Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Karl (1966)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-71
Staður
Núverandi sveitarfélag: Seltjarnarneskaupstaður, Seltjarnarneskaupstaður
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já, það var alltaf skorið laufabrauð saman eina kvöldstund snemma í desember. Hópurinn var allstór, auk fjölskyldunnar (foreldrar og þrjú börn) komu vinahjón foreldranna og jafnvel eitthvað af börnum þeirra, móðursystir mín og hennar fjölskylda. Þegar systkini mín eignuðust eigin fjölskyldur bættust makar þeirra og börn svo í hópinn. Sjálfsagt hefur alltaf verið eitthvað á annan tug manns, fjöldinn þó nokkuð misjafn milli ára. Fyrst snæddum við góðan mat og drykk og síðan var hafist handa við laufabrauðsgerðina. Í nokkur ár blandaðist þessi hefð saman við aðra, þ.e. drykkju á jólaglöggi. Smám saman rann þó upp fyrir fólki að jólaglögg var vondur drykkur og illa farið með gott rauðvín að hita það upp og setja alls konar bragðefni út í það. Lögðust því þau skemmdarverk af. Verkaskipting við laufabrauðsgerðina var í grófum dráttum þannig að konurnar útbjuggu deigið og flöttu út - sem var mikið puð! - en karlar og börn skáru út. Það var til eitt laufabrauðsjárn á heimilinu, þ.e. tæki sem rúllað var yfir brauðið til að búa til grunninn að laufamynstri sem síðan var lokið við með hníf. Þetta var mikill kostagripur sem virtist hafa verið útbúinn af gullsmið. Það getur nú reyndar verið að a.m.k. stundum hafi deigið verið keypt í bakaríi en það var a.m.k. alltaf flatt út heima. Þegar útskurðinum var að ljúka var byrjað að steikja. Konurnar sáu einnig um það. Brælan af steikingunni var allnokkur. Gott ef reykskynjarinn fór ekki stundum í gang. Lyktin var svo í húsinu næstu daga á eftir. Að steikingunni lokinni var svo athöfn sem kölluð var uppboð. Þá sýndi móðir mín hvert brauðið á fætur öðru og þeir sem höfðu skorið laufabrauðin reyndu að muna hvaða listaverk voru þeirra. Það gekk nú svona upp og ofan að muna það svo að skiptingin varð nokkuð handahófskennd á endanum en það kom alls ekki að sök því að allir fengu nóg af laufabrauði með sér heim. Eftir að foreldrar mínir féllu frá höfum við systkinin tekið við keflinu og komið saman eitt kvöld á aðventunni, heima hjá einu okkar, til að skera saman út laufabrauð og steikja. Líklega næst það þó ekki þetta árið, vegna faraldursins.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Þetta gerðist eingöngu einu sinni á ári, á heimili mínu. Löngu síðar, þegar mín eigin börn voru komin í Mýrarhúsaskóla, þá var í nokkur ár boðið upp á laufabrauðsskurð þar og steikt í kennslueldhúsinu. Það var út af fyrir sig ágæt skemmtun líka en annars hef ég ekki fengist við þessa íþrótt nema í heimahúsi.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Minn skilningur var að foreldrar mínir væru fyrsta kynslóðin sem skæri út laufabrauð í þeirra ættum. Þau voru bæði fædd 1930 og ræddu um þetta sem fyrst og fremst norðlenskan sið sem þau hefðu tekið upp, líklega á sjötta eða sjöunda áratug síðustu aldar, en hvorugt þeirra var ættað að norðan. Móðir mín var ættuð af sunnanverðu Snæfellsnesi og faðir mínn úr Flóanum. Ég er þó alls ekki viss um þennan meinta norðlenska uppruna laufabrauðsins.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Helsti munurinn liggur í deiginu. Þegar við skerum út laufabrauð nú til dags þá kaupum við alltaf deigið tilbúið til skurðar og losnum þar með við helsta puðið, sem er að fletja það út. Fyrir vikið verða brauðin líka alla jafna þynnri en forðum daga. Uppskriftin er sjálfsagt líka eitthvað önnur. Hef grun um að feitin sem steikt er upp úr sé líka eitthvað önnur núna en það voru víst einhver áhöld um hve holl hún er eða var.