Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1952)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-42
Staður
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já. Allir sem bjuggu á heimilinu, venjulega foreldrar og börn en stundum líka móðuramma og móðurafi sem bjuggu líka á heimilinu í einhvern tíma.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég tók ekki þátt í laufabrauðsgerð nema heima - en fékk þó að vera með þegar verið var að gera laufabrauð í næsta húsi þar sem leiksystur mínar áttu heima.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Ég ólst upp á Dalvík og þar var það siður á öllum heimilum að gera laufabrauð. Mamma f.1925 ólst upp á Kóngsstöðum í Skíðadal og þar var eins og alls staðar í Svarfaðardal auðvitað gert laufabrauð. Afi Óskar þótti sérstaklega flinkur við að skera út en amma Snjólaug og seinna mamma sáu alltaf um að breiða út.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já. Það voru hvítar kökur og gert deig bæði með kúmeni í og líka deig þar sem kúmenið var soðið í mjólk en síað frá. Þannig þóttu kökurnar verða betri til að skera út í og þær urðu fallegri. Heima hjá mér var alltaf bara hvítt hveiti notað í laufabrauðið. Mikilvægt var að fletja deigið svo vel út að það nánast væri hægt að sjá í gegnum kökurnar. Því þynnri því fínni þóttu þær vera. Mikið var lagt uppúr að útskurðurinn væri fínlegur og sérstaklega góðir vasahnífar eða skeiðahnífar notaðir. Ég hef líklega verið um 10-11 ára þegar við fengum laufabrauðsjárn til að skera út með. Það var smiður nágranni okkar, Jón Björnsson hét hann sem var mjög laghentur smiður bæði á tré og járn og hann fór að smíða svona laufabrauðsjárn eins og þekkt eru núna og flestir nota. Þetta þótti mikið rarítet en skurðurinn varð þó grófari með járninu sem við fengum amk.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég er sem sagt alin upp við laufabrauðsgerð og hélt þeirri hefð áfram eftir að ég flutti suður og stofnaði eigin fjölskyldu. Þá gerðum við laufabrauðið með eldri systur minni og hennar fjölskyldu og af henni lærði ég að breiða deigið nógu þunnt út eins og amma og mamma höfðu gert. Þá uppúr 1980 fórum við að nota heilhveiti í kökurnar sem þótti þá hollara - stundum blanda af hveiti og heilhveiti. Okkur fannst heilhveitkökurnar verða betri - bragðmeiri. Prófuðum líka að nota rúg eins og sumir hafa í laufabrauð en þótti heilhveitið betra. Við systur sáum bæði um að breiða út og steikja brauðið - þótti hvort tveggja ábyrgðarstarf.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, nú tek ég þátt í laufabrauðsgerð með fjölskyldu dóttur minnar og hennar tengdafólki sem vant er laufabrauðsgerð frá Akureyri. Fyrst var það langamma, amma og ömmubróðir og svo tvenn hjón með börn sem standa mest fyrir laufabrauðsgerðinni og svo lítur inn einhleypt ungt fólk sem kemur til að skera nokkrar kökur. Í þeirri fjölskkyldu var langamma oft var búin að taka nokkra daga fyrir sjálfan laufabrauðsdaginn í að breiða út og geymdi stafla af kökum í ísskápnum. Síðan langamman dó hafa unglingarnir (15-16 ára) oft tekið að sér að breiða út kökurnar, stundum fyrirfram, en ég fór þá að kaupa tilbúnar kökur sem við leggjum í púkkið. Hjá þeim hefur það verið siður að karlmennirnir sjái um að steikja. Ég hef því alveg dottið út úr ábyrgðarhlutverkum við laufabrauðsgerðina síðustu 10-15 árin. En ég tek virkan þátt í að skera út með hinni ömmunni og börnunum.