Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Karl (1958)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-64
Staður
Núverandi sveitarfélag: Akureyrarbær, Akureyrarbær
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Nei.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Á ekki við.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Engin hefð til staðar.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Á ekki við.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Í Eyjafjarðarsveit eftir að ég flutti til Akureyrar um fimmtugt.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, með stórfjölskyldu eiginkonu.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Á hverju ári.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Einn dagur valinn af yfirstjórn og maður mætir eins og hlýðinn borgari og sker út og aðstoðar eins og þarf. Dagurinn er valinn út frá því sem flestum hentar. Laufabrauð er eingöngu gert skömmu fyrir jól, eða 2-4 vikum fyrir jól.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Vaxandi frekari en hitt á þessu svæði. Yngra fólkið sem nú er að koma með börn hefur vanist þessu og á með sér menningararfinn. Búseta hér fyrir norðan ýtir eflaust undir með að fjölskylduhópar hittist til að fremja laufabrauð. Laufabrauðsgerðin hefur meira en bara laufabrauð. Það þarf líka að borða afskurðinn (sem er oftast betri en laufabrauðið sjálft) og síðan er það hangiketið - það koma t.d. 3-4 fjölskyldur saman og hver með sitt hangikjöt og áður en maður veit af er hafin þessi líka spennandi hangiketsjúróvision keppni þar sem leidd eru saman hin ýmsu afbrigði af hangikjöti, tvíreykt, úrbeinað eða á lærinu, frampartshluti, lamb eða eldra og síðan er hvaðan kjötið kemur, austan af Mývatni eða úr nágrenninu. Ávallt einn ótvíræður sigurvegari og vekur stundum undrun. T.d. hefur KEA kjötið ákveðinn ljúfmetisyfirbragð en kjöt frá ómerkilegri kjötvinnslum slær það langoftast út. Á eftir öllu þarf auðvitað kaffi og kökur. Stundum stekkur hópurinn útá tún að renna sér á snjóþotum og sleðum ef vel árar með snjó og veður. Lauflétt samvera er samnefnarinn. Þannig verður gott laufabrauð til.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Þáttakan lagðist af þetta árið þar sem það er skynsamlegast. Konan fór ein sem fulltrúi í skurð og bakstur sem tók á sig brag iðnaðar. Vinna vinna og klára sem fyrst.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Formennirnir í genginu sem ræstist sjálfkrafa út þegar halda þarf veislu, fermingu, skírn, jólaboð, afmæli eða brúðkaup. Jarðarfarir eru óþekkt fyrirbrigði. Þetta eru konurnar. Karlarnir hlýða eins og vel tamin hross.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Helst að búa til en því miður eru tilbúnu deigin oft betri. Oft eru 2-4 tegundir notaðar. Stundum útflattar, stundum ekki.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Nú brestur ísinn undan mér því mig skortir alveg þekkingu á þeim þætti.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Aftur eru það konurnar í genginu, eða klaninu.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Sérstakar laufabrauðs hnífa eða rúllur með munstruðum tromlum úr málmi, mis fínlega smíðaða. Rúllurnar rista munstur í deigið sem síðan er verkjað með því að lyfta upp einstökum hlutum úr skurðarmynstrinu, allt eftir smekk og sköpunarþörf. Einnig notaðir venjulegir borðhnífar og litlir beittir vasahnífar sem þarf til við að lyfta skornu deiginu og mynda mismunandi mynstur. Borðhnífarnir eru vinsælir t.d. ef búa á til bók- og tölustafi í deigið. Þá eru tveir hnífar notaðir og endarnir látnir klípa saman í deigið þannig að far myndist eða strik, sem síðan er endurtekið eftir þörfum til að mynda tiltekinn bókstaf eða tölustaf.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Já. Eldri áhöld þekkjast úr á litnum og gæðunum, þau eru betri til brúks en annað veit ég ekki um fortíðina enda nýbyrjaður að fást við þetta.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ekkert heiti er á mynstrunum - en ég legg mig fram um að reyna sífellt að finna nýtt form eða útlit og forðast endalausta endurtekningu. Það kemur misjafnlega vel út. Mistökin eru stundum skemmtilegust.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Stundum eru fáar kökur og góður tími til að nostra við hverja og eina. Stundum eru kökurnar margar og lítill tími á hverja og eina. Það ræðst af árferði og hve margir geta mætt til að skera út, veðrinu eða helvítis veirunni eins og núna.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Það er alltaf skemmtilegast að skera út eitthvert persónulegt. Stafir fyrir barn. Eða heiðarlega tilraun til að skera út fallega mynd eða mynstur.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það er endalaust allskonar og sjaldan tveir eins. Nokkuð líkt rithöndinni að það skrifa engir eins handskrift.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég bara glápti á næsta mann og sá hvernig þetta er gert. Síðan byggist upp reynsla af röð mistaka sem skapa aukna færni með árunum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir taka þátt. Ýtt er undir það. Ungir sem aldnir.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Nú er ég yfirleitt rekinn af sviðinu og konurnar sjá um steikinguna eins og engin hafi orðið kvennabaráttan.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