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, við systkinin gerum þetta saman með fjölskyldum okkar, sbr. fyrra svar.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Hef gert þetta meira eða minna á hverju ári síðan ég var barn, náði því þó ekki alltaf á námsárum mínum í Bandaríkjunum, ef ég kom ekki heim nógu snemma fyrir jólin. 2020 gæti skurðurinn líka fallið niður því að faraldurinn torveldar fjölskylduboð. Það er þó ekki útséð með það.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Þetta er alltaf gert eitt kvöld á aðventunni, ýmist föstudags- eða laugardags. Laufabrauð er eingöngu gert fyrir jólin. Kaupum stundum líka laufabrauð út úr búð fyrir jólin.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Held að laufabrauðið eigi sér traustan sess í þjóðmenningunni. Þó hefur tilbúið laufabrauð að einhverju marki rutt hinu heimagerða brott. Laufabrauð fékkst ekki í búðum þegar ég var barn og raunar ekki einu sinni tilbúið deig í það. Það er hvoru tveggja síðari tíma nýjung.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Faraldurinn gæti komið í veg fyrir að við systkinin og fjölskyldur okkar komum saman og skerum út og steikjum laufabrauð. Sjáum ekki fram á að leysa það með fjarfundi, m.a. vegna þess að þá þyrfti að steikja á mörgum stöðum og það er mismikil ánægja með þá tilhugsun, vegna brælunnar sem fylgir.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Í gamla daga sá móðir mín um nánast allt slíkt eða hún í samstarfi við systur sína. Þeir sem áttu laufabrauðsjárn komu þó með þau sjálfir. Núna skiptum við þessu meira á milli okkar, hittumst hjá einu systkinanna en allir koma með áhöld eins og hnífa, laufabrauðsjárn, bretti og ílát til að geyma tilbúið laufabrauð. Höfum útvistað matseld til alþjóðlegrar bandarískrar flatbökusölu (Dominos).
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Kaupum tilbúið deig, þ.e. útflattar kökur. Höfum líklega ekki búið til sjálf síðan einhvern tíma á tíunda eða jafnvel níunda áratug síðustu aldar.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Uppskriftin er örugglega til einhvers staðar en ég hef hana ekki undir höndum. Segi því pass, nema hvað ég fullyrði að þetta var tiltölulega hefðbundin uppskrift sem notuð var, engin sérkennileg efni notuð.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Meðan við bjuggum til deigið sjálf þá sáu móðir mín, systir hennar og aðrar húsfrýr sem mættar voru um það, að blanda, hnoða og fletja.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Það var nú bara annars vegar laufabrauðsjárn, sem var bara notað þetta eina kvöld ársins, og svo hnífur, sem var notaður til að ganga frá mynstrinu sem járnið bjó til. Stundum var skorið eitthvað annað en laufamynstur með hníf eingöngu.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Laufabrauðsjárnið áttu foreldrar mínir. Hafa væntanlega keypt það þegar þau fóru að skera út laufabrauð sjálf einhvern tíma upp úr miðri siðustu öld. Þetta er vandaður gripur. Það er í fórum systur minnar núna en hún kemur alltaf með það þegar við systkinin skerum út. Við hjónin búum reyndar svo vel að eiga annað laufabrauðsjárn, aðeins einfaldara en þjónar sama tilgangi. Það var í eigu foreldra konu minnar. Þannig að þegar við systkinin komum saman til að skera út laufabrauð eru tvö járn í notkun. Það er kostur þegar margir skera út!
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Það er ekkert kerfi á því, nema að langoftast er byrjað með laufabrauðsjárninu.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Það er oftast reynt að gera eitthvað jólalegt og/eða einfalt, t.d. jólatré eða hús eða bókstafi (sem eru miserfiðir).
