Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1952)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-77
Staður
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Móðir tók þennan sið upp þegar hún eignaðist heimili og börn og ég hef haldið honum með minni fjölskyldu síðan ég sjálf stofnaði heimili. Fyrstu árin vorum við hjá foreldrum mínum að skera út en þegar þau fluttust í húsnæði sem var orðið of lítið fyrir stórfjölskylduna, þá skar ég út með mínum börnum og barnabörnum. Faðir minn var sjómaður og tók ekki virkan þátt í laufabrauðsskurði enda mikið frá heimilinu, en þegar hann kom í land síðar meir varð hann virkur með okkur. Mamma hnoðaði og flatti allt brauðið út fyrstu árin enda ekki hægt að kaupa tilbúnar kökur, en þegar hún eltist og við gátum keypt kökur þá hætti hún að búa til kökurnar sjálf. Við systkinin fjögur, vorum líka liðtæk í að fletja út kökur þegar við uxum úr grasi en okkur fannst þetta mikið púl. Þetta var ekki siður hjá neinum ættingjum mínum og ég man ekki til þess að neinn hafi skorið með okkur utan fjölskyldunnar.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Við vorum eingöngu á heimilinu okkar. Ég tók einu sinni tekið þátt í að skera laufabrauð til fjáröflunar fyrir félag framsóknarkvenna í Reykjavík. Þetta var árleg fjáröflun hjá þeim og laufabrauðin ruku út enda fagurlega útskorin. Þegar ég tók þátt í þessu var notað eldhús í húsi Framsóknarflokksins á Rauðarárstíg sem nú er Covidfarsóttarhús. Góð aðstaða til að fletja út, skera, steikja og pakka.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Móðir mín kynntist laufabrauðsgerð í Húsmæðraskólanum á Akureyri þegar hún stundaði nám þar á árunum 1947-1948.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Móðir mín var með uppskrift sem ég á og líkist því brauði sem maður getur keypt í búð. Ég vandist ekki á kúmenbrauð. Svona hljóðar uppskriftin hennar mömmu og ég geri ráð fyrir að hún hafi fengið hana í húsmæðraskólanum. 23-30g smjörlíki brætt 500g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 msk sykur 1 tsk salt 3 dl sjóðandi mjólk Mjólkin og smjörið brætt saman. Öllu hellt í hrærivélarskál og hnoðað saman. Best að fletja brauðið út sjóðheitt. 15-16 kökur fást úr uppskrift. Maður varð að fletja kökurnar svo þunnt út að mynstrið í vaxdúknum undir sæist í gegnum kökurnar. Við notuðum matardisk og kleinujárn til að móta kökurnar.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Ég sker enn út laufabrauð og núna með smærri hóp. Ég á 4 börn (3 dætur og 1 son) og áhugi þeirra er misjafn. Elsta dóttir mín sýnir mestan áhuga og ég hef skorið með dætrunum í sitt hvoru lagi á þeirra heimilum.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég hef alltaf skorið laufabrauð og mér finnst þetta vera ómissandi jólahefð. Maður kemst í jólaskap við að skera og steikja, við hlustum á jólalög og borðum smákökur við athöfnina og svo er laufabrauð bara svo gott með jólamatnum. Við smökkum "aðeins" á kökunum þegar við erum að steikja.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Yfirleitt er valinn laugardagur eða sunnudagur á aðventunni þegar fólk getur gefið sér tíma. Við gerum laufabrauð bara fyrir jólin en það hefur komið fyrir að við skerum svo mikið að óvart hefur kökudunkur "týnst" í búrinu og fundist þegar líða fer að páskum og þá er laufabrauðið borðað eins og snakk því það geymist vel.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Frá því að fjölskylda mín hóf að skera laufabrauð hefur orðið sprenging í útbreiðslu laufabrauðs. Fv. eiginmaður minn er ættaður vestan af fjörðum og hann hafði aldrei kynnst þessum sið. Systir hans er gift manni frá Akureyri og þau eru alltaf með laufabrauð. Þannig að þeir sem hafa vanist brauðinu geta ekki sleppt því um jólin hvort sem þeir skera út sjálfir eða kaupa tilbúið, steikt brauð.