Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1947)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-45
Staður
Núverandi sveitarfélag: Kópavogsbær, Kópavogsbær
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Nei það var aldrei gert og ég heyrði aldrei af slíku. Er alin til 10 ára aldurs í Fljótum af reykvískrí móður og skagfirsk um föður.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég kynntist laufabrauði fyrst um 1960 hjá fjölskildu sem ættuð var úr Skaftafellssýslu og ég var barnapía hjá, síðar 1968 hjá tengdamóður minni Margréti Tryggvadóttur f. 1917 sem var frá Ytri-Varðgjá í Eyjafirði. Mér fannst gaman af þessari hefð og fékk móður mína Elínu Jónsdóttur f. 1918 sem var mjög gefin fyrir að gera eitthvað skemmtilegt úr mat, að gera laufabrauð. Í brauðinu úr Skaftafellssýslu var haft heilhveiti að hluta á móti hveiti. Kökurnar urðu heldur þykkri fyrir vikið og ekki eins gegnsæjar. Eftir að ég kynntist manninum mínum gerði ér alltaf laufabrauð með tengdamömmu og frændsystkinum mannsins míns meðan þau voru ung. Seinna þegar ég fór að búa fluttist baksturinn heim til mín og þangað komu áhugasamir úr sórfjölskyldunni. Margrét sagði mér að á Ytri-Varðgjá hefðu verið gerðar 400 kökur eða meira, margt var í heimili, systkinin 8 og vinnu konur líka. Farið var upp snemma þá kl 4 að nóttu til að hnoða í deigið og fletja út. Kökurnar voru lagðar á hjónarúmið þar til það var þakið og lök lögð yfir kökurnar svo þær þornuðu ekki, lag eftir lag. Farið var að skera eftir gerningar og skornu kökurnar lagðar á sama hátt á annað rúm lag eftir lag. Síðan fóru konurnar að steikja skiptust á að standa yfir pottinum. Það fólk allt er mjög flinkt að skera mörg og mismunandi munstur.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já við gerum laufabrauð á hverju ári þó eru dætur mínar farnar að sjá um það að mestu núorðið. Við hittumst alltaf með barnabörnunum tveim til þrem vikum fyrir jól og skerum út saman og borðum síðan kvöldmat saman. Við höfum kertaljós og piparkökur á skurðarborðinu og hlustum å jólalög. Ég geri bara laufabrauð með fjölskyldunni en ég veit að dætur mínar hafa tekið þátt með börnum sinum í Kópavogsskóla.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
VIð gerum laufabrauð a hverju ári.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Tveim til þrem vikum fyrir jól er laufabrauðsdagur. Þannig háttar hjá okkur að nokkrir í fjölskyldunni vinna vaktavinnu svo dagur er valin með tilliti til þess. Við steikjum laufabrauð bara fyrir jól og borðum um jól og áramót. Stundum geimast nokkrar kökur fram á Þorra en þó sjaldan.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég geri mér ekki grein fyrir útbreiðslu en það hefur eflaust heldur farið vaxandi þar sem laufabrauðsdagar eru í mörgum skólum hér í Kópavogi og eflaust víðar.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Við ráðgerðum að skera út í hollum núna á sunnudaginn 6. Des. Svo sjá dæturnar um að steikja saman. Ég verð með yngstu börnunum en unglingarnir og þau sem eru yfir tvítugt verða saman. Við hlíðum Víði á þessum bæ.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég geymi áhöldin á tvö laufabrauðsjárn. Um ákvörðunina er líklega bara að einhver segir “hvenær eigum við að fara í laufabrauði” ég skal kaupa brauðið, engin hætta á að það gleymist. Hver og einn kemur með bretti og hnífa.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Kaupum útflattar kökur frá Kristjánsbakaríi å Akureyri ef við náum í þær. Tengdamamma hnoðaði alltaf í kökurnar fyrstu áratugina en fór síðan að kaupa útflattar og hún réð því að keypt væri frá Kristjáni fannst þær líkastar því sem hún var vön.