Aðrar upplýsingar
Kyn / Fæðingarár heimildarmanns
Kona (Aldur ekki skilgreindur)
Ártal
Sent dags: 04.12.2020
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2020-3-3
Spurningaskrá / Svör
Gerði fjölskylda þín laufabrauð á æskuárum þínum? Ef svo er, hverjir á heimilinu tóku þátt? Komu aðrir að laufabrauðsgerðinni en heimilisfólkið? Hverjir, ef svo er?
Amma mín steikti og steikir enn laufabrauð. Við vorum af 3 heimilum í þessu, þ.e.a.s. amma, dóttir hennar og börn og ég og bróðir minn, og nú börnin mín.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Bara heima hjá ömmu, aldrei tekið þátt í laufabrauðsgerð annarstaðar.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Eflaust hjá foreldrum sínum, en þau gera ekki laufabrauð sjálf.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Það er eins, meira og minna. Bólóttara en keypt laufabrauð samt.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Bý ekki til laufabrauð sjálf, finnst það ekki gott og dettur ekki í hug að standa í þessu veseni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Síðustu 10-15 ár, síðan ég var ca 17-18 ára, hef ég verið pínd í að stýra yngri frænsystkinum og síðan eigin börnum í laufabrauðsskurði á hverju ári. Við gerum þetta ekki í ár og ég er fegin að losna við það.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Við veljum tíma stuttu fyrir jól, í kringum 20.des.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Hef engar hugmyndir um laufabrauð annað en að það sem fæst í bónus sé eflaust annars flokks!
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Það hefur þau áhrif að ég losna við laufabrauðsgerðina í ár. Ég veit ekki hvort laufabrauðið verður steikt samt en ég kem allavega ekki að því.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Amma stýrir öllu: hún gerir deigið, fletur það og sker, raðar á bakka með viskastykki á milli og færir okkur þar sem við sitjum við stofuborðið og skerum í gríð og erg. Ég labba með þetta, þegar við höfum fyllt bakka af skornu brauði, til hennar og hún steikir en annars má engin koma inn í eldhúsið af því feitin er jú stórhættuleg. Svo fá allir sem vilja að borða afskurðinn.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Amma býr til deigið og fletur og sker út kökur.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hef ekki hugmynd.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Amma, alltaf og bara amma.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Erum með eitt laufabrauðsjárn (?) sem maður rúllar eftir kökunni til að fá v-in, það gengur á milli og svo litla smjörhnífa til að fletta laufunum.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Við skerum bara út stafi og strik, ekkert merkilegt. Reynum að láta þetta virðast þjóðlegt. Erum stundum skömmuð ef kökurnar eru ekki nógu mikið skornar.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég er meira í því að reyna að passa að litlir krakkar rústi ekki hverri kökunni á fætur annari en að skera sjálf. Mér finnst þetta ekki skemmtileg hefð. Vil bara klára þetta sem fyrst.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Þetta er svosem alltaf það sama.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Amma kenndi mér og ég hef kennt frændsystkinum og börnum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Ég hef verið eina fullorðna manneskjan. Börn gera þetta aðallega og það gengur ekki hróplega vel fyrr en þau eru orðin svona 8 ára. Það skiptir auðvitað engu þó kökurnar rifni, þær steikjast fyrir því og eru ágætar ef manni finnst laufabrauð gott á annað borð, en þetta endar oft með því að ég sker sjálf meirihlutann af kökunum.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Það er stór pottur og einhver prjónn, svo diskur og pottlok notað til að halda kökunum flötum þegar þær koma úr pottinum. Eflaust fleira en ég er ekkert inni í eldhúsi meðan þetta gengur yfir.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Palmín, held ég. Afskurðurinn steiktur og borðaður heitur, hann er meira spennandi en kökurnar sjálfar.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Pressað með pottloki, það er samt ekkert sérstaklega slétt.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Ofan í kökudall og það fer niður í geymslu.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Enga hugmynd, það er ekki mikill áhugi fyrir þessu. Þetta er borðað a jóladag, sem er afmælisdagurinn hennar ömmu, og fólk fær sér kannski eina með matnum.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Ekki viss en skurðurinn tekur kannski 2 klukkutíma. Þetta gengur alltaf hratt.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Amma.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Hef ekki hugmynd, það er geymt hjá ömmu og ég hef engan áhuga á því sjálf þannig ég hef ekki velt því fyrir mér.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Mér þykir laufabrauð einhvernvegin bæði bragðlaust og væmið, ég borða það alls ekki.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Hann er borðaður heitur og nýsteiktur og hverfur eins og dögg fyrir sólu.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Mér fannst hún notaleg fyrstu árin, gaman að hitta frændsystkin og ömmu, en nú er eg bara stressuð og mér finnst þetta leiðinlegt og bara enn eitt sem þarf að gera fyrir jólin.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Hefðin hefur ekki breyst en mín upplifun hefur breyst. Ég var 17-18 ára krakki þegar ég fór að taka þátt í þessu reglulega og nú er eg eldri, þreyttari og stressaðri. Þetta gefur mér ekkert og ég er fegin að covid gefur mér afsökun til að sleppa þessu. Þegar amma fellur frá væri ekki hægt að borga mér nóg til að ég mundi halda þessari hefð áfram.