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Núna ætla ég að skera út með tveimur dætrum mínum. Yngsta dóttir mín er í Háskólanum og hefur ekki tíma fyrr en öllum skilum þar er lokið. Hún er með 2 dætur sem skera með okkur en eiginmaður hennar er ekki eins áhugasamur. Sú elsta ætlar að skera með mér þegar hún hefur lokið við að sauma Covid jólagrímur sem hún hefur verið að gera fyrir vini og ættingja, sem verður fljótlega.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég hef átt verkfærin sem notuð eru frá því að ég byrjaði búskap og sé um að lána þau til ættingja.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við kaupum útflattar kökur og það er alltaf keypt frá Kristjánsbakaríi ef það er til. Ömmubakstur er einnig með ágætar kökur en þær voru oft sporöskjulaga í stað þess að vera fallega kringlóttar og það er verra við útskurðinn. Við erum smámunasöm með útlitið á kökunum. Stundum lendir maður í því að kökurnar eru of þurrar frá bakaríinu og laufin vilja ekki tolla í brotinu og þá erum við með vatn til að dreypa á deigið til að festa útskurðinn niður.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Sjá uppskrift að framan.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Sjá að framan. Mamma bjó deigið og flatti í fyrstu út en svo tókum við systkinin við þegar við eltumst. Pabbi úti á sjó og tók þar af leiðandi ekki þátt í þessum sið fyrr en við fórum að fá búðarkökur.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég á "réttu græjurnar" eins og Eiríkur Fjalar sagði. Við erum með krufningshnífa fyrir fullorðna og ég á sérstakan handgerðan laufabrauðshníf sem ég keypti í Miðhúsum nálægt Egilsstöðum hjá handverksfólki þar. Litlu börnin eru með vasahnífa eða beitta borðhnífa. Tvö skurðarjárn á ég líka til að rúlla yfir kökurnar og þau skera laufin. Þau eru með sitthvorum grófleikanum. Einnig gerði eiginmaður minn í upphafi okkar búskaps V-laga járn sem skera einstök lauf og við notum þegar gera á mynstur í hring. Ég á 10 hringlaga skurðbretti úr tré sem voru sérstaklega keypt fyrir laufabrauðsskurð. Þau eru yfirleitt ekki notuð í annað.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Engin gömul áhöld eru til hjá okkur en þegar börnin mín fá það sem ég hef viðað að mér af áhöldum eru það orðin gömul áhöld.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Við byrjum á að kenna litlum börnum að skera V-laga lauf og líka kleinur og snúninga. Ég á orðið gott safn af blaðaúrklippum með myndum af kökum sem við hermum eftir. Við notum mest beinar línur með laufum en þeir sem eru vanir og flinkir eru með alls konar mynstur og flókinn útskurð. Nöfn hef ég aldrei heyrt um á mynstrunum okkar. Það er helst að litlu börnin skeri einhverja "vitleysu" í brauðin en þau læra fljótt að laufabrauð eiga að líta út á ákveðinn hátt með hefðbundnu mynstri. Við erum mjög formföst og íhaldssöm.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Í dag sker ég út fáar fallegar kökur sem ég nostra við en fyrr á árum með mörg börn og kannski 60 kökur skárum við fljóleg mynstur. Ég gaf alltaf 2 gömlum konum fallegar laufabrauðskökur í jólagjöf. Nú er önnur látin en hin fær enn sinn skammt í ár. Þær kökur voru sérvaldar og með fallegum skurði.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Mér finnst ekkert eitt skemmtilegra en annað en ég vil hafa kökurnar mikið útskornar og með fallegu mynstri. Stundum hér áður fyrr notuðum við mamma kökur til að hengja upp í glugga sem jólaskraut.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Nei flestir nota hefðbundin mynstur og útskurð, en ég man að þegar pabbi hætti á sjónum og fór að skera með okkur fjölskyldunni þá var hann með eilítið annað form á sínum útskurði en við hin og hans kökur voru auðþekkjanlegar.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Mamma kenndi okkur systkinunum og ég hef kennt mínum börnum og þau svo sínum. Koll af kolli.