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hveiti, volg mjólk og salt held ég. Ég hef aldrei gert deig. Steikt var og er upp úr plöntufeiti hjá okkur en Margrét vandist við að steikja upp úr tólg.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Tengdamamma hnoðaði alltaf en ég held að pabbi hennar hafi hnoðað eitthvað ef ekki voru stúlkur á heimilinu til að hjálpa mömmu hennar.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Laufabrauðsjárn til að skera út laufin, oddhvassir litlir hnífar, bretti og svo erum við með tréhlemm sem notapur er til að þrýsta á kökurnar þegar þær koma heitar úr pottinum svo þær verpist ekki.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Ég keypti laufabrauðsjárnin í Íslenskum heimilisiðnaði þar sem ég vann um tíma. Hjá tengdamömmu voru bara notaðir vasahnifar til að skera út og fletta upp laufunum.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Allt mögulegt, jóla greinar, stjörnur, kerti á grein, kirkja, jólajatan, upphafsstafir fjölskyldumeðlima, jólaköttinn ofl.ofl. Mikið hugmyndaflug og keppni um fallegustu kökurnar.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Skapið og og hvort ég þarf að sinna mikið yngri börnunum ræður miklu en maður vill samt hafa kökurnar fallegar. Það er bara hálf skemmtun að hafa kökurnar óskreyttar. Hugmyndir koma að hluta frá tengdó og fjölskyldu eða úr blöðum, við klippum alltaf út ef verið er að fjalla um laufabrauðsskurð.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Hlutlaust, stundum er ég frjó og geri eitthvað óvenjulegt.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það er upp og ofan, allir hafa að einhverju leiti sinn stíl.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég lærði það hjá Brynhildi, konunni sem ég passaði hjá og hjá tengdamömmu.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Karlarnir eru latir við það en gera samt eina til tvær kökur annars er það að mestu kvenfólk og krakkar, þau fá að taka þátt strax sem smábörn. Hjakka með borðhníf a einni eða tveim kökum og fara svo að leika sér.
Nei það var aldrei gert og ég heyrði aldrei af slíku. Er alin til 10 ára aldurs í Fljótum af reykvískrí móður og skagfirsk um föður.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég kynntist laufabrauði fyrst um 1960 hjá fjölskildu sem ættuð var úr Skaftafellssýslu og ég var barnapía hjá, síðar 1968 hjá tengdamóður minni Margréti Tryggvadóttur f. 1917 sem var frá Ytri-Varðgjá í Eyjafirði. Mér fannst gaman af þessari hefð og fékk móður mína Elínu Jónsdóttur f. 1918 sem var mjög gefin fyrir að gera eitthvað skemmtilegt úr mat, að gera laufabrauð. Í brauðinu úr Skaftafellssýslu var haft heilhveiti að hluta á móti hveiti. Kökurnar urðu heldur þykkri fyrir vikið og ekki eins gegnsæjar. Eftir að ég kynntist manninum mínum gerði ér alltaf laufabrauð með tengdamömmu og frændsystkinum mannsins míns meðan þau voru ung. Seinna þegar ég fór að búa fluttist baksturinn heim til mín og þangað komu áhugasamir úr sórfjölskyldunni. Margrét sagði mér að á Ytri-Varðgjá hefðu verið gerðar 400 kökur eða meira, margt var í heimili, systkinin 8 og vinnu konur líka. Farið var upp snemma þá kl 4 að nóttu til að hnoða í deigið og fletja út. Kökurnar voru lagðar á hjónarúmið þar til það var þakið og lök lögð yfir kökurnar svo þær þornuðu ekki, lag eftir lag. Farið var að skera eftir gerningar og skornu kökurnar lagðar á sama hátt á annað rúm lag eftir lag. Síðan fóru konurnar að steikja skiptust á að standa yfir pottinum. Það fólk allt er mjög flinkt að skera mörg og mismunandi munstur.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já við gerum laufabrauð á hverju ári þó eru dætur mínar farnar að sjá um það að mestu núorðið. Við hittumst alltaf með barnabörnunum tveim til þrem vikum fyrir jól og skerum út saman og borðum síðan kvöldmat saman. Við höfum kertaljós og piparkökur á skurðarborðinu og hlustum å jólalög. Ég geri bara laufabrauð með fjölskyldunni en ég veit að dætur mínar hafa tekið þátt með börnum sinum í Kópavogsskóla.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
