Laufabrauðsgerð

04.12.2020

Aðrar upplýsingar

Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1978)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-67
Staður
Núverandi sveitarfélag: Akureyrarbær, Akureyrarbær
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já. Börn og barnabörn saman hjá afa og ömmu. Nei yfirleitt ekki. Nema systkyni afa sem bjuggu á heimilinu.

Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Alltaf laufabruð hjá afa og ömmu. Tók líka þátt heima hjá hinni ömmu minni á heimili hennar og eitt sinn á elliheimili hjá langömmu minni.

Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Alin upp við laufabrauðsgerð í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu.

Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já er eins.

Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já geri laufabrauð. Í litlum hóp með mömmu, ömmu, eiginmanni og syni og bestu vinkonu mömmu og hennar fjölskyldu.

Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Á hverju ári. Það eina sem er ómissandi.

Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Alltaf laufabrauð á laugardegi. Helst í byrjun desember, fer eftir vinnu hjá hópnum sem gerir saman núna síðustu ár. Oft skorið aðeins út á föstudagskvöldinu.

Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Hef ekki velt því fyrir mér. Flestir gera laufabrauð í kringum mig.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Laufabrauðsgerð
Efnisorð:
Laufabrauð