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Hjá okkur skera allir út og við skerum oft stafina okkar í kökurnar og það tíðkast hjá okkur, að á aðfangadag eru merktar kökur hjá hverjum fjölskyldumeðlimi. Börnunum finnst mjög gaman að fylgja sínum kökum eftir í steikingu og að fá að borða þær á jólunum.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Við notum víða barmháa pönnu úr Ikea til að steikja brauðin í og notum langa bandprjóna eða grillteina til að snúa brauðinu við á pönnunni og veiða brauðið uppúr. Að steikingu lokinni setjum við hlemm úr pottjárni ofan á kökurnar til að slétta þær því þær koma stundum beyglaðar úr steikingu.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei að mestu sömu tólin en ég skipti úr potti í pönnu þar sem það er betra að hafa ekki háa barma þegar maður steikir.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Við notum alltaf Palmín kókosolíu til að steikja brauðið úr. Það fer eftir hitanum á feitinni hversu lengi kakan er steikt og litarsmekkur ræður því hvað þær eru lengi í feitinni þar til þeim er snúið og svo teknar upp úr. Yfirleitt hafðar fallega brúnar en ekki of. Ekki fölar kökur. Við steikjum í dag 20-40 kökur á hvert heimili en áður gerðum við yfirleitt 40-60 stk. Afskurðurinn var alltaf steiktur og borðaður jafnóðum. Börnin fengu hann oftast að verki loknu. Sum minna barna hafa borðað hrátt deigið og voru dugleg við að fá afskurð innan úr kökunum sem þau borðuðu jafnóðum. Kökurnar áttu til að vera erfiðar í steikingu allar í götum. Þetta eltist síðan af þeim.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Pottjárnshlemmur settur ofan á brauðið að steikingu lokinni. Undir brauðið var fyrst sett dagblað og síðan eldhúspappír til að taka við mestu fitunni úr brauðinu eftir steikingu. Pappírinn nota ég svo í arinofninn.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Auðvitað voru sérstök laufabrauðskökubox á heimilinu. Þau voru ýmist stór Macintosh box eða járn kökubox sem pabbi keypti í siglingum til Grimsby eða Hull og voru með ensku kexi í upphaflega.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Hvert heimili keypti sínar kökur og við skárum alltaf okkar kökur og geymdum sér í stafla og svo steikti hvert heimili sínar kökur í lokin.Við vorum ekkert að blanda saman kökunum, það hefði kostað grát og gnístan tanna ef börnin hefðu ekki fengið sínar kökur með heim.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Við komum yfirleitt saman strax eftir hádegi og þessu lýkur rétt fyrir kvöldmat. Auðvitað með kaffihléi á milli, jólabakkelsi og spjalli. Myndatökur fóru auðvitað líka fram, bæði af fólki og kökum.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Tveir fullorðnir úr hverri fjölskyldu og börnunum haldið frá eldhúsinu og heitri feitinni. Við erum ekki með kynjaskiptingu í steikingunni, þar réði mestu hver gat haft ofan af fyrir börnunum á meðan. Ég hef yfirleitt steikt með börnunum mínum í fyrstu til að kenna þeim handbrögðin og sama gerði mamma mín.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Strax við steikinguna er smakkað en yfirleitt ekki borðað fyrr en á aðfangadag.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Smjöri sem viðbiti og svo með hangikjöti og reyndar öllum jólamat. Einnig sem morgunmatur og millimálasnakk. Það á alltaf við að fá sér laufabrauð.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Bestar með smjöri eða eintómar, og ég þekki ekki annað.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Úr hvítu hveiti. Sjá uppskrift að framan.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Eins og fyrr segir höfum við fundið brauð í búrinu um páska og borðað það með góðri list, en að öllu jöfnu endist brauðið fram í byrjun janúar.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Strax að steikingu lokinni. Þekki ekki nafn á honum.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Kaupum Kristjáns eða Ömmu bakstur. Einu sinni smakkað frá Borgarnesi held ég og það brauð var líka gott.