VIð gerum laufabrauð a hverju ári.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Tveim til þrem vikum fyrir jól er laufabrauðsdagur. Þannig háttar hjá okkur að nokkrir í fjölskyldunni vinna vaktavinnu svo dagur er valin með tilliti til þess. Við steikjum laufabrauð bara fyrir jól og borðum um jól og áramót. Stundum geimast nokkrar kökur fram á Þorra en þó sjaldan.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég geri mér ekki grein fyrir útbreiðslu en það hefur eflaust heldur farið vaxandi þar sem laufabrauðsdagar eru í mörgum skólum hér í Kópavogi og eflaust víðar.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Við ráðgerðum að skera út í hollum núna á sunnudaginn 6. Des. Svo sjá dæturnar um að steikja saman. Ég verð með yngstu börnunum en unglingarnir og þau sem eru yfir tvítugt verða saman. Við hlíðum Víði á þessum bæ.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég geymi áhöldin á tvö laufabrauðsjárn. Um ákvörðunina er líklega bara að einhver segir “hvenær eigum við að fara í laufabrauði” ég skal kaupa brauðið, engin hætta á að það gleymist. Hver og einn kemur með bretti og hnífa.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Kaupum útflattar kökur frá Kristjánsbakaríi å Akureyri ef við náum í þær. Tengdamamma hnoðaði alltaf í kökurnar fyrstu áratugina en fór síðan að kaupa útflattar og hún réð því að keypt væri frá Kristjáni fannst þær líkastar því sem hún var vön.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hveiti, volg mjólk og salt held ég. Ég hef aldrei gert deig. Steikt var og er upp úr plöntufeiti hjá okkur en Margrét vandist við að steikja upp úr tólg.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Tengdamamma hnoðaði alltaf en ég held að pabbi hennar hafi hnoðað eitthvað ef ekki voru stúlkur á heimilinu til að hjálpa mömmu hennar.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Laufabrauðsjárn til að skera út laufin, oddhvassir litlir hnífar, bretti og svo erum við með tréhlemm sem notapur er til að þrýsta á kökurnar þegar þær koma heitar úr pottinum svo þær verpist ekki.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Ég keypti laufabrauðsjárnin í Íslenskum heimilisiðnaði þar sem ég vann um tíma. Hjá tengdamömmu voru bara notaðir vasahnifar til að skera út og fletta upp laufunum.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Allt mögulegt, jóla greinar, stjörnur, kerti á grein, kirkja, jólajatan, upphafsstafir fjölskyldumeðlima, jólaköttinn ofl.ofl. Mikið hugmyndaflug og keppni um fallegustu kökurnar.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Skapið og og hvort ég þarf að sinna mikið yngri börnunum ræður miklu en maður vill samt hafa kökurnar fallegar. Það er bara hálf skemmtun að hafa kökurnar óskreyttar. Hugmyndir koma að hluta frá tengdó og fjölskyldu eða úr blöðum, við klippum alltaf út ef verið er að fjalla um laufabrauðsskurð.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Hlutlaust, stundum er ég frjó og geri eitthvað óvenjulegt.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það er upp og ofan, allir hafa að einhverju leiti sinn stíl.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég lærði það hjá Brynhildi, konunni sem ég passaði hjá og hjá tengdamömmu.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Karlarnir eru latir við það en gera samt eina til tvær kökur annars er það að mestu kvenfólk og krakkar, þau fá að taka þátt strax sem smábörn. Hjakka með borðhníf a einni eða tveim kökum og fara svo að leika sér.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
