Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (Aldur ekki skilgreindur)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-35
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já fjölskyldan mín hefur gert laufabrauð alla mína ævi og gerir enn. Allir á heimilinu taka þátt. Upphaflega gerðum við laufabrauð með fjölskyldu pabba s.s. með ömmu og afa og systur pabba og hennar fjölskyldu. Nú eftir að amma og afi eru látin hefur hefðin samt enn haldist og hittum við því systur pabba og fjölskyldu ár hvert í laufabrauð.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Laufabrauðsgerðin fer alltaf fram á okkar heimili sem stafaði eingöngu af því að okkar hús var hentugast. Fyrir mína tíð fór laufabrauðsgerðin fram hjá ömmu og afa.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Hefðin er ekki stór í fjölskyldu mömmu en pabbi kynntist laufabrauðsgerðinni í æsku. Það var hefð að amma og systir hennar gerðu laufabrauð saman með sínum fjölskyldum. Amma var hússtjórnarkennari og kynntist laufabrauðsgerð líklegast í húsmæðraskólanum á Laugarvatni. Hún var sjálf af Skeiðunum en ég held að siðurinn hafi ekki tíðkast í hennar æsku.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Við höfum alltaf gert laufabrauð eftir sömu uppskriftinni í áratugi þannig að kökurnar sem ég þekki hafa lítið breyst. Þær eru líklegast frekar sunnlenskar s.s heldur þykkari heldur en þær norðlensku.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Hef gert laufabrauð alla mína tíð. Man ekki eftir jólum án þess að gera laufabrauð.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já ég geri enn laufabrauð í dag. Alltaf með sama fólki frá því í æsku, fjölskyldu pabba. Það eina sem hefur breyst er að þeir elstu hafa látist en nýjir fjölskyldumeðlimir bæst við.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Aldrei tekið pásu. Missti einu sinni af laufabrauðsboðinu með öllum hópnum einu sinni en þá gerði fjölskyldan mín aftur laufabrauð bara fyrir mig.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Laufabrauð er bara gert fyrir jólin. Yfirleitt um helgi annað hvort laugar- eða sunnudag en dagurinn er nú bara ákveðin með tilliti til hvenær sem flestir geta mætt.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég held að því miður fari þeim fækkandi sem gera laufabrauð frá grunni. Ég held að margir kaupi tilbúin deig og skeri út eða jafnvel kaupi bara tilbúnar kökur.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid hefur þau áhrif að það mun bara verða mín nánasta fjölskylda sem mun gera laufabrauð saman en ekki með fjölskyldu pabba.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Amma var í þessu hlutverki í æsku enda sá hún þá um að gera deigið, koma með rétta hnífa, steikja o.s.frv. Mamma var síðan komin í þetta hlutverk að einhverju leiti en núna gerum við þetta bara öll í sameiningu. Allt laufabrauð dótið er geymt á sama stað.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við búum til deigið sjálf eftir uppskrift frá ömmu.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Við notum hvítt hveiti. Það er heit mjólk í deiginu og smjör. Smá sykur held ég. Ekki mikið meira.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Í æsku fékk enginn að gera deigið, fletja út né steikja nema amma. Hinir áttu bara að skera út. Það var ekki fyrr en foreldrar mínir voru farin að nálgast fimmtugt sem þau fengu loks að fara að steikja og enn síðar sem mömmu tókst að draga uppskriftina upp úr ömmu. Sem betur fer hefur næsta kynslóð fengið að prófa alla hluti. Mamma gerir reyndar alltaf deigið nú orðið og pabbi er frekar í að fletja út og steikja en það er annars engin kynjaskipting við skiptumst bara á.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Við notum trébretti sem við setjum kökuna sem við erum að skera út á. Við skurðinn notum við hnífa. Á okkar heimili er óskrifuð regla að það má ekki vera með svona sérstaka laufabrauðshnífa sem útbúa mynstrin fyrir mann. Við notum helst litla en beitta hnífa. Vasahnífar hafa reynst bestir. Þegar kökurnar hafa verið skornar út stöflum við þeim í bunka með smjörpappír á milli hverrar köku.