Skrifstofuskápur
1960 - 1970

Varðveitt hjá
Borgarsögusafn Reykjavíkur
Skrifstofuskápur / skenkur úr tré með einföldum járnhöldum að framan. Fyrir miðju eru þrjár skúffur og til hliðanna hvoru megin eru skápar. Í öðrum þeirra eru fjórar útdraganlegar skúffur. Merkt skilrúm fyrir skjöl eru í neðri skúffu vinstra megin. Fætur skápsins eru klæddar málmi neðst við gólf. Skápurinn kemur af skrifstofu borgarstjóra í Austurstræti 16. Í einni skúffunni leyndist fundargerð frá 4. júlí 1985, sem segir m.a. frá því þegar Kvennalistinn mætti á fund borgarstjórnar klæddar sem fegurðardrottningar.
Skápinn smíðaði Helgi Einarsson, húsgagnasmiður, en verkstæði hans var að Brautarholti 26.
Aðrar upplýsingar
Ártal
1960 - 1970
Efni
Safnnúmer
Safnnúmer A: ÁBS-12319
Stærð
177 x 45 x 75 cm
Lengd: 177 Breidd: 45 Hæð: 75 cm
Aðfangategund
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Skrifstofuskápur
Heimildir
Minningargrein um Helga Einarsson úr Morgunblaðinu, 1995.
Kvennalistinn mætir á fund borgarstjórnar Rvk.











