Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1968)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-70
Staður
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Fjölskyldan kom alltaf saman og gerði laufabrauð með ömmu. Þetta voru foreldrar mínir og við systkinin, bróðir pabba og hans fjölskylda, nokkuð stór hópur og fór síðan með tímanum stækkandi.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Laufabrauðsgerðin fór alltaf fram á mínu heimili. En eftir því sem hópurinn fór stækkandi var farið að skiptast á, til skiptis á mínu heimili og heimili föðurbróður míns.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Pabbi minn hafði alist upp við laufabrauðsgerð frá æsku, amma var fædd á Akureyri og gæti hafa byrjað þar þótt foreldrar hennar hafi ekki verið Akureyringar. Hún á barnsaldri til Reykjavíkur og var hefðinni haldið áfram hér í Reykjavík.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Mikið var lagt upp úr laufabrauðsdeiginu og haldið í uppskriftina hennar ömmu. Amma var þó nokkuð á undan sinni samtíð hvað varðar hollustu og heilsu og var fljót að bæta heilhveiti í deigið og gerðum við helminginn "hollann" og helminginn úr hvítu hveiti. Metnaður var lagður í að skera út kökurnar fallega, þeir flinkustu notuðu aldrei járn, alltaf vasahníf.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Þegar ég seinna hitti minn lífsförunaut þá var mikil laufabrauðshefð í hans fjölskyldu. Hjjá honum hafði alltaf verið gert laufabrauð í stórum stíl, svo lengi sem allir þar muna. Það var ekki lagt eins mikið uppúr hátíðleikanum að hittast og skera brauðið, heldur var verið að gera sem bragðbestar kökur í stórum stíl svo að allir hefðu nóg laufabrauð að maula um jólin. Hann er frá Ólafsfirði.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Við gerum laufabrauð á hverju ári og enn með fjölskyldunni. Foreldrar mínir gáfust upp á þessu fyrir nokkrum árum síðan og tókum við frændsystkinin við og skiptumst á "halda laufabrauð". Við erum mjög stór hópur í dag og stundum kaupum við kökur að auki til að komast yfir þetta. Við bjuggum líka í nokkur ár á Ólafsfirði og þá höfðum við laufabrauðsbakstur fyrir þá fjölskyldu á hverju ári heima hjá okkur.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég geri laufabrauðsdeigið sjálf á hverju ári fyrir allan hópinn. Ástæðan fyrir því er sú að Ólafsfjarðarfjölskyldan myndi aldrei líta við laufabrauði ef að ekki væri í því kúmen. Það er algert aðalatriði og sleppa þau frekar laufabrauði ef ekki er kúmen í því. Byrjaði ég því að gera hluta deigsins með kúmeni (fyrir okkur) og annan hluta án. Nú vilja allir fá með kúmeni. Við bjuggum lengi á Spáni (15 ár) og þá stöðvaðist hefðin í nokkur ár hjá okkur. Við byrjuðum síðan að hóa í vini okkar í Barselóna og bjóða til okkar í laufabrauðsgerð. Vandamálið á Spáni var að finna kúmen en í þá tíð var ekki hægt að finna broddkúmen. Settum við stundum í indverskt kúmen laufabrauðið í staðinn og urðu allir Spánverjar mjög hissa að svona séríslenskt jólabrauð væri með indverskum keim.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Við í fjölskyldunni hringjum okkur saman og ákveðum besta tímann. Oft er mikið að gera hjá fólki í desmber svo að við erum farin að hittast eftir vinnu á virkum degi núna. Ekki gert laufabrauð utan jólatímans.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég held að þetta sé hefð sem sé í fjölskyldum og ekki mikið verið að byrja á hefðinni ef hún er ekki til staðar. Mikið selt af kökum núna í búðunum þannig að ég held að það sé mun meira borðað af laufabrauði en ekki bakað.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Í ár gerðum við laufabrauð með minni "búbblu", foreldrum mínum og bróður. Það var ákveðinn léttir að hafa þetta minna í sniðum. Ekki hist á netinum og bakað hjá okkur. Ég held að ég myndi ekki nenna svoleiðis. En sendum alltaf myndir til bróður míns í Noregi.