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Potturinn sem við notum til að steikja er eld gamall og hefur líklega aldrei verið notaður í neitt annað. Potturinn kom frá ömmu en ég veit ekki hvaðan hún fékk hann.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég sker mest út myndir með þríhyrninga munstri eða V-munstri. Þegar maður sker lítil V og flettir þeim upp. Veit ekki hvort það er réttnefni á mynstrinu en það er allavega það sem við köllum það. Ég sker líka alltaf eitthvað af svona hefðbundnu laufabrauðs munstri, eins og er á öllum myndum. Mér finnst allt leyfilegt í úrskurðinum.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Yfirleitt gerir maður svipað og maður gerði í fyrra. Í æsku var vinsælt að skera út stafinn sinn eða gera andlit eða sól. Ég nostra við svona helming og hinn er gerður í flýti. Stundum hefur maður valið mynstur út frá fyrirmynd en í öðrum tilvikum lætur maður bara hugarflugið ráða för.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Mér finnst eiginlega leiðinlegast að gera hefðbundið laufa munstur enda er ég verst í því. Mér finnst skemmtilegra að gera óhefðbundnar kökur þar sem listin fær að ráða.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það er rosa mismunandi. Bróðir minn er í sama pakka og ég að skera út frumlegar og listrænar kökur. Mamma og pabbi eru meira í þessu hefðbundna. Aðrir ættingjar einhversstaðar þarna á milli.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Foreldrar mínir, bróðir, amma og afi í æsku svo hefur maður bara tileinkað sér fleiri aðferðir með árunum. Hef ekki enn kennt neinum að skera út en þarf árlega að minna frænkur mínar á hvernig þetta er gert.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir skera út. Börn og fullorðnir. Að minnsta kosti ein kaka á mann.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Pottur sem er aldrei notaður í neitt annað en að steikja laufabrauð. Svo notum við eldspýtu eða tannstöngul sem við dýfum neðri endanum á ofan í olíuna til þess að gá hvort hún er orðin nógu heit. Við steikingu notum við síðan fondue gaffla sem eru með extra löngu skafti svo að við séum ekki með hendurnar alveg ofan í pottinum.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Við notuðum ekki fondue gaffla fyrr en c.a. 2004-5. Á tímabili notuðum við líka lokið af pottinum og skelltum yfir kökurnar um leið og þær komu úr pottinum til þess að gera þær beinar en við erum hætt þessu.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Við steikjum upp úr palmínolíu í æsku var notað eitthvað svipað. Hver kaka er steikt á hvorri hlið. Hún er ofan í pottinum í c.a. 2 mín kannski. Gerum yfir leitt c.a. 70-80 kökur. Afskurðurinn er nýttur og flattur út í aðrar kökur, stundum minni. Það fer ekkert til spillis. Allt steikt.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Við erum hætt að pressa það en gerðum það áður fyrr með lokinu af steikingarpottinum.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Brauðið er hlaðið í nokkra bunka. Kannski mest 10-12 kökur í bunka. Yfirleitt er bunkarnir svo settir í plastpoka. Stundum eru bunkarnir settir ofan í hringlaga kökubox og látnir standa uppúr. Yfirleitt bara geymt við stofuhita.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Skipt frekar jafnt á milli minnar fjölskyldu og fjölskyldu systur pabba. Reynt að skipta þannig að fólk fái þær kökur sem það skar út.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Heilan dag yfirleitt.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Amma sá um að steikja í æsku, síðan tóku pabbi og systir hans við. Nú sjáum ég og bróðir minn mest megnis um það ásamt pabba á hliðarlínunni.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Yfirleitt ekki fyrr en á aðfangadag. Daginn sem laufabrauðið er gert má auðvitað smakka á ónýtum eða brenndum kökum. Stundum hefur verið borðað laufabrauð á þorláksmessu en ekki fyrr en það.