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Já, það er alveg árviss liður í jólaundirbúningi að taka laufabrauð. (Það má alls ekki segja baka, heldur gera laufabrauð eða taka laufabrauð.) Við höldum þessum sið af því að það er gott að eiga dag með fjölskyldunni og svo finnst okkur laufabrauð ómissandi með hangikjötinu.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Já, oft hefur það verið fyrsti sunnudagur í aðventu eða annar sunnudagur á jólaföstunni. Bara ákveðinn dagur og látið boð út ganga. Aldrei gert laufabrauð á öðrum tíma.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Útbreiðsla laufabrauðs - tvíræð spurning. Ég ætlaði að fara að svara um að ég hafi enn þær hugmyndir að það eigi að breiða laufabrauð þunnt út en líklega er ekki verið að spyrja um hugmyndir mínar hvað það varðar. Mér finnst eins og siðurinn hafi breiðst út og fleiri taki nú laufabrauð en þeir sem eru að norðan eða austan. Flestir sem ég þekki taka laufabrauð.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Ekki er alveg útséð um það hvort laufabrauðsdagurinn fellur niður hjá fjölskyldu dóttur minnar - hann hefur amk frestast, átti að vera fyrsta sunnudag í aðventu. Mér finnst líklegt að það endi með því að við tökum bara nokkrar kökur hér heima - erum þrjú í heimili. Þá myndum við bara kaupa tilbúnar kökur og skera út og steikja eitthvert kvöldið. Við sleppum því ekki að gera laufabrauð en gerum líklega minna. Fjölskylda dóttur minnar þar sem eru 4 börn gerir þá bara sitt laufabrauð heima og býður þá hinni ömmunni kannski. Ef slaknar á sóttvörnum þá förum við þrjú á mínu heimili líka.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Þegar ég var með börn heima sáum við systur um þetta en síðustu ár eftir að ég varð amma þá sér dóttir mín og hennar maður um þetta. Við hringjumst á og athugum hvort við þurfum að koma með aukabretti, hnífa og svo framvegis - og komum líka með jólaöl alltaf.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Ég skrifaði dálítið um deigið í kafla 2. Við gerðum deigið alltaf sjálfa við systur (1980-2000) og fjölskylda dóttur minnar hefur alltaf gert deigið sjálf og unglingarnir núna teknir við að breiða út kökur og eru ansi flink við það. Ég hef stundum keypt útflattar kökur til að bæta við en eftir að krakkarnir fóru að vera dugleg við að breiða út hefur þess oft ekki þurft.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Í kafla 2 sagði ég frá því að við systur notuðum heilhveiti í laufabrauðið eftir að við vorum fluttar til Reykjavíkur og gerðum okkar laufabrauð með fjölskyldum okkar þar. Við suðum kúmen í mjólk og síuðum frá áður en við helltum mjólkinni saman við hveitið. Í fjölskyldu dóttur minnar er bara notað hveiti og kúmenið ekki síað frá heldur látið vera í kökunum oftast.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Sagði frá þessu í kafla 2. Mamma og amma bjuggu alltaf til deigið og síðan bara eldri systir mín ábyrgð á því eftir að við vorum komnar suður og farnar að sjá um laufabrauðsgerð. Við systur sáum alltaf um að fletja - treystum engum öðrum fyrir því - sama með steikinguna. Í fjölskyldu dóttur minnar var það langamman og amman sem gerðu deigið og breiddu út og síðan líka tengdasonurinn og svo núna unglingarnir bæði strákur og stelpa. En tengdasonurinn sér um að steikja og annar faðir (40-50 ára).
