Barn

01.01.1901 - 01.01.1903
Timburhús með tveim útskotum og miklum gluggaskreytingum. Maður og barn standa á tröppum hússins. Girðing úr bárujárni umlykur húsið. Þvottur á snúru. Sér í næstu hús og er maður ofan á þaki eins þeirra með sög. Grindverk ofl. Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar, bls. 48-50/mynd 30:   Vesturgata 18, hús Árna Eiríkssonar kaupmanns og leikara, sem stendur hér á tröppunum. Þetta er eitt af hinum formfögru og smekklegu timburhúsum, sem reist voru hér kringum aldamótin, en til vinstri sést í stafninn á húsið Jóns Borgfirðings við Norðurstíg. Það hús er horfið, en hús Árna stendur enn, þó að mestu rúið skrauti sínu. (Sett inn af Sigrúnu Blöndal, 17.3.2011) „..litla stúlkan með Árna Eiríkssyni á tröppum hússins er dóttir hans, Dagný Árnadóttir (1898 - 1925). Húsið var flutt um 1980 og stendur nú á horni Bókhlöðustígs og Miðstrætis.“ (JÖB 2019)

Aðrar upplýsingar

Ártal
01.01.1901 - 01.01.1903
Safnnúmer
Safnnúmer A: Lpr-425
Stærð
15.5 x 21.5
Staður
Staður: Vesturgata 18, 101-Reykjavík, Reykjavíkurborg
Aðfangategund
Undirskrár
Undirskrá: Ljós- og prentmyndasafn (Lpr)
Efnisorð / Heiti
Myndefni: Barn
Myndefni:
Karlmaður
Myndefni:
Leikari
Myndefni:
Timburhús, + hlutv.
Heimildir
Þór Magnússon. Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar. Reykjavík, 1976.