Móðir tók þennan sið upp þegar hún eignaðist heimili og börn og ég hef haldið honum með minni fjölskyldu síðan ég sjálf stofnaði heimili. Fyrstu árin vorum við hjá foreldrum mínum að skera út en þegar þau fluttust í húsnæði sem var orðið of lítið fyrir stórfjölskylduna, þá skar ég út með mínum börnum og barnabörnum. Faðir minn var sjómaður og tók ekki virkan þátt í laufabrauðsskurði enda mikið frá heimilinu, en þegar hann kom í land síðar meir varð hann virkur með okkur. Mamma hnoðaði og flatti allt brauðið út fyrstu árin enda ekki hægt að kaupa tilbúnar kökur, en þegar hún eltist og við gátum keypt kökur þá hætti hún að búa til kökurnar sjálf. Við systkinin fjögur, vorum líka liðtæk í að fletja út kökur þegar við uxum úr grasi en okkur fannst þetta mikið púl. Þetta var ekki siður hjá neinum ættingjum mínum og ég man ekki til þess að neinn hafi skorið með okkur utan fjölskyldunnar.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Við vorum eingöngu á heimilinu okkar. Ég tók einu sinni tekið þátt í að skera laufabrauð til fjáröflunar fyrir félag framsóknarkvenna í Reykjavík. Þetta var árleg fjáröflun hjá þeim og laufabrauðin ruku út enda fagurlega útskorin. Þegar ég tók þátt í þessu var notað eldhús í húsi Framsóknarflokksins á Rauðarárstíg sem nú er Covidfarsóttarhús. Góð aðstaða til að fletja út, skera, steikja og pakka.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Móðir mín kynntist laufabrauðsgerð í Húsmæðraskólanum á Akureyri þegar hún stundaði nám þar á árunum 1947-1948.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Móðir mín var með uppskrift sem ég á og líkist því brauði sem maður getur keypt í búð. Ég vandist ekki á kúmenbrauð. Svona hljóðar uppskriftin hennar mömmu og ég geri ráð fyrir að hún hafi fengið hana í húsmæðraskólanum. 23-30g smjörlíki brætt 500g hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 msk sykur 1 tsk salt 3 dl sjóðandi mjólk Mjólkin og smjörið brætt saman. Öllu hellt í hrærivélarskál og hnoðað saman. Best að fletja brauðið út sjóðheitt. 15-16 kökur fást úr uppskrift. Maður varð að fletja kökurnar svo þunnt út að mynstrið í vaxdúknum undir sæist í gegnum kökurnar. Við notuðum matardisk og kleinujárn til að móta kökurnar.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Ég sker enn út laufabrauð og núna með smærri hóp. Ég á 4 börn (3 dætur og 1 son) og áhugi þeirra er misjafn. Elsta dóttir mín sýnir mestan áhuga og ég hef skorið með dætrunum í sitt hvoru lagi á þeirra heimilum.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég hef alltaf skorið laufabrauð og mér finnst þetta vera ómissandi jólahefð. Maður kemst í jólaskap við að skera og steikja, við hlustum á jólalög og borðum smákökur við athöfnina og svo er laufabrauð bara svo gott með jólamatnum. Við smökkum "aðeins" á kökunum þegar við erum að steikja.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Yfirleitt er valinn laugardagur eða sunnudagur á aðventunni þegar fólk getur gefið sér tíma. Við gerum laufabrauð bara fyrir jólin en það hefur komið fyrir að við skerum svo mikið að óvart hefur kökudunkur "týnst" í búrinu og fundist þegar líða fer að páskum og þá er laufabrauðið borðað eins og snakk því það geymist vel.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Frá því að fjölskylda mín hóf að skera laufabrauð hefur orðið sprenging í útbreiðslu laufabrauðs. Fv. eiginmaður minn er ættaður vestan af fjörðum og hann hafði aldrei kynnst þessum sið. Systir hans er gift manni frá Akureyri og þau eru alltaf með laufabrauð. Þannig að þeir sem hafa vanist brauðinu geta ekki sleppt því um jólin hvort sem þeir skera út sjálfir eða kaupa tilbúið, steikt brauð.