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Um þetta í kafla 1 frá bernskuárum. Það þarf nóg af brettum til að skera út á og svo hnífa sem eru með frekar mjóum oddi til að auðvelt sé að fletta laufunum. Nú þykir okkur laufabrauðsjárn nauðsynlegt líka.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Nei.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Greinar, jólatré, kerti, kirkju, burstabæ, stjörnur, kallinn í tunglinu, upphafsstafi fjölskyldumeðlima, Í fjölskyldu dóttur minnar er unga fólkið frumlegra og listfengi fær að njóta sín.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Sker út mynstur samkvæmt hefð, vanda mig við eina og eina köku en annars vil ég láta verkið ganga frekar hratt.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Ekkert sérstakt kemur í hugann.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Já, unga fólkið fer meira nýjar leiðir og lætur hugmyndaflugið ráða.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég lærði það heima - af foreldrum þá líklega en man það ekki.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir hafa alltaf tekið þátt í að skera út og börnin hafa sérstaklega átt að fá að njóta sín við að skera út.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Góðan pott, fiskispaða og grófan gaffal til að veiða kökurnar upp úr feitinni. Potthlemm eða hlemm sem er sérstaklega gerður til að pressa kökurnar þegar þær koma upp úr feitinni. Börn hafa verið látin gera svona hlemma í handavinnu í skólanum - amk á Dalvík - ég á þannig hlemm með stöfunum mínum brenndum í sem einhver krakki gaf mér í jólagjöf fyrir mörgum árum. Svo þarf pappír sem drekkur vel í sig feitina sem lekur af kökunum þegar þær eru teknar upp úr pottinum - þar eru þær þá pressaðar með hlemmi og svo reistar upp á rönd við vegg á eldhúsbekknum á meðan þær kólna.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Held ekki.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Var steikt úr tólg en blandað var jurtafeiti - pralín - útí þegar ég man fyrst. Eftir að ég fór að sjá um laufabrauðsgerð eftir 1980 notuðum við sérstaka laufabrauðsfeiti sem var oftast frá Kristjánsbakaríi á Akureyri - líkleg einhver blanda af tólg og jurtafeiti eins og var til siðs. Veit ekki uppúr hverju þeir karlar steikja sem sjá um það hjá fjölskyldu dóttur minnar. Er ekki með fjölda af kökum í huganum - Afskurður er steiktur og allir fá að smakka hann heitan.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Sagði frá þessu hér ofan við. Lími það inn hér þá. Potthlemmur eða hlemmur sem er sérstaklega gerður til að pressa kökurnar þegar þær koma upp úr feitinni. Börn hafa verið látin gera svona hlemma í handavinnu í skólanum - amk á Dalvík - ég á þannig hlemm með stöfunum mínum brenndum í sem einhver krakki gaf mér í jólagjöf fyrir mörgum árum. Svo þarf pappír sem drekkur vel í sig feitina sem lekur af kökunum þegar þær eru teknar upp úr pottinum - þar eru þær þá pressaðar með hlemmi og svo reistar upp á rönd við vegg á eldhúsbekknum á meðan þær kólna.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Sett í stafla í kökudunk eða kassa - smjörpappír í kring stundum og geymt í kaldri geymslu helst.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Hver fjölskylda fær það sem hún heldur að hún þurfi. Við sem erum 3 í heimili fáum líklega 20-30 kökur.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Við tökum daginn í laufabrauðsgerðina - einhver undirbýr að gera deigið fyrir hádegi eða daginn áður einhverjir byrja að breiða út og þeir sem mæta til að skera koma uppúr hádegi - verið er að fram að kvöldmat og fjölskyldan borðar saman kvöldmat.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Búin að segja mikið frá þessu. Það er greinilega misjafnt eftir fjölskyldum hvernig verkaskipting kynjanna er. Amma og mamma sáu alltaf um bæði að fletja út og steikja og við systur (f. 1948 og 1952) héldum þeim sið í okkar fjölskyldum. í fjölskyldu dóttur minnar er það í verkahring ungu karlanna að sjá um að steikja og unglingarnir hafa tekið við af langömmunni að gera deig og fletja út.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Við sjóðum hangikjöt á Þorláksmessu og þá tökum við fram laufabrauðið til að hafa með því heitu.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Hangikjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Vinafólk mitt hefur rúgmjöl í deiginu og mér þykja þær kökur mjög góðar. Svo gerðum við systur á árum áður kökur úr heilhveiti sem okkur þótti betri en úr hvítu hveiti. Nauðsynlegt er að kökurnar séu þunnar - og að þær hafi örlítið dökknað í steikingunni.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Það er misjafnt - á að endast fram yfir áramót og borða það síðasta á þrettándanum með hangikjöti. Stundum búið fyrr og stundum finnur maður kökur frá síðustu jólum í laufabrauðsdunkinum þegar hann er tekinn fram til að setja í nýsteiktar laufakökur.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Hann er borðaður heitur þegar búið er að skera út á laufabrauðsdaginn.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég geri það stundum - kaupi helst frá Kristjánsbakaríi á Akureyri en hef lika keypt frá Ömmubakstri.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Góð samverustund með fjölskyldunni þar sem allir hafa hlutverk. Gott að koma saman í svartasta skammdeginu og fara að hlakka til jólanna með því að gera eitthvað saman. Notaleg stund sem endar með góðri steikingarlykt sem færir með sér stemmningu og svo smakkið sem gefur gott bragð í munninn - og jólaöl með.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Ég er búin að vera að segja frá laufabrauðsgerð hér að framan.
