Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (1943)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-13
Staður
Núverandi sveitarfélag: Reykjavíkurborg, Reykjavíkurborg
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Já. Öll fjölskyldan tók þátt. Á heimilinu var nokkuð föst verkaskipting, eldra fólkið gerði deigið og flatti út en yngra fólkið - við krakkarnir - sáum um að skera út.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Í barnæsku var þetta eingöngu á heimilinu. Seinna þegar ég var flutt til Reykjavíkur, þá aðstoðaði mamma konur í nágrenninu við laufabrauðsgerð. Stundum var þetta gert heima hjá okkur, en stundum fór hún í önnur hús.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Ég held að hefðin hafi komið með föður-ömmu minni sem kom frá Vopnafirði. Á Seyðisfirði var þetta ekki algeng hefð en við gerðum þetta alla mína bernsku. Hefðin hélst svo áfram eftir að við fluttum til Reykjavíkur og ég hef haldið hefðinni við og við fjölskyldan hittumst og gerum laufabrauðið saman.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já. Að visu var lengi vel gert laufabrauð úr hveiti eingöngu, en svo kom í ljós að auðveldara var að eiga við deigið, bæði hnoða það og fletja út, ef það var blandað með heilhveiti og rúgmjöli, og það er uppskriftin sem ég nota.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég fékk að taka þátt í barnæskunni og hef síðan haldið við hefðinni.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já. við gerum laufabrauðið í fjölskyldu minni, sonur minn og tengdadóttir og sonardætur. Systir mín tók þátt í þetta sinn enda er hún ekki með heimili og gerir því ekki sjálf laufabrauð.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Já. Hefðin hefur aldrei fallið niður. Ástæðan er sú að okkur finnst laufabrauð gott og kunnum vel við þessa hefð.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Já. En dagurinn er bara valinn með tilliti til þess að allir geta mætt. Í minni fjölskyldu er þetta aðeins gert á einum degi.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég held að laufabrauðið hafi aukist í vinsældum og það sé einkum vegna þess að nú er hægt að kaupa kökurnar útflattar til að skera út og svo er einnig hægt að kaupa tilbúnar kökur.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid hefur ekki haft nein áhrif á laufabrauðsgerðina mína. Við erum nógu fá sem hittumst til að falla undir samkomutakmarkanir. Í þetta sinn vorum við sex alls.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég sé um það. Útskurðarhnífar, smjörpappír og tréplötur eru nýttar frá ári til árs, og ég veit hvert áhöldin fara í fjölskyldunni.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Já. Ég hef búið til deigið alla tíð eftir að ég fór að gera laufabrauðið sjálf, eftir að mamma féll frá.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Uppistaðan er hveiti og svo rúgmjöl og heilhveiti til jafns. (500 gr. hveiti, 250 gr. heilhveiti og 250 gr. rúgmjöl). Svo er smjör, heit mjólk, salt, ger, hjartarsalt og smá sykur.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Ég bý til deigið og flet það út. Áður fyrr minnir mig að pabbi og föðurbróðir minn sem bjó hjá okkur hafi séð um að gera deigið, en mamma síðan flatt það út.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Áhöldin eru geymd og notuð frá ári til árs. Kökukeflið er að sjálfsögðu nauðsynlegt að að fletja út. Kúnstin er að fletja kökurnar sem allra þynnstar til að þær verði stökkar og bragðgóðar. Kökurnar eru skornar til eftir stærð og gjarnan notaður sami diskur eða sömu diskar frá ári til árs. Ég hef tvær stærðir af kökum. Kleinujárn er gott að hafa til að skera kökurnar. Laufabrauðsplata úr tré er notuð til að skera á. Laufabrauðsjárn er tiltölulega ný til komið er sparar mikla vinnu. Góðir litlir hnífar með góðum broddi eru nauðsynlegir til að skreyta kökurnar. Við geymum gjarnan úrklippur út dagsblöðum til að fá hugmyndir af skrautinu.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Plöturnar eru úr búi foreldra minna. Annað er nú bara tilkomið í mínni búskapartíð.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég sker ekki út, en fjölskyldan sker út bókstafi, ýmis konar skraut svo sem jólatré og kirkju, Gaman að sjá hvernig lagnin við að skera út þroskast með aldrinum!
