Main information
Title
Art title: Rek
English art title: Drift
Dating
= 2012
Material
Technique
Object-related numbers
Museumnumber a: LÍ-8892
Dimensions
150 x 200 x 0 cm
Stærð með ramma: 154 x 204 x 0 cm
Exhibition text
Olga Bergmann og Anna Hallin vinna ýmist verk sín saman eða hvor fyrir sig. Sem tvíeyki hafa þær oftar en ekki athugað umhverfi sitt og ýmsar kringumstæður út frá nýstárlegum sjónarhornum sem einkennast iðulega af bæði gagnrýni og spaugsamri afstöðu.
Í verkaröðinni Rek er uppblásin dýna, sem er í laginu eins og Ísland, í aðalhlutverki. Þetta léttvæga rekald fer víða fyrir tilstuðlan utanaðkomandi krafta. Hér má sjá það á floti meðal vatnalilja Giverny-tjarnarinnar, í garði Monets, norðvestur af París. Þetta er sposk tilvísun í listasöguna en minnir okkur einnig á hlýnun jarðar, sem vissulega getur gert eyjuna í Norður-Atlantshafi notalegri, veðurfarslega séð, en ógnar um leið jöklum hennar, hinum mikilúðlegu djásnum á yfirborði landsins. Heiti verksins minnir okkur einnig á þá staðreynd að Ísland er á flekaskilum Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans sem færast í sundur um tæpa tvo sentimetra á ári. Verkið Rek er þannig margslungið og snertir marga fleti er varða bæði sjálfsmynd þjóðarinnar, afstöðu okkar til náttúrunnar, hlýnun jarðar og landfræðilega og sálfræðilega hlið þess að staðsetja sig í tíma og rúmi.
Olga Bergmann and Anna Hallin are longtime collaborators in their artistic practice. As a duo they frequently explore their environment and various circumstances from novel perspectives, usually distinguished by their critical and humorous stance.
In the series Drift an inflatable mattress shaped like Iceland takes centre stage. This light vehicle travels widely, propelled by outside forces. Here we can see it floating among the water lilies on the surface of the Giverny-pond in Monet's garden, northwest of Paris. This ironic allusion to art history also reminds us of global warming, which has rendered the island in the north more climatically pleasant, but threatens to melt its glaciers, the most prominent jewels of the country’s surface. The series title also reminds us of the fact that Iceland sits in the middle of the North American and Eurasian plates that drift apart by almost two centimetres every year. Drift is a complex work that touches on several aspects of the nation's identity, our attitude towards nature, global warming, and the geographical and psychological element of situating oneself in time and space.
Record type
Collection
Undirskrá: Aðalskrá
Giver
Classification
Edition/Series
1
Copyright
Copyright: Anna Hallin
Copyright: Myndstef
Copyright: Olga Bergmann

