Púði

1900 - 1910
Útsaumaður smápúði með krosssaumi. Púðann saumaði Muggur (Guðmundur Pétursson Thorsteinsson), líklegast þegar hann var ungur að árum. Grunnlitur útsaumsins er ljósbrúnn og gul rönd saumuð yst, en annar útsaumur er rauður, grænn, grár, hvítur og gulbrúnn. Myndefnið er karl og kona (eða piltur og stúlka) og á milli þeirra og til hliðar við þau eru rósir og tré. Fyrir neðan myndina er saumað: stefnumót. Bakhlið púðans er úr svörtu símynstruðu efni, líklega silki. Umhverfis púðann er saumuð rauð snúra. Efnið í bakhliðinni hefur trosnað eilítið á nokkrum stöðum og þar í gegn má sjá að púðinn innan í er úr hvítu lérefti. Hann er væntanlega fylltur með fiðri eða dún. Rauða snúran umhverfis púðann hefur losnað á annarri hliðinni en annars er púðinn í góðu ástandi. Muggur bjó um tíma í Odense, hjá föðursystur eiginmanns gefanda. Eiginmaður gefanda var Birgir Möller (1922-2012). Faðir hans var Tage Möller, kaupmaður og tónlistarmaður í Reykjavík (1898-1987).

Aðrar upplýsingar

Ártal
1900 - 1910
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2015-7-1
Stærð
34 x 18 x 5 cm Lengd: 34 Breidd: 18 Hæð: 5 cm
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Púði