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Með jólamat, s.s hamborgarahrygg, hangikjöti og þessháttar. Alls ekki með smjöri.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Kannski ekki óhefðbundið en á gamlárskvöldi borðum við yfirleitt kalkún og höfum þá laufabrauð með. Föðursystir mín prófaði eitt sinn að setja flórsykur á laufabrauð til að líkja eftir svissneskum kökum en það hefur ekki verið gert síðan.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Þær sem eru gerðar eftir uppskriftinni sem mín fjölskylda notar.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Yfirleitt reynt að geyma fram yfir áramót. Mjög sjaldan afgangur. Einu sinni fannst ársgömul kaka sem þótti svo flott að hún var hengd sem jólaskraut í eldhúsglugganum.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Í minni fjölskyldu er allt deigið nýtt og því enginn afskurður enda kannast ég ekki við að hafa heyrt talað um það.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Við kaupum ekki. Í æsku var stundum keypt með ásamt því að gera deig. Þá var það yfirleitt tilbúnar kökur frá Kristjánsbakaríi eða ömmubakstri. Við hættum að kaupa því allir heimilismeðlimir voru sammála því að okkar kökur voru miklu betri.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Góð leið til að hitta fólk, t.d. ættingja. Í minni fjölskyldu var þetta alltaf hálfgert aðventuboð. Tilgangurinn er líka að varðveita gamla íslenska hefð. Fyrir mig er þetta örugglega ein sterkasta jólaminningin.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Þetta hefur alltaf verið rosalega svipað alveg frá því að ég man eftir mér þannig að þetta rennur saman í einn graut. En er alltaf þannig að við sitjum í kringum eldhúsborðið heima og skerum út, drekkum jólaöl og borðum piparkökur og mandarínur. Einhverntímann í æsku var amma að reyna fá okkur krakkana til að kveðast á en það gekk frekar illa. Það eina sem mér finnst kannski neikvætt eða aðallega bara leiðinlegt nú orðið er hve lítinn áhuga fjölskylda systur pabba hefur orðið á laufabrauðsgerðinni. Frænkur mínar hafa voðalega lítinn áhuga og mæta sjaldan í laufabrauðsgerð nú orðið.
Já fjölskyldan mín hefur gert laufabrauð alla mína ævi og gerir enn. Allir á heimilinu taka þátt. Upphaflega gerðum við laufabrauð með fjölskyldu pabba s.s. með ömmu og afa og systur pabba og hennar fjölskyldu. Nú eftir að amma og afi eru látin hefur hefðin samt enn haldist og hittum við því systur pabba og fjölskyldu ár hvert í laufabrauð.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Laufabrauðsgerðin fer alltaf fram á okkar heimili sem stafaði eingöngu af því að okkar hús var hentugast. Fyrir mína tíð fór laufabrauðsgerðin fram hjá ömmu og afa.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Hefðin er ekki stór í fjölskyldu mömmu en pabbi kynntist laufabrauðsgerðinni í æsku. Það var hefð að amma og systir hennar gerðu laufabrauð saman með sínum fjölskyldum. Amma var hússtjórnarkennari og kynntist laufabrauðsgerð líklegast í húsmæðraskólanum á Laugarvatni. Hún var sjálf af Skeiðunum en ég held að siðurinn hafi ekki tíðkast í hennar æsku.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Við höfum alltaf gert laufabrauð eftir sömu uppskriftinni í áratugi þannig að kökurnar sem ég þekki hafa lítið breyst. Þær eru líklegast frekar sunnlenskar s.s heldur þykkari heldur en þær norðlensku.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Hef gert laufabrauð alla mína tíð. Man ekki eftir jólum án þess að gera laufabrauð.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já ég geri enn laufabrauð í dag. Alltaf með sama fólki frá því í æsku, fjölskyldu pabba. Það eina sem hefur breyst er að þeir elstu hafa látist en nýjir fjölskyldumeðlimir bæst við.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Aldrei tekið pásu. Missti einu sinni af laufabrauðsboðinu með öllum hópnum einu sinni en þá gerði fjölskyldan mín aftur laufabrauð bara fyrir mig.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Laufabrauð er bara gert fyrir jólin. Yfirleitt um helgi annað hvort laugar- eða sunnudag en dagurinn er nú bara ákveðin með tilliti til hvenær sem flestir geta mætt.