Fjölskyldan kom alltaf saman og gerði laufabrauð með ömmu. Þetta voru foreldrar mínir og við systkinin, bróðir pabba og hans fjölskylda, nokkuð stór hópur og fór síðan með tímanum stækkandi.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Laufabrauðsgerðin fór alltaf fram á mínu heimili. En eftir því sem hópurinn fór stækkandi var farið að skiptast á, til skiptis á mínu heimili og heimili föðurbróður míns.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Pabbi minn hafði alist upp við laufabrauðsgerð frá æsku, amma var fædd á Akureyri og gæti hafa byrjað þar þótt foreldrar hennar hafi ekki verið Akureyringar. Hún á barnsaldri til Reykjavíkur og var hefðinni haldið áfram hér í Reykjavík.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Mikið var lagt upp úr laufabrauðsdeiginu og haldið í uppskriftina hennar ömmu. Amma var þó nokkuð á undan sinni samtíð hvað varðar hollustu og heilsu og var fljót að bæta heilhveiti í deigið og gerðum við helminginn "hollann" og helminginn úr hvítu hveiti. Metnaður var lagður í að skera út kökurnar fallega, þeir flinkustu notuðu aldrei járn, alltaf vasahníf.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Þegar ég seinna hitti minn lífsförunaut þá var mikil laufabrauðshefð í hans fjölskyldu. Hjjá honum hafði alltaf verið gert laufabrauð í stórum stíl, svo lengi sem allir þar muna. Það var ekki lagt eins mikið uppúr hátíðleikanum að hittast og skera brauðið, heldur var verið að gera sem bragðbestar kökur í stórum stíl svo að allir hefðu nóg laufabrauð að maula um jólin. Hann er frá Ólafsfirði.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Við gerum laufabrauð á hverju ári og enn með fjölskyldunni. Foreldrar mínir gáfust upp á þessu fyrir nokkrum árum síðan og tókum við frændsystkinin við og skiptumst á "halda laufabrauð". Við erum mjög stór hópur í dag og stundum kaupum við kökur að auki til að komast yfir þetta. Við bjuggum líka í nokkur ár á Ólafsfirði og þá höfðum við laufabrauðsbakstur fyrir þá fjölskyldu á hverju ári heima hjá okkur.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég geri laufabrauðsdeigið sjálf á hverju ári fyrir allan hópinn. Ástæðan fyrir því er sú að Ólafsfjarðarfjölskyldan myndi aldrei líta við laufabrauði ef að ekki væri í því kúmen. Það er algert aðalatriði og sleppa þau frekar laufabrauði ef ekki er kúmen í því. Byrjaði ég því að gera hluta deigsins með kúmeni (fyrir okkur) og annan hluta án. Nú vilja allir fá með kúmeni. Við bjuggum lengi á Spáni (15 ár) og þá stöðvaðist hefðin í nokkur ár hjá okkur. Við byrjuðum síðan að hóa í vini okkar í Barselóna og bjóða til okkar í laufabrauðsgerð. Vandamálið á Spáni var að finna kúmen en í þá tíð var ekki hægt að finna broddkúmen. Settum við stundum í indverskt kúmen laufabrauðið í staðinn og urðu allir Spánverjar mjög hissa að svona séríslenskt jólabrauð væri með indverskum keim.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Við í fjölskyldunni hringjum okkur saman og ákveðum besta tímann. Oft er mikið að gera hjá fólki í desmber svo að við erum farin að hittast eftir vinnu á virkum degi núna. Ekki gert laufabrauð utan jólatímans.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég held að þetta sé hefð sem sé í fjölskyldum og ekki mikið verið að byrja á hefðinni ef hún er ekki til staðar. Mikið selt af kökum núna í búðunum þannig að ég held að það sé mun meira borðað af laufabrauði en ekki bakað.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Í ár gerðum við laufabrauð með minni "búbblu", foreldrum mínum og bróður. Það var ákveðinn léttir að hafa þetta minna í sniðum. Ekki hist á netinum og bakað hjá okkur. Ég held að ég myndi ekki nenna svoleiðis. En sendum alltaf myndir til bróður míns í Noregi.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
