Málaraspjald
1910 - 1924

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Málaraspjald ("paletta") úr eigu Muggs (Guðmundur Pétursson Thorsteinsson). Spjaldið, sem er úr harðviði, er því sem næst ferhyrnt, þó með rúnnuð horn og sveig við eitt hornið og gat þar hjá, þar sem haldið var á spjaldinu (eins og algengt er með málaraspjöld). Spjaldið virðist hafa verið all nokkuð notað en þó hefur málningin að miklu leyti verið þurrkuð jafn óðum af. Það er eilítið undið og í viðnum eru smávægilegar sprungur en annars er það í mjög góðu ástandi.
Muggur bjó um tíma í Odense, hjá föðursystur eiginmanns gefanda. Eiginmaður gefanda var Birgir Möller (1922-2012). Faðir hans var Tage Möller, kaupmaður og tónlistarmaður í Reykjavík (1898-1987).
Aðrar upplýsingar
Ártal
1910 - 1924
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2015-7-2
Stærð
33 x 24.1 x 0.3 cm
Lengd: 33 Breidd: 24.1 Hæð: 0.3 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Málaraspjald