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Sker bara það út sem mér finnst skemmtilegt.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Allir mjög svipað. Sumir leyfa sér þó frekar að sleppa laufabrauðsjárninu, stundum með slíkum flækjum að það verður erfitt að láta brauðið koma óskaddað úr steikingu. Það bragðast þó jafnvel fyrir vikið!
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Foreldrar mínir og eldri systkini kenndu mér. Ég hef svo kennt mínum börnum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Eftir að við hættum þessi veseni með að hnoða og fletja út deigið þá skera allir út, bæði börn og fullorðnir. Allra yngstu börnin sitja þó hjá eða skera út með aðstoð þeirra eldri.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Það er vitaskuld pottur og eldavél. Tveir gafflar eru notaðir til að setja brauðið ofan í og taka það upp úr. Eftir steikingu er brauðið sett í lítinn stafla með eldhúsrúllublaði á milli og pressað aðeins með pottlokinu til að slétta það og ná aðeins af feitinni af.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Allt sem tengdist deiginu er dottið út, þ.e. hrærivél, kökukefli o.fl. Annað er óbreytt.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Steikt upp úr feiti. Steikingin er ekki tímamæld heldur miðað við litinn á brauðinu, þ.e. hvenær að er orðið fallega gulbrúnt. Síðustu ár höfum við e.t.v. búið til 100 brauð saman, systkinin og fjölskyldur okkar. Þegar ég var barn voru umsvifin meiri enda fleiri að störfum. Eitthvað var um að afskurðurinn væri steiktur á sínum tíma en hann fellur ekki lengur til eftir að farið var að kaupa tilbúið, útflatt deig.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Það er pressað. Eldhúsrúllublað undir og yfir og pottlok notað, nokkur brauð í einu. Síðan er safnað í stærri stafla sem loks er gengið frá í einhvers konar box.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Það er geymt í stöflum í lokuðum kössum. Kassarnir eru í grundvallaratriðum bara það sem er til hverju sinni og hægt er að nota.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Lengi vel var miðað við að hver fjölskylda fengi það sem hennar fólk hafði skorið út en því var nú ekki fylgt mjög nákvæmlega. Meiru skipti að allir fengju nokkurn veginn í hlutfalli við fjölskyldustærð. Núna gæti hver fjölskylda fengið e.t.v. 25-30 brauð.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Það er nú ekki setið stíft við og fyrst er borðað saman. Frá því að byrjað er að skera og þangað til steikingu lýkur gætu liðið 2-3 tímar. Þetta tók talsvert lengri tíma þegar hnoða þurfti deigið og fletja það út.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
í gamla daga sáu móðir mín og systir hennar fyrst og fremst um þetta. Nú hefur kynjaskiptingin riðlast talsvert en líklega eru það þó frekar konur en karlar sem sjá um steikinguna, þó eru ekki um það neinar skýrar línur.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Það er byrjað strax daginn sem skorið er. Á sínum tíma var reyndar fyrst og fremst byrjað á steiktum afskorningi þá. Svo er nartað eitthvað í þetta fram að jólum, eina reglan sem þarf að hafa í heiðri er að skilja nóg eftir fyrir hátíðamatinn á aðfangadag, jóladag og kannski gamlársdag.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Hangikjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Ekki svo ég muni eftir.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Kökurnar sem mamma bjó til deigið í voru betri en búðarkökurnar en ég er ekki með uppskriftina!
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Það var oft tvísýnt hvort brauðið dygði fram á gamlársdag. Ef eitthvað var þá eftir þá fór það á þrettándanum.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Hann var steiktur með brauðinu og neytt sama kvöld. Gegndi engu sérstöku heiti.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Já, í síðari tíð. Hef ekki sterka skoðun á vörumerkjum. Kaupi þó ekki brauð sem er merkt með kúmeni eða sem vegan.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Þetta er nú fyrst og fremst fjölskyldugaman, hluti af jólaundirbúningnum.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Afar ljúfar minningar. M.a.s. frá því er einn gestanna hafði eitthvað aðeins fengið sér of mikið í aðra tána og missti poka sem kökurnar hans höfðu verið settar í á leið frá húsi foreldra minna. Honum varð svo um þetta að hann steig ofan á pokann. En sjálfsagt hafa þær smakkast jafnvel fyrir það.