Já. Allir sem bjuggu á heimilinu, venjulega foreldrar og börn en stundum líka móðuramma og móðurafi sem bjuggu líka á heimilinu í einhvern tíma.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Ég tók ekki þátt í laufabrauðsgerð nema heima - en fékk þó að vera með þegar verið var að gera laufabrauð í næsta húsi þar sem leiksystur mínar áttu heima.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Ég ólst upp á Dalvík og þar var það siður á öllum heimilum að gera laufabrauð. Mamma f.1925 ólst upp á Kóngsstöðum í Skíðadal og þar var eins og alls staðar í Svarfaðardal auðvitað gert laufabrauð. Afi Óskar þótti sérstaklega flinkur við að skera út en amma Snjólaug og seinna mamma sáu alltaf um að breiða út.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já. Það voru hvítar kökur og gert deig bæði með kúmeni í og líka deig þar sem kúmenið var soðið í mjólk en síað frá. Þannig þóttu kökurnar verða betri til að skera út í og þær urðu fallegri. Heima hjá mér var alltaf bara hvítt hveiti notað í laufabrauðið. Mikilvægt var að fletja deigið svo vel út að það nánast væri hægt að sjá í gegnum kökurnar. Því þynnri því fínni þóttu þær vera. Mikið var lagt uppúr að útskurðurinn væri fínlegur og sérstaklega góðir vasahnífar eða skeiðahnífar notaðir. Ég hef líklega verið um 10-11 ára þegar við fengum laufabrauðsjárn til að skera út með. Það var smiður nágranni okkar, Jón Björnsson hét hann sem var mjög laghentur smiður bæði á tré og járn og hann fór að smíða svona laufabrauðsjárn eins og þekkt eru núna og flestir nota. Þetta þótti mikið rarítet en skurðurinn varð þó grófari með járninu sem við fengum amk.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég er sem sagt alin upp við laufabrauðsgerð og hélt þeirri hefð áfram eftir að ég flutti suður og stofnaði eigin fjölskyldu. Þá gerðum við laufabrauðið með eldri systur minni og hennar fjölskyldu og af henni lærði ég að breiða deigið nógu þunnt út eins og amma og mamma höfðu gert. Þá uppúr 1980 fórum við að nota heilhveiti í kökurnar sem þótti þá hollara - stundum blanda af hveiti og heilhveiti. Okkur fannst heilhveitkökurnar verða betri - bragðmeiri. Prófuðum líka að nota rúg eins og sumir hafa í laufabrauð en þótti heilhveitið betra. Við systur sáum bæði um að breiða út og steikja brauðið - þótti hvort tveggja ábyrgðarstarf.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já, nú tek ég þátt í laufabrauðsgerð með fjölskyldu dóttur minnar og hennar tengdafólki sem vant er laufabrauðsgerð frá Akureyri. Fyrst var það langamma, amma og ömmubróðir og svo tvenn hjón með börn sem standa mest fyrir laufabrauðsgerðinni og svo lítur inn einhleypt ungt fólk sem kemur til að skera nokkrar kökur. Í þeirri fjölskkyldu var langamma oft var búin að taka nokkra daga fyrir sjálfan laufabrauðsdaginn í að breiða út og geymdi stafla af kökum í ísskápnum. Síðan langamman dó hafa unglingarnir (15-16 ára) oft tekið að sér að breiða út kökurnar, stundum fyrirfram, en ég fór þá að kaupa tilbúnar kökur sem við leggjum í púkkið. Hjá þeim hefur það verið siður að karlmennirnir sjái um að steikja. Ég hef því alveg dottið út úr ábyrgðarhlutverkum við laufabrauðsgerðina síðustu 10-15 árin. En ég tek virkan þátt í að skera út með hinni ömmunni og börnunum.