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Frá Lindabakaríi. Bakarinn er frá Dalvík og veit hvernig á að gera þetta. Ekki of þykkar og heldur ekki of þunnar.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Jólin eru hefð og laufabrauðið er ómissandi. Eins finnst mér frábært að hitta stórfjölskylduna rétt fyrir jólin, allir skiptast á jólakortum og fréttum. Munstur afa og ömmu fylgja fjölskyldunni, ég hefði viljað eiga myndir af kökum afa og ömmu.
Frá því að ég man eftir var gert laufabrauð. Mamma flatti út og pabbi og við krakkarnir fimm skárum út. Um tvítugt var ég farin að fletja út með mömmu. Við bjuggum fyrir austan þar sem ekki var siður að búa til laufabrauð, en foreldrar mínir voru báðir að norðan þar sem þessi siður var í báðum fjölskyldum. Ég man ekki eftir öðru fólki með okkur.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Nei, það var einungis heima hjá okkur.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Mamma er frá Akureyri þar sem pabbi hennar kom með þennan sið inn í fjölskylduna. Hann var alinn upp nálægt Húsavík og í Grímsey . Móðuramma mín var úr Skagafirði og á hennar heimili var þetta ekki siður. Pabbi er frá Dalvík og þar var mikil hefð að gera laufabrauð. Föðuramma mín var úr Skíðadal og föðurafi var frá bæ rétt utan við Dalvík. Hann var í flokki ungra manna sem gengu á milli bæja og skáru út kökur. Vaninn var að skera út mikið magn af laufabrauði á hverju heimili.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já, það var svipað, aðeins þynnra kannski, þar sem það var flatt út heima.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já ég kaupi tilbúnar kökur til útskurðar í bakaríi og við systkinin og fjölskyldur þeirra, skiptumst á að halda boðið í byrjun aðventu og kennum börnum og barnabörnum að skera út með hníf. Munstur afa á Akureyri og ömmu á Dalvík lifa áfram. Við komum með jólasmákökur og brauð, hnífa og bretti, dúnka og pappír setjum jólatónlist á og skiptumst á að steikja brauðið. Amma á Akureyri flatti út og steikti, á meðan afi skar, en á Dalvíkurheimilinu snérist dæmið við, afi flatti og steikti á meðan amma skar út. Líklegast var þetta valið út frá hæfni til að skera út.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Á hverju ári. Núna í covid vorum bara við fjölskyldan, brottflutt dóttir mín og systir mín sem komum saman og gerðum laufabrauð.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Oftast gerum við laufabrauðið snemma á aðventunni, en stundum eru börnin í prófum og við frestum þá bakstrinum þar til sem flestir geta mætt. Við erum með facebook hóp þar sem umræður fara fram, og fjögur af sjö systkinum búa hérna fyrir sunnan og við hittumst eftir samningaviðræðum á netinu. Það er aldrei gert laufabrauð á öðrum tíma.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Mér finnst laufabrauðsát vera almennara heldur en það var. Þegar ég byrjaði á núverandi vinnustað 1987 hélt ég stutt námskeið fyrir samstarfsfólk á aðventunni í laufabrauðsgerð, og þá kunnu það fáir, og margir höfðu aldrei smakkað það. Núna þykir sjálfsagt að kaupa tilbúnar kökur.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Sjá fyrir ofan.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Við gerum þetta hver fjölskylda fyrir sig, sú sem heldur boðið. En hér áður fyrr var það oftast ég sem elsta systirin sem sá um þetta.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við kaupum útflattar kökur frá bakara með dalvískar rætur. Ég held að mamma hafi hætt að fletja út í kringum 1984-5 þegar bakarinn á Dalvík fór að fletja út og selja.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Bretti, svuntu, hnífa skurðhnífa sem hægt er að kaupa í apótekum. Kökurnar eru settar á bretti og skorið mynstur með hnífunum.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég sker alltaf svipuð mynstur, ég veit ekki hvað þau heita, en það er kerti á grein, jólatré, jólagreinar, orðin jól með skurði í kringum kökuna. Börnin búa til ýmislegt og það er bara fínt.