Já, það var alltaf skorið laufabrauð saman eina kvöldstund snemma í desember. Hópurinn var allstór, auk fjölskyldunnar (foreldrar og þrjú börn) komu vinahjón foreldranna og jafnvel eitthvað af börnum þeirra, móðursystir mín og hennar fjölskylda. Þegar systkini mín eignuðust eigin fjölskyldur bættust makar þeirra og börn svo í hópinn. Sjálfsagt hefur alltaf verið eitthvað á annan tug manns, fjöldinn þó nokkuð misjafn milli ára. Fyrst snæddum við góðan mat og drykk og síðan var hafist handa við laufabrauðsgerðina. Í nokkur ár blandaðist þessi hefð saman við aðra, þ.e. drykkju á jólaglöggi. Smám saman rann þó upp fyrir fólki að jólaglögg var vondur drykkur og illa farið með gott rauðvín að hita það upp og setja alls konar bragðefni út í það. Lögðust því þau skemmdarverk af. Verkaskipting við laufabrauðsgerðina var í grófum dráttum þannig að konurnar útbjuggu deigið og flöttu út - sem var mikið puð! - en karlar og börn skáru út. Það var til eitt laufabrauðsjárn á heimilinu, þ.e. tæki sem rúllað var yfir brauðið til að búa til grunninn að laufamynstri sem síðan var lokið við með hníf. Þetta var mikill kostagripur sem virtist hafa verið útbúinn af gullsmið. Það getur nú reyndar verið að a.m.k. stundum hafi deigið verið keypt í bakaríi en það var a.m.k. alltaf flatt út heima. Þegar útskurðinum var að ljúka var byrjað að steikja. Konurnar sáu einnig um það. Brælan af steikingunni var allnokkur. Gott ef reykskynjarinn fór ekki stundum í gang. Lyktin var svo í húsinu næstu daga á eftir. Að steikingunni lokinni var svo athöfn sem kölluð var uppboð. Þá sýndi móðir mín hvert brauðið á fætur öðru og þeir sem höfðu skorið laufabrauðin reyndu að muna hvaða listaverk voru þeirra. Það gekk nú svona upp og ofan að muna það svo að skiptingin varð nokkuð handahófskennd á endanum en það kom alls ekki að sök því að allir fengu nóg af laufabrauði með sér heim. Eftir að foreldrar mínir féllu frá höfum við systkinin tekið við keflinu og komið saman eitt kvöld á aðventunni, heima hjá einu okkar, til að skera saman út laufabrauð og steikja. Líklega næst það þó ekki þetta árið, vegna faraldursins.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Þetta gerðist eingöngu einu sinni á ári, á heimili mínu. Löngu síðar, þegar mín eigin börn voru komin í Mýrarhúsaskóla, þá var í nokkur ár boðið upp á laufabrauðsskurð þar og steikt í kennslueldhúsinu. Það var út af fyrir sig ágæt skemmtun líka en annars hef ég ekki fengist við þessa íþrótt nema í heimahúsi.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Minn skilningur var að foreldrar mínir væru fyrsta kynslóðin sem skæri út laufabrauð í þeirra ættum. Þau voru bæði fædd 1930 og ræddu um þetta sem fyrst og fremst norðlenskan sið sem þau hefðu tekið upp, líklega á sjötta eða sjöunda áratug síðustu aldar, en hvorugt þeirra var ættað að norðan. Móðir mín var ættuð af sunnanverðu Snæfellsnesi og faðir mínn úr Flóanum. Ég er þó alls ekki viss um þennan meinta norðlenska uppruna laufabrauðsins.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Helsti munurinn liggur í deiginu. Þegar við skerum út laufabrauð nú til dags þá kaupum við alltaf deigið tilbúið til skurðar og losnum þar með við helsta puðið, sem er að fletja það út. Fyrir vikið verða brauðin líka alla jafna þynnri en forðum daga. Uppskriftin er sjálfsagt líka eitthvað önnur. Hef grun um að feitin sem steikt er upp úr sé líka eitthvað önnur núna en það voru víst einhver áhöld um hve holl hún er eða var.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, við systkinin gerum þetta saman með fjölskyldum okkar, sbr. fyrra svar.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Hef gert þetta meira eða minna á hverju ári síðan ég var barn, náði því þó ekki alltaf á námsárum mínum í Bandaríkjunum, ef ég kom ekki heim nógu snemma fyrir jólin. 