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Núna ætla ég að skera út með tveimur dætrum mínum. Yngsta dóttir mín er í Háskólanum og hefur ekki tíma fyrr en öllum skilum þar er lokið. Hún er með 2 dætur sem skera með okkur en eiginmaður hennar er ekki eins áhugasamur. Sú elsta ætlar að skera með mér þegar hún hefur lokið við að sauma Covid jólagrímur sem hún hefur verið að gera fyrir vini og ættingja, sem verður fljótlega.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég hef átt verkfærin sem notuð eru frá því að ég byrjaði búskap og sé um að lána þau til ættingja.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við kaupum útflattar kökur og það er alltaf keypt frá Kristjánsbakaríi ef það er til. Ömmubakstur er einnig með ágætar kökur en þær voru oft sporöskjulaga í stað þess að vera fallega kringlóttar og það er verra við útskurðinn. Við erum smámunasöm með útlitið á kökunum. Stundum lendir maður í því að kökurnar eru of þurrar frá bakaríinu og laufin vilja ekki tolla í brotinu og þá erum við með vatn til að dreypa á deigið til að festa útskurðinn niður.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Sjá uppskrift að framan.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Sjá að framan. Mamma bjó deigið og flatti í fyrstu út en svo tókum við systkinin við þegar við eltumst. Pabbi úti á sjó og tók þar af leiðandi ekki þátt í þessum sið fyrr en við fórum að fá búðarkökur.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég á "réttu græjurnar" eins og Eiríkur Fjalar sagði. Við erum með krufningshnífa fyrir fullorðna og ég á sérstakan handgerðan laufabrauðshníf sem ég keypti í Miðhúsum nálægt Egilsstöðum hjá handverksfólki þar. Litlu börnin eru með vasahnífa eða beitta borðhnífa. Tvö skurðarjárn á ég líka til að rúlla yfir kökurnar og þau skera laufin. Þau eru með sitthvorum grófleikanum. Einnig gerði eiginmaður minn í upphafi okkar búskaps V-laga járn sem skera einstök lauf og við notum þegar gera á mynstur í hring. Ég á 10 hringlaga skurðbretti úr tré sem voru sérstaklega keypt fyrir laufabrauðsskurð. Þau eru yfirleitt ekki notuð í annað.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Engin gömul áhöld eru til hjá okkur en þegar börnin mín fá það sem ég hef viðað að mér af áhöldum eru það orðin gömul áhöld.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Við byrjum á að kenna litlum börnum að skera V-laga lauf og líka kleinur og snúninga. Ég á orðið gott safn af blaðaúrklippum með myndum af kökum sem við hermum eftir. Við notum mest beinar línur með laufum en þeir sem eru vanir og flinkir eru með alls konar mynstur og flókinn útskurð. Nöfn hef ég aldrei heyrt um á mynstrunum okkar. Það er helst að litlu börnin skeri einhverja "vitleysu" í brauðin en þau læra fljótt að laufabrauð eiga að líta út á ákveðinn hátt með hefðbundnu mynstri. Við erum mjög formföst og íhaldssöm.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Í dag sker ég út fáar fallegar kökur sem ég nostra við en fyrr á árum með mörg börn og kannski 60 kökur skárum við fljóleg mynstur. Ég gaf alltaf 2 gömlum konum fallegar laufabrauðskökur í jólagjöf. Nú er önnur látin en hin fær enn sinn skammt í ár. Þær kökur voru sérvaldar og með fallegum skurði.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Mér finnst ekkert eitt skemmtilegra en annað en ég vil hafa kökurnar mikið útskornar og með fallegu mynstri. Stundum hér áður fyrr notuðum við mamma kökur til að hengja upp í glugga sem jólaskraut.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Nei flestir nota hefðbundin mynstur og útskurð, en ég man að þegar pabbi hætti á sjónum og fór að skera með okkur fjölskyldunni þá var hann með eilítið annað form á sínum útskurði en við hin og hans kökur voru auðþekkjanlegar.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Mamma kenndi okkur systkinunum og ég hef kennt mínum börnum og þau svo sínum. Koll af kolli.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Hjá okkur skera allir út og við skerum oft stafina okkar í kökurnar og það tíðkast hjá okkur, að á aðfangadag eru merktar kökur hjá hverjum fjölskyldumeðlimi. Börnunum finnst mjög gaman að fylgja sínum kökum eftir í steikingu og að fá að borða þær á jólunum.