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Þeir sem skera út gera allir "sinn" staf og svo fer það eftir handlagni hvers og eins hversu mikið er skreytt. Ég sé að þeir sem eru æfðir hafa meira gaman af að búa til flókin og falleg munstur.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Ég er alveg hlutlaus.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Eins og ég sagði þá sé ég um deigið og að fletja það út. Yngra fólkið sér um að skera út og skreyta kökurnar.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég hef bara lánað afkomendum mínum myndir af fallega skreyttum kökum og leyft hverjum og einum að nýta sér sína hæfileika.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Yngra fólkið í fjölskyldunni. Allir taka þátt og meira að segja þeir sem eru 2-3 ára fá að prófa.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Laufabrauðið er steikt í potti með steikingarfeiti. Stór gaffall er notaður til að snúa kökunni í pottinum (þessi gaffall var kallaður RENEGANTUR heima hjá mér á Seyðisfirði),
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Ég held ekki.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Steikingarfeiti eða Kristjáns-feiti. Ég bý til ca. 40 kökur. Afskurðurinn er steiktur fyrst og allir fá að smakka.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já. Það þarf að pressa hverja köku og hún er þurrkuð með eldhúspappír. Sérstakur flatur ostabakki er notaður til að pressa.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Stundum er brauðið geymt í blikk-dós, t.d. undan Machintosh konfekti. annars geymi ég það bara í opinni hillu þar sem loft leikur um það.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Þetta fer eftir stærð fjölskyldunnar. Þar sem þetta er bara ein og sama fjölskyldan þá fer það eftir áætlunum um jólaboðin hversu margar kökur verða eftir í hlut hvers og eins.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Ég legg í deig að kvöldi, geymi það yfir nótt.. Að morgni hefst svo að fletja þær út. Það tekur nokkrar mínútur að fletja út hverja köku og síðan eru þær skornar út. Á þessu ári tók það 2 tíma að skreyta og steikja kökurnar 40. En þá var ég líka búin að gera deigið og fletja það út.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Tengdadóttir mín sér um að steikja kökurnar. Það hefur aldrei verið kynjaskipting á steikingunni. Ég sé svo um að ganga fá kökunum.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Strax og búið er að gera laufabrauðið má smakka á því.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Bara eintómt.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei. Þó var alltaf haft laufabrauð með hangikjötinu á jóladag.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Þær sem ég bý til sjálf úr mjölblöndunni sem ég nefndi áður.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Gjarnan fram á þorra.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Borðaður strax því hann er það fyrsta sem er steikt, gjarnan til að kanna hitann á feitinni. Man ekki eftir neinu heiti öðru en afskurður.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Já ég hef keypt til gamans ferkantaðar kökur sem eru mjög ólíkar mínum kökum. Veit ekki hver er bestur.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Þetta er fyrst og fremst hefð og tækifæri fyrir fjölskylduna að hittast. Nýir meðlimir sem koma í fjölskylduna (nýr kærasti) mætir að sjálfsögðu og leggur sitt af mörkum. Mér finnst þetta skemmtilegt og ég finn að fjölskyldunni finnst það líka.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Ég held ég sé búin að segja frá laufabrauðsgerðinni minni fyrr í vikunni, og líka frá barnæskunni. Það sem hefur breyst er að nú er laufabrauðsbaksturinn minni að umfangi enda er fjölskylda mín minni er var í barnæskunni. Það situr eftir í minningunni að þetta er skemmtilegt og ég hef reynt að halda í gamlar hefðir, sýð skötu á aðventunni, sýð sviðalappir fyrir þá sem hafa gaman af að smakka lappir, ég geri slátur og hef alltaf með mér einhverja úr fjölskyldunni sem hafa gaman af því að halda í svona hefðir.
