Laufabrauðsgerð

04.12.2020

Aðrar upplýsingar

Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1945)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-46
Staður
Núverandi sveitarfélag: Kópavogsbær, Kópavogsbær
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já, Allir, nema afi minn.

Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Eingöngu heima.

Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Á æskuheimilum sínum, geri ég ráð fyrir. Á Sauðárkróki.

Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já, það var eins.

Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei.

Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Nei. Eftir að frænka mín búsett á Akureryi hætti að koma suður til að gera brauðið með mér og minni fjölskyldu, hættum við að gera það sjálf.

Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég veit það ekki. Gæti samt trúað því að ungt fólk sé ekki mikið að að gera laufabrauð.

Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Veit ekki.

Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég notaði sérstakt hjól með mynstri.

Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Hjólið var áður í eigu frænku minnar, maður hennar sem er gullsmiður smíðaði það..

Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Ég notaði gamlan járnpott.

Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Það var steikt upp úr floti.

Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
það var pressað með kringlóttu trébretti.

Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Geymt á málmdós. Bökunarpappír i botninn.

Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Skipt á milli heimila. Annað var lítið og tók bara nokkrar kökur.

Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Hún tók 4 - 5 tíma.

Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Venjulega húsmóðirin.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Laufabrauðsgerð
Efnisorð:
Laufabrauð