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Við notum víða barmháa pönnu úr Ikea til að steikja brauðin í og notum langa bandprjóna eða grillteina til að snúa brauðinu við á pönnunni og veiða brauðið uppúr. Að steikingu lokinni setjum við hlemm úr pottjárni ofan á kökurnar til að slétta þær því þær koma stundum beyglaðar úr steikingu.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei að mestu sömu tólin en ég skipti úr potti í pönnu þar sem það er betra að hafa ekki háa barma þegar maður steikir.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Við notum alltaf Palmín kókosolíu til að steikja brauðið úr. Það fer eftir hitanum á feitinni hversu lengi kakan er steikt og litarsmekkur ræður því hvað þær eru lengi í feitinni þar til þeim er snúið og svo teknar upp úr. Yfirleitt hafðar fallega brúnar en ekki of. Ekki fölar kökur. Við steikjum í dag 20-40 kökur á hvert heimili en áður gerðum við yfirleitt 40-60 stk. Afskurðurinn var alltaf steiktur og borðaður jafnóðum. Börnin fengu hann oftast að verki loknu. Sum minna barna hafa borðað hrátt deigið og voru dugleg við að fá afskurð innan úr kökunum sem þau borðuðu jafnóðum. Kökurnar áttu til að vera erfiðar í steikingu allar í götum. Þetta eltist síðan af þeim.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Pottjárnshlemmur settur ofan á brauðið að steikingu lokinni. Undir brauðið var fyrst sett dagblað og síðan eldhúspappír til að taka við mestu fitunni úr brauðinu eftir steikingu. Pappírinn nota ég svo í arinofninn.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Auðvitað voru sérstök laufabrauðskökubox á heimilinu. Þau voru ýmist stór Macintosh box eða járn kökubox sem pabbi keypti í siglingum til Grimsby eða Hull og voru með ensku kexi í upphaflega.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Hvert heimili keypti sínar kökur og við skárum alltaf okkar kökur og geymdum sér í stafla og svo steikti hvert heimili sínar kökur í lokin.Við vorum ekkert að blanda saman kökunum, það hefði kostað grát og gnístan tanna ef börnin hefðu ekki fengið sínar kökur með heim.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Við komum yfirleitt saman strax eftir hádegi og þessu lýkur rétt fyrir kvöldmat. Auðvitað með kaffihléi á milli, jólabakkelsi og spjalli. Myndatökur fóru auðvitað líka fram, bæði af fólki og kökum.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Tveir fullorðnir úr hverri fjölskyldu og börnunum haldið frá eldhúsinu og heitri feitinni. Við erum ekki með kynjaskiptingu í steikingunni, þar réði mestu hver gat haft ofan af fyrir börnunum á meðan. Ég hef yfirleitt steikt með börnunum mínum í fyrstu til að kenna þeim handbrögðin og sama gerði mamma mín.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Strax við steikinguna er smakkað en yfirleitt ekki borðað fyrr en á aðfangadag.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Smjöri sem viðbiti og svo með hangikjöti og reyndar öllum jólamat. Einnig sem morgunmatur og millimálasnakk. Það á alltaf við að fá sér laufabrauð.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Bestar með smjöri eða eintómar, og ég þekki ekki annað.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Úr hvítu hveiti. Sjá uppskrift að framan.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Eins og fyrr segir höfum við fundið brauð í búrinu um páska og borðað það með góðri list, en að öllu jöfnu endist brauðið fram í byrjun janúar.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Strax að steikingu lokinni. Þekki ekki nafn á honum.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Kaupum Kristjáns eða Ömmu bakstur. Einu sinni smakkað frá Borgarnesi held ég og það brauð var líka gott.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