Já. Öll fjölskyldan tók þátt. Á heimilinu var nokkuð föst verkaskipting, eldra fólkið gerði deigið og flatti út en yngra fólkið - við krakkarnir - sáum um að skera út.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Í barnæsku var þetta eingöngu á heimilinu. Seinna þegar ég var flutt til Reykjavíkur, þá aðstoðaði mamma konur í nágrenninu við laufabrauðsgerð. Stundum var þetta gert heima hjá okkur, en stundum fór hún í önnur hús.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Ég held að hefðin hafi komið með föður-ömmu minni sem kom frá Vopnafirði. Á Seyðisfirði var þetta ekki algeng hefð en við gerðum þetta alla mína bernsku. Hefðin hélst svo áfram eftir að við fluttum til Reykjavíkur og ég hef haldið hefðinni við og við fjölskyldan hittumst og gerum laufabrauðið saman.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Já. Að visu var lengi vel gert laufabrauð úr hveiti eingöngu, en svo kom í ljós að auðveldara var að eiga við deigið, bæði hnoða það og fletja út, ef það var blandað með heilhveiti og rúgmjöli, og það er uppskriftin sem ég nota.
Ef að þú komst ekki að gerð laufabrauðs í æsku en tókst þátt í henni seinna á ævinni, hvaðan og hvenær kom hún inn í líf þitt?
Ég fékk að taka þátt í barnæskunni og hef síðan haldið við hefðinni.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Já. við gerum laufabrauðið í fjölskyldu minni, sonur minn og tengdadóttir og sonardætur. Systir mín tók þátt í þetta sinn enda er hún ekki með heimili og gerir því ekki sjálf laufabrauð.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Já. Hefðin hefur aldrei fallið niður. Ástæðan er sú að okkur finnst laufabrauð gott og kunnum vel við þessa hefð.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Já. En dagurinn er bara valinn með tilliti til þess að allir geta mætt. Í minni fjölskyldu er þetta aðeins gert á einum degi.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Ég held að laufabrauðið hafi aukist í vinsældum og það sé einkum vegna þess að nú er hægt að kaupa kökurnar útflattar til að skera út og svo er einnig hægt að kaupa tilbúnar kökur.
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Covid hefur ekki haft nein áhrif á laufabrauðsgerðina mína. Við erum nógu fá sem hittumst til að falla undir samkomutakmarkanir. Í þetta sinn vorum við sex alls.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Ég sé um það. Útskurðarhnífar, smjörpappír og tréplötur eru nýttar frá ári til árs, og ég veit hvert áhöldin fara í fjölskyldunni.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Já. Ég hef búið til deigið alla tíð eftir að ég fór að gera laufabrauðið sjálf, eftir að mamma féll frá.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Uppistaðan er hveiti og svo rúgmjöl og heilhveiti til jafns. (500 gr. hveiti, 250 gr. heilhveiti og 250 gr. rúgmjöl). Svo er smjör, heit mjólk, salt, ger, hjartarsalt og smá sykur.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Ég bý til deigið og flet það út. Áður fyrr minnir mig að pabbi og föðurbróðir minn sem bjó hjá okkur hafi séð um að gera deigið, en mamma síðan flatt það út.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Áhöldin eru geymd og notuð frá ári til árs. Kökukeflið er að sjálfsögðu nauðsynlegt að að fletja út. Kúnstin er að fletja kökurnar sem allra þynnstar til að þær verði stökkar og bragðgóðar. Kökurnar eru skornar til eftir stærð og gjarnan notaður sami diskur eða sömu diskar frá ári til árs. Ég hef tvær stærðir af kökum. Kleinujárn er gott að hafa til að skera kökurnar. Laufabrauðsplata úr tré er notuð til að skera á. Laufabrauðsjárn er tiltölulega ný til komið er sparar mikla vinnu. Góðir litlir hnífar með góðum broddi eru nauðsynlegir til að skreyta kökurnar. Við geymum gjarnan úrklippur út dagsblöðum til að fá hugmyndir af skrautinu.
Eiga eldri áhöldin sér sögu? Hafa einhver þeirra t.d. erfst á milli kynslóða? Hvaða áhöld, ef svo er? Hver átti þau fyrst?
Plöturnar eru úr búi foreldra minna. Annað er nú bara tilkomið í mínni búskapartíð.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Ég sker ekki út, en fjölskyldan sker út bókstafi, ýmis konar skraut svo sem jólatré og kirkju, Gaman að sjá hvernig lagnin við að skera út þroskast með aldrinum!
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Þeir sem skera út gera allir "sinn" staf og svo fer það eftir handlagni hvers og eins hversu mikið er skreytt. Ég sé að þeir sem eru æfðir hafa meira gaman af að búa til flókin og falleg munstur.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Ég er alveg hlutlaus.