2020 gæti skurðurinn líka fallið niður því að faraldurinn torveldar fjölskylduboð. Það er þó ekki útséð með það.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Þetta er alltaf gert eitt kvöld á aðventunni, ýmist föstudags- eða laugardags. Laufabrauð er eingöngu gert fyrir jólin. Kaupum stundum líka laufabrauð út úr búð fyrir jólin.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Held að laufabrauðið eigi sér traustan sess í þjóðmenningunni. Þó hefur tilbúið laufabrauð að einhverju marki rutt hinu heimagerða brott. Laufabrauð fékkst ekki í búðum þegar ég var barn og raunar ekki einu sinni tilbúið deig í það. Það er hvoru tveggja síðari tíma nýjung.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Faraldurinn gæti komið í veg fyrir að við systkinin og fjölskyldur okkar komum saman og skerum út og steikjum laufabrauð. Sjáum ekki fram á að leysa það með fjarfundi, m.a. vegna þess að þá þyrfti að steikja á mörgum stöðum og það er mismikil ánægja með þá tilhugsun, vegna brælunnar sem fylgir.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Í gamla daga sá móðir mín um nánast allt slíkt eða hún í samstarfi við systur sína. Þeir sem áttu laufabrauðsjárn komu þó með þau sjálfir. Núna skiptum við þessu meira á milli okkar, hittumst hjá einu systkinanna en allir koma með áhöld eins og hnífa, laufabrauðsjárn, bretti og ílát til að geyma tilbúið laufabrauð. Höfum útvistað matseld til alþjóðlegrar bandarískrar flatbökusölu (Dominos).
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Kaupum tilbúið deig, þ.e. útflattar kökur. Höfum líklega ekki búið til sjálf síðan einhvern tíma á tíunda eða jafnvel níunda áratug síðustu aldar.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Uppskriftin er örugglega til einhvers staðar en ég hef hana ekki undir höndum. Segi því pass, nema hvað ég fullyrði að þetta var tiltölulega hefðbundin uppskrift sem notuð var, engin sérkennileg efni notuð.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Meðan við bjuggum til deigið sjálf þá sáu móðir mín, systir hennar og aðrar húsfrýr sem mættar voru um það, að blanda, hnoða og fletja.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Það var nú bara annars vegar laufabrauðsjárn, sem var bara notað þetta eina kvöld ársins, og svo hnífur, sem var notaður til að ganga frá mynstrinu sem járnið bjó til. Stundum var skorið eitthvað annað en laufamynstur með hníf eingöngu.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Laufabrauðsjárnið áttu foreldrar mínir. Hafa væntanlega keypt það þegar þau fóru að skera út laufabrauð sjálf einhvern tíma upp úr miðri siðustu öld. Þetta er vandaður gripur. Það er í fórum systur minnar núna en hún kemur alltaf með það þegar við systkinin skerum út. Við hjónin búum reyndar svo vel að eiga annað laufabrauðsjárn, aðeins einfaldara en þjónar sama tilgangi. Það var í eigu foreldra konu minnar. Þannig að þegar við systkinin komum saman til að skera út laufabrauð eru tvö járn í notkun. Það er kostur þegar margir skera út!
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Það er ekkert kerfi á því, nema að langoftast er byrjað með laufabrauðsjárninu.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Það er oftast reynt að gera eitthvað jólalegt og/eða einfalt, t.d. jólatré eða hús eða bókstafi (sem eru miserfiðir).
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Sker bara það út sem mér finnst skemmtilegt.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Allir mjög svipað. Sumir leyfa sér þó frekar að sleppa laufabrauðsjárninu, stundum með slíkum flækjum að það verður erfitt að láta brauðið koma óskaddað úr steikingu. Það bragðast þó jafnvel fyrir vikið!
