Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Karl (1937)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-75
Staður
Staður: Arnarhóll, 601-Akureyri, Eyjafjarðarsveit
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já, heimilisfólkið, ekki aðrir.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Eingöngu á heimilinu.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Ég veit það ekki, líklega frá þeirra foreldrum. Kaupangssveit, nú Eyjafjarðarsveit.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já, eins og í dag.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, aðeins heima.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Hef gert hlé vegna eftirlauna !
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Enginn sérstakur dagur, bara ca. 2-4 vikum fyrir jól.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Vaxandi útbreiðsla, einkum út fyrir Norðurland.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Engin áhrif.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Já, húsfreyjan.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Höfum ætíð búið til deigið sjálf, þar til síðustu árin, þá stundum keypt útflattar kökur, vegna þess hvað orðið er fátt í heimili.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hveiti, mjólk, lyftiduft, smjörlíki, vatn, salt.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Húsfreyjan, ég hef aðeins vitað konur við að hnoða og fletja deigið.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Kleinuhjól og vasahníf. Kleinuhjól til að skera vafflaga mynstur í kökuna, vasahníf til að skera mynstur og fletta upp laufunum.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Þekki ekki til þess.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Bókstafir, jólamyndir. Þekki engin heiti. Þekki engin boð né bönn um myndir.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Fangamörk þeirra sem koma til með að borða kökurnar, hugmyndaflug varðandi jólamyndir, vil stundum nostra við útskurðinn, en stundum þarf maður meira að flýta sér á meðan fjölskyldan er stór og marga þarf að seðja.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Mest gaman að vinna flóknar jólamyndir.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Bara svipað, fer eftir hugmyndaflugi hvers og eins.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Faðir minn kenndi mér helzt, hann er norðlenzkur (móðirin sunnlenzk, þekkti ekki áður til laufabrauðsgerðar).
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Já, allir geta tekið þátt, börnin hafa gaman af að spreyta sig.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Pottur, tólg, plöntufeiti og spaði.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei, engar breytingar.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Tólg og jurtafeiti. Þar til það er orðið hæfilega brúnt. Misjafnt eftir fjölskyldustærð. 20-60 ? Afskurður stundum steiktur, venjulega þó ekki.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Nei, það var ekki pressað. Staflað saman til geymslu.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Sett í hentuga dunka til geymslu, ekki sérstaklega innpakkað.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Eftir þörfum og lyst hvers og eins. Algengast eina til tvær við hverja máltíð. Notað bæði á aðfangadagskvöld, jóladag, annan í jólum, og oft um áramótin líka, jafnvel þrettándann.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Nokkra klukkutíma.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Fyrst og fremst húsfreyjan, einnig húsbóndi eða uppkomin börn. ekki föst kynjaskipting.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Um leið og það er bakað.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Með gosdrykkjum.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Veit ekki hvort gosdrykkir teljast til óhefðbundins meðlætis eða ekki.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Bara venjulegt laufabrauð eins og lýst var hér að ofan.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Notaður um áramót og þrettánda, stundum lengur ef endist.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Man það lítið, líklega helzt strax, á undan laufabrauðinu.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Við hjónin höfum lítið eitt gert af því í seinni tíð, eftir að börnin voru farin. Of mikið fyrirtæki að baka laufabrauð fyrir okkur tvö ein. Höfum keypt frá Kristjáni, veit ekki hvar það er bezt.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Skemmtileg tilbreyting, minnir á jólin. Hátíðlegt að borða laufabrauð með jólamatnum.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Hef ekki orðið var við að hefðin hafi breystt, gaman að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn við útskurð laufabrauðs. Aðeins jákvætt, ekkert neikvætt við það. Gaman að sjá hvað öðrum getur dottið í hug.
Já, heimilisfólkið, ekki aðrir.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Eingöngu á heimilinu.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Ég veit það ekki, líklega frá þeirra foreldrum. Kaupangssveit, nú Eyjafjarðarsveit.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já, eins og í dag.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, aðeins heima.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Hef gert hlé vegna eftirlauna !
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Enginn sérstakur dagur, bara ca. 2-4 vikum fyrir jól.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Vaxandi útbreiðsla, einkum út fyrir Norðurland.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Engin áhrif.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Já, húsfreyjan.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Höfum ætíð búið til deigið sjálf, þar til síðustu árin, þá stundum keypt útflattar kökur, vegna þess hvað orðið er fátt í heimili.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hveiti, mjólk, lyftiduft, smjörlíki, vatn, salt.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Húsfreyjan, ég hef aðeins vitað konur við að hnoða og fletja deigið.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Kleinuhjól og vasahníf. Kleinuhjól til að skera vafflaga mynstur í kökuna, vasahníf til að skera mynstur og fletta upp laufunum.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Þekki ekki til þess.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Bókstafir, jólamyndir. Þekki engin heiti. Þekki engin boð né bönn um myndir.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Fangamörk þeirra sem koma til með að borða kökurnar, hugmyndaflug varðandi jólamyndir, vil stundum nostra við útskurðinn, en stundum þarf maður meira að flýta sér á meðan fjölskyldan er stór og marga þarf að seðja.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Mest gaman að vinna flóknar jólamyndir.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Bara svipað, fer eftir hugmyndaflugi hvers og eins.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Faðir minn kenndi mér helzt, hann er norðlenzkur (móðirin sunnlenzk, þekkti ekki áður til laufabrauðsgerðar).
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Já, allir geta tekið þátt, börnin hafa gaman af að spreyta sig.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Pottur, tólg, plöntufeiti og spaði.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Nei, engar breytingar.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Tólg og jurtafeiti. Þar til það er orðið hæfilega brúnt. Misjafnt eftir fjölskyldustærð. 20-60 ? Afskurður stundum steiktur, venjulega þó ekki.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Nei, það var ekki pressað. Staflað saman til geymslu.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Sett í hentuga dunka til geymslu, ekki sérstaklega innpakkað.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Eftir þörfum og lyst hvers og eins. Algengast eina til tvær við hverja máltíð. Notað bæði á aðfangadagskvöld, jóladag, annan í jólum, og oft um áramótin líka, jafnvel þrettándann.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Nokkra klukkutíma.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Fyrst og fremst húsfreyjan, einnig húsbóndi eða uppkomin börn. ekki föst kynjaskipting.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Um leið og það er bakað.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Með gosdrykkjum.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Veit ekki hvort gosdrykkir teljast til óhefðbundins meðlætis eða ekki.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Bara venjulegt laufabrauð eins og lýst var hér að ofan.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Notaður um áramót og þrettánda, stundum lengur ef endist.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Man það lítið, líklega helzt strax, á undan laufabrauðinu.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Við hjónin höfum lítið eitt gert af því í seinni tíð, eftir að börnin voru farin. Of mikið fyrirtæki að baka laufabrauð fyrir okkur tvö ein. Höfum keypt frá Kristjáni, veit ekki hvar það er bezt.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Skemmtileg tilbreyting, minnir á jólin. Hátíðlegt að borða laufabrauð með jólamatnum.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Hef ekki orðið var við að hefðin hafi breystt, gaman að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn við útskurð laufabrauðs. Aðeins jákvætt, ekkert neikvætt við það. Gaman að sjá hvað öðrum getur dottið í hug.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
Upprunastaður
65°38'50.0"N 18°1'24.7"W