Hvað skera aðrir út í þínum hópi? Er það á einhvern hátt frábrugðið því sem þú gerir?
Eins og ég sagði þá sé ég um deigið og að fletja það út. Yngra fólkið sér um að skera út og skreyta kökurnar.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Ég hef bara lánað afkomendum mínum myndir af fallega skreyttum kökum og leyft hverjum og einum að nýta sér sína hæfileika.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Yngra fólkið í fjölskyldunni. Allir taka þátt og meira að segja þeir sem eru 2-3 ára fá að prófa.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Laufabrauðið er steikt í potti með steikingarfeiti. Stór gaffall er notaður til að snúa kökunni í pottinum (þessi gaffall var kallaður RENEGANTUR heima hjá mér á Seyðisfirði),
Hafa orðið einhverjar breytingar á því hvaða útbúnaður er notaður? Hvaða breytingar, ef svo er?
Ég held ekki.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Steikingarfeiti eða Kristjáns-feiti. Ég bý til ca. 40 kökur. Afskurðurinn er steiktur fyrst og allir fá að smakka.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Já. Það þarf að pressa hverja köku og hún er þurrkuð með eldhúspappír. Sérstakur flatur ostabakki er notaður til að pressa.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Stundum er brauðið geymt í blikk-dós, t.d. undan Machintosh konfekti. annars geymi ég það bara í opinni hillu þar sem loft leikur um það.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Þetta fer eftir stærð fjölskyldunnar. Þar sem þetta er bara ein og sama fjölskyldan þá fer það eftir áætlunum um jólaboðin hversu margar kökur verða eftir í hlut hvers og eins.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Ég legg í deig að kvöldi, geymi það yfir nótt.. Að morgni hefst svo að fletja þær út. Það tekur nokkrar mínútur að fletja út hverja köku og síðan eru þær skornar út. Á þessu ári tók það 2 tíma að skreyta og steikja kökurnar 40. En þá var ég líka búin að gera deigið og fletja það út.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Tengdadóttir mín sér um að steikja kökurnar. Það hefur aldrei verið kynjaskipting á steikingunni. Ég sé svo um að ganga fá kökunum.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Strax og búið er að gera laufabrauðið má smakka á því.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Bara eintómt.
Borðar þú, eða fólk sem þú þekkir, laufabrauð með einhverju sem talist gæti óhefðbundið meðlæti? Ef svo er, hvað er hér helst um að ræða?
Nei. Þó var alltaf haft laufabrauð með hangikjötinu á jóladag.
Hvernig kökur þykja ykkur bestar? Nefnið hráefni o.fl.
Þær sem ég bý til sjálf úr mjölblöndunni sem ég nefndi áður.
Hvað endist þinn laufabrauðsskammtur lengi? Hvað er gert við afganginn frá jólunum?
Gjarnan fram á þorra.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Borðaður strax því hann er það fyrsta sem er steikt, gjarnan til að kanna hitann á feitinni. Man ekki eftir neinu heiti öðru en afskurður.
Kaupir þú tilbúið laufabrauð í búðum eða bakaríum? Frá hvaða aðila er besta brauðið að þínu mati?
Já ég hef keypt til gamans ferkantaðar kökur sem eru mjög ólíkar mínum kökum. Veit ekki hver er bestur.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Þetta er fyrst og fremst hefð og tækifæri fyrir fjölskylduna að hittast. Nýir meðlimir sem koma í fjölskylduna (nýr kærasti) mætir að sjálfsögðu og leggur sitt af mörkum. Mér finnst þetta skemmtilegt og ég finn að fjölskyldunni finnst það líka.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Ég held ég sé búin að segja frá laufabrauðsgerðinni minni fyrr í vikunni, og líka frá barnæskunni. Það sem hefur breyst er að nú er laufabrauðsbaksturinn minni að umfangi enda er fjölskylda mín minni er var í barnæskunni. Það situr eftir í minningunni að þetta er skemmtilegt og ég hef reynt að halda í gamlar hefðir, sýð skötu á aðventunni, sýð sviðalappir fyrir þá sem hafa gaman af að smakka lappir, ég geri slátur og hef alltaf með mér einhverja úr fjölskyldunni sem hafa gaman af því að halda í svona hefðir.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