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Foreldrar mínir og eldri systkini kenndu mér. Ég hef svo kennt mínum börnum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Eftir að við hættum þessi veseni með að hnoða og fletja út deigið þá skera allir út, bæði börn og fullorðnir. Allra yngstu börnin sitja þó hjá eða skera út með aðstoð þeirra eldri.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Það er vitaskuld pottur og eldavél. Tveir gafflar eru notaðir til að setja brauðið ofan í og taka það upp úr. Eftir steikingu er brauðið sett í lítinn stafla með eldhúsrúllublaði á milli og pressað aðeins með pottlokinu til að slétta það og ná aðeins af feitinni af.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Allt sem tengdist deiginu er dottið út, þ.e. hrærivél, kökukefli o.fl. Annað er óbreytt.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Steikt upp úr feiti. Steikingin er ekki tímamæld heldur miðað við litinn á brauðinu, þ.e. hvenær að er orðið fallega gulbrúnt. Síðustu ár höfum við e.t.v. búið til 100 brauð saman, systkinin og fjölskyldur okkar. Þegar ég var barn voru umsvifin meiri enda fleiri að störfum. Eitthvað var um að afskurðurinn væri steiktur á sínum tíma en hann fellur ekki lengur til eftir að farið var að kaupa tilbúið, útflatt deig.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Það er pressað. Eldhúsrúllublað undir og yfir og pottlok notað, nokkur brauð í einu. Síðan er safnað í stærri stafla sem loks er gengið frá í einhvers konar box.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Það er geymt í stöflum í lokuðum kössum. Kassarnir eru í grundvallaratriðum bara það sem er til hverju sinni og hægt er að nota.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Lengi vel var miðað við að hver fjölskylda fengi það sem hennar fólk hafði skorið út en því var nú ekki fylgt mjög nákvæmlega. Meiru skipti að allir fengju nokkurn veginn í hlutfalli við fjölskyldustærð. Núna gæti hver fjölskylda fengið e.t.v. 25-30 brauð.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Það er nú ekki setið stíft við og fyrst er borðað saman. Frá því að byrjað er að skera og þangað til steikingu lýkur gætu liðið 2-3 tímar. Þetta tók talsvert lengri tíma þegar hnoða þurfti deigið og fletja það út.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
í gamla daga sáu móðir mín og systir hennar fyrst og fremst um þetta. Nú hefur kynjaskiptingin riðlast talsvert en líklega eru það þó frekar konur en karlar sem sjá um steikinguna, þó eru ekki um það neinar skýrar línur.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Það er byrjað strax daginn sem skorið er. Á sínum tíma var reyndar fyrst og fremst byrjað á steiktum afskorningi þá. Svo er nartað eitthvað í þetta fram að jólum, eina reglan sem þarf að hafa í heiðri er að skilja nóg eftir fyrir hátíðamatinn á aðfangadag, jóladag og kannski gamlársdag.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Hangikjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Ekki svo ég muni eftir.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Kökurnar sem mamma bjó til deigið í voru betri en búðarkökurnar en ég er ekki með uppskriftina!
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Það var oft tvísýnt hvort brauðið dygði fram á gamlársdag. Ef eitthvað var þá eftir þá fór það á þrettándanum.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Hann var steiktur með brauðinu og neytt sama kvöld. Gegndi engu sérstöku heiti.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Já, í síðari tíð. Hef ekki sterka skoðun á vörumerkjum. Kaupi þó ekki brauð sem er merkt með kúmeni eða sem vegan.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Þetta er nú fyrst og fremst fjölskyldugaman, hluti af jólaundirbúningnum.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Afar ljúfar minningar. M.a.s. frá því er einn gestanna hafði eitthvað aðeins fengið sér of mikið í aðra tána og missti poka sem kökurnar hans höfðu verið settar í á leið frá húsi foreldra minna. Honum varð svo um þetta að hann steig ofan á pokann. En sjálfsagt hafa þær smakkast jafnvel fyrir það.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