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég held að því miður fari þeim fækkandi sem gera laufabrauð frá grunni. Ég held að margir kaupi tilbúin deig og skeri út eða jafnvel kaupi bara tilbúnar kökur.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid hefur þau áhrif að það mun bara verða mín nánasta fjölskylda sem mun gera laufabrauð saman en ekki með fjölskyldu pabba.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Amma var í þessu hlutverki í æsku enda sá hún þá um að gera deigið, koma með rétta hnífa, steikja o.s.frv. Mamma var síðan komin í þetta hlutverk að einhverju leiti en núna gerum við þetta bara öll í sameiningu. Allt laufabrauð dótið er geymt á sama stað.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Við búum til deigið sjálf eftir uppskrift frá ömmu.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Við notum hvítt hveiti. Það er heit mjólk í deiginu og smjör. Smá sykur held ég. Ekki mikið meira.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Í æsku fékk enginn að gera deigið, fletja út né steikja nema amma. Hinir áttu bara að skera út. Það var ekki fyrr en foreldrar mínir voru farin að nálgast fimmtugt sem þau fengu loks að fara að steikja og enn síðar sem mömmu tókst að draga uppskriftina upp úr ömmu. Sem betur fer hefur næsta kynslóð fengið að prófa alla hluti. Mamma gerir reyndar alltaf deigið nú orðið og pabbi er frekar í að fletja út og steikja en það er annars engin kynjaskipting við skiptumst bara á.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Við notum trébretti sem við setjum kökuna sem við erum að skera út á. Við skurðinn notum við hnífa. Á okkar heimili er óskrifuð regla að það má ekki vera með svona sérstaka laufabrauðshnífa sem útbúa mynstrin fyrir mann. Við notum helst litla en beitta hnífa. Vasahnífar hafa reynst bestir. Þegar kökurnar hafa verið skornar út stöflum við þeim í bunka með smjörpappír á milli hverrar köku.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Potturinn sem við notum til að steikja er eld gamall og hefur líklega aldrei verið notaður í neitt annað. Potturinn kom frá ömmu en ég veit ekki hvaðan hún fékk hann.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég sker mest út myndir með þríhyrninga munstri eða V-munstri. Þegar maður sker lítil V og flettir þeim upp. Veit ekki hvort það er réttnefni á mynstrinu en það er allavega það sem við köllum það. Ég sker líka alltaf eitthvað af svona hefðbundnu laufabrauðs munstri, eins og er á öllum myndum. Mér finnst allt leyfilegt í úrskurðinum.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Yfirleitt gerir maður svipað og maður gerði í fyrra. Í æsku var vinsælt að skera út stafinn sinn eða gera andlit eða sól. Ég nostra við svona helming og hinn er gerður í flýti. Stundum hefur maður valið mynstur út frá fyrirmynd en í öðrum tilvikum lætur maður bara hugarflugið ráða för.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Mér finnst eiginlega leiðinlegast að gera hefðbundið laufa munstur enda er ég verst í því. Mér finnst skemmtilegra að gera óhefðbundnar kökur þar sem listin fær að ráða.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Það er rosa mismunandi. Bróðir minn er í sama pakka og ég að skera út frumlegar og listrænar kökur. Mamma og pabbi eru meira í þessu hefðbundna. Aðrir ættingjar einhversstaðar þarna á milli.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Foreldrar mínir, bróðir, amma og afi í æsku svo hefur maður bara tileinkað sér fleiri aðferðir með árunum. Hef ekki enn kennt neinum að skera út en þarf árlega að minna frænkur mínar á hvernig þetta er gert.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Allir skera út. Börn og fullorðnir. Að minnsta kosti ein kaka á mann.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Pottur sem er aldrei notaður í neitt annað en að steikja laufabrauð. Svo notum við eldspýtu eða tannstöngul sem við dýfum neðri endanum á ofan í olíuna til þess að gá hvort hún er orðin nógu heit. Við steikingu notum við síðan fondue gaffla sem eru með extra löngu skafti svo að við séum ekki með hendurnar alveg ofan í pottinum.