Amma mín steikti og steikir enn laufabrauð. Við vorum af 3 heimilum í þessu, þ.e.a.s. amma, dóttir hennar og börn og ég og bróðir minn, og nú börnin mín.
Fór laufabrauðsgerð sem þú tókst þátt í eingöngu fram á heimili þínu eða á fleiri stöðum? Hvaða stöðum?
Bara heima hjá ömmu, aldrei tekið þátt í laufabrauðsgerð annarstaðar.
Hvar og hvernig kynntust foreldrar þínir þessari hefð? Nefndu einnig sveitarfélag og hvort það var í þéttbýli eða til sveita.
Eflaust hjá foreldrum sínum, en þau gera ekki laufabrauð sjálf.
Var laufabrauðið sem þú þekktir í æsku svipað því sem kallað er laufabrauð í dag? Ef ekki, gætir þú lýst brauðinu sem kallað var laufabrauð í þínu ungdæmi?
Það er eins, meira og minna. Bólóttara en keypt laufabrauð samt.
Býrð þú til laufabrauð í dag? Gerir þú það með fleiri en einum hópi, ef svo er? Hvaða hópum?
Bý ekki til laufabrauð sjálf, finnst það ekki gott og dettur ekki í hug að standa í þessu veseni.
Kemur þú að gerð laufabrauðs á hverju ári eða hefur þú hugsanlega tekið pásu um lengri eða skemmri tíma? Hvers vegna?
Síðustu 10-15 ár, síðan ég var ca 17-18 ára, hef ég verið pínd í að stýra yngri frænsystkinum og síðan eigin börnum í laufabrauðsskurði á hverju ári. Við gerum þetta ekki í ár og ég er fegin að losna við það.
Er sérstakur dagur og tími tekinn frá fyrir laufabrauðið? Hvernig er hann valinn? Er gert laufabrauð á öðrum tímum árs en fyrir jólin? Ef svo er, hvenær og við hvaða tækifæri?
Við veljum tíma stuttu fyrir jól, í kringum 20.des.
Hvaða hugmyndir hefur þú um útbreiðslu laufabrauðs í dag? Finnst þér að hún hafi farið vaxandi eða minnkandi á síðustu 20-30 árum eða stendur hún kannski í stað?
Hef engar hugmyndir um laufabrauð annað en að það sem fæst í bónus sé eflaust annars flokks!
Hvaða áhrif hefur COVID-19 á laufabrauðsgerð þína? Koma vídeó-símtöl á netinu, eins og t.d. á Facebook, hugsanlega við sögu? Getur þú sagt frá þessu, ef svo er?
Það hefur þau áhrif að ég losna við laufabrauðsgerðina í ár. Ég veit ekki hvort laufabrauðið verður steikt samt en ég kem allavega ekki að því.
Eru einhverjir sem halda utan um daginn eða sjá til þess að nóg sé af öllum áhöldum og öðru sem til þarf? Hverjir, ef svo er?
Amma stýrir öllu: hún gerir deigið, fletur það og sker, raðar á bakka með viskastykki á milli og færir okkur þar sem við sitjum við stofuborðið og skerum í gríð og erg. Ég labba með þetta, þegar við höfum fyllt bakka af skornu brauði, til hennar og hún steikir en annars má engin koma inn í eldhúsið af því feitin er jú stórhættuleg. Svo fá allir sem vilja að borða afskurðinn.
Búið þið til deig sjálf eða kaupið þið það tilbúið og fletjið út? Kaupið þið útflattar kökur?
Amma býr til deigið og fletur og sker út kökur.
Hvaða korntegundir eða hugsanlega blöndu af þeim notið þið í deigið? Hvaða önnur hráefni eru notuð?
Hef ekki hugmynd.
Hverjir búa til deigið? Þekkist kynja- eða verkaskipting við að hnoða og fletja deigið? Segðu frá því, ef svo er.
Amma, alltaf og bara amma.
Hvaða áhöld og annan útbúnað notar þú við laufabrauðsskurðinn? Segðu frá því og hvaða hlutverki þau gegna.
Erum með eitt laufabrauðsjárn (?) sem maður rúllar eftir kökunni til að fá v-in, það gengur á milli og svo litla smjörhnífa til að fletta laufunum.
Hvaða munstur skerð þú helst út? Ber útskurðurinn eða munstrin sem þú notar einhver heiti? Hvaða heiti? Er eitthvað sem þér finnst að eigi ekki að skera út í laufabrauð? Hvað og hvers vegna, ef svo er?
Við skerum bara út stafi og strik, ekkert merkilegt. Reynum að láta þetta virðast þjóðlegt. Erum stundum skömmuð ef kökurnar eru ekki nógu mikið skornar.
