Bryggja
05.07.1933

Varðveitt hjá
Þjóðminjasafn Íslands
Eftirtaka. Myndin er af landgöngu ítalska flugforingjans Balbo í Vatnagörðum 5. júli 1933. Í forgrunni eru ljósmyndarar að störfum og upp hallandi trébryggju kemur hópur karla gangandi, einn er í herforingjabúnaði, kálfasíðri leðurkápu og einkennishúfu og með blómvönd í vinstri hendi. Við hlið hans gengur karlmaður í borgaralegum klæðum. Í baksýn eru bátar á sjónum. Úr syrpu af myndum teknum í tengslum við hópflug Ítalska flugforingjans Balbos til Ameríku sumarið 1933. Í tengslum við myndina er skrifað á síðuna: „í Vatnagörðum 5. júlí 1933“.
Aðrar upplýsingar
Balbo, Á mynd
Ártal
05.07.1933
Safnnúmer
Safnnúmer A: Lpr
Safnnúmer B: 1994-319-112
Stærð
9.5 x 14.2
Staður
Staður: Vatnagarðar, 104-Reykjavík, Reykjavíkurborg
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Ljós- og prentmyndasafn (Lpr)
Flokkun
Efnisorð / Heiti
Heimildir
Skrá yfir myndefni og ljósmyndara fylgir með frá gefanda.