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Já, það er alveg árviss liður í jólaundirbúningi að taka laufabrauð. (Það má alls ekki segja baka, heldur gera laufabrauð eða taka laufabrauð.) Við höldum þessum sið af því að það er gott að eiga dag með fjölskyldunni og svo finnst okkur laufabrauð ómissandi með hangikjötinu.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Já, oft hefur það verið fyrsti sunnudagur í aðventu eða annar sunnudagur á jólaföstunni. Bara ákveðinn dagur og látið boð út ganga. Aldrei gert laufabrauð á öðrum tíma.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Útbreiðsla laufabrauðs - tvíræð spurning. Ég ætlaði að fara að svara um að ég hafi enn þær hugmyndir að það eigi að breiða laufabrauð þunnt út en líklega er ekki verið að spyrja um hugmyndir mínar hvað það varðar. Mér finnst eins og siðurinn hafi breiðst út og fleiri taki nú laufabrauð en þeir sem eru að norðan eða austan. Flestir sem ég þekki taka laufabrauð.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Ekki er alveg útséð um það hvort laufabrauðsdagurinn fellur niður hjá fjölskyldu dóttur minnar - hann hefur amk frestast, átti að vera fyrsta sunnudag í aðventu. Mér finnst líklegt að það endi með því að við tökum bara nokkrar kökur hér heima - erum þrjú í heimili. Þá myndum við bara kaupa tilbúnar kökur og skera út og steikja eitthvert kvöldið. Við sleppum því ekki að gera laufabrauð en gerum líklega minna. Fjölskylda dóttur minnar þar sem eru 4 börn gerir þá bara sitt laufabrauð heima og býður þá hinni ömmunni kannski. Ef slaknar á sóttvörnum þá förum við þrjú á mínu heimili líka.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Þegar ég var með börn heima sáum við systur um þetta en síðustu ár eftir að ég varð amma þá sér dóttir mín og hennar maður um þetta. Við hringjumst á og athugum hvort við þurfum að koma með aukabretti, hnífa og svo framvegis - og komum líka með jólaöl alltaf.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Ég skrifaði dálítið um deigið í kafla 2. Við gerðum deigið alltaf sjálfa við systur (1980-2000) og fjölskylda dóttur minnar hefur alltaf gert deigið sjálf og unglingarnir núna teknir við að breiða út kökur og eru ansi flink við það. Ég hef stundum keypt útflattar kökur til að bæta við en eftir að krakkarnir fóru að vera dugleg við að breiða út hefur þess oft ekki þurft.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Í kafla 2 sagði ég frá því að við systur notuðum heilhveiti í laufabrauðið eftir að við vorum fluttar til Reykjavíkur og gerðum okkar laufabrauð með fjölskyldum okkar þar. Við suðum kúmen í mjólk og síuðum frá áður en við helltum mjólkinni saman við hveitið. Í fjölskyldu dóttur minnar er bara notað hveiti og kúmenið ekki síað frá heldur látið vera í kökunum oftast.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Sagði frá þessu í kafla 2. Mamma og amma bjuggu alltaf til deigið og síðan bara eldri systir mín ábyrgð á því eftir að við vorum komnar suður og farnar að sjá um laufabrauðsgerð. Við systur sáum alltaf um að fletja - treystum engum öðrum fyrir því - sama með steikinguna. Í fjölskyldu dóttur minnar var það langamman og amman sem gerðu deigið og breiddu út og síðan líka tengdasonurinn og svo núna unglingarnir bæði strákur og stelpa. En tengdasonurinn sér um að steikja og annar faðir (40-50 ára).
