Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1944)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-22
Staður
Núverandi sveitarfélag: Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Árborg
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Nei, það var yfirleitt ekki gert.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Tók aldrei þátt í því.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Við bjuggum í Hrunamannahreppi, en foreldrarnir voru frá Reykjavík og Mosfellssveit, Laufabrauð var ekki í þeirra hefðum.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Þekkti það ekki.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Kom aldrei.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Aldrei gert.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
það er enginn dagur.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Sýnist að einhverjir séu að taka þetta upp á sínum heimilum án þess að hafa alist upp við það.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Engin áhrif.... ekkert laufabrauð.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Þegar það fæst í búðinni.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Ágætt að nota það eins og snakk... gott með smjöri.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Talið gott að hafa á borði með hangikjöti, eða öðru „köldu borði".
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
xxxx
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
xxxxx
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
xxxxx
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Já, ég geri það og geri ekki upp á milli.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Engann fyrir mig, en held að gaman sé að halda í hefðir fyrir þá sem hafa alist upp við.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Einu sinni, sennilega í kringum 1950 ákváðu foreldrar mínir, sem áttu þá fjögur börn innan tíu ára, að reyna það sem þau þó höfðu ekki alist upp við sjálf, að gera laufabrauð. Þegar við, börnin vorum farin að sofa hófst þessi aðgerð og við vissum svo sem ekkert hvernig hún fór fram. Sennilega eftir matreiðslubók Helgu Sigurðar? Og við spurðum ekkert eftir þessu næsta dag. Áhuginn var enginn. Það var háaloft heima, sem ekki var notað neitt yfir veturinn, þar var hiti oft við frostmark, en bræður mínir fengu stundum að sofa þar nokkrar nætur á sumrin. Næsta sumar þegar þeir voru komnir þar upp ráku þeir augun í pappakassa sem þeir könnuðust ekki við og litu ofaní. Þar voru þá margar, margar kökur, eða brauð, ólíkt öllu slíku sem þeir áður höfðu séð?. Ég man ekki eftir að hafa litið ofaní kassann eða borðað það sem uppúr honum kom, en man eftir umræðunni. Þau höfðu sem sagt ekki haft meiri áhuga á laufabrauðinu eftir baksturinn en svo að þau steingleymdu því þegar að jólum leið. Helst dettur mér í hug að hænsnin hafi fengið að njóta... þó sennilega hefði verið allt í lagi að leyfa okkur krökkunum líka.
Nei, það var yfirleitt ekki gert.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Tók aldrei þátt í því.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Við bjuggum í Hrunamannahreppi, en foreldrarnir voru frá Reykjavík og Mosfellssveit, Laufabrauð var ekki í þeirra hefðum.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Þekkti það ekki.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Kom aldrei.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Nei.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Aldrei gert.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
það er enginn dagur.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Sýnist að einhverjir séu að taka þetta upp á sínum heimilum án þess að hafa alist upp við það.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Engin áhrif.... ekkert laufabrauð.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Þegar það fæst í búðinni.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Ágætt að nota það eins og snakk... gott með smjöri.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Talið gott að hafa á borði með hangikjöti, eða öðru „köldu borði".
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
xxxx
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
xxxxx
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
xxxxx
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Já, ég geri það og geri ekki upp á milli.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Engann fyrir mig, en held að gaman sé að halda í hefðir fyrir þá sem hafa alist upp við.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Einu sinni, sennilega í kringum 1950 ákváðu foreldrar mínir, sem áttu þá fjögur börn innan tíu ára, að reyna það sem þau þó höfðu ekki alist upp við sjálf, að gera laufabrauð. Þegar við, börnin vorum farin að sofa hófst þessi aðgerð og við vissum svo sem ekkert hvernig hún fór fram. Sennilega eftir matreiðslubók Helgu Sigurðar? Og við spurðum ekkert eftir þessu næsta dag. Áhuginn var enginn. Það var háaloft heima, sem ekki var notað neitt yfir veturinn, þar var hiti oft við frostmark, en bræður mínir fengu stundum að sofa þar nokkrar nætur á sumrin. Næsta sumar þegar þeir voru komnir þar upp ráku þeir augun í pappakassa sem þeir könnuðust ekki við og litu ofaní. Þar voru þá margar, margar kökur, eða brauð, ólíkt öllu slíku sem þeir áður höfðu séð?. Ég man ekki eftir að hafa litið ofaní kassann eða borðað það sem uppúr honum kom, en man eftir umræðunni. Þau höfðu sem sagt ekki haft meiri áhuga á laufabrauðinu eftir baksturinn en svo að þau steingleymdu því þegar að jólum leið. Helst dettur mér í hug að hænsnin hafi fengið að njóta... þó sennilega hefði verið allt í lagi að leyfa okkur krökkunum líka.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
