Kuldaúlpa

1990 - 2000
 Kuldaúlpa, einkennisúlpa fangavarðar. Úlpan er úr svarbláu ullarefni og framleidd af VÍR, vinnufatagerð. Hún er í stærð 52. Úlpan er loðfóðruð og er með breiðum loðkraga. Kraginn og fóðrið er hvort tveggja úr svartri gæru. Fóðrinu er smellt í úlpuna. Á úlpunni eru fjórir vasar að utanverðu. Hún er rennd að framan með svörtum rennilás úr plasti og einnig hneppt með 4 tölum. Úlpan nær niður fyrir rass. Úlpan er í góðu ástandi. Gripirnir númer Þjms. 2011-87 eru allir úr eigu Gunnars Vals Jónssonar og tengjast starfsferli hans en hann vann sem fangavörður í 35 ár. Hann hóf starfsferil sinn á Litla-Hrauni árið 1973. Fluttist svo til Reykjavíkur og starfaði í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, í Síðumúlafangelsi og í Kvennafangelsinu. Hann vann svo aftur um stutt skeið á Litla-Hrauni en lauk starfsferli sínum svo í Hegningarhúsinu. Gunnar var einn af aðalstofnendum Fangavarðafélags Íslands þann 21. október 1973. Með gripunum fylgja þrjár litmyndir af Gunnari í fangavarðabúningum.

Aðrar upplýsingar

Vír hf., Hlutinn gerði
Gunnar Valur Jónsson, Notandi
Gefandi:
Gunnar Valur Jónsson
Ártal
1990 - 2000
Safnnúmer
Safnnúmer B: 2011-87-21
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Munasafn
Efnisorð / Heiti
Efnisorð: Kuldaúlpa
Efnisorð:
Úlpa