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Um þetta í kafla 1 frá bernskuárum. Það þarf nóg af brettum til að skera út á og svo hnífa sem eru með frekar mjóum oddi til að auðvelt sé að fletta laufunum. Nú þykir okkur laufabrauðsjárn nauðsynlegt líka.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Nei.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Greinar, jólatré, kerti, kirkju, burstabæ, stjörnur, kallinn í tunglinu, upphafsstafi fjölskyldumeðlima, Í fjölskyldu dóttur minnar er unga fólkið frumlegra og listfengi fær að njóta sín.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Sker út mynstur samkvæmt hefð, vanda mig við eina og eina köku en annars vil ég láta verkið ganga frekar hratt.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Ekkert sérstakt kemur í hugann.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Já, unga fólkið fer meira nýjar leiðir og lætur hugmyndaflugið ráða.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég lærði það heima - af foreldrum þá líklega en man það ekki.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir hafa alltaf tekið þátt í að skera út og börnin hafa sérstaklega átt að fá að njóta sín við að skera út.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Góðan pott, fiskispaða og grófan gaffal til að veiða kökurnar upp úr feitinni. Potthlemm eða hlemm sem er sérstaklega gerður til að pressa kökurnar þegar þær koma upp úr feitinni. Börn hafa verið látin gera svona hlemma í handavinnu í skólanum - amk á Dalvík - ég á þannig hlemm með stöfunum mínum brenndum í sem einhver krakki gaf mér í jólagjöf fyrir mörgum árum. Svo þarf pappír sem drekkur vel í sig feitina sem lekur af kökunum þegar þær eru teknar upp úr pottinum - þar eru þær þá pressaðar með hlemmi og svo reistar upp á rönd við vegg á eldhúsbekknum á meðan þær kólna.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Held ekki.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Var steikt úr tólg en blandað var jurtafeiti - pralín - útí þegar ég man fyrst. Eftir að ég fór að sjá um laufabrauðsgerð eftir 1980 notuðum við sérstaka laufabrauðsfeiti sem var oftast frá Kristjánsbakaríi á Akureyri - líkleg einhver blanda af tólg og jurtafeiti eins og var til siðs. Veit ekki uppúr hverju þeir karlar steikja sem sjá um það hjá fjölskyldu dóttur minnar. Er ekki með fjölda af kökum í huganum - Afskurður er steiktur og allir fá að smakka hann heitan.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Sagði frá þessu hér ofan við. Lími það inn hér þá. Potthlemmur eða hlemmur sem er sérstaklega gerður til að pressa kökurnar þegar þær koma upp úr feitinni. Börn hafa verið látin gera svona hlemma í handavinnu í skólanum - amk á Dalvík - ég á þannig hlemm með stöfunum mínum brenndum í sem einhver krakki gaf mér í jólagjöf fyrir mörgum árum. Svo þarf pappír sem drekkur vel í sig feitina sem lekur af kökunum þegar þær eru teknar upp úr pottinum - þar eru þær þá pressaðar með hlemmi og svo reistar upp á rönd við vegg á eldhúsbekknum á meðan þær kólna.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Sett í stafla í kökudunk eða kassa - smjörpappír í kring stundum og geymt í kaldri geymslu helst.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Hver fjölskylda fær það sem hún heldur að hún þurfi. Við sem erum 3 í heimili fáum líklega 20-30 kökur.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Við tökum daginn í laufabrauðsgerðina - einhver undirbýr að gera deigið fyrir hádegi eða daginn áður einhverjir byrja að breiða út og þeir sem mæta til að skera koma uppúr hádegi - verið er að fram að kvöldmat og fjölskyldan borðar saman kvöldmat.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Búin að segja mikið frá þessu. Það er greinilega misjafnt eftir fjölskyldum hvernig verkaskipting kynjanna er. Amma og mamma sáu alltaf um bæði að fletja út og steikja og við systur (f. 1948 og 1952) héldum þeim sið í okkar fjölskyldum. í fjölskyldu dóttur minnar er það í verkahring ungu karlanna að sjá um að steikja og unglingarnir hafa tekið við af langömmunni að gera deig og fletja út.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Við sjóðum hangikjöt á Þorláksmessu og þá tökum við fram laufabrauðið til að hafa með því heitu.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Hangikjöti.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Vinafólk mitt hefur rúgmjöl í deiginu og mér þykja þær kökur mjög góðar. Svo gerðum við systur á árum áður kökur úr heilhveiti sem okkur þótti betri en úr hvítu hveiti. Nauðsynlegt er að kökurnar séu þunnar - og að þær hafi örlítið dökknað í steikingunni.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Það er misjafnt - á að endast fram yfir áramót og borða það síðasta á þrettándanum með hangikjöti. Stundum búið fyrr og stundum finnur maður kökur frá síðustu jólum í laufabrauðsdunkinum þegar hann er tekinn fram til að setja í nýsteiktar laufakökur.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Hann er borðaður heitur þegar búið er að skera út á laufabrauðsdaginn.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Ég geri það stundum - kaupi helst frá Kristjánsbakaríi á Akureyri en hef lika keypt frá Ömmubakstri.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Góð samverustund með fjölskyldunni þar sem allir hafa hlutverk. Gott að koma saman í svartasta skammdeginu og fara að hlakka til jólanna með því að gera eitthvað saman. Notaleg stund sem endar með góðri steikingarlykt sem færir með sér stemmningu og svo smakkið sem gefur gott bragð í munninn - og jólaöl með.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Ég er búin að vera að segja frá laufabrauðsgerð hér að framan.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