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég sker út svipað mynstur og pabbi og afi skáru út. Alltaf byrjað á upphafsstöfum fjölskyldunnar. En ég er alveg til í að breyta líka um. Maðurinn minn sem er líka að norðan sker öðruvísi út. Hann býr ekki til þetta vanalega lauf heldur opnar þríhyrndan glugga. Einfalt lauf. Stundum þarf ég að flýta mér þegar einhver getur verið stutt eða kemst ekki og við hjálpumst að ljúka við skurðinn fyrir alla.En það er alltaf nostrað við fyrstu kökurnar.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Nei. Mér finnst gaman að skera út. Mér finnst líka gaman að kenna börnum að skera út.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Allir skera upphafsstafinn sinn, svo erum við systkinin að skera svipað, en ég sé að börnin okkar skera það sem þeim langar til og oft koma mjög skemmtileg munstur.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Pabbi kenndi mér og ég hef kennt allri minni fjölskyldu, ásamt samstarsfólki.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir taka þátt.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég nota stóra wokpönnu því það kemst mikil feiti fyrir í henni. Ég kaupi steikingarfeiti Kristjáns og nota tvo gafla til að snúa kökunum. Ég á gamla sléttbotna pönnu með tveimur höldum sem er notuð til að pressa kökurnar strax eftir steikinguna. Við rífum niður eldhúspappír og setjum á milli kaknanna og röðum síðan í macintosh dunka. Eftir skurð er breytt út lak á hjónarúmið og kökunum raðað þar í röð eftir fjölskyldu og þar fá þær að þorna aðeins fyrir steikingu. Síðan er steikt fyrir hverja fjölskyldu.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei, þetta er nú svipað nema ég man að mamma átti steikarapott og hún notaði trébretti til að pressa kökurnar.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Djúpsteikingarfeiti frá Kristjánsbakaríi er komið í staðinn fyrir tólg og palmín. Hún er hituð í ca. 180 og kökurnar eru innan við mínútu að steikjast á annari hlið og augnablik á hinni. Við tökum um 25 kökur og því miður er engin afskurður því því við kaupum þær útflattar.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Eldhúspappírsblað sett á milli sett í macintosh dós og sett í einangraðan kassa út á svalir.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Hver fjölskylda kaupir sínar útflattar kökur sker þær út og fer með heim. Mjög misjafnt hversu margar. Allt frá 5 til 35 stk.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Við mætum um ellefu og erum búin upp úr 5.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Við skiptum þessu á milli okkar, einn steikir, annar pressar, þriðji sér um að raða í bunka og síðan sér hver fjölskylda um að raða í dunkana. Steikingarmeistarar eru aldrei þeir sömu. Allir mega prófa og öllum er kennt. Fyrst steikti ég en síðan höfum við skipst á.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Fyrsta kakan er smökkuð eftir steikingu en síðan ekki fyrr en með hangikjötinu á jóladag. Stundum er hangikjöt á nýársdag og þá er brauðið tekið fram.Síðan geymi ég alltaf nokkrar kökur til að eiga á bóndadag.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Með smjöri, hangikjöti kartöflum og uppstúf, rauðrófum og bökuðum baunum.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Frá Lindabakaríi. Bakarinn er frá Dalvík og veit hvernig á að gera þetta. Ekki of þykkar og heldur ekki of þunnar.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Jólin eru hefð og laufabrauðið er ómissandi. Eins finnst mér frábært að hitta stórfjölskylduna rétt fyrir jólin, allir skiptast á jólakortum og fréttum. Munstur afa og ömmu fylgja fjölskyldunni, ég hefði viljað eiga myndir af kökum afa og ömmu.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