No comment, eins og sagt er á dönsku.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Á ekki við.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Ekki pressað en þerrað. Kann það ekki.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Á ekki við - utan við mitt hlutverk.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Allir fá nóg. Hver og einn leggur til ákveðinn fjölda. Oftast fer hver með sitt heim að verki loknu en þetta blandast líka og allir fá nóg. Það er megin reglan.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
get illa áætlað það.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Konurnar undirbúa og steikja og ganga frá, karlarnir koma að skurðinum. Stíf verkaskipting sem hingað til hefur ráðist af takmörkuðu úrvali kynja eða bara tvö kyn í firðinum enn sem komið er þó það hljóti að standa til bóta.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Á Aðfangadag og ekki sekúndu fyrr.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Hangiketi eða öðru reyktu kjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei enda væru það helgispjöll.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Venjulegt laufabrauð en nýverið tók að ryðjast inn laufabrauð með kúmeni sem er leiðinlega gott og jafnvel miklu betra en þetta gamla.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Það sem gengur af er sett í bauk eða poka og geymt uppí eldhús skáp. Þar fær það að dúsa í nokkur ár áður en því er hent með miklum trega enda alltaf um að ræða listilega útskorið gjörsamlega óætt og illa lyktandi brauð sem er orðið skemmt vegna geymslu.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Heitir bara afskurður og er bestur fljótlega eftir að hann er steiktur og jafnvel svo að bestir eru þeir bitar sem eru ennþá mjúkir undir tönn. Af því er hægt að borða um of.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Nei helst ekki.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Að fremja samveru. Laufabrauðið er fallegt yfirskyn og hentar afbragðs vel sem tilefni til að hittast og amstra og baxa. Gef oss í dag vort daglegt brauð var sagt en laufabrauðið er ekki vort daglegt brauð heldur sérstakt brauð. Fínlegt, viðkvæmara en postulín og hefur bara tímabunda jarðvist. Utanum laufabrauðið eru hlöss af hefðum sem eru eitt af límunum sem þarf til að líma saman fjölskyldur, stórfjölskyldur og sveitasamfélag.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Nei takk. Þetta er orðið gott.
Nei.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Á ekki við.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Engin hefð til staðar.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Á ekki við.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Í Eyjafjarðarsveit eftir að ég flutti til Akureyrar um fimmtugt.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, með stórfjölskyldu eiginkonu.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Á hverju ári.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Einn dagur valinn af yfirstjórn og maður mætir eins og hlýðinn borgari og sker út og aðstoðar eins og þarf. Dagurinn er valinn út frá því sem flestum hentar. Laufabrauð er eingöngu gert skömmu fyrir jól, eða 2-4 vikum fyrir jól.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Vaxandi frekari en hitt á þessu svæði. Yngra fólkið sem nú er að koma með börn hefur vanist þessu og á með sér menningararfinn. Búseta hér fyrir norðan ýtir eflaust undir með að fjölskylduhópar hittist til að fremja laufabrauð. Laufabrauðsgerðin hefur meira en bara laufabrauð. Það þarf líka að borða afskurðinn (sem er oftast betri en laufabrauðið sjálft) og síðan er það hangiketið - það koma t.d. 3-4 fjölskyldur saman og hver með sitt hangikjöt og áður en maður veit af er hafin þessi líka spennandi hangiketsjúróvision keppni þar sem leidd eru saman hin ýmsu afbrigði af hangikjöti, tvíreykt, úrbeinað eða á lærinu, frampartshluti, lamb eða eldra og síðan er hvaðan kjötið kemur, austan af Mývatni eða úr nágrenninu. Ávallt einn ótvíræður sigurvegari og vekur stundum undrun. T.d. hefur KEA kjötið ákveðinn ljúfmetisyfirbragð en kjöt frá ómerkilegri kjötvinnslum slær það langoftast út. Á eftir öllu þarf auðvitað kaffi og kökur. Stundum stekkur hópurinn útá tún að renna sér á snjóþotum og sleðum ef vel árar með snjó og veður. Lauflétt samvera er samnefnarinn. Þannig verður gott laufabrauð til.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Þáttakan lagðist af þetta árið þar sem það er skynsamlegast. Konan fór ein sem fulltrúi í skurð og bakstur sem tók á sig brag iðnaðar. Vinna vinna og klára sem fyrst.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Formennirnir í genginu sem ræstist sjálfkrafa út þegar halda þarf veislu, fermingu, skírn, jólaboð, afmæli eða brúðkaup. Jarðarfarir eru óþekkt fyrirbrigði. Þetta eru konurnar. Karlarnir hlýða eins og vel tamin hross.