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Við notuðum ekki fondue gaffla fyrr en c.a. 2004-5. Á tímabili notuðum við líka lokið af pottinum og skelltum yfir kökurnar um leið og þær komu úr pottinum til þess að gera þær beinar en við erum hætt þessu.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Við steikjum upp úr palmínolíu í æsku var notað eitthvað svipað. Hver kaka er steikt á hvorri hlið. Hún er ofan í pottinum í c.a. 2 mín kannski. Gerum yfir leitt c.a. 70-80 kökur. Afskurðurinn er nýttur og flattur út í aðrar kökur, stundum minni. Það fer ekkert til spillis. Allt steikt.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Við erum hætt að pressa það en gerðum það áður fyrr með lokinu af steikingarpottinum.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Brauðið er hlaðið í nokkra bunka. Kannski mest 10-12 kökur í bunka. Yfirleitt er bunkarnir svo settir í plastpoka. Stundum eru bunkarnir settir ofan í hringlaga kökubox og látnir standa uppúr. Yfirleitt bara geymt við stofuhita.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Skipt frekar jafnt á milli minnar fjölskyldu og fjölskyldu systur pabba. Reynt að skipta þannig að fólk fái þær kökur sem það skar út.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Heilan dag yfirleitt.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Amma sá um að steikja í æsku, síðan tóku pabbi og systir hans við. Nú sjáum ég og bróðir minn mest megnis um það ásamt pabba á hliðarlínunni.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Yfirleitt ekki fyrr en á aðfangadag. Daginn sem laufabrauðið er gert má auðvitað smakka á ónýtum eða brenndum kökum. Stundum hefur verið borðað laufabrauð á þorláksmessu en ekki fyrr en það.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Með jólamat, s.s hamborgarahrygg, hangikjöti og þessháttar. Alls ekki með smjöri.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Kannski ekki óhefðbundið en á gamlárskvöldi borðum við yfirleitt kalkún og höfum þá laufabrauð með. Föðursystir mín prófaði eitt sinn að setja flórsykur á laufabrauð til að líkja eftir svissneskum kökum en það hefur ekki verið gert síðan.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Þær sem eru gerðar eftir uppskriftinni sem mín fjölskylda notar.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Yfirleitt reynt að geyma fram yfir áramót. Mjög sjaldan afgangur. Einu sinni fannst ársgömul kaka sem þótti svo flott að hún var hengd sem jólaskraut í eldhúsglugganum.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Í minni fjölskyldu er allt deigið nýtt og því enginn afskurður enda kannast ég ekki við að hafa heyrt talað um það.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Við kaupum ekki. Í æsku var stundum keypt með ásamt því að gera deig. Þá var það yfirleitt tilbúnar kökur frá Kristjánsbakaríi eða ömmubakstri. Við hættum að kaupa því allir heimilismeðlimir voru sammála því að okkar kökur voru miklu betri.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Góð leið til að hitta fólk, t.d. ættingja. Í minni fjölskyldu var þetta alltaf hálfgert aðventuboð. Tilgangurinn er líka að varðveita gamla íslenska hefð. Fyrir mig er þetta örugglega ein sterkasta jólaminningin.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Þetta hefur alltaf verið rosalega svipað alveg frá því að ég man eftir mér þannig að þetta rennur saman í einn graut. En er alltaf þannig að við sitjum í kringum eldhúsborðið heima og skerum út, drekkum jólaöl og borðum piparkökur og mandarínur. Einhverntímann í æsku var amma að reyna fá okkur krakkana til að kveðast á en það gekk frekar illa. Það eina sem mér finnst kannski neikvætt eða aðallega bara leiðinlegt nú orðið er hve lítinn áhuga fjölskylda systur pabba hefur orðið á laufabrauðsgerðinni. Frænkur mínar hafa voðalega lítinn áhuga og mæta sjaldan í laufabrauðsgerð nú orðið.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
