Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1952)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-41
Staður
Núverandi sveitarfélag: Akraneskaupstaður, Akraneskaupstaður
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já, heima hjá mér var oftast gert laufabrauð. mest var það mamma sem stóð í þessu en við krakkarnir fengum líka að skera út okkar eigin kökur. Aðrir komu ekki að þessu á bernskuheimili mínu.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
það var alltaf gert laufabrauð á heimili afasystur minnar í Reykjavík sem hélt alltaf stórar jólaveislur fyrir alla stórfjölskylduna. Það var fínt laufabrauð en ekki mikið skreytt ef ég man rétt.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Ég býst við að mamma hafi þekkt laufabrauðið frá sinni ætt norður í Þingeyjarsýslu en hún er ættuð frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
jú, laufabrauðið var líkt því sem ég þekki af mínu heimili, enda ættað þaðan auðvitað. Það var ljóst og haft mjög þunnt og skorið í það laufamynstur líkt og nú þótt við nútímafjölskyldan séum orðin ansi frjálsleg í útskurðinum í seinni tíð. laufamynstrið er uppistaðan í skreytingalistinni, en "frjáls aðferð" ryður sér einnig til rúms meðal yngra fólksins.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég er vön þessu og hef auk þess gaman af handverki og laufabrauðsgerð er í raun skemmtilegt handverk auk þess að vera hefð.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
já, öll jól er gert laufabrauð á mínu heimili og það eru eiginlega engin jól án þess. (þótt svo verði nú á covid jólum i fyrsta sinn) Stór hópur kemur að laufabrauðsgerðinni, við gömlu hjónin, og fjögur barna okkar, og 5-6 barnabörn. það er mjög glatt á hjalla ég og synir mínir skiptast á að hnoða, skera og steikja en hinir eru í því að skreyta kökurnar.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég man engin jól í minni 51 árs búskapartíð sem ekki hefur verið gert laufabrauð þótt í mismiklu magni hafi verið. Þessi jól 2020 verða vonandi fyrstu og síðustu jólin mín þar sem ekki verður stór hópur saman í laufabrauðsgerð. Ég mun þó steikja nokkrar kökur ,- annars koma engin jól.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Nei, reyndar ekki, það er þó yfirleitt síðasti sunnudagur nóvember eða fyrsti sunnudagur í desember. Það veltur á unga fólkinu sem er yfirleitt mjög upptekið á þessu tíma en vill endilega vera með.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Laufabrauð úr búðum hefur svolítið komið í stað þessarar dásamlegu samveru og hins bragðgóða og fallega laufabrauðs sem er gert heima. Neyslan er þessvegna kannski meiri en fólk missir af frábærri lífsreynslu og nánum samskiptum sem ekkert kemur í staðinn fyrir. svo er heimagert laufabrauð einfaldlega miklu bragðbetra, miklu fallegra og hátíðlega enda handverk unnið af kærleik.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
því miður er þetta mjög leiðinlegt og við söknum þess öll gífurlega. en þetta verður kannski til þess að krakkarnir reyna að gera laufabrauð sjálf í staðinn. en þau sakna þess öll að missa af laufabrauðsdeginum og þeirri frábæru samveru sem þar myndast.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég hef alltaf sjálf séð mest um þetta, ég á pottinn og forvinn deigið daginn áður. Reyndar eru til laufabrauðsjárn til á heimilum tveggja barna okkar og allir leggja sjálfir til hnífa, nokkur visksastykki og bretti við laufabrauðsgerðina. þetta er samhjálparvinna.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Ég og stundum elsti sonur minn höfum séð um deigið fyrirfram. Deigið er svo skorið og flatt úr jafnóðum því við erum svo mörg- og þannig verða kökurnar auðsteikjanlegri, þunnar og fallegar.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Okkar hefð er að nota hveiti og svolítið rúgmjöl til að gera það bragðbetra og fallegra. Annars bara þetta venjulega volg mjólk, salt og steikt uppúr jurtafeiti á síðari tímum. við erum hætt að nota tólg.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
það kemur fram hér að framan. Kynjaskipting er í sjálfu sér engin, ég á þrjá syni og þeir vinna alveg eins og ekki síður að bakstrinum. við hjálpumst að við deigið en allir koma eitthvað að skreytingum og jafnvel steikingu- þó ekki nema til að prófa sig áfram.
