Belgur, óþ. notk.

01.01.1924 - 01.01.1929
Togari að veiðum. Myndin tekin um borð og sér aftur eftir skipinu frá vanti að brú og keis, einkum stjórnborðsmegin. Belgurinn með afla í flýtur við skipshlið. Toghleri í afturgálga. Sjóklæddir menn á dekki. Rekkverk á brúarvæng með ljósum björgunarhring. Annar á keis. Tveir menn stinga höfði út um brúarglugga. Fiskur hangir aftur á keis. Auður sjór og himinn í bakgrunni. Skipið þekkist með samanburði við aðrar myndir. Að sögn er hér notast við s.k. enskt troll, enda lásað beint í togahlera. Hér er verið að undirbúa að taka trollið um borð, sennilega fyrsta pokann. Sennilega er það gilsinn sem kræktur er á línu frá trolli. Maður í brúarglugga, sá sem fjær er, gæti e.t.v. verið Þorsteinn Eyjólfsson, háseti (heimildarmaður). Þykist hann þekkja hér sjálfan sig. Sigurður Andrésson, bátsmaður? er berhöfðaður á peysu á dekki. Ásgeir Gíslason, háseti, síðar skipstj., er hægra megin við Sigurð (undir brúarvæng og með húfu - horfir á ljósm.). Tímasetning sbr. GÁ 46.  

Aðrar upplýsingar

Ártal
01.01.1924 - 01.01.1929
Safnnúmer
Safnnúmer A: GÁ-290
Stærð
14 x 10
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Guðbjartur V Ásgeirsson (GÁ)
Efnisorð / Heiti
Myndefni: Belgur, óþ. notk.
Myndefni:
Björgunarhringur, á skipi
Myndefni:
Fiskveiði
Myndefni:
Fiskur
Myndefni:
Himinn
Myndefni:
Karlmaður
Myndefni:
Sjór
Myndefni:
Togari
Heimildir
Ágúst Ó. Georgsson vann þessa skrá árin 1987 - 1990. Heimildamaður: Þorsteinn Eyjólfsson (1109067069); Magnús Óskar Guðbjartsson (2805212139)