Hvað ræður því helst hvað þú skerð út? Skipta hefðir máli í þessu sambandi eða hvaðan færð þú hugmyndirnar? Vilt þú nostra við útskurðinn, gera flókin mynstur eða vera fljótur vegna þess að það eru margar kökur sem þarf að skera út?
Ég er meira í því að reyna að passa að litlir krakkar rústi ekki hverri kökunni á fætur annari en að skera sjálf. Mér finnst þetta ekki skemmtileg hefð. Vil bara klára þetta sem fyrst.
Er eitthvað sem þér finnst skemmtilegra eða leiðinlegra að skera út en annað? Hvað, ef svo er? Eða er þetta kannski alveg hlutlaust?
Þetta er svosem alltaf það sama.
Hver kenndi þér að skera út? Hefur þú kennt einhverjum útskurð? Hverjum?
Amma kenndi mér og ég hef kennt frændsystkinum og börnum.
Hverjir sjá um að skera út? Geta allir tekið þátt, börn líka?
Ég hef verið eina fullorðna manneskjan. Börn gera þetta aðallega og það gengur ekki hróplega vel fyrr en þau eru orðin svona 8 ára. Það skiptir auðvitað engu þó kökurnar rifni, þær steikjast fyrir því og eru ágætar ef manni finnst laufabrauð gott á annað borð, en þetta endar oft með því að ég sker sjálf meirihlutann af kökunum.
Hvaða áhöld og annað sem til þarf er notað við steikinguna? Segðu frá þeim og hvaða hlutverki þau gegna.
Það er stór pottur og einhver prjónn, svo diskur og pottlok notað til að halda kökunum flötum þegar þær koma úr pottinum. Eflaust fleira en ég er ekkert inni í eldhúsi meðan þetta gengur yfir.
Upp úr hverju er brauðið steikt og hve lengi? Hvað eru búnar til margar kökur? Er afskurðurinn steiktur?
Palmín, held ég. Afskurðurinn steiktur og borðaður heitur, hann er meira spennandi en kökurnar sjálfar.
Er laufabrauðið pressað eftir að búið er að steikja það? Með hverju er pressað? Ef að það er ekki pressað, hvað er gert við brauðið þegar það kemur upp úr pottinum?
Pressað með pottloki, það er samt ekkert sérstaklega slétt.
Segðu frá því hvernig brauðinu er pakkað inn og gengið frá því til geymslu.
Ofan í kökudall og það fer niður í geymslu.
Eftir hvaða reglum er laufabrauðinu skipt á milli fólks? Hvað fá menn venjulega margar kökur í sinn hlut?
Enga hugmynd, það er ekki mikill áhugi fyrir þessu. Þetta er borðað a jóladag, sem er afmælisdagurinn hennar ömmu, og fólk fær sér kannski eina með matnum.
Hvað tekur vinnan við laufabrauðið langan tíma, frá upphafi til enda?
Ekki viss en skurðurinn tekur kannski 2 klukkutíma. Þetta gengur alltaf hratt.
Hverjir sjá um að steikja og ganga frá kökunum? Er kynja- eða verkaskipting við þetta? Getur þú sagt frá því?
Amma.
Laufabrauð er mest borðað um jólin, eins og allir þekkja, en hvenær er byrjað að smakka á því?
Hef ekki hugmynd, það er geymt hjá ömmu og ég hef engan áhuga á því sjálf þannig ég hef ekki velt því fyrir mér.
Með hverju þykir þér best að borða laufabrauð?
Mér þykir laufabrauð einhvernvegin bæði bragðlaust og væmið, ég borða það alls ekki.
Hvenær og hvernig er afskurðarins neytt? Hvaða heiti þekkir þú á honum?
Hann er borðaður heitur og nýsteiktur og hverfur eins og dögg fyrir sólu.
Hver er tilgangur þess að búa til laufabrauð, annar en hinn praktíski svo að segja? Hvaða þýðingu hefur þessi hefð fyrir þig?
Mér fannst hún notaleg fyrstu árin, gaman að hitta frændsystkin og ömmu, en nú er eg bara stressuð og mér finnst þetta leiðinlegt og bara enn eitt sem þarf að gera fyrir jólin.
Getur þú sagt frá laufabrauðsgerð? Þetta geta verið minningabrot, þín upplifun, hvort og með hvaða hætti hefðin hefur breyst, hvað er jákvætt, hvað er neikvætt eða annað sem kemur upp í hugann.
Hefðin hefur ekki breyst en mín upplifun hefur breyst. Ég var 17-18 ára krakki þegar ég fór að taka þátt í þessu reglulega og nú er eg eldri, þreyttari og stressaðri. Þetta gefur mér ekkert og ég er fegin að covid gefur mér afsökun til að sleppa þessu. Þegar amma fellur frá væri ekki hægt að borga mér nóg til að ég mundi halda þessari hefð áfram.
Spurningaskrá
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