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Helst að búa til en því miður eru tilbúnu deigin oft betri. Oft eru 2-4 tegundir notaðar. Stundum útflattar, stundum ekki.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Nú brestur ísinn undan mér því mig skortir alveg þekkingu á þeim þætti.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Aftur eru það konurnar í genginu, eða klaninu.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Sérstakar laufabrauðs hnífa eða rúllur með munstruðum tromlum úr málmi, mis fínlega smíðaða. Rúllurnar rista munstur í deigið sem síðan er verkjað með því að lyfta upp einstökum hlutum úr skurðarmynstrinu, allt eftir smekk og sköpunarþörf. Einnig notaðir venjulegir borðhnífar og litlir beittir vasahnífar sem þarf til við að lyfta skornu deiginu og mynda mismunandi mynstur. Borðhnífarnir eru vinsælir t.d. ef búa á til bók- og tölustafi í deigið. Þá eru tveir hnífar notaðir og endarnir látnir klípa saman í deigið þannig að far myndist eða strik, sem síðan er endurtekið eftir þörfum til að mynda tiltekinn bókstaf eða tölustaf.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Já. Eldri áhöld þekkjast úr á litnum og gæðunum, þau eru betri til brúks en annað veit ég ekki um fortíðina enda nýbyrjaður að fást við þetta.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ekkert heiti er á mynstrunum - en ég legg mig fram um að reyna sífellt að finna nýtt form eða útlit og forðast endalausta endurtekningu. Það kemur misjafnlega vel út. Mistökin eru stundum skemmtilegust.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Stundum eru fáar kökur og góður tími til að nostra við hverja og eina. Stundum eru kökurnar margar og lítill tími á hverja og eina. Það ræðst af árferði og hve margir geta mætt til að skera út, veðrinu eða helvítis veirunni eins og núna.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Það er alltaf skemmtilegast að skera út eitthvert persónulegt. Stafir fyrir barn. Eða heiðarlega tilraun til að skera út fallega mynd eða mynstur.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það er endalaust allskonar og sjaldan tveir eins. Nokkuð líkt rithöndinni að það skrifa engir eins handskrift.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég bara glápti á næsta mann og sá hvernig þetta er gert. Síðan byggist upp reynsla af röð mistaka sem skapa aukna færni með árunum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir taka þátt. Ýtt er undir það. Ungir sem aldnir.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Nú er ég yfirleitt rekinn af sviðinu og konurnar sjá um steikinguna eins og engin hafi orðið kvennabaráttan.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
No comment, eins og sagt er á dönsku.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Á ekki við.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Ekki pressað en þerrað. Kann það ekki.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Á ekki við - utan við mitt hlutverk.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Allir fá nóg. Hver og einn leggur til ákveðinn fjölda. Oftast fer hver með sitt heim að verki loknu en þetta blandast líka og allir fá nóg. Það er megin reglan.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
get illa áætlað það.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Konurnar undirbúa og steikja og ganga frá, karlarnir koma að skurðinum. Stíf verkaskipting sem hingað til hefur ráðist af takmörkuðu úrvali kynja eða bara tvö kyn í firðinum enn sem komið er þó það hljóti að standa til bóta.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Á Aðfangadag og ekki sekúndu fyrr.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Hangiketi eða öðru reyktu kjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei enda væru það helgispjöll.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Venjulegt laufabrauð en nýverið tók að ryðjast inn laufabrauð með kúmeni sem er leiðinlega gott og jafnvel miklu betra en þetta gamla.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Það sem gengur af er sett í bauk eða poka og geymt uppí eldhús skáp. Þar fær það að dúsa í nokkur ár áður en því er hent með miklum trega enda alltaf um að ræða listilega útskorið gjörsamlega óætt og illa lyktandi brauð sem er orðið skemmt vegna geymslu.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Heitir bara afskurður og er bestur fljótlega eftir að hann er steiktur og jafnvel svo að bestir eru þeir bitar sem eru ennþá mjúkir undir tönn. Af því er hægt að borða um of.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Nei helst ekki.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Að fremja samveru. Laufabrauðið er fallegt yfirskyn og hentar afbragðs vel sem tilefni til að hittast og amstra og baxa. Gef oss í dag vort daglegt brauð var sagt en laufabrauðið er ekki vort daglegt brauð heldur sérstakt brauð. Fínlegt, viðkvæmara en postulín og hefur bara tímabunda jarðvist. Utanum laufabrauðið eru hlöss af hefðum sem eru eitt af límunum sem þarf til að líma saman fjölskyldur, stórfjölskyldur og sveitasamfélag.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Nei takk. Þetta er orðið gott.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Gefandi
Efnisorð / Heiti