Já, heima hjá mér var oftast gert laufabrauð. mest var það mamma sem stóð í þessu en við krakkarnir fengum líka að skera út okkar eigin kökur. Aðrir komu ekki að þessu á bernskuheimili mínu.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
það var alltaf gert laufabrauð á heimili afasystur minnar í Reykjavík sem hélt alltaf stórar jólaveislur fyrir alla stórfjölskylduna. Það var fínt laufabrauð en ekki mikið skreytt ef ég man rétt.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Ég býst við að mamma hafi þekkt laufabrauðið frá sinni ætt norður í Þingeyjarsýslu en hún er ættuð frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
jú, laufabrauðið var líkt því sem ég þekki af mínu heimili, enda ættað þaðan auðvitað. Það var ljóst og haft mjög þunnt og skorið í það laufamynstur líkt og nú þótt við nútímafjölskyldan séum orðin ansi frjálsleg í útskurðinum í seinni tíð. laufamynstrið er uppistaðan í skreytingalistinni, en "frjáls aðferð" ryður sér einnig til rúms meðal yngra fólksins.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég er vön þessu og hef auk þess gaman af handverki og laufabrauðsgerð er í raun skemmtilegt handverk auk þess að vera hefð.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
já, öll jól er gert laufabrauð á mínu heimili og það eru eiginlega engin jól án þess. (þótt svo verði nú á covid jólum i fyrsta sinn) Stór hópur kemur að laufabrauðsgerðinni, við gömlu hjónin, og fjögur barna okkar, og 5-6 barnabörn. það er mjög glatt á hjalla ég og synir mínir skiptast á að hnoða, skera og steikja en hinir eru í því að skreyta kökurnar.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Ég man engin jól í minni 51 árs búskapartíð sem ekki hefur verið gert laufabrauð þótt í mismiklu magni hafi verið. Þessi jól 2020 verða vonandi fyrstu og síðustu jólin mín þar sem ekki verður stór hópur saman í laufabrauðsgerð. Ég mun þó steikja nokkrar kökur ,- annars koma engin jól.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Nei, reyndar ekki, það er þó yfirleitt síðasti sunnudagur nóvember eða fyrsti sunnudagur í desember. Það veltur á unga fólkinu sem er yfirleitt mjög upptekið á þessu tíma en vill endilega vera með.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Laufabrauð úr búðum hefur svolítið komið í stað þessarar dásamlegu samveru og hins bragðgóða og fallega laufabrauðs sem er gert heima. Neyslan er þessvegna kannski meiri en fólk missir af frábærri lífsreynslu og nánum samskiptum sem ekkert kemur í staðinn fyrir. svo er heimagert laufabrauð einfaldlega miklu bragðbetra, miklu fallegra og hátíðlega enda handverk unnið af kærleik.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
því miður er þetta mjög leiðinlegt og við söknum þess öll gífurlega. en þetta verður kannski til þess að krakkarnir reyna að gera laufabrauð sjálf í staðinn. en þau sakna þess öll að missa af laufabrauðsdeginum og þeirri frábæru samveru sem þar myndast.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég hef alltaf sjálf séð mest um þetta, ég á pottinn og forvinn deigið daginn áður. Reyndar eru til laufabrauðsjárn til á heimilum tveggja barna okkar og allir leggja sjálfir til hnífa, nokkur visksastykki og bretti við laufabrauðsgerðina. þetta er samhjálparvinna.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Ég og stundum elsti sonur minn höfum séð um deigið fyrirfram. Deigið er svo skorið og flatt úr jafnóðum því við erum svo mörg- og þannig verða kökurnar auðsteikjanlegri, þunnar og fallegar.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Okkar hefð er að nota hveiti og svolítið rúgmjöl til að gera það bragðbetra og fallegra. Annars bara þetta venjulega volg mjólk, salt og steikt uppúr jurtafeiti á síðari tímum. við erum hætt að nota tólg.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
það kemur fram hér að framan. Kynjaskipting er í sjálfu sér engin, ég á þrjá syni og þeir vinna alveg eins og ekki síður að bakstrinum. við hjálpumst að við deigið en allir koma eitthvað að skreytingum og jafnvel steikingu- þó ekki nema til að prófa sig áfram.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
