Götuhorn – Skáldtextar innblásnir af íslenskri myndlist
Tólf rithöfundum og ljóðskáldum, sem sumir gætu reyndar líka flokkast sem myndlistarmenn, var boðið að velja eitt verk hver sem er á sýningunni Viðnám í Safnahúsinu og skrifa um það og birtis afraksturinn í bókinni Götuhorn – Skáldtextar innblásnir af íslenskri myndlist vorið 2025. Og rétt eins og myndlistarverkin kölluðu á þessa völdu höfunda, þá ná skrif þeirra nú að leiða okkur áhorfendur inn í verkin og tengja okkur í senn við myndlistina og hugarheim rithöfundanna með nýjum og margslungnum hætti